Morgunblaðið - 24.05.1995, Side 2

Morgunblaðið - 24.05.1995, Side 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Jason fertil Brixen Jason Kristinn Ólafsson hefur gengið frá tveggja ára samningi yið 1. deildarfélagið SSV Brixen á Ítalíu. Frá þessu var gengið nýlega, en tíma tók að ganga frá félags- skiptum Jasonar úr sínu fyrrum félagi Aftureldingu. Nú er komin farsæl fausn á þau mál að sögn Jasonar og ekkert því til fyrirstöðu að hann flytji út í lok júli. Félögum á Ítalíu er aðeins heimilt að hafa einn útlending hvert og leysir Ja- son, Danann Jesper Jensen, af hólmi. Brixen hafnaði í þriðja sæti 1. deildarkeppninni nú í vor og öðl- aðist því sæti í Borgarkeppni Evr- ópu og sagði Jason það vera draum sinn að lenda gegn fyrrum félögum sínum hjá Aftureldingu, sem einnig taka þátt í þeirri keppni. Þórður getur hlaupið endalaust ÞÓRÐUR Guðjónsson lék sem varnartengiliður þegar Boehum lagði Stuttgart að velli, 4:0. Þórður fékk mjög góða dóma í blöðum og sagt var að þar sem hann geti hlaupið endaiaust, hafi Þórð- ur verið látinn ieíka sem varnartengiliður. Bochum er enn! fallhættu. Áhorfenda- met hjá Bay- em Munchen Morgunblaðið/Sverrir JASON Ólafsson ásamt elglnkonunni Helenu BJörk Magnúsdóttur og heimilishundlnum Felix. Samnings- bundinn tveimur félögum JÓN Þórðarson, hornamaður í Stjörnunni, er samnings- bundinn félaginu og hefur ákveðið að leika áfram með Garðbæingum, eins og kom fram í blaðinu í gær, en hef- ur einnig undirritað samning við Fram. Jón sagði við Morgunblaðið í gær að samn- ingurinn við Fram væri ógildur þar sem hann væri samningsbundinn Stjömunni en Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleiks- deildar Fram, sagði að Fram hefði þegar uppfyllt hluta samningsins og sagði þetta vekja upp spumingar um skyldur leikmanna. Forsaga málsins er sú að Stjarnan var í viðræðum við Valdimar Grímsson ogþegar samningar virtust vera að takast ákvað Jón að skipta í Fram. Þegar fyrir lá að Valdimar færi ekki í Stjörn- una ákvað Jón að fara hvergi þó hann hefði samið við Fram. „Ég er enn samningsbund- inn Stjörnunni og því er samningur minn við Frám ógildur,“ sagði hann og bætti við að því hefði verið rangt af sér að semja við annað félag. „Við erum með undir- ritaðan samning sem tekur ekki gildi fyrr en næsta leik- tímabil hefst og samningur er samningur,11 sagði Guð- mundur. „Við erum að byggja upp ungt lið og hluti af því var þessi samningur en þetta vekur upp spurning- ar um skyldur samnings- 'bundinna leikmanna," sagði hann. Hvað segir Páll Ólafsson eftir heimsmeistarakeppnina? UPPSELT hefur verið á síð- ustu leiki Bayern MOnchen á Ólympíuleikvanginum í Miinchen. Bayem hefur sett nýtt áhorfendamet — 54.284 áhorfendur hafa komið að meðaltali á leik liðsins, en gamla metið átti Stuttgart frá keppnistímabilinu 1977- 1978. Markamet Björn Jilsén slegið FYRIR HM á íslandi hafði gamla kempan Björn Jilsén gert flest mörk sænskra leikamanna í lokakeppni HM, eða 115. í leiknum gegn Þjóð- verjum féll metið er Erik Hajas fór í 117 mörk og Per Carlén jafnaði hið gamla met og fórí 115 mörk. Tekið á móti þýska liðinu í Frankfurt ÞAÐ var mikiö um dýrðir í Frankfurt þegar þýska lands- Hðið í handknattleik kom frá íslandi, en liðið hafnaði í fjórða sæti. Hljómsveit var til staðar og síðan var leik- mönnum boðið í veislu. Frakkar hafa unnið geysilegt uppbyggingarstarf, sem hófst hjá þeim fyrir tíu árum. Margir lyk- ilmenn þeirra voru þá að stíga sín fyrstu skref og við unnum þá létti- lega. Nú eru þeir búnir að skjóta okkur ref fyrir rass — komnir langt fram úr okkur. Þeir unnu okkur í leik um níunda sæti í HM í Tékkó- slóvakíu fyrir fimm árum og eftir það hafa þeir alltaf keppt um verð- launasæti á stórmótum — fengu brons á Ólympíuleikunum í Bareei- ona — eftir sigur gegn okkur, silfur i HM í Svíþjóð og nú gull, sem sýn- ir að þeir hafa verið að gera mjög góða hluti.