Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAl 1995 B 3 IÞROTTIR KNATTSPYRNA / 2. DEILD 17 ára nýliði skor- aði tvö fynr Þrótt ÞRÓTTARAR byrjuðu sumarið með 3:0 sigri á Þórfrá Akur- eyri á gervigrasinu í Laugardal og gerði Heiðar Sigurjónsson, 17 ára strákur frá Dalvík sem gekk í Þrótt í vetur, tvö mörk. jþróttarar réðu yfir miðjunni í byij- un og vörnin var góð með Ag- úst Hauksson aftastan að venju. Eft- ir 22 mínútur skoraði Stefán Heiðar fyrra mark Stefánsson sitt með góðu skoti skrifar eftir snögga sókn Þróttara. Eftir hlé komust Þórsarar betur inní leikinn og fengu gullið tækifæri til að jafna á 73. mínútu þegar dæmd var vítaspyma á Ágúst fyrir að stjaka við Áma Þór Ámasyni inni í vítateig Þróttar. Fjalar Þorgeirsson gerði sér lítið fyrir og varði vítaspymu Páls Gislasonar en atvikið sló Þórsara útaf laginu og í þokkabót sneru Þróttarar vörn í sókn og Heiðar bætti við öðm marki eftir laglega fyrirgjöf Sigfúsar Kárasonar, 2:0. Gunnar Gunnarsson innsiglaði 3:0 sigur eftir góða send- ingu Páls Einarssonar. „Ég vil bara segja að við ætlum að gera betur í deildinni en í fyrra því það er ekki gott að éta sífellt ofan í sig loforðin," sagði Ágúst þjálfari og leikmaður Þróttar, sem var góður í vöminni. Páll, Heiðar og Fjalar áttu einnig góðan leik. Hjá Þórsurum var fátt um fína drætti en ekki er hægt að dæma lið- ið af frammistöðunni í þessum leik því liðið hefur ekki komið á gervigras- ið í Laugardal í rúmt ár. GuAmundur misnotar vftaspymu Hann var ekki rishár leikur Fylk- is og HK á F'ylkisvellinum í gærkvöldi. Lítið bar á samspili og greinilegt að leikmenn em ekki bún- ■■■■■i ir að hrista með öllu ívar úr sér vetur konung. Benediktsson Fylkismenn sigmðu skrifar með marki frá Þór- halli Dan Jóhanssyni á 38. mínútu. Leiðinlegt atvik átti sér stað strax á fyrstu mínútu þegar Fylkismannin- um Þorsteini Þorsteinssyni og Reyni Bjömssyni úr HK skullu harkalega saman með þeim afleiðingum að Þorsteinn rotaðist og var fluttur á spítala. Á 5. mínútu var Ingvari Ólasyni leikmanni Fylkis bmgðið innan víta- teigs og dæmd var vítaspyma. Hinn gamalreyndi knattspyrnukappi Guð- mundur Torfason tók spymuna en Gunnar Sigurðsson í marki HK varði, boltinn barst aftur til Guðmundar og enn á ný varði Gunnar í marki HK. Fyrir utan vítaspyrnuna og mark Þórhalls þá fengu Fylkismenn þijú færi en án árangurs. Eftir að hafa verið sterkari í fyrri hálfleik bökkuðu Fylkismenn nokkuð í síðari hálfleik og HK náði að kom- ast meira inn í leikinn án þess þó að ná marktækifærum. Engu breytti þó Ingvari Ólasyni, Fylkismanni væri vísað af velli fyrir leikbrot á 63. mínútu. BADMINTON Morgunblaðið/Bjami Eiríksson HEIÐAR Sigurjónsson, 17 ára plltur frá Dalvík, byrjaðl tfmabil- IA hjá Þrótti meA glœsibrag f gserkvöldl þegar hann gerði tvö mörk í 3:0 sigri á Þór frá Akureyri. Hár er hann á miðri mynd að snúa á Eið Pálmason og f fjarska horfir Þórir Áskelsson á. GóA byrjun Stjömunnar Stjarnan sigraði ÍR með þremur mörkum gegn engu í