Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1995 C 3 KNATTSPYRNA „Vorum eins og böm í höndunum á þeim" Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar - sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Fram, eftir að leikmenn Leifturs höfðu komið, séð og sigrað í Laugardalnum, 0:4 „ÞEIR voru einfaldlega betri á öllum sviðum — við vorum eins og börn í höndunum á þeim," sagði Marteinn Geirsson, þjálf- ari Fram, eftir að nýliðar Leifturs höfðu unnið óvæntan stórsig- ur, 0:4, á Valbjarnarvelii í Laugardal. „Ég hreinlega átta mig ekki á hvernig þetta gat gerst — það var góð stemmning í hópnum fyrir leikinn og leikmenn ákveðnir að leggja sig hundr- aðprósent fram. Við vissum að leikurinn yrði erfiður, en ég reiknaði ekki með þessum stóra skelli. Við verðum að setjast niður fyrir næsta leik — það er stuttur tími tii stef nu; við mætum Eyjamönnum á laugardaginn," sagði Marteinn. Oskar Ingimundarson, þjálfari Leifturs, var ánægður eftir leikinn. „Við höfðum heppnina með okkur, því að þátt fyrir að við höfðum leikið illa í lok fyrri hálfleiks og byrjun seinni hálfleiks, náðu Framarar ekki að nýta sér það og komast inn í leikinn. Þetta var of langur slæmur kafli hjá okk- ur og ef við leyfum okkur að falla niður á það plan sem við fórum á, verður okkur refsað. Það er gott að byrja með sigri, en það þýðir ekki að fagna lengi — við eigum erfiðan leik gegn KR á laugardag- inn," sagði Óskar, sem var ánægður með baráttu sinna manna. Kom Óskari á óvart hvað Fram- arar voru daprir? „Nei, ég veit að þeir hafa átt í erfiðleikum með að stilla upp sínu besta liði á undirbún- ingstímabilinu vegna meiðsla leik- manna. Þegar þeir eru búnir að því, verður Framliðið sterkt. Það er ekki hægt að dæma eitt né neitt strax, því að þetta var aðeins fyrsti leikur liðanna af átján sem fram- undan eru." Leiftursmenn sýndu mikla bar- áttu í leiknum og voru þeir mun grimmari en Framarar — náðu yfir- höndinni á miðjunni, þar sem leik- menn Fram bökkuðu of mikið, þannig að leikmenn Leifturs fengu frið til að byggja upp sóknariotur sínar. Þegar Leiftursmenn skoruðu sitt annað mark gegn gangi leiks- ins, var eins og allur vindur færi úr leikmönnum Fram. Þess má geta að leikmenn Leift- urs voru ekki langt frá því að bæta við mörkum í fyrri hálfleik. Jón Þór Andrésson, sem skoraði þrjú mörk fyrir þá, átti skot í stöng og þá varði Birkir Kristinsson skot frá Ragnari Gíslasyni, með því að slá knöttinn í þverslá og aftur fyrir endamörk. Ríkharður Daðason hjá Fram fékk nokkur ágæt tækifæri til að skora, en var ekki á skotskón- um. Baráttan var aðalsmerki Leift- ursmanna. Þorvaldur Jónsson var öruggur í markinu og Ragnar Gíslason lék stórt hlutverk fyrir framan hann, Gunnar Oddsson gerði marga laglega hluti á miðj- unni og þá var Jón Þór Andrésson eitraður í sókn. Þeir Pétur B. Jóns- son og Gunnar Már Másson eru ' alltaf hættulegir — stórir og sterk- ir sóknarleikmenn. , Om rifl Eftir þunga skókn Leiftursmanna á 31 mín., bjargaði Krist- ¦ I ján Jónsson skoti frá Jóni Þór Andréssyni á marklínu — knotturinn barst aftur út til Jóns Þérs, sem var staddur á auðum sjó innan markteigs og þakkaði harni fyrir sig með þvi að skora. 0«*%Pétur BJöra Jónsson átti sfeot að márki Fram á 38. mín. — ¦ fciknötturinri barst til Jóhs Þors, sem var við markteigshorn og skoraði hanh úr þixmgri stöðö — kn&ttúrinn för í netið vsð nærstöng, 0B*[lfcSigurbjörn Jakobsson átti langa sendingu fram vöilinn á ¦ %p74 mín. Jón Þór geystist á eftjr knettinum, komst með hann inn fyrir vörn. Fram og skoraði framhjá Birki Kristinssyni, út við fjærstöng. 