Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 21. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Þó kaupsamningum fari heldur fækkandi á Cannes og gildi verðlaunanna minnkandi þá er engin hátíð jafnalþjóðleg, segir Sæbjörn Valdimarsson, og enginn árviss atburður í kvik- myndaheiminum jafnmikið í sviðsljósinu - að Óskarsverðlaunaafhendingunni undanskilinni. ÚR OPNUNAR- MYNDINNI Borg glataðra barna, sem sögð er jafnskín- andl sérviskuleg og fyrrl mynd þelrra Caros og Jeunets - Dellcatessen. LITRIK OG ALÞJOÐLEG Dómnefnd 1995 AHVERJU vori verður Cannes nafli kvikmyndaheimsins. Að þessu sinni stendur kvik- myndahátíðin, sem kennd er við þessa fögru baðstrandarborg á frönsku Rivíerunni, frá 17.-28. mai. Sem endranær er von á fríðum hópi leikara, leikstjóra, framleiðenda og annarra kvikmyndagerðarmanna víðsvegar að úr heiminum. Þá setja innkaupastjórar í kvikmyndageiran- um ekki minni svip á veisluna, sem er jafnframt ein stærsta kaupstefna heims á þessu sviði og hefur m.a. verið sótt af íslenskum bíóeigendum í hartnær tvo áratugi. Umsvifamikið kaupmang, glæstar kvikmyndakynn- ingar, frumsýningar, veisluhöld og uppákomur, kroppasýningar smá- stirna, nærvera stórstjarna og spenn- an í kringum aðalkeppnina um verð- laun hátíðarinnar, þar sem Palme D’Or - Gullpálmann ber hæst, allt hefur þetta ótrúlegt aðdráttarafl. Þó kaupsamningum fari heldur fækk- andi á Cannes og gildi verðlaunanna minnkandi þá er engin hátíð jafna- lþjóðleg og enginn árviss atburður í kvikmyndaheiminum jafnmikið í sviðsljósinu - að Oskarsverðlaunaaf- hendingunni undanskilinni. Árið 1995 er engin undantekning, það mun fjölmargt forvitnilegt gerast í þessari litskrúðugu kvikmyndahring- iðu. Hátíðarmyndunum er skipt í fjóra flokka. Mest er um vert að komast í aðalkeppnina, „Official Selection", því þær myndir keppa um Gullpálm- ann eftirsótta. Þátt fyrir að Frakkar hafi jafnan átt þar drjúgan skerf hafa Bandaríkjamenn verið með ein- dæmum sigursælir í gegnum árin. Við blendna hrifningu heimamanna, svo ekki sé meira sagt. í þessu 24 mynda úrvali eru einnig veitt sérstök verðlaun dómnefndar og allir flokkar kvikmyndagerðarmanna fá verðlaun fyrir bestan árangur á sínu sviði. Ánnar hópur mynda er sýndur undir samheitinu „Tvær ieikstjóravikur", þar eru leikstjóramir í fyrirrúmi, einsog nafnið bendir til. Á „Viku alþjóðlegra gagnrýnenda" eru valdar myndir nýrra leikstjóra, almenna reglan að þar séu á boðstólum aðeins fyrsta eða annað verk þeirra. Yfir- leitt myndir sem eiga litla sem enga möguleika á almennum markaði. Undir „Un Certain Regard" keppa svo 24 myndir, þær eru einatt sér- stæðar og afar listrænar. Velgengni þeirra hér getur gefið þeim, líkt og myndum í öðrum flokkum, byr undir báða vængi í alheimsdreifingu. Stjómandi hátíðarinnar, Gilles Jacob, tilkynnti fyrir skömmu úrvaiið sem sýnt verður á Cannes í ár. Af myndum í aðalkeppninni er beðið með hvað mestri eftirvæntingu Bey- ond Rangoon, nýjasta verks breska leikstjórans Johns Boormans. Það er ÚR JEFFERSON í París, nýj- ustu stórmynd þríeyklsins góðkunna - James Ivory, Ishmalls Merchant og Ruth Prawler Jabwhala. pólitísk ádeila sem á að gerast í Burma og var tekin í Malasíu. Það eru ágætisleikkonurnar Patricia Arquette og Frances McDormand sem fara með aðalhlutverkin. Þá verður hin rómaða mynd Tims Bur- ton, Ed Wood, loks frumsýnd í Evr- ópu og verður þess skammt að bíða að hún stingi upp kollinum hérlend- is. Sömu sögu er að segja af Jeffer- son in Paris, úr fagmannshöndum þrenningarinnar frægu, James Ivory, Ishmail Merchant og Ruth Prawer Jhabvala. Frá Bandaríkjunum koma jafnframt í aðalkeppnina Kids, um- deild mynd frá hendi Larrys Clark og The Neon Bible, eftir Terence Davies með Genu Rowlands, Diana Scarwid og Denis Leary; Angels and JEANNE Moreau (Frakkland), forseti Nadine Gordimer (Suður-Afr- íka) Norma Heyman (Bretland) Maria Zverva (Rússland) Gianni Amelio (Ítalía) Jean-Claude Brialy (Fakkland) Emilio Garcia Riera (Mexíkó) Gaston Kabore (Burkína Faso) Philippe Rousselot (Frakk- land) John Waters (Bandaríkin) Myndir i aöalkeppni 