Morgunblaðið - 21.05.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.05.1995, Qupperneq 1
FRAMTÍÐAKÞRÓUN RAFBÍLA - REYNSL UAKSTUR Á HONDA CIVIC - IVECODAILYSENDIBÍLALÍNAN - VETTVANGSPRÓFUN HJÁ SCANIA - B&L AFHENDIR FYRSTA RENAULT VÖRUBÍLINN \ Kringlunni 5 - sími 569-2500 Corolla Special Series, sérbúnir lúxusbdar á einstöku tilboðsverði. S I gg> TOYOTA g Tákn um gceöi Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson LAGUNA langbakurinn er sannkallaður fjölskyldubíll, sem rúmar sjö manns. Bílaleiga Akureyrar bætir við bílaf lotann BÍLALEIGA Akureyrar fékk í vikunni afhenta 35 fjórhjóla- drifna Subaru-Impreza bíla sem fyrirtækið keypti af Ingvari Helgasyni, umboðsaðila Subaru á íslandi. Birgir Ágústsson einn eigenda fyrirtækisins sagði bílana virki- lega góða viðbót við bílaflotann sem í væru um 300 bílar, flestir fjórhjóladrifnir. „Við stefnum að því að hafa sem mest af fjórhjóla- drifsbílum á okkar bílaleigu, þeir eru vinsælir yfir veturinn þegar veður er óstöðugt og reyndar yfir allt árið, þeir hafa gefist best,“ sagði Birgir. Bílarnir eru að koma á götuna einn af öðrum, en Birgir sagði að töluvert væri um bókanir vegna heimsmeistarakeppninnar í handbolta, bæði á Akureyri og í Reykjavík þar sem fyrirtækið er einnig rekið. „Við erum mjög ánægðir með þessi kaup, þetta eru góðir bílar sem hafa reynst vel,“ sagði Birgir. ■ Laguna langbakur á markað í sumar HEIMSFRUMSÝNING var á Re- nault Laguna langbaki á bílasýn- ingunni í Barcelona um síðustu helgi. Meðal nýjunga í þessum bíl er sætisbekkur aftast í bílnum sem rúmar tvö börn og er hægt að leggja hann saman ef ætlunin er að hliðra til fyrir farangri. Með notkun sætis- bekksins rúmar langbakurinn sjö manns. Langbakurinn kemur á markað í Evrópu í sumar og næsta haust. Laguna langbakurinn státar af mesta farangursrými í þessum stærðarflokki bíla. Sætisbekkurinn verður boðinn sem aukabúnaður og samkvæmt rannsóknum Renault veita sætin, sem snúa aftur, meira öryggi í 80% allra umferðaróhappa. Á bekknum eru armpúðar og þriggja punkta öryggisbelti. Þótt bekkurinn sé ætlaður börnum þá geta fullorðnir setið í þeim án telj- andi óþægindi. Bíllinn verður einnig fáanlegur með afturhlera sem opnast í tvennu lagi sem kemur sér vel þar sem lofthæð er lítil, eins og t.d. í bílskúr- um. Ríkulega búlnn Loftpúði í stýri er staðalbúnaður í Laguna langbaknum og loftpúði fyrir farþega í framsæti er auka- búnaður. í hurðum eru styrktarbit- ar og bíllinn er fáanlegur með ABS-hemlalæsivöm. Hægt verður að velja um bensín- eða dísilvélar; 2,2 lítra fjölventladísilvél sem skilar 85 hestöflum, 2 lítra, 16 ventla bensínvél, 140 hestafla, sem verður frumkynnt í júní og auk þess 95 hestafla, 1,8 lítra vél og 115 hest- afla, 2 lítra vél, báðar með átta ventlum. Bíllinn verður boðinn í þremur útfærslum, RN, RT og RXE og staðalbúnaður í þeim öllum verður m.a. fjarstýrðar samlæsingar, raf- drifnar rúður að framan, tölvustýrð þjófavörn sem læsir vélinni, vökva- stýri, útvarp með fjarstýringu á stýri, þakrið, loftpúði fyrir ökumann og sætisbeltastrekkjarar. ■ Audi A3 fæðist AUDI verksmiðjurnar hafa hafið undirbúning að því að setja á markað Audi A3, minnsta bílinn sem verk- smiðjurnar hafa framleitt í 18 ár, eða síðan Audi 50 var og hét. Á myndinni sem unn- in er í tölvu er sýnd þrennra dyra hlaðbaksútfærsla af bílnum. Hann verður frum- sýndur á næsta ári. Dregur úr bílasölu í Evrópu BÍLASALA í Evrópu dróst saman um 2,6% í apríl. Alls voru skráðir 1.015.600 bíiar í apríl en á sama tíma í fyrra voru skráningarnar 1.042.800. Mestur varð samdrátturinn í Frakklandi, 12,4%, 2,3% í Bretlandi og 1,6% á Ítalíu. Hins vegar jókst salan í Þýskalandi um 3,2% en mest varð aukningin á írlandi, 23,4% og í Finnlandi, 19%. Markaðshlutdeild Volkswagen- samsteypunnar var mest í apríl, 17,1%,‘eða alls 173.450 bílar skráð- ir, General Motors með 13,7% og PSA (Peugeot, Citroen) með 11,7% hlutdeild. ■ -----»--»■ ♦- Audiboðar komu nýs AUDI hefur boðað að fyrir lok þessa áratugar hefjist framleiðsla á nýrri gerð álbíls og verður árleg fram- leiðsla um 50 þúsund bílar. Audi hefur þegar framleitt 5 þús- und Audi A8 álbíla á þessu ári en þeir eru smíðaðir í verksmiðju fyrir- tækisins í Neckarsulm. Þetta er jafn- mikill fjöldi A8 og var framleiddur á öllu síðasta ári. Áætlanir gera ráð fyrir að smíðaðir verði 15 þúsund bílar á þessu ári. Ályfirbyggingin á A8 er 40% léttari en samskonar yfir- bygging úr stáli. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.