Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 4
4 C MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Martröd Vals- manna í Eyjum VALSMENN fengu herfilega útreið þegar þeir sóttu Eyja- menn heim ígærkvöldi. Vest- mannaeyingar réðu lögum og lofum allan leikinn og 8:1 sigur yar síst of stór. Nýliðarnir í liði ÍBV, ívar Bjarklind og Tryggvi Guðmundsson, voru íaðal- hlutverkum með sjö mark saman. Strax á fyrstu mínútunni var ljóst að Eyjamenn ætluðu sér ekkert nema sigur og staðfestu þa𠦦¦¦¦¦H me^ tveimur mörk- Stefán um innan fjögurra Stefánsson mínútna. Þeir leyfðu skrifar Valsmönnum samt að halda boltanum aftarlega á miðjunni um stund, hirtu hann þá af þeim og brunuðu í sókn og nokkrum mínútum síðar komu þriðja og fjórða markið án þess að gestirnir næðu að komast í færi. Eftir þennan skell í byrjun var erfitt fyrir Valsmenn að ná upp baráttu enda fengu þeir engan frið fyrir Eyjamönnum sem tvíefldust við hvert mark en tókst ekki að gera fleiri fyrir leikhlé þrátt fyrir góð færi. Síðari hálfleikur byrjaði einnig með tveimur mörkum Eyjamanna innan fimm mínútna, staðan orðin 6:0, og ekki bætti úr skák þegar Valsmaðurinn Hörður Már fékk að líta rauða spjaldið. Valsmenn reyndu aðeins að klóra í bakkann og tókst að skora nokkrum mínút- um síðar en glæsimark Trygga strax á eftir kæfði litla neistann hjá þeim og vindurinn lak úr Valsl- iðinu. Það sem eftir lifði leiks fór að mestu fram fyrir framan mark Vals þar sem Eyjamenn áttu hvert tækifærið af öðru en Lárus Sigurðs- son markvörður sá við þeim. Stór- kostlegt lokamark Tryggva var þó sanngjarn bónus fyrir vel unnið verk. Eyjamenn áttu sigurinn sannar- lega skilinn fyrir geysilega baráttu í 90 mínútur. Þeir gáfu Valsmönn- um falsk öryggi, þegar gestirnir fengu að vera með boltann smá- stund á miðjunni, en brunuðu síðan yfir þá. Lítið reyndi á Friðrik í markinu en hann greip inní þegar þurfti. Aðeins nleira reyndi á varna- mennina en miðjuspilaramir Ingi Sigurðsson og Tryggvi Guðmunds- son ásamt Rúti Snorrasyni tókst að halda hlut sínum á miðjunni og snöggar árangursríkar sóknir Vest- mannaeyinga byrjuðu yfírleitt á þeim. Ef'þetta er sýnishorn af því hvernig ÍBV ætlar að gera í sum- ar, er nokkuð ljóst að öll lið í deild- inni mega gæta sín. Valsmenn voru daufir í byrjun og ekki skánaði það að láta valta yfir sig með hverju markinu á fætur öðru. Þeir fengu litlu sem engu ráðið á vellinum og virtust utanveltu. Það var aðeins Lárus í markinu sem reyndi sitt besta, fékk að vísu á sig átta mörk en bjarg- aði liði sínu frá enn meiri hneisu. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Þeir gerðu sex NYLIÐARNIR í liðið IBV, Ivar Bjarkllnd, (t.v.) og Tryggvl Guð- mundsson, (t.h.) léku Valsvörnina oft grátt f gærkvöldl og skoruðu samtals sex mörk. Þar á meðal gerði Tryggvi tvö með sannkölluðum þrumufleygum af löngu færi. 1B J%SJBAX á þriðju mínútu skaust Rútur Snorrason upp hægri ¦ ^Jkantinn og góð fyrirgjof hans rataði beint á Tryggva Guð- rnundsson sem skallaðí boltann inn, 1:0 2n|^TÆPRí mínútu síðar átti Tryggvi Guðmundsson stungu- ¦ JUsendingu inní teig Vaismanna frá vinstri. Þar var fyrir Ivar Bjaridind sem renndi boltanum framhjá Lárusi Sigurðssyní markverði Vals og staðan orðin 2:0 3H#^ÍVAR Bjarklind var aftur á ferðinni á 24, mínötu. Þá braust ¦l#Leifur Geir Hafsteinsson upp að endamörkum rétt við víta- teig Vais og renndi út á ívar sem renndi aftur vinstra megin við Lár- us markvörð, 3:0, 4m{%&- 24. mínútu tók Jón Bragi Amarsson innkast frá hægri u\Mog fór boltinn alveg inní markteig VaJsmanna. Þar boppaði boltinn milli manna þar til Rútur Snorrason kom aðvífandí og skaflaði í hornið og staðan orðinn 4:0. 