Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Minni mjölbirgðir á heimsmarkaði FRAMBOÐ Framleiðsla hvarvetna minni timSu11 á og líkur á hækkandi verði Jþaeí uÍÍ’e? töluvert minna en á sama tíma í fyrra að því er fram kemur í Oil World. Um síðustu áramót voru birgðir nokkru minni á Norðurlöndum og í Suður- Ameríku auk þess sem framleiðsla hefur minnkað verulega í þessum heims- hlutum og annars staðar. Fiskmjölsframleiðsla hefur dregist saman í þeim ríkjum, sem aðild eiga að Samtökum fiskmjölsútflytjenda, FEO, og er búist við, að framboðið á fyrra misseri þessa árs hafí verið 0,40 til 0,45 milljónum tonna minna nú en á síðasta ári. Síðustu spár FEO gera ráð fyrir 13% minni framleiðslu í fimm aðildarríkjum, Chile, Perú, Danmörku, íslandi og Noregi, en var í fyrra og er samdrátturinn mestur í Perú. FEO telur, að samanlögð físk- mjölsframleiðsla Dana, íslendinga og Norðmanna verði um 370.000 tonn á fyrra helmingi Jjessa árs eða 9% minni en í fyrra. I Chile er búist við Isblandan kælir fiskinn hraðar 4% samdrætti, að framleiðslan verði um 900.000 tonn, en talið er, að framleiðslan í Perú verði 1,14 millj. tonn eða 20% minni en í fyrra en þá var hún líka óvenjulega mikil. í Japan stefnir enn í minni veiði og framleiðslu mjöls og lýsis og sömu sögu er að segja frá öðrum Asíuríkj- um. Mun þessi staða verða til að ýta undir verðhækkanir á mjölinu. Margt bendir til, að búið verði að veiða ansjósukvótann fyrir Mið- og Norður-Perú fyrir júnílok og þá má búast við, að veiðibannið á þriðja ársfjórðungi standi lengur en ella. Það leiddi aftur til minna framboðs frá Suður-Ameríku. ÁHUGI útgerðarmanna á kælingu afla um borð í físki- skipum svo hann komist sem ferskastur að landi fer vaxandi. Mikilvægast er að kæla fiskinn hratt. Á þetta jafnt við um síld, sem verið hefur í umræðunni að undanfömu vegna veiða í Síldarsmugunni, loðnu og bolfisk. Kælitækni hf. býður nú upp á nýja tækni, svokölluð ísblöndunar- kerfi, sem hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu, og Ingvar Kristinsson sölumaður segir að henti vel til þessara nota og fjölmargra annarra. Kælitækni undirbýr framleiðslu á ísblöndunarkerfum Kælitækni mun í upphafí flytja inn FLQ ICE-ísvélar frá hollenska fyrir- tækinu Inham refrigerating b.v. og setja upp hér og undir- búningur er jafnframt hafínn að framleiðslu á þessum tækjabúnaði hjá fyrirtækinu. Kerfíð byggist á því að vélamar framleiða ískristalla úr sjó eða öðru saltvatni. Vegna saltsins fer ísinn ekki í klumpa og auðvelt er að dæla honum beint á notkunarstað eða fyrst 1 blöndunarkar, til að auka íshlutfallið, og það- an á notkunarstað. Ingvar segir að þar sem hver rúmmetri af ísblöndu hafí töluvert meiri kæligetu og geymsluþol en aðrar kæliaðferðir, til dæmis bein sjókæling, sé hún góður kostur í plássleysinu um borð í fiskiskipum. Einnig kæli hún hráefnið hraðar. Hægt er að fá ísvélina sérsmíðaða eða í einni samstæðu með eða án kælivélar. Ingvar bendir á mikil- yægi kælingar síldar og loðnu um borð í skipun- um til þess að hægt sé að auka framleiðslu til manneldis og auka gæði afurða loðnuverksmiðj- anna. Hann bendir á möguleikana á að nota þessa kælítækni til að kæla bolfísk í móttök- unni í togurum og síðan í blóðgunarkerum. En hann segir að sá eigin- leiki ísblöndunarkerfís- ins að unnt sé að dæla ísnum eins og vatni gefí möguleika á að nota það í stað freons í kælitækj- um. Þessi aðferð hafí til dæmis verið tekin í notkun í flöl- mörgum stórmörkuðum í Hollandi Ingvar Kristinsson NÝR GUFUKETILL HJÁ SVN • NÝR gufuketill var tekin í notkun fyrir skömmu hjá Síidarvinnslunni hf. í Neskaup- stað, en við fiskmjölsframleiðsl- una er gufan notuð tii að sjóða hráefnið áður en pressaður er ór því allur vökvi. Þegar það hefur verið gert er svo gufan jafnframt notuð til að eyma úr vökvanum það nyöl sem eftir verður í vökvanum. Ketiilinn er smíðaður iyá Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. í Hafn- arfirði, og er hann keyrður á umframorku frá Rafmagns- veitum ríkisins. Orkuþörf hans er um 12 megawött, en að sögn Freysteins Bjarnasonar, verk- smiðjustjóra, er það meiri orka en framleidd er i Lagarfíjjóts- virkjun og Smyrlabjargavirkj- un tii samans. Til stóð til að gangsetja gufuketiiinn snemma í vetur, en þá kom í Ijós að engin umframorka var til stað- ar. Þurfti því að notast við eldri katla sem eru