Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 12
Bíðum eftir að boh- inn fari að rúlla ÞEIR verða í svlðsljóslnu í kvöld — Marko Tanasic (Keflavík), Gunnar Oddsson (Leiftur), Mlha- ilo Blberclc (KR) og Ólafur Adolfsson (ÍA). „ÉG hef þá trú að íslansmótið í sumar verði jafnt og skemmti- legt og félögin verði að reita stig hvert af öðru. Ef niðurstað- an verður í samræmi við spána þá verð ég þokkalega sáttur. En hún er náttúrulega byggð á tilfinningu manna því þeir hafa ekki allir séð utanbæjarliðin," sagði Óskar Ingimundarson, þjálfari nýliðanna í fyrstu deild, Leifturs frá Ólafsfirði, aðspurð- ur um knattspyrnusumarið sem framundan er og spá fyrirliða og þjálfara um úrslit keppninnar sem hefst í dag. Leiftur mætir Fram á Valbjarnarvelli kl. 18. Fjórir leikir hefjast kl. 20: KR - FH, Akranes - Breiðablik, Grindavík - Keflavik og ÍBV - Valur. Breiddin er höfuðverkur hjá okkur og við megum ekki við miklum skakkaföllum. Við höfum að vísu fengið liðsstyrk frá því fyrra. Til liðs við okkur hafa gengið Gunnar Odds- son frá Keflavík, Ragnar Gíslason frá Stjömunni, Jón Þór Andrésson úr Val og Júlíus Tryggvason sem var í Þór á Akureyri. Þá fengum við annan Serba í hópinn en hann er varnarmiðjumaður," sagði Óskar. „Mikilvægt að byrja vel“ „Við vitum að við eigum erfiða andstæðinga í fyrsta leik, Leiftur sem ég gæti trúað að yrði „spútnik- lið“ sumarsins. Þeir eru með ágætan mannskap og hafa staðið sig vel í vorleikjunum. Við eigum erfíða hei- maleiki í fyrstu og annarri umferð og þeir verða að vinnast. Byijunin skiptir mjög miklu máli, ég held að allir þjálfarar deildarinnar séu á sama máli um að byijunin sé mikil- væg,“ segir Marteinn Geirsson, þjálfari Fram. „Ég kem til með að sakna Helga Sigurðssonar frá því í fyrra en að öðru leyti má segja að hópurinn hafi styrkst. Við höfum fengið Krist- ján Jónsson frá Noregi, Atla Helga- son úr Val og Atla Einarsson frá FH, Nökkva Sveinsson frá ÍBV og Þórhall Víkingsson frá FH. Hóp- urinn er því sterkari en að vísu verða hvorki Kristinn Hafliðason né Þór- hallur Víkingsson með í byijun vegna meiðsla,“ sagði Marteinn. Ungt og óreynt liö „Það er gott að vera kominn til Eyja og ég er að klára að flytja. Sumarið leggst vel í mig eftir langan og leiðinlega vetur en það hefur verið erfítt að vinna upp á vallarskil- yrðin hér að gera, við komumst til dæmis fyrst á gras á þriðjudaginn var. Þrír leikmenn hafa verið uppi á landi en eru nú komnir til Eyja,“ sagði nýr þjálfari Eyjamanna, Atli Eðvaldsson. „Við erum með ungt og óreynt lið en okkar er að sanna okk- ur. Stemmningin i mannskapnum er góð og alla hlakkar til.“ „Þurfum þrjá til fjóra leikitil aó slípast“ „Undirbúningur okkar hefur stað- ið frá fyrsta nóvember með litlum hléum. Um áherslumar í sumar er erfltt að segja, það fer eftir því hvar bestu leikmennimir eru því þeir ná yfirleitt undirtökum í leikjum, óháð hvað þjálfarinn leggur upp með í byijun, sagði Hörður Hilmarsson, þjáífari Vals. „Við erum búnir að missa tíu leikmenn en fá sex og það em fjórtán leikmenn í hópnum að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik. Við emm líka með reynslumikla leik- menn, þrír sem mynda kjama eru samanlagt yfir hundrað ára og þar er komin mikil og góð reynsla. Síðan emm við með hóp af strákum um tvítugt en minnst af mönnum á besta knattspyrnualdri, tuttugu og fimm til þijátíu og tveggja ára, þar vantar inní. En þegar við höfum slípast verður þetta gott, liðið verður ekki fullmótað fyrir fyrsta leik og við þurfum þijá til fjóra leiki til að slíp- ast. Þetta vissum við fyrirfram og tökum á því.