5d J^EYJAMENN byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þann fyrri; ¦%Jmeð markt strax 1 upphafi eða á 48. mínútu. Þá hrökk boitinn tH ívars af vamamanní Vals en skot ívars rakst í Tryggva og þaðan { markið, 5:0. 6>#%Á 50. mínú|u bætti Dragan Manojlovic við sjötta marki »%#Vestmannaeyinga þegar þramuskot hans ár aukaspymu rétt utan við vítateígshomið rataði uppí efra homið í marki Vals, óverj- andi fyrir Lárus í markinu. 6m 4k ÞVERT gegn gangi leiksins minnkuðu Valsmenn muninn ¦ I með marki á 56. mínutu þegar Stewart Beards skailaði aftur fyrir sig sendingu fra hægrí, beiht á Kristinn Lárusson sem skoraði. 7m «"• AÐEINS þremur mínútum síðarsá 59. mínútu, gerði Tryggi ¦ I sitt annað mark með þrumufleyg langt fyrir utan vítateig, óverjandi fyrir Lárus markvörfi. 8M 4| EP mönum hefur þðtt þriðja mark Trygga faliegt gerði ¦ I hann enn betur þegar 6 mínútur voru til Íeiksloka. Hann var að spila langt fyrir utan teig, líklega um 30 metra frá marki, þegar óvænt þrumuskot hans rataði í vinstra hornið og innsiglaði 8:1 sigur ÍBV. „Baráttan í sumar til- einkuð minningu Lárusar og sameining- unni a ÞETTA var gott, við vorum betra liðið og áttum sigur- inn, sem var síst of stór, sannarlega skilinn," sagði Atli Eðvaldsson þjálfari ÍB V eftir 8:1 sigur sinna drengja á Val í fyrsta leik, en var jarðbundinn, „við eigum sjálfir eftir að fá skell í sum- ar en þetta lið á framtíðan fyrir sér, sérstaklega ef þeir fá góðan stuðning eins og í kvöld en líka þegar illa gengur. Það er hægt að koma þessu liði í toppbarátt- una á þremur árum. En bar- áttan í sumar verður tileink- uð minningu Lárusar Jak- obssonar og sameiningu Þórs og Týs." Fyrirliðinn ge OLAUR Þórðarson kom mönnum sínum í IA á sporið í lok fyrri hálflel fagnar hann fyrra marklnu og gefur til kynna að þau verði tvö, Haral gleðinni en Breiðabliksmaðurinn Arnar Grétars Islandsmeistararnir hófu titilv Skagamenn \ ÍSLANDSMEISTARAR ÍA hófu tit- ilvörnina með glæsibrag en þrátt fyrir snilldarleik og ótal marktæki- færi unnu þeir Breiðablik aðeins 2:0 á Akranesvelli eftir að glæsi- leg, yfirbyggð stúka hafði verið tekin formlega í notkun. Meistar- arnir koma greinilega mjög vel undirbúnirtil móts og verða erfið- ir viðureignar í sumar með sama áf ramhaldi en ástæða er til að ætla að baráttan verði erfið hjá Kópavogsmönnum. Skagamenn höfðu undirtökin allan fyrri hálfleik og fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi Breiða- bliks þó gestirnir væru oft snöggir í gagnsókn- um en þeir fengu fimm hornspyrnur gegn tveimur Skagamanna í hálfleiknum. Heimamenn fengu mörg góð færi en ýmist voru þeir of bráðlát- ir, óheppnir eða Kardaklija sá við þeim með frábærri markvörslu. Vængmenn IA nýttu vel breiddina og Dejan Stjoic var einn fremstur Skagamanna en það virtist skapa næga Steinþór Guðbjartsson skrifar frá Akranesi hættu því hvað eftir annