Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HM I HANDKNATTLEIK Hv.-Rússl.- Spánn 35:34 S Leikur um 9.-10. sæti Leikurum ) 11.-12. sæti: Hv.-Rússl.- ísland 28:23 H-Rússl.- Rúmenía 35:32 Spánn - S-Kðrea 27:22 Hvítrússar í 9. sæti, Spánverjar í 11. sæti lejiða^úrslitum: 16-liða úrslit Hgea Spánn - Kúba / 27:26 \ Sviss - Frakkland 32:29 \ Frakkland - Spánn / 18:28 34:29 Taplið hafa þá lokið keppni: Kúba, ísland, Túnis og Alsír. Isiand - Rússland 12:25 Þýskal.- Hv. Rússl. 33:26 Rúmenía -Túnis / 29:28 \ Króatía - Egyptal. 33:25 Egyptal.- Rúmenía 31:26 30:16 S-Kórea - Alsír I/ ‘28:22 \ Svíþjóð - Tékkland 33:25 K Tékkland - S-Kórea / 21:17 26:25 Frakkar meistarar 8-iiða úrsiit Svíar í þriðja sæti Þýskal.- Frakkland 20:22 Þýskal.- Rússland 20:17 Leikur um 3.- 4. sæti: Urslitaleikur Svíþjðð - Þýskal. 26:20 Frakkland - Króatía 23:19 Svíþjóð - Króatía 25:28 Taplið úr 8 liða úrslitum: KnnBMMMMMnHBMMMSasaR Rússar í 5. sæti, Svisslendingar í 7. s. Egyptal.— Tékkland 25:21 Rússland - Egyptal. 31:28 Leikur um 5.- 6. sæti: K Spi! Sviss - Tékkland 23:21 Rússland - Sviss 25:23 Leikur um 7.- 8. sæti: Frakkar gengu gæsa- gang með frjálsri aðferð FÖGNUÐUR Frakka var að von úði snillingurinn til hægri, var Fyrsti úrslitali Loks FRAKKAR fögnuðu fyrstu gullverí handknattleik eftir að hafa unnið I meistarakeppninnar í Laugardals sanngjarn og aldrei íhættu en Krr því þrátt fyrir að vera með sterkt I komast svona langt. Frakkar sigruðu íslendinga í keppni um níunda sætið á HM í Tékkoslóvakíu 1990 og aftur í LOKAATHÖFN heimsmeist- arakeppninnar fór fram með hefðbundnum hætti að úrslit- um fengnum í lokaleik keppn- innar á milli Frakka og Króata. Settur var upp verðlaunapall- ur fyrir verðlaunaliðin þrjú og við hann stóðu börn með upp- lýsta bolta líkt og var við opn- unarathöfnina. Þátttakendur í Fegurðasamkeppni íslands árið 1995 gengu fyrir liðunum þremur og afhentu blóm. Lið- in voru kölluð upp í öfugri röð, fyrst bronshafar Svíþjóð- ar, þá silfurhafar Króata og loks heimsmeistarnir sjálfir, hið skemmtilega lið Frakk- iands. Þegar liðin voru kölluð upp eitt af öðru gengu þau frá vallar- gólfinu og upp í heiðursstúkuna. Fyrstir vitjuðu verð- launa sinna Svíar o3r sem höfnuðu í skrifar ÞnðJa sætl- For’ maður fram- kvæmdanefndar HM 95 Geir H. Haarde afhenti þeim verðlaunagrip til eignar og í framhaldinu fékk hver leikmaður afhentan veglegan bronsverðlaunapening. Næstir stigu á stokk liðsmenn Króatíu og þegar kynnir athafnarinnar sagði: „og silfurverðlaun hlýtur“ þá sögðu leikmenn Króatíu einum rómi;„KRÓATÍA“, fullir sjálf- strausts og gleði yfir því að hafa unnið til silfurverðlauna fyrir sitt nýstofnaða land strax á fyrsta heimsmeistaramóti í handknattleik sem þeir taka þátt í. Því næst gengu þeir upp í heiðurstúkuna og tóku við verðlaungrip sínum fyrir annað sætið úr höndum Ólafs B. Schram, formanns HSÍ og hver leikmaður fékk sinn verðlaunapen- ing. Því næst voru kallaðir upp sjálf- ir heimsmeistararnir, Frakkar og var fönguður þeirra mikill og salur- inn gaf þeim hressilegt lófaklapp að launum. Fyrir