fyrstu umferð íslandsmótsins i 2. deild karla ■■■■■ á Stjörnuvelli í gær. Ingi Rúnar Stjaman byijaði vel Gíslason og gerði Birgir Sig- skrifar fússon fyrsta markið eftir rúmlega stund- aríjórðung og þannig var staðan í hálfleik. Stjaman sóttu stíft í upphafí síð- ari hálfleiks og uppskar annað mark eftir aðeins þijár mínútur. Þar var að verki Bjami Gaukur Sigurðsson pg eftir mikinn baming í vítateig ÍR-inga, skoraði hann af stuttu færi. ÍR-ingar áttu eina og eina skyndi- sókn sem mnnu jafn óðum út í sandinn. Garðbæingar gulltryggðu sigurinn með marki sjö mínútum fyr- ir leikslok er Valdimar Kristófersson fékk boltann út við hægra víteigs- homið og skoraði með fallegu skoti efst í markhomið. Bæði liðin fengu síðan góð færi á að skora á síðustu mínútunum en án árangurs. Nokkur vorbragur var á leik lið- anna og eiga þau sjálfsagt eftir að bæta leik sinn er líða tekur á sumar- ið. Meðalmennskan var allsráðandi. Öruggur sigur KA KA vann góðan sigur á Víkingum, 3:0, er liðin mættust á Akureyri í gærkveldi. Sigur KA var verðskuld- ■■^■■1 aður og er iiðið til ReynirB. alls líklegt í barátt- Eiríksson Unni í 2. deild í sum- skrifar ar KA-menn mættu ákveðnir til leiks og sóttu þeir stíft að marki Víkinga í upphafi og komust gestirnir ekki fram fyrir miðju á fyrstu mínútúnum. Vík- ingar komust smám saman inn í leik- inn en KA hafði þó alltaf undirtökin. Fyrsta færi leiksins var þó Víkinga er Hörður Theodórsson átti skot yfir af stuttu færi. Það var svo Þorvaldur Sigbjörnsson sem gerði fyrsta mark KA á 36. mínútu. Dean Martin átti fallega sendingu af kantinum á Þor- vald sem skallaði yfir markvörðinn sem kom út í teig. Seinni háfleikurinn var ekki nema þriggja mfnútna gamall þegar KA jók forskot sitt í 2-0 með marki Gísla Einarssonar sem skallaði í netið af markteig eftir fyrirgjöf Helga Aðal- steinssonar. Víkingar urðu atkvæða- meiri um hríð og sóttu nokkuð en KA vörnin var vel á verði og braut sóknir Víkinga á bak aftur. Víkingar áttu tvö þokkaleg færi á þessum leikk- afla en tókst ekki að nýta þau. KA innsiglaði sigur sinn á 85. mínútu þegar Dean Martin gaf stungusend- ingu inn á Þorvald sem lék í átt að markinu og skaut góðu skoti sem Sveinbjöm Allansson markvörður Vfkinga varði, en Þorvaldur fékk frák- astið og skallaði í netið af stuttu færi. Eins og áður sagði var sigur KA verðskuldaður og lék liðið oft á tíðum ágætlega þrátt fyrir að leikið væri á malarvelli, en í heildina bar leikurinn greinileg merki þess. Sókn KA var fljót og leikin og verður hún eflaust margri vöminni erfiður ljár í þúfu f sumar. Leikmenn liðsins vom ákveðn- ir og fljótir á boltann og gáfu hvergi eftir. Víkingar náðu sér lítið á strik í þessum leik og virtust leikmenn liðs- ins ekki ná upp nógu góðri baráttu til þess að ógna KA mönnum vem- lega. Slakt hjá VíAi Víðismenn ollu áhangendum sínum í Garðinum vonbrigðum með leik sínum gegn Skallagrími. Þeir vom slegnir út af lag Bjöm 'nu strax í upphafi Blöndal leiks þegar Þórhallur skrífar