0>JlRagnar Gíslason iék með knöttinn upp vinstri kantinn á tflw^- mm„ sendi knöttinn fyrir mark Fraitt, þar sem PáH Guumundsson var á auðum sjó og skoraði örugglega, með því að senda knöttinn öt við stöng. Dansinn byrjaður Morgunblaðið/Þorkell DANSINN er byrjaður í 1. deildarkeppninnl. Hér taka þeir Þorbjörn Atli Sveinsson, Fram, og Sigurbjörn Jakobsson, Lelftri, sporið. „Ég hafði heppnina með mér" JÓN ÞÓR Andrésson skoraði fyrsta mark 1. deildarkeppn- innar og hann gerði betur — hann skoraði þrjú mörk gegn Fram. „Ég hafði heppnina með mér — reiknaði ekki með að skora þrjú mörk," sagði Jón Þór, sem var að vonum kátur eftir leikinn. Jón Þór var að leika sinn fyrsta deild- arleik fyrir Leiftur, en hann lék einn leik fyrir Val sl. keppnistímabil, eftir að hafa - verið frá vegna meiðsla í nára í fimm ár, eða frá 1989 þegar hann lék fimm leiki fyrir Val. ¦ ÞEGAR leikmenn Fram og Leif- urs gengu til leiks, gengu tíu ungir strákar með þeim inná Valbjarnar- völl — klæddir búningum 1. deildarl- iðanna tíu. ¦ EGGERT Magnússon, formaður KSÍ, setti mótið með stuttri ræðu. ¦ EINAR Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Sjóva/Almennar var heiðursgestur leiksins og tók hann upphafsspyrnu 1. deildarkeppninnar, sem er styrkt af Sjóvá/Almennar. ¦ BIRKIR Krístinsson, landsliðs- markvörður úr Fram, fékk blómvönd fyrir leikinn — hann lék sinn 200. meistaraflokksleik með Fram. ¦ TVEIR af leikmönnum Leiknis — úr byrjunarliði liðsins léku ekki með, þar sem þeir tóku út leikbann. Það voru þeir Sverrir Sverrisson og Júlíus Tryggvason. ¦ AÐEINS tveir af leikmönnum Leifturs í byrjunarliði, eru frá Ólafs- firði — Þorvaldur Jónsson, mark- vörður og Sigurbjörn Jakobsson. ¦ LEIFURSMENN lögðu Fram- ara að velli, 5:2, í æfm'gamóti fyrir stuttu. ¦ LEŒMENN Leifturs, sem mæta KR á Ólafsfirðj á laugardag- inn, fóru í flugi til Ólafsfjarðar í gærkvöldi, eða eftir að þeir voru búnir að sjá leik KR og FH. Leik- mennirnir eru allir að koma saman fyrir norðan — í fyrsta skipti í ár. ¦ GUNNAR Oddsson, miðvallar- spilari Leifturs, varð fyrstur til að sjá gula spjaldið í 1. deildarkeppn- inni. Bragi Bergmann sýndi honum það eftir átta mín. í leiknum gegn Fram. ÚRSLITALEIKURINN UM EVROPUBIKARINN LEIÐIN IURSLITIN: UeistaradelUln: Dríðill: AC Milan AEK Aþena Salzburg Lokastaðan: Ajax Amslerdam AC Milan Austria Salzburg AEK Aþena Heima Uti 2-0 2-0 2-0 2-1 1-1 0-0 Möik 9:2 6:5 4:6 3:9 Stig 10 5 5 2 Bllöaúrsllt: Hajduk Split 3-0 0-0 Undanúrsllt: Bayern Múnchen 5-2 0-0 AJAX AMSTERDAM Þjálfari Louls van Gaal Llklegt byrjunarlið: Bdwin van der Sar Michael Reiziger Danny Bind Frank Rijkaard Fnmk de Boer RonalddeBoer Clamnce Seedorf JariLitmanen FinidiGeorge Nwankm Kanu MarcOvermars Miðvikudaginn 24. maí 1995 Ernst Happel leikvangurinn í Vín Kl.18.30 A.C. MILAN MÍLANÓ Þjálfah: Fablo Capello Líklegt byrjunarlið: Sebastiano Rossí Christian Panucci Franco Baresi Alessandro Costacurta Paolo Maldini Roberto Donadoni DemetrioAlbertini Marcel Desailly ZwnimirBoban Dejan Savicevic Marco Simone LEIÐIN I URSLITIN: Meistaradeildin: Driðill: Ajax Salzburg AEK Abena Lokastaðan: Ajax Amstordam AC Milan Austria Salzburg AEKAþena Heima Uti 0-2 0-2 34)* 1-0 2-1 M Mðrk 9:2 6:5 4:6 3:9 Stig 10 5 5 2 Stefnir í erfiða titilvörn AC Milan 8 liða úrslit: Benfica 2-0 0-0 Undanúrslit: ParisSG 2-0 1-0 ' Tvö stig dregin alAC Milan vegna áláta áhorfenda, en úislit leiksins þó látin standa óbreytl Ajax og AC Milan leika til úrslita ' í Evrópukeppni meistaraliða og yerður leikurinn í Vínarborg í kvöld. ítalska liðið á titil að verja, vann Barcelona 4:0 í úrslitum í fyrra. Það byrjaði ekki sannfærandi i keppninni en sigraði Benfica og PSG örugglega í átta liða úrslitum og undanúrslitum. Ajax og AC Milan voru saman í riðli og vann Ajax báða leikina 2:0 en þjálfararnir segja það sem á undan sé gengið hafi ekkert að segja í kvöld. „AC Milan hefur bætt sig mikið síðan síðast liðið haust og teflir fram bi-eyttu liði," sagði Loius van Gaal, þjáifari hollenska liðsins. „Það sem gerðist í fyrra hefur ekkert með þenn- an leik að gera." Hollendingurinn Frank Rijkaard hjá Ajax hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir leikinn en hann á 15 ára feril að baki. Fyrir fimm árum gerði hann sigurmark AC Milan á sama velli í 1:0 sigri gegn Benfica í úrslitum meistarakeppninnar og varð AC Milan þá meistari í fimmta sinn. „Þetta verð- ur aðeins draumaúrslitaleikur fyrir mig ef Ajax sigrar," sagði hann. Mikið hefur verið gert úr ungu og efnilegu liði Ajax og bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig því vegnar gegn reynslumiklu liði AC Milan sem leikur í fimmta sinn til úrslita á síðustu sjö árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.