sveit Frakka gekk hinn leikreyndi Frédéric Volle og tók á móti heimsbikarnum í handknattleik úr hendi forseta Is- Iands, frú Vigdísar Finnbogadótt- ur. Forseti Alþjóða handknattleiks- sambandsins, Erwin Lance, afhenti Volle farandbikar heimsmeistara- keppninnar. í kjölfar Volle komu heimsmeistaranir einn af öðrum og tóku við verðlaunapening sín- um. Þegar þeir komu niður á gólf- ið gengu þeir gæsagang með frjálsri aðferð að verðlaunapallin- um. Þegar þangað var komið var leikinn þjóðsöngur Frakklands leikmenn meistaraliðsins létu ekki á sér standa og sungu við raustn. í framhaldinu voru veittar viður- kenningar til markahæsta leik- manns mótsins, Yoon Kyung-shin, frá Kóreu og þeirra sem valdir voru í lið mótsins, besti leikmaður var útnefndur Jacksons Richards- son og loks var tilkynnt um val á handknattleiksmanni ársins 1994 en það var Talant Dujsebacev. Að lokum tóku við ræðuhöld og fyrstur talaði borgarstjóri Kuma- moto borgar þar sem HM 97 fer fram og bauð hann alla velkomna þangað til næstu keppni. Loks tók Erwin Lance, forseti Alþjóðahand- knattleikssambandsins og þakkaði öllum þeim sem starfað hefðu að mótinu fyrir gott starf, sérstaklega borgarstjórninni í Reykjavík, ríkis- stjórn íslands og loks allri þjóð- inni. Því næst sleit hann mótinu. Þar með var ævintýrið á enda. Ævintýri sem mörgum þótti geggj- un að láta sér detta í hug að reyna Sigurdansinn stiginn Morgunblaðið/Sverrir EINS og nærri má geta var gleðl Frakka mikil eftir að þeir höfðu fengið afhentan heimsbikarinn í handknattleik úr höndum forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. Þeir fóru út á gólf Haliar- innar og gengu gæsagang með frjálsri aðferð. að koma í framkvæmd. Nú er því lokið og á tveimur vikum hafa verið leiknir áttatíu og átta leikir og margir þeirra skemmtilegir, en kannski fátt sést sem ekki hafði komið fyrir augu áður. En mótið var framkvæmdaraðilum til sóma og eins í öllum góðum ævintýrum var endirinn góður. Ymistáknákollinn HÁRGREIÐSLA Frakkanna, þegar þeir mættu til úrslita- leiks heimsmeistarakeppninn- ar, vakti mikla athygli. Þeir höfðu látið klippa sig á ýmsan furðulegan máta og raka ýmis tákn á kollinn. Til dæmis er einn leikmaður frá Bretange skaganum mætti með merki skagans rakaðan á hnakkann, annar var með friðarmerkið rakað ofan á kollinn og póUtísk tákn var einnig hægt að sjá. Jackson Richardson, sem er með sítt hár, hafði látið raka tákn Malcolm X á hnakkann. Liðsmönnum er greinilega ýmislegt fleira til lista lagt en vera bestir í handbolta í heiminum þvi rakarana var að finna meðal leikmanna sjálfra, þá Laurent Munier og Patrick Cazal. Að sögn GSel Monthurel er þetta venja sem liðið tók upp á Ólympíuleikunum í Bareel- ona. „Við ákváðum að raka af okkur allt hárið eða lita það ljóst ef við kæmumst áfram og við lituðum það ljóst. í Svíþjóð vorum við með franska þjóð- hatta og núna ákváðum við að gera eitthvað persónulegt ef við kæmumst áfram. Þetta hef- ur enga sérstaka þýðingu, bara svona léttgeggjun til að komast í gang.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.