Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 21. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ V ATWMMIB A! ir^l Y^llKlfAAR JWfcí Hi H /\ L / v*/// N/V/v Mosfellsbær Leikskólinn Hlaðhamrar Auglýst er eftir leikskólakennurum í stöður deildarstjóra. Jafnframt er auglýst eftir starfsmanni áhugasömum um leikskólastörf. Allar nánari upplýsingar gefur undirrituð í síma 566-6351. Leikskólastjóri. Skrifstofustarf Starfsmannafélag með aðsetur í Reykjavík auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu sína. Um er að ræða hlutastarf frá kl. 12.00 til 16.00 þrjá daga í viku auk setu á stjórnarfundum. Æskilegt er að umsækjendur séu vanir vinnu við tölvu, þekki ritvinnsluforritið Word og hafi bókhaldskunnáttu. Leitað er eftir sjálfstæðum einstaklingi með skipulagshæfileika. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl. merktar:„S-6010“, fyrir 28. maí. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í leikskólann Efrihlíð v/Stigahlíð. Nánari upplýsingar gefur Steinunn Helga- dóttir, leikskólastjóri, í síma 551-8560. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552-7277. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í bæði fullt og hálft starf e.h. í leikskólann Sæborg v/Starhaga. Nánari upplýsingar gefur viðkomandi leik- skólastjóri í síma 562-3664. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552-7277. Tónlistarskólinn Bolungarvík Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar: ★ Staða skólastjóra. ★ Staða blásarakennara. ★ Staða tónmenntakennara við grunn- skólann. Umsóknarfrestur er til 1. júní 1995. Upplýsingar um störfin gefur Ólafur Krist- jánsson, bæjarstjóri í síma 94-7113. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist bæjarskrifstofunni í Bolungarvík, Aðalstræti 12 merkt: „Tónlist- arskóli." Bolungarvík, 19. maí 1995. Bæjarstjóri. Aðstoðarmaður í bakarí Veitingadeild Hótel Loftleiða óskar að ráða aðstoðarmann í bakarí nú þegar (möguleikar á bakaranámi í framtíðinni). Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist til G. og G. veitingar, Scandic Hótel Loftleið- ir, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík. Innheimtufulltrúi Staða innheimtufulltrúa við embætti sýslu- mannsins á Patreksfirði er laus til umsókn- ar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamning- um opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. júní nk. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 19. maí 1995, Þórólfur Halldórsson. Matreiðslumaður/ kjötiðnaðarmaður Veitingadeild Scandic Hótel Loftleiða óskar að ráða matreiðslumann vanan úrbeiningum eða kjötiðnaðarmann til starfa í eldhúsi okk- ar nú þegar. Upplýsingar veitir yfirmatreiðslumaður mánudag og þriðjudag kl. 14-16. G. og G. veitingar Scandic Hótel Loftleiðir, v/Reykjavíkurflugvöll. Skólaskrifstofa Reykjavíkur Skólaskrifstofa Reykjavíkur auglýsir eftir leikskólakennurum eða fólki með aðra uppeldismenntun til starfa á skóla- dagheimilum þar sem eru börn á aldrinum 6-9 ára. Upplýsingar gefur Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri, í síma 28544. Tónlistarkennarar Við Tónlistarskóiann á Akranesi eru lausar eftirtaldar stöður: Kennari á málmblásturshljóðfæri (heil staða til eins árs). Kennari á þverflautu (hlutastaða). Söngkennari (hálf staða). Umsóknarfrestur er til 30. maí nk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 93-11915 eða 93-14118. Tónlistarskólinn á Akranesi. Góðartekjur! Fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða sölu- mann til að selja auglýsingar í blöð og tíma- rit. Starfið er sjáifstætt og krefst áræðni og ánægju af mannlegum samskiptum. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu úr sambærilegu starfi og geti hafið störf sem fyrst. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar fyrir 29. maí nk. merktar: „198“. Framkvæmdastjóri Bygginga- og framleiðslufyrirtæki úti á landi leitar að framkvæmdastjóra. Fyrirtækið er u.þ.b. 100 km frá Reykjavík. Æskileg menntun er próf í tæknifræði og reynsla í bygginariðnaði. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um er að ræða áhugavert starf fyrir dugmik- inn einstakling. Umsækjendur sendi umsóknir sínar til af- greiðslu Mbl., merktar: „B - 15054“, fyrir 28. maí næstkomandi. FJÖLBRAUTASKÚUNN BREIÐHOLTI Bókasafnsf ræði ng ur Laus er til umsóknar staða bókasafnsfræð- ings við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Um er að ræða 75% stöðu. Upplýsingar eru veittar í síma 557 5600 á skrifstofutíma. Umsóknir berist skólameistara fyrir 31. maí 1995. Skólameistari. W Ríkisútvarpið auglýsir starf dagskrárfulltrúa á innkaupa- og markaðsdeild Sjónvarpsins laust til umsóknar. Háskólamenntun í kvik- myndafræðum er æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan júní. Nánari upplýsingar gefur dagskrárstjóri inn- kaupa- og markaðsdeildar. Umskónarfrestur er til 9. júní nk. og ber að skila umsóknum til starfsmannastjóra, Út- varpshúsinu, Efstaleiti 1, eða Sjónvarpsins, Laugavegi 176, á eyðublöðum sem fást á báðum stöðum. RÍKISÚTVARPIÐ Bifvélavirki Óskum eftir að ráða bifvélavirkja í eftirfar- andi störf sem fyrst: • Demparaísetningar. • Pústkerfaviðgerðir. • Raftenging og ísetning dráttarbeisla. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist undirrituðum í síðasta lagi 31. maí nk. Upplýsingar ekki veittar í síma. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. BílavörubúÓin FJÖORIN Pósthólf8860, 128 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.