Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 24. MA11995 BLAÐ EFNI 3 SH hefur meiri burði fjárhags- lega Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál Q Köld veiðisvæði rækju úr íshafinu tengd gæöa- ímynd Greinar "7 Árni Finnsson talsmaður Greenpeace A VALHUSAGRUNNi Motgunblaðið/Birgir Þörbjarnarson M A REL Eðvaldsson úr Hafnarfirði var á bát sfaium Otri HF-140 á rauðmagaveiðum á Valhúsagruitni þegar hósmyndari hittí hann þar. „Hefur aldrei verið eins lélegt og núna" HUMARVERTÍÐIN fer illa af stað. „Það er engan krabba að hafa. Þetta hefur versn- að ár frá ári og hefur aldrei verið eins lé- legt og nú. Það er búið að nauðga þessum miðum svo svakalega á undanförnum árum að það er ekkert að hafa. Þetta er alveg skelfilegt," segir Óli Björn Þor- björnsson, skipstjóri á Sigurði Ólafssyni SF 44. Humarvertíðin fer illa af stað Humarveiðarnar hófust, síðastliðinn sunnudag og hafa aldrei farið jafnilla af stað og nú. Bátarnir eru búnir að vera úti í um fj'óra daga og eru búnir að físka eins og á hálfum degi þegar bezt lét. Óli Björn og áhöfn hans voru að toga í Hornarfjarðardýpinu, þegar Verið náði tali af honum til að frétta af krabbanum eins og þeir kalla humar- inn þar eystra. Það er enginn krabbi „Þetta gengur illa. Það er enginn krabbi núna og það litla, sem af honum fæst er mjög smátt. Þetta er miklu verra en í fyrra og þá var það miklu verra en árið áður og þannig hefur þetta verið undanfarin ár. Við erum að fá 25 til 130 kíló af skottum í holi og það er ekki neitt. Það hefur verið veit of mikið undanfarin ár og auk þess er verið að djöflast á þessum við- kvæmu bleyðum allt árið með snurvoð og fiskitroll, svo það er aldrei friður. Við höfum lengi vitað að það kæmi að því að við fengjum á kjaftinn, þar var bara spurningin hvenær, en nú hefur henni verið svarað. Við eigum að vera inni á fimmtu- dagsmorgun til löndunar ef við verðum ekki búnir að éta þetta smáræði, sem við erum komnir með, um 500 kíló í 10 holum. Það er eins og maður fékk í einu holi, þegar bezt lét. Þá vorum við að taka miklu stærri krabba, það fóru um 400 skott í hverja körfu, sem tekur um 25 kíló. Nú fara allt að 1.800 skott í hverja körfu. Skilji menn ekki svo augljósar staðreyndir, skilja þeir ekki neitt. Ofvelði Það er búið að reyna í öllum dýpum austan við, Ingólfshöfða og alls staðar er sömu söguna að segja. Það er ekki neitt. Náttúrulegar aðstæður eru svip- aðar og áður svo ekki er náttúrunni um að kenna, heldur ofveiði. þegar við fengum betri tæki og stærri báta á sínum tíma, stækkuðu veiðisvæðin verulega. Þá héldu fræðingarnir að stofninn væri á uppleið og kvótinn var ákveðinn of stór og of margir fóru í þetta. Stofninn var hins vegar ekkert á uppleið, það var bara meiri sókn og meiri veiðigeta. Því er þetta allt búið núna," segir Óli Björn Þorbjörnsson. Fréttir Aukinn áhugi á kælingu • ÁHUGI útgerðarmanna á kælingu afla um borð í fiskiskipum svo hann kom- ist sem ferskastur að landi fer vaxandi. Mikilvægast er að kæla fiskinn hratt. Á þetta jafnt við um síld, sem verið hefur í umræðunni að undanförnu vegna veiða í Síldarsmugunni, loðnu og bolfisk. Kælitækni hf. býð- ur nú upp á nýja tækni, svokölluð ísblöndunarkerfi, sem hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu, og Ingvar Kristinsson sölumaður seg- ir að henti vel til þessara nota og fjölmargra ann- arra./2 Fjölgar um þrjá hjá FRH • ÞRJÁR rækjuvinnslur gengu í Félag rækj'u- og hörpudiskframleiðenda fyr- ir aðalfund félagsins sl. föstudag. Fram kom hjá Pétri Bjarnasyni fram- kvæmdastjóra FRH að þeir sem nú eru félagar fram- leiða úr tæplega 82% af því hráefni sem rækjuvinnslur taka á móti og tæplega 75% af því sem hörpudiskvinnsl- ur taka á móti. Spánverjar í vandræðum • SPÆNSKAstíórnintelur, að þrjár leiðir séu til að bæta spænskum fiskiskip- um upp grálúðuveiðarnar við Kanada. I fyrsta lagi gætu einhver skipanna far- ið á lúðu og karfa, einhver á miðin við Afríku þar sem Spánverjar veiða á um 15 stöðum og loks mun vera unnt að semja um 153.000 tonna afla við Argentínu./5 Selja fiskinn frá Húsavík • FRYSTSIVÖRUKEÐJAN Covee í Belgíu er einn stærsti kaupandi á íslenzk- um fiski í neytendapakkn- ingum í Belgíu. Viðskipti verzlanakeðjunnar við ís- land hafa aukizt jafnt og þétt og sala þess á flökum og öðrum sérpökkuðum fiski héðan hefur tvöfaldazt á milli ára. Covee kaupir mest af fiskinum frá Fisk- iðj'usamlagi Húsavíkur, en einnig frá fleiri framlejð- endum innan vébanda ís- lenzkra sjávarafurða./8 Markaðir Minna utan af óunnum karfa • ÚTFLUTNINGUR á óunnum karfa tíl Þýzka- lands hefur dregizt nokkuð saman á þessu ári, eða um 13% fyrstu fjóra mánuði ársins, Verðið hefur á hinn bóginn hækkað um 7% talið í mörkum en 14% talið í krónum. Skýringin á minni útflutningi er að mestu auk- in karfavinnsla hér heima, bæði í frystíhúsunum og-um borð í frystítogurunum. Sala á karfa á innlendum fisk- mðrkuðum er mjög lítíl, á bilinu rúmlega 100 tonn upp í rúm 300 og hefur salan milli ára dregizt samaii um fjórðung, en verðið hækkað um tæpan þriðjung. Meðal- verð ytra ernú 132 krónur á kíló, en 68 hér heima. Karfasala í Þýskalandi Jan.-apríl 1994 og 1995 Tonn 3500 3000 2S00 2000 1500 1000 S00 0 1S5kr/kg Æ J F M A J F M A 1994 1995 Verðáufsa hækkar mikið Ufsasala í Þýskalandi Jan.-apríl 1994 og 1995 1D1kr/kg ' Tonn 100 50 iui ni/Ky /} J F M A 1994 J F M A 1995 • UTFLUTNINGUR á óunnum ufsa hefur einnig dregizt töluvert saman eða um 28% fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Verðið hefur hins vegar hækkað verulega eða um 30% í krónum talið. Að meðaltali fást nú um 100 krónur fyrir hvert kíló, en 77 krónur í fyrra. Verð á ufsa á innlendum mörkuð- um er nú um 62 og hefur hækkað um 41% milli ára./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.