Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAl 1995 B 11 Björk íbið \i VÆNTANLEGRI breið- skífu Bjarkar Guðmunds- dóttur, Post, hefur verið frestað um rúma viku. Að sögn útgefanda er það vegna fram- leiðslu umbúða, en platan verður gefín út í þrenn- slags umbúðum; fyrst í svonefndum digipack, sem er að mestu úr pappa, með bók og veggmynd, þá í burðarpokaútgáfu og svo loks í venjulegu geisla- disksboxi eftir að hinar fyrri útgáfur eru upp urn- ar. Einnig verður platan gefin út á vínyl, bleikum UÁRLEG tónleikaferð fram- úrstefnusveita vestan hafs, Lollapalooza, hefur gengið vonum framar undanfarin ár. Nú er búið að tilkynna hver verða aðalnúmer ferðarinnar þetta árið sem hefst í júlílok og stendur fram í ágúst. Meðal þeirra sem koma fram á aðalsviði hátíðarinnar eru Sonic Youth, Hole, Cypress Hill, Pavement, Sinéad O’Connor og Beck, en lista- menn í annarri deild verða kynntir á næstunni. Meiri upplýsingar má fá á Internet- inu: http://www.lollapalo- oza.com. URÚNAR Júlíusson, sem hélt upp á fimmtíu ára af- mæli sitt um daginn, hefur í nógu að snúast á árinu, eins og jafnan. Fyrir skemmstu kom út breiðskífa hans og Bubba Mortliens og þeir fé- lagar verða á faraldsfæti í allt sumar að kynna þá skífu. Meðfram önnum í því er Rún- ar síðan að vinna að breið- skífu með Otis félaga sínum, aukinheldur sem hann er að vinna breiðskífu sem hann semur með nokkrum helstu samstarfmönnum sínum í gegnum árin. fyrst en síðan svörtum. Breiðskífan átti að koma út 5. júní, en nýr útgáfu- dagur er 15. júní. DÆGURTONLIST Sígandi lukka Er bófarappib búib ab veraf heitir Tin og í framlínu henn- ar eru Guðlaugur Falk og Jóna De Groot. Tin er saman sett úr hljómsveitunum X-izt og Blackout, sem báðar voru lagðar niður í kjölfarið. Guð- laugur Falk, leiðtogi X-izt segir að tímabært hafi verið að hætta og hann hafí lengi langað til að vinna með söng- konunni Jónu De Goot, en sé hún söngkona á heims- mælikvarða. „Jóna er kjarn- orkusöngkona, hún getur sungið bókstaflega allt,“ seg- ir hann ákveðinn. „Tin er ætlað að halda dansleiki fyrir rokkara og við höfum á dagskránni rokklög úr öllum áttum, allt frá Met- allicu í Cranberries," segir Guðlaugur og bætir við að Morgunblaðið/Halldór Tímabær Rokksveitin Tin. Mjúkur málmur ROKKSVEITIR koma og fara og fyrir skemmstu slógu gamalreyndir rokkarar saman í eina sveit sem ætlað er að leika innflutta rokk- tónlist að mestu. Sveitin sveitinni hafi verið vel tekið fram að þessu og jafnan ver- ið fullt á tónleikum. Tin leikur næst opinber- lega næstkomandi föstudag í Tveimur vinum. Seigir Rokksveitin Live. í siglingunni uppávið skiptir ekki minna máli að Live-liðar hafa verið frábær- lega duglegir við tónleika- hark, leikið hvar sem því var við komið um þver Bandarík- in. Þeir hyggjast þó ekki taka sér frí frá plötuútgáfu; næsta plata er þegar í undirbúningi og kemur úr snemma á næsta ári, því hamra verður járnið á meðan það er heitt. Ofbeldi og lastalíf SÍGANDI lukka er best og það hefur oft gefíst vel að fara lengri leiðina á toppinn, að minnsta kosti ef menn ætla sér langlífi í rokkheiminum. Þeir félagar í hljómsveit- inni Live tóku sér ár í að koma breiðskífunni Throwing Copper á toppinn vestan hafs. Throwing Copper er önn- ur breiðskífa sveitar- innar og vakti þegar nóga athygli til að komast inn á breiðskífulistann bandaríska. Næsta skref var lagið Selling the Drama sló í gegn og Throwing Copper fór að mjakast uppávið. Nokkrar smáskífur fylgdu í kjölfarið, þar á meðal Lightning Cras- hes sem sat í sjö vikur í efsta sæti rokksmáskífulistans. EITT VINSÆLASTA