Jónsson skoraði fyrra mark Skallagríms með föstu skoti utan úr teig. í síðari hálfleik endurtóku gestirn- ir sama leikinn og í þeim fyrri með marki á tíundu mínútu. Eftir það var allur vindur úr heimamönnum og gestirnir áttu meira í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilin þegar upp var staðið. URSLIT KORFUKNATTLEIKUR Elsa IMielsen lagði Spánveija ELSA Nielsen vann í gær Spánverjann Patricia Perez 12-10 11-5 í einliðaleik á heimsmeistaramótinu í badminton, sem fer fram í Sviss. Guðrún Júlíusdóttir tapaði í oddaleik fyrir Santi Wibowo frá Sviss, 2-11,11-3,11-1. Todor Velkov frá Búlgariu vann Árni Hallgrímsson 15-6 15-5 og Vacharapan Khamthong frá Thælandi vann Brodda Krisijánsson 15-9 15-3. Auðveldur sigur Skúli Unnar Sveinsson skrífar frá Sviss ÍSLENSKA landsliðið í körfu- knattleik átti ekki íteljandi vandræðum með slakt lið Aust- urríkis í fyrsta leik liðsins í C-riðli Evrópukeppninnar. Eftir að hafa þriggja stiga forystu í leikhléi kom góður kafli í þeim síðari sem gerði út um leikinn. Öruggur sigur, 74:58. Leikurinn var mjög rólegur og virt- ust leikmenn beggja liða dálítið taugaveiklaðir og kom það niður á leiknum, sérstaklega sóknarleik okkar manna, sem var tals- vert langt frá því að vera góður. Menn flýttu sér allt of mikið og skutu úr hálffærum þrátt fyrir að nægur tími væri eftir á skotklukkunni. Skotnýt- ingin var líka eftir því, aðeins 23% í þriggja stiga skotum. Vömin var ágæt, góð lenst af en það komu þó kaflar þar sem menn misstu einbeit- inguna. Það var allt annað lið sem kom inná í síðari hálfleik og nú var barátt- an í lagi og menn léku leikkerfin og allt gekk upp. Staðan allt í einu orð- in 63:37 fyrir ísland og ömggur sig- ur í uppsiglingu. Torfí Magnússon landsliðsþjálfari lét alla tólf leikmenn- ina leika að þessu sinni og kom það vel út. Síðustu sjö mínútumar vom engir úr byijunarliðinu inná og þá náðu Austurríkismenn að minnka muninn aðeins en sigurinn var aldrei í hættu. Austurríska liðið er ekki eins sterkt og menn bjuggust við. Það munaði þó miklu að stærsti leikmaðurinn þeirra, 210 sentímetrar, meiddist snemma leiks og varð að fara útaf. HERBERT Arnarson var stigahæstur íslendinga. Hann fékk hnykk á hálsinn og gat ekki hreyft höfuðið. Það munar um minna og okkar strákar vom fegnir að þurfa ekki að kljást við þennan risa. íslenska liðið náði ekki að sýna sitt rétta andlit í Jeiknum, ef undan em skildar fyrstu tíu mínútumnar í síðari hálfleik. Það má segja að það sé gott að liðið náði ekki toppleik því strákamir gætu þá komið mótheijum sínum á óvart í næstu leikjum. Allir strákarnir léku vömina vel, en mönnum vom nokkuð mislagðar hendur í sókninni. Guðmundur Bragason, Valur Ingimundarson, Herbert Árnarson og Teitur Örlygs- son vora bestu menn liðsins, en Her- mann Hauksson og Marel Guðlaugs- son léku báðir vel svo og Jón Kr. og Hinrik. En engu að síður geta allir leikið betur en í gær, og það ætla strákamir að gera. Var hræddur fyrir leikinn - sagðiTorfi