1995 ■ LaCiteEs Enfantes Perd- us - BorggJat- aðra barna. (Frakkland) Leikstjórar Je- an-Pierre Jeu- net, Marc Caro. OPNUNAR- MYND The Glance of Ulysses - Augnaráð Ódysseifs (Frakkland/ítal- ía/Grikkland) Theo Ange- lopoulos. Historias Del Kronen. (Spánn), Montxo Armendoz N’ oublie pas que tu vas mour- ir - Gleymdu ekki að þú ert feigur. (Frakkland) Xavier Beauvois ■ Beyond Kangoon - Handan Rangoon (Bandarikin) John Boorman Ed Wood (Bandaríkin) Tim Burton Waati (Mali/Frakkland/Burk- ina Faso) Souleymae Cisse Kids - Krakkar (Bandaríkin) Larry Clark Senatorul Melcilor (Rúmenía) Marcia Daneliuc ■ The Neon Bible - Neon ritningin (Bandaríkin) Ter- ence Davies Angels and Insects - Englar og pöddur (Bandaríkin/Bret- land) Philip Haas ■ Carrington (Bret- land/Frakkland) Christopher Hampton Between the Devil and the Deep Blue Sea - Milli Heljar og hafdjúpanna (Belgía/Bret- Iand/Frakkland) Marion Hans- el Haonan Haonu (Tævan/Japan) Hou Hsiao-hsien ■ The Madness of King Georg - Geggjun Georgs konungs (Bandaríkin/Bretland) Nichol- as Hytner ■ Jefferson in Paris - Jeffer- son í París (Bandaríkin) James Ivory ■ Dead Man - Feigur (Banda- ríkin) Jim Jarmusch La Haine - Hatrið (Frakkland) Mathieu Kassovitz Underground - Neðanjarðar (Frakkland) Emir Kusturica Land and Freedom - Land og frelsi (Bretland) Ken Loach L’Amore Molesto (Ítalía) Mario Martone 0 Convento (Portúg- al) Manoel de Oliveea Sharaku (Japan) Masahiro Shinoda ■ Shanghai Triad - Shanghai þrennan (Kína/Frakkland) Zhang Yimou Lokamynd - utan keppninnar ■ The Quick and the Dead - Sá snari og sá dauði (Banda- rikin) Sam Raimi Mlðnœtursýningar - utan keppninnar ■ Desperado (Bandaríkin) Robert Rodriguez ■ Kiss of Death - Koss dauð- ans (Bandaríkin) Barbet Schroeder ■ To Die For-Að fórna sér (Bandaríkin) Gus Van Sant The Usual Suspect - Alltaf undirgrun (Bandaríkin) Brian Singer ■ = íslenskur sýningarréttur hefur verið keyptur 15. maí 1995 Insects, gerð af Philip Haas með hinni glæsilegu Kristin Scott Thomas (Fjögur brúpkaup...); The Madness of King George, sem er bresk/banda- rísk, leikstjóri Nicolas Hytner, og kom nokkuð við sögu óskarslaunatil- nefninganna í ár; nýjasta mynd hins eina og sanna Jims Jarmusch, svart- hvítur vestri, Dead Nan, með hinum vinsæla Johnny Depp, Gabriel Byme og Robert Mitchum í aðalhlutverk- um. Neil Young semur tónlistina. Forvitnilegt, einsog allt sem Jar- musch gerir. „Miðnætursýningarnar" hafajafn- an notið vinsælda og hlotið hvað mesta eftirtekt, þó þær taki ekki þátt í aðalkeppninni. Nú hefur mynd- unum, sem hljóta þann heiðurssess, verið fjölgað um helming. Þær eru í ár fjórar talsins, allar bandarískar; Desperado, nýjasta mynd Roberts Rodriguez (El Mariachi), fyrsta myndin sem Mexíkóbúinn gerir norð- an landamæranna; nýja myndin hans Barbets Schroeders, Kiss of Death, sem hefur verið lofuð hástöfum og líkt við Reyfara. Með aðalhlutverkin fara m.a. Samuel L. Jackson, David Caruso og Nicholas Cage. Á mið- nætti verður einnig sýnd Dead Man, glæný afurð frá Gus Van Sant (My Own Private Idaho, Even Cow- girls...) með Nicole Kidman og Matt Dillon og The Usual Suspects eftir Bryan Singer. í aðalkeppninni á breski nýliðinn Christopher Hampton sína fyrstu mynd og nefnist hún Carrington, með Emmu Thompson og Jonathan Pryce í aðalhlutverkum málarans Doru Carrington og skáldsins Lytons Strachey. Líkt og Boorman á breski gæðaleikstjórinn Ken Loach langa hefð fyrir þátttöku á Cannes og að þessu sinni sýnir hann myndina Land and Freedom, sem gerist á Spáni á tímum borgarastyrjaldarinnar. Flaggskip gestgjafanna í ár er La Cite Es Enfantes Perdus, glæný mynd frá háðfuglunum Jean-Pierre Jeunet og Marc Caro, sem gerðu garðinn frægan með furðuverkinu Delicatessen. Borg glataðra barna gerist í framtíð þar sem oss er bann- að að dreyma. Emir Kusturica (Þeg- ar pabbi var fjarverandi í viðskipta- ferð) sendir frá sér Underground, rösklega þriggja tíma mynd sem hefur verið lengi í smíðum og sögð vera líkingasöguleg lýsing á sögu fyrrum heimalands hans, Júgóslavíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.