tónlistarform síðasta árs vestan hafs og allvinsælt enn er bófarappið svokallaða. Textar eru aðal rappsins og í bófarappi snúast þeir helst um fjölskrúðugt ofbeldi, dópneyslu og uppáferðir ýmiskonar. Lífsstíllinn sem fylgdi var og skraut- og ævintýralegur, en skyndilega virð- ist vera að fjara undan bófarappinu og spámenn þess ýmist hnepptir í varðhald, komnir í gröfina eða brunnir út. eftir Árna Motthiasson Tupac Shakur þekkja margir, ef ekki sem rappara, þá sem leikara. Það má og segja að lífið hafi blas- að við honum; vinsæll og virt- mmmmmtmmm ur sem tón- listarm- aður, eftirsóttur sem leikari og almennt talinn með frambæri- legustu talsmönn- um ungra blökkumanna, því þó hann hafi lagt sitt af mörkum til árása á lögreglu og yfírvöld, þótti hann öllu málefnalegri og rökfastari en margir starfsbræður hans. Það kom því flatt á marga þegar hann var handtekinn og sakaður um að hafa tekið þátt í hópnauðgun stúlku sem bað hann um eiginhandará- ritun. Ekki var þeim hremm- ingum lokið þegar hann svo var á leið til hljóðvers skömmu síðar réðust á hann ANGURVÆR Tupack Shakur. ræningjar, stálu gull- hálsmenum og öðru glingri og skutu hann í leiðinni. Þeg- ar og hann hafði náð sér eftir þá árás var honum stungið inn til að afplána dóm fyrir nauðgunina, og bjuggust flestir við að ferli rapparans væri þar með lok- ið. Tupac var þó á öðru máli og fyrir skemmstu kom út breiðskífan Me Against the World. Af þeirri plötu hefur lagið Dear Mama heyrst mik- ið í útvarpi hér á landi; ang- urvær óður til móður hans. Ekki er platan þó öll ang- urvær, en áhrifamest eru samt lögin þár sem hann fjallar um líf sitt, tii að mynda í If I Die 2nite. Ofbeldi og lastalíf Bófarappið hefur byggst á því að lofsyngja ofbeldi og lastalíf og flytjendur þess hafa gjarnan lagst í sukk og svínarí. Fyrir vikið týna þeir tölunni, látast eða lenda í steininum; Eazy E lést fyrir skemmstu úr alnæmi, liðsmenn Da Lench Mob eru ýmist á leið í steininn eða sitja inni næstu áratugina, Snoop Doggy Dogg bíður enn lykta í dóms- máli gegn honum fyrir aðild að manndrápi, Slick Rick situr inni næstu árin fyrir morð og svo mætti lengi telja. Þótt bófarappið eigi grúa áheyrenda fækkar flytjend- unum ört. Eins og jafnan eru þeir þó helst eftir sem eitthvað hafa fram að færa, til að mynda þeir Ice-bræður Cube og T, Wu Tang-gengið, Boo- Ya T.R.I.B.E., Cy- press Hill og sVo Tupac, sem sannar á Me Against the World, að mótlætið hefur ekki bugað TÓNLEIKAVEISLAN í Hróarskeldu er framundan; fyrstu helgina í leika nokkrar af helstu rokksveitum heims í Hróarskeldu, en að verður haldin þar afmælishátíð. Staðarhaldarar í Hróarskeldu hafa inargoft, reynt að draga úr aðsókn á hátíðina, enda svo komið að þær tugþúsundir sem vi\ja inn rúmast varla á staðnum. Að þessu sinni er haldið upp á 60 ára afmæli hátíðarinn- ar, og því búist við nýju aðsóknarmeti. Aðahiúmer Hróarskeldu að þessu sinni eru bandarísku rokksveitirnar R.E.M. og Van Halen, en einnig koma fram meðal annars P.J. Harvey, Apache Indian, Shane McGowan og sveit hans The Popes, Cranberries, Massive Attack, Black Crowes, Live, Offspring, Sinéad O’Connor, Slash og Snakepit, Page/PIant, Gene, Belly, Orb, Veruca Salt, Spearhe- ad, Body Count og Jeff Buckley. Þónokkrar sveitir eiga eftir að bætast við eins og endranær, en meðal þeiira sem nefndar hafa verið sem hugsanleg viðbót eru Stone Roses, Suede, dEUS, Carcass og White Zombie. íslendingar verða fjölmai-g- ir á llróarskeldu sem oftai* og að minnsta kosti tvær hópferðir verða á hátíðina héðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.