Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 7
+ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 B 7 HM í HANDKNATTLEIK Skemmtilegir heimsmeistarar Norgunblaðið/Kristinn um mikill þegar fyrsti heimsmeistaratltlll þeirra í handknattleik var í höfn. Ekki skyggði á gleðina að Jackson Rlchardson, hárpr- kjörinn besti leikmaður keppninnar. Leikmennirnlr réðu sér vart fyrir gleði á sunnudag og kvöddu með stæl þegar þeir yfirgáfu lokahátíðina á Hótel Sögu til að ná í flug til Frakklands um kvöldið. 3ikur Frakklands og Króatíu á stórmóti í handknattleik ins gull hjá Frökkum llaunum sínum á stórmóti í Króata 23:19 í úrslitaleik Heims- höll í fyrradag. Sigurinn var jatar geta borið höf uðið hátt ið áttu þeir ekki von á að Steinþór Guðbjartsson skrifar keppni um bronsið á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Þeir léku til úrslita á Heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð 1993 en töpuðu þá fyrir Rússum og voru reynslunni ríkari að þessu sinni. Samhentir og samstíga gengu þeir til leiks, héldu utan um hvern annan þegar þjóð- söngvarnir voru leiknir og mynduðu þannig ótjúfanlega, sterka keðju til merkis um mikilvægi liðsheildarinn- ar. Við sama tækifæri voru Króatar sem einstaklingar og þetta endur- speglaðist á fyrstu mínútunum. Frakkar voru öruggir og ákveðnir en Króatar taugaóstyrkir og gerðu mörk mistök sem þeim var refsað fyrir. Sem fyrr léku Frakkar 5-1 vörn með Jackson Richardson fremstan og áttu Króatar ekki svar við öflug- um varnarleik gestanna. Króatar reyndu líka að koma vel út á móti skyttum Frakka, spiluðu 3-2-1 eða 4-2 vörn í fyrri hálfleik, en þetta hentaði Frökkum ágætlega og hvað eftir annað fundu þeir réttu leiðina. Hins vegar má ekki gleyma því að Króatar misstu boltann sjö sinnum klaufalega á fyrstu 11 mínútunum, staðan 5:1 og eftirleikur Frakka auðveldur. Króatar gerðu aðeins sex mörk í fyrri hálfleik og staðan í raun vonlaus, 11:6. Það sem fyrst og fremst hélt þeim á floti var mark- varsla Valters Matosevics og svo kom Zvonimir Bilic sterkur inn í sóknina eftir hlé en það var bara of seint. Samt sem áður gerðu Kró- atar marga góða hluti en þeir voru líka óheppnir og það átti ekki fyrir þeim að liggja að þessu sinni. Frakkar eru ekki endilega með besta handknattleikslið heims en sigruðu í réttu leikjunum og höfðu óumdeilanlega yfirburði í úrslita- leiknum sem skipti öilu máli. Þeir eru meistarar og við verðlaunaaf- hendinguna mátti sjá að keðjan og samhugurinn var til staðar — þeir héldu utan um hvem annan eins og í byijun. Þeir stóðust álagið og standa upp sem heimsmeistarar. Til þess var leikurinn gerður og þeir eru verðugir meistarar. Þjálfarinn vonast eftir hugarfarsbreytingu í Frakklandi Get annars hætt Daniel Costantini, þjálfari heims- meistara Frakka, sagði að- spurður við Morgunblaðið að hand- knattleikssamband Frakklands hefði ekki geta nýtt sér meðbyrinn í kjölfar árangurs liðsins á Ólympíuleikunum í Barcelona og í Heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð en vonaðist til hugarfarsbreytingar í Frakklandi nú þegar fyrsti heimsmeistaratitillinn væri í höfn. „Við urðum að leika til úrslita til að franska sjónvarpið sýndi þessu áhuga og ef ekki verður breyting til batnaðar get ég alveg eins hætt.“ Zovko Zdravko, þjálfari Króatíu, sagðist ekki hafa vitað við hveiju hann ætti að búast af liðinu áður en keppni hófst því lykilmenn hefðu ver- ið bundnir í Evrópukeppni með Zagreb og ómögulegt hefði verið að segja til um hvemig þeir væm stemmdir eftir að hafa tapað en hann var mjög ánægður með árangurinn og silfrið. „Eg vil óska mínum mönnum til hamingju því miðaða við aðstæður, undirbúning í 10 daga, er frábært að leika til úrslita. Frakkar voru í úrslitum síðast, þeir eru með reynsl- umikið lið og sálfræðilega voru þeir sterkari en við. Hins vegar var frá- bært að tvö ný lið skyldu leika til úrslita því það sýnir að uppbygging á sér stað og ég á von á meira af slíku á næsta heimsmeistaramóti." „Island er fallegasta land í heimi,“ sagði Costantini