oliukyntir, og var Morgunblaðið/Sverrlr kostnaðurinn við það á annað hundrað þúsund krónur á sólarhring. Meðal starfsmanna Síldarvinnslunnar hefur nýi gufuketillinn gengið undir nafninu Jóhanna, þar sem sýnt þótti í vetur að hans tími myndi koma, þótt ekki hefði tekist að gangseija hann þegar til stóð. Það er Magni B. Sveinsson raf- virki og vaktformaður í Síldar- vinnslunni sem á myndinni sést í ketilhúsinu. Þrjú fyrirtæki ganga nú til liðs við FRH ■■■■^^^■■■■■■■■■■■■■^^■■■^^■B ÞRJÁR rækju- Félagsmenn í Félagi rækju- SagSí^ og hörpudiskframleiðenda °s höipudisk- o jl nm pinpnna vinna úr 82% allrar rækju fyrir aðalfund félagsins sl. föstudag. Fram kom hjá Pétri Bjamasyni framkvæmdastjóra FRH að þeir sem nú eru félagar framleiða úr tæplega 82% af því hráefni sem rækjuvinnslur taka á móti og tæplega 75% af því sem hörpudiskvinnsl- ur taka á móti. Fyrirtækin sem nú gengu í fé- lagið eru Þormóður rammi hf. á Siglufirði, Hraðfrystihús Eski- fjarðar hf. og Rækjunes hf. í Stykkishólmi. Félögum fækkaði hins vegar um einn við samruna Hraðfrystihúss Drangsness hf. og rækjuvinnslu Kaupfélags Stein- grímsfjarðar við Hólmadrang hf. Fram kom hjá framkvæmda- stjóra og Tryggva Finnssyni for- manni FRH að þó talsverður hluti framleiðenda hörpudisks og rækju- afurða hafi kosið að standa utan félagsins verði að miða starfsemi félagsins við hag greinarinnar í heild og því njóti þeir einnig ávaxt- anna sem utan standa þó þeir kosti engu til. Tryggvi sagði að þetta væri óviðunandi ástand. Því hafi verið haft samband við flest fyrir- tæki sem utan félagsins hafí stað- ið með þeim árangri að þrjú hafí gengið til liðs við félagið á undan- fömum mánuðum. Margar rækjuvinnslur eru jafn- framt í Samtökum fiskvinnslu- stöðva. Tryggvi Finnsson lýsti þeirri skoðun sinni á aðalfundinum að jafnhliða því átaki að þjappa rækju- og hörpudiskframleiðend- um saman undir merki félagsins ætti að efna til viðræðna við Sam- tök fiskvinnslustöðva um málefni félaganna. Hugsanlega væri hægt að mynda nánara samstarf en fé- lögin störfuðu áfram hvert undir sinni stjórn. Einnig kæmi til greina að FRH gengi sem félag inn í Samtök fiskvinnslustöðva líkt og Félag íslenskra fiskimjölsframleið- enda og framleiðendur innan ís- lenskra sjávarafurða hf. hefðu gert. Fundarmenn tóku almennt vel í hugmyndir formannsins um sam- vinnu við Samtök fískvinnslu- stöðva. Heildarlausn JJafdís II er ný kynslófl margreynds hugbúnaðar ■fyrir fiskvinnslu og úígerð þar sgm haldið er ulari um aflabrögð, sjóniannalaun, vinnslu hráefnis pg ■ afurðUpakkníngar: Nýjungar á borð við öflugt gœðaeftirlitskerfi, skjámyndaslýrt vinnslueftírlit og aðgengileg Wíndows notendaskil eru ómetanleg stjórnunarverkfœri, tryggja rekjanleika frá til veíðisvceða og auðvelda afla betri nýting, öruggarí vínnsla auk yfírsýnar stjórnenda tryggja bættan rra afurðaverð. nd við okkur í dag eða komdu og híMu a Ceiiler í Kaupmannahöfn 7.-10, jiíní. Tæknival Skeífunni 17 - 568-1665 - Fax 568-0664 NAFO-fundir í júní FUNDUR verður í Norðvestur- Atlantshafsnefndinni, NAFO, í Montreal í Kanada 7. til 9. júní næstkomandi og er vonast til, að þá muni öll aðildarríkin falla á sam- komulag Kanada og Evrópusam- bandsins, ESB, í heild. Embættismenn ESB og Kanada leggja mikla áherslu á, að önnur aðildarríki NAFO fallist á samkomu- lagið i öllum atriðum því annars er veruleg hætta á, að það missi marks. Ekki er þó víst, að þetta mál verði útkljáð á júnífundinum og líklegra að frá því verði gengið á fundinum í Dartmouth í Nova Scotia í septem- ber. Meðal annars er stefnt að því, að önnur ríki en ESB-ríkin og Kanada afsali sér þeim kvóta, sem þeim var úthlutað í febrúar sl. Ráðstefna TALIÐ er að í ár séu 60 ár liðin frá upphafí rækjuveiða og -vinnslu hér á landi. í tilefni þess hefur Félag rækju- og hörpudiskframleið- enda ákveðið að efna í haust til ráðstefnu um rækjuveiðar og -vinnslu. Ráðstefnan verður haldin á ísafirði dagana 22.-23. september næstkomandi. Fram kom á aðal- um rækju fundi Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda að reynt verður að vanda til ráðstefnunnar. Fjallað verður um flest það sem iðnaðinn varðar, svo sem ástand rækjustofna hér við land og annars staðar, umhverfi rækjuiðnaðarins, vinnslu og markaði. Fengnir verða til fyrir- lestra innlendir og erlendir sérfræð- ingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.