Magnússon, landsliðsþjálfari Knattspyrna 2. deild karla Stjarnan - ÍR....................3:0 Birgir Sigfússon (18.), Bjami Gaukur Sig- urðsson (48.), Valdimar Kristðfersson (88.). Þróttur - Þór....................3:0 Heiðar Siguijónsson (22., 76.), Gunnar Gunnarsson (90.). Fylkir-HK........................1:0 Þórhallur Dan Jóhannsson (36.) Víðir - Skallagrimur.............0:2 Þórhallur Jónsson (6.), Hjötur Hjartarson (55.) KA- Víkingur.....................3:0 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson 2 (36., 85.), Gísli Einarsson (48.). Eg var hræddur fyrir þennan leik, það er alltaf viss spenna í manni fyrir fyrsta leik, og ég er því auðvit- að ánægður með sigurinn," sagði Torfí Magnússon landsliðsþjálfari eft- ir að liði hans hafði tekist að yfír- stíga fyrstu hindmnina á leiðinni að áframhaldandi keppni í Evrópu- keppninni í körfuknattleik. „Annars spiluðum við ekki vel, nema fyrstu tíu mínútumar í síðari hálfleik, og það má ef til vill segja að það hafí verið gott fyrst við þurft- um ekki að leika vel til að vinna. Það fengu allir að spila og það er hið besta mál. Ég átti von á Áusturríkis- mönnum sterkari en raun varð á, og þeir em sterkari en þeir sýndu í kvöld. Þeir misstu miðheijann útaf snemma í leiknum og það hefur auðvitað áhrif á liðið, sem hélt samt í við okkur þó svo við lékum sæmilega vöm. Én eftir kaflann í síðari hálfleik var þetta aldrei spurning," sagði Torfi. Ætlum okkur stóra hluti „Við emm ánægðir með þetta, þó svo við væram ekki að leika neitt frábæran körfubolta. Þessar tíu mín- útur í síðari hálfleik dugðu,“ sagði Jón Kr. Gíslason fyrirliði liðsins eftir sigurinn. Firma- og félagakeppni 26. og 27. maí nk. heldur ÍH firma- og félagakeppni í handknattleik. Þátttökutilkynningar berist eigi síðar en 25. maí. Upplýsingar hjá Sveinþóri í síma 565 3383 e. kl. 17.00 Einnig hjá Sveinbirni í síma 567 1800 á daginn og 565 4191 á kvöldin. „Við vomm hálf stressaðir í byrjun } en eftir að við náðum að leika eðli- lega í upphafi síðari hálfleiks var þetta í fínu lagi. Það var mikilvægt að vinna þennan leik. Við eigum að geta unnið bæði Sviss og Kýpur og með þessum sigri emm við komnir á bragðið, sem er mjög mikilvægt því við ætlum okkur að gera stóra hluti hérna.“ Áfall aA tapa Peter Wolf, þjálfari Austurríkis- manna, var ekki ánægður eftir tapið enda hafði hann gert sér vonir um að lið hans yrði í baráttunni um þriðja sætið í riðlinum og þar með áfram- haldandi þátttöku í Evrópumótinu. „Ég hafði gert mér vonir um að það yrðum við, íslendingar og Sviss sem berðumst um þriðja sætið, en eftir tapið í kvöld og meiðsli Haid þá er ég ekki bjartsýnn. Þetta tap var áfall fyrir okkur,“ sagði hann. „Ég ætlaði að vinna þennan leik á hæðinni en eftir að Haid fór útaf urðu mínir menn taugaveiklaðir en komu þó aðeins til baka undir lokin. Venjulega geram við um og yfir 75 stig í leik en núna vomm við að gera tæp 60 stig, það er ekki nóg.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.