í upphafi frétta- mannafundar eftir leikinn en sneri sér síðan að leiknum og sagði að sig- urinn væri mjög mikilvægur. Hann tók undir orð starfsbróður sins frá Króatíu varðandi undirbúning Króata og sálfræðilega yfirburði Frakka en áréttaði það sem hann sagði fyrr í keppninni varðandi úrslitaleiki Evr- ópumóta félagsliða. „Það er ekki gott að hafa þessa úrslitaleiki tveimur vik- um fyrir HM en það kom okkur til góða því við áttum ekki lið í úrslitum. „Það er mikill áfangi að vera meist- ari og stórt skref að sigra Króata í Jackson maður mótsins JACKSON Richardsson frá Frakklandi var í mótslok útnefndur leikmaður heims- meistarakeppninnar árið 1995 og kom kjörið fáum á óvart. Hann var Iykilmaður franska liðsins í vöm og að öðmm leik- mönnum liðsins ólöstuðum hvað mestan þátt í að deyfa sóknarleik Króata strax á fyrstu mínútum í úrslitleiknum. Hann er einnig leiftursnöggur í hraðaupphlaupum og hefur fjölbreyttan og skemmtilegan skotstíl þegar hann fær tækifæri í sóknar- leiknum með félögum sínum. Yoon marka- hæstur úrslitum. Ég óska íslendingum til hamingju með mótshaldið og ég er ánægður með margt nýtt sem hér sást. Við sáum Suður-Kóreu leika með sínum hætti og leikaðferðir Afr- íkuliðanna voru frábrugðnar öðrum. Ég vona að þetta auki breiddina handboltanum og verði til þess að bæta íþróttina." Zdravko sagðist hafa haldið í von- ina í hálfleik en séð um miðjan seinni hálfleik að þetta weri búið spil og því látið yngri og óreyndari menn inn á. En hann endurtók ánægju sína. „Við lékum betur með hvetjum leik og ég treysti liðinu enda eru góðir handknattleiksmenn í því.“ SUÐUR-Kóreumaðurinn Yoon Kyung- shin var markahæsti leikmaður HM95 og kom það víst fáum á óvart þegar það var upplýst í mótslok. Yoon var marka- hæstur alla keppnina frá fyrstu umferð til hinnar síðustu. Alls gerði hann 85 mörk og bætti markamet landa síns Jee- Won Khang frá HM í Sviss ’86 en það var 67 mörk. Khang með flest mörk í leik ÞRÁTT fyrir að Yoon hafi nú slegið markamet landa síns Khangs frá ’86 þá á Khang þó eitt met ennþá. Hann hefur skorað flest mörk markakónga HM að meðaltali. Yonn lék nú níu leiki og skor- aði 85 mörk, það gerir 9,4 mörk á leik. Khang lék sjö leiki í Swiss ’86 og gerði að meðaltali 9,6 mörk í leik. Vasile Stinga sem nú þjálfar landslið Rúmena er í þriðja sæti markakónga HM með 9,2 mörk skoruð að meðaltali í leik í HM í V—Þýskalandi 1982. Dujshebaev sá besti 1994 I mótsloka á HM var tilkynnt um val IHF á besta handknattleiksmanni heims árið 1994. Sá heiður féll í skaut Kírkistanan- um Talant Dujshebaev sem nýlega hlaut spænskan ríkisborgararétt og lék með Spánverjum nú á HM. Dujshebaev náði ekki að sýna sínar allra bestu hliðar nú á HM vegna meiðsla á ökkla en engum blöðum er um það að fletta að hann er vel að útnefningunni kominn því fáum dylst að hann er einn besti handboltamað- ur heims í dag. Sá spænski fauk ÞJAJLFARl spænska landsliðsins, Cruz Ibero, fékk reisuspassann þegar þátttöku Spánveija lauk á HM á laugardaginn, en þeir lenntu sem kunnugt er í 11. sæti á mótinu. Er það mikið lakari árangur en vonir Spánverja stóðu til og í reynd slakari árangur en þeir hafa náð á nokkr- um undanförnum mótum. Spánveijar höfðu gert sér vonir um að leika um verðlaunasæti á mótinu enda liðið sterkt á pappírnum og nýbúið að fá til liðs við sig einn allra besta handknatt leiksmann heims, Talant Digshebaev, frá Rússlandi. Allt kom fyrir ekki og Crus sem átti mánuð eftir af samningi sínum fékk ekki að ljúka við hann. Og Cuesta fauk einnig ÞAÐ eru sviptivindar í kringum fleiri Spánveija en Cruz Ibero, því fyrrum þjálfari Spánar, Javier Carcia Cuesta, sem þjálfað hefur lið Bandaríkjanna sl. ár fékk einnig að taka pokann sinn í mótslok og kom.það mörgum á óvart. Þrátt fyrir að Bandarikjamenn næðu ekki að slá í geng á mótinu þá sáu menn mikiar framfarir hjá leikmönnum liðsins miðað við mörg landsiið þeirra á sl. árum. Þar á meðal voru hinir gamalkunnu körfuboltataktar alveg úr sögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.