“ „Það er stórkostlegt að sjá hvern- ig Jackson Richardson leikur í stöðu „indíána" — skilar hlutverki sínu frábærlega. Hann virðist aldrei tapa sínum manni, jafnframt því að hann vinnur mikið og hjálpar öðrum leik- mönnum til að loka af. Fyrir bragðið verður sóknarleikur andstæð- inganna mjög vand- ræðalegur, eins og hjá Króötum í úrslitaleiknum, sem var ekki spennandi eins og ég vonaði." - Þegar uppi er staðið — hvernig fannst þér handknattleikurinn í HM-keppninni? „Nokkir leikir hafa verið mjög skemmtilegir á að horfa, en eins og gengur og gerist í heimsmeist- arakeppnum, koma leikir inn á milli sem eru ekki í háum gæðaflokki. í heild tel ég að handknattleikurinn hafí verið nokkuð góður.“ - Er of mikið að vera með 24 þjóðir í HM? „Nei, ég held ekki. Það eru að koma upp nýjar þjóðir eins og Egyptaland, Túnis og Alsír, þannig að handknattleikurinn er að festa rætur annarsstaðar í heiminum heldur en í Evrópu. Það sést á að hinar nýju þjóðir eru byijaðar að veita Evr- ópuþjóðunum harða keppni. Það er af hinu góða að það komi meiri fjölbreytni í hand- knattleikinn — nýjar útfærslur og annað, sem er gott fyrir hand- knattleikinn. Fjölgun þjóða hefur gefið fleiri þjóðum utan Evrópu möguleika á að vera með.“ - Nú sagði Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía, að það hafi verið neikvætt fyrir HM að leik- menn hafi fjölmennt á skemmti- staði á kvöldin á meðan keppninni stóð. Hvað segir þú um það? „Ég verð að segja eins og er, að það kom mér á óvart þegar ég leit við á Kaffi Reykjavík á föstudags- kvöldið — að sjá þar leikmenn sem léku úrslitaleikinn. Ég átti ekki von á því að þannig uppákoma yrði leyfð hjá einum né neinum. Það virðist vera öðruvísi reglur hjá þessum lið- um en ég hef átt að venjast — og er ég ekki sáttur við það. Það á ekki að viðgangast að leikmenn séu að stunda bari á meðan heimsmeist- arakeppnin stendur, reykja og drekka bjór. Það getur verið ástæð- an fyrir að liðin voru nokkuð þreytt í úrslitaleiknum." - Hvernig hefur þér fundist stemmningin í sambandi við HM? „Stemmningin og framkvæmdin á keppninni hefur verið frábær. ís- lensku áhorfendurnir hafa tekið vel þátt í keppninni og eiga heiður skil- ið fyrir sinn þátt. Öll framkvæmd HM-nefndarinnar hefur verið með miklum glæsibrag og íslendingum til mikils sóma.“ - Hvað heldur þú að taka við hjá landsliði íslands, eftir slæmt gengi? „Það er ljóst að við þurfum að taka þátt í fleiri sterkum mótum — gegn sterkum mótheijum, en fækka æfingalandsleikjum gegn slökum liðum. Besta reynslan sem leikmenn geta fengið er að leika gegn sterk- um mótheijum. Þá vitum við hvar við stöndum hveiju sinni og hvað við þurfum að bæta og leiðrétta í leik okkar. Það kemur dagur eftir þennan dag — við munum rífa okk- ur upp úr þessum öldudal,“ sagði Páll Olafsson. Við munum rffa okkur upp úr þessum öldudal „ÞAÐ er Ijóst að við þurf um að taka þátt í fleiri sterk- um mótum — gegn sterkum mótherjum, en fækka æfingalandsleikjum gegn slökum liðum. Besta reynslan sem leikmenn geta fengið er að leika gegn sterkum mótherjum," sagði Páll Ólafsson, fyrrum tandsliðsmað- ur, eftir að HM-keppninni lauk. Páll sagði að Frakkar hafi skotið íslendingum ref fyrir rass á nokkrum árum. Páll Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.