“ „Öll skilyrðl fyrir jöfnu og skemmtilegu móti“ „Það er mjög góð stemmning í okkar herbúðum enda æflngar gegn- ið vel þrátt fyrir að meiðsli hafl ver- ið að hijá menn um tíma. Þeir hafa nú allir verið að skila sér,“ sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari Kefla- víkur. „Við eigum erfiðan útileik fyrst, sannkallaðan Derby leik gegn Grindavík á þeirra heimavelli. Þar verður hart barist því þeir ætla sér að sanna tilverurétt sinn í fyrsta leik og afsanna spána sem gerir ráð fyrir þeim í neðsta sæti deildarinn- ar,“ bætti Ingi Bjöm við. „Okkar stefna er sú að vera í toppbarátt- unni, það er engin spurning. Kefla- vík hefur verið í þriðja sæti síðastlið- in tvö ár og menn stefna á að vera ofar nú að keppnistímabilinu loknu." „Mér líst vel á sumarið og ég held að þetta verði jafnt og skemmti- legt mót. Agi og betra leikskipulag hefur farið batnandi í íslenskri knattspymu síðastliðið ár og það er mjög til bóta,“ sagði Ingi Bjöm. Viljum fjölga áhorf- endum KNATTSPYRNUSAM- BANDIÐ samþykkti á síð- asta ársþingi að gera átak í því að fá fleiri áhorfend- ur á knattspyrnuleiki með því að setja á stofn mark- aðsnefnd KSÍ. Fyrirmynd- in er tekin frá Svíum, sem hafa verið með svipað átak í gangi og hefur það gefið góða rauh. Slagorð átaks- ins, sem þegar hefur verið kynnt félögunum, er: „All- ir á völlinn". Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, segir að KSÍ hafi með þessu átaki viljað leggja sitt af mörkum til að auka aðsóknina að knattspyrnuleikjum. „Við viljum fjölga áhorfendum, sem því miður hefur fækk- að undanfarin ár. Við vflj- um reyna að gera leikina aðlaðandi. Það verður komið upp barnagæslu á leikjum og eins verður boðið upp á fjölskylduaf- slátt af miðum og eins hjónaafslátt. Við viljuin að fjölskyldan eigi skemmti- lega stimd saman á vellin- um,“ sagði Eggert. „Byggjum á yngri leikmönnum" „Þrátt fyrir að undirbúningurinn hafi verið upp og ofan og það hafí tekið sinn tíma að koma ýmsum hlut- um í lag, þá tel ég liðið vera í ágæt- isformi nú þegar mótið er að hefjast og vel í stakkbúið fyrir leikinn," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sem heimsækir KR. „Við stefn- um að því að vera í éfri hluta deildar- innar, en annars tökum við einn leik fyrir í einu. Ég er með ungt lið og þvi óljóst hvar við stöndum nákvæm- lega nú í upphafi móts,“ sagði Ólaf- ur Jóhannesson, þjálfari FH-inga, en félagið hefur verið í öðru sæti á íslandsmótinu tvö sl. ár. í lagi að vera rangstæður Nokkrar breytingar á knatt- spymulögunum og áhersl- um verða nú við upphaf knatt- spyrnuvertíðarinnar. Meginbreyt- ingin er sú að nú er ekki sjálfgef- ið að rangstaða sé leikbrot. Leik- manni skal því aðeins refsað taki hann þátt í leik eða hafi áhrif á leikinn í rangstöðunni að mati dómarans með því að hafa áhrif á leikinn, hafa áhrif á mótheijann eða hafí hagnað af staðsetningu sinni. Lögð er sérstök áhersla á að dómarar og línuverðir fram- fylgi þessum breytingum. Ef línu- vörður er í vafa um hvort leikmað- ur sé rangstæður eða ekki skal hann stilla sig um að skerast í leikinn og sóknarmaðurinn látinn njóta vafans. Guðmundur Stefán Maríusson, knattspymudómari, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að breyting- arnar væru ekki miklar. Aðallega væri verið að skerpa á ýmsum atriðum sem gildi tóku hjá FIFA fyrir HM á síðasta ári. Fyrir utan breytinguna með rangstöðuna þá væm hin helstu atriðin þau að stytta tímann vegna tafa við inn- köst, aukaspymur og þegar mark- verðir losuðu sig við knöttinn, taka fastar á tæklingum, ofsafenginni framkomu og vernda markverðina betur. Markmiðið væri að láta leik- inn ganga betur af meiri hraða og um leið fá í hann fleiri mörk. Sífellt er að fjölga þeim æfínga- leikjum sem félögin taka þátt í á vorin til að koma sér í form og um leið fjölgar æfíngaleikjum dómara. Guðmundur sagði að sjaldan eða aldrei hefðu íslenskir dómarar komið í betra formi til leiks en nú. Alltaf væri verið að auka kröfur sem gerðar eru til dómara og væri það af hinu góða. Nú færu allir dómarar í þrekpróf og nýlega hefðu 30 dómarar farið í slíkt próf og allir staðist það. Nú væri verið að vinna í því að samræma dómgæslu betur, eink- um á milli dómara í yngri flokkum því nokkurs munar hefði gætt í áherslum þeirra. í sumar dæma tíu dómarar í fyrstu deild karla og hluta leikja í annarri deild karla og iða þeir í skinninu að heíja störf sín á knattsprynuvöllum landsins með flautuna í munnvikjunum og spjöldin í vasanum, en þau þurfa þeir vonandi að nota sem sjaldnast í sumar. lilMGL./SVlÞ.: 1 11 2 11 1X2 X 2 1 1 ITALÍA: 1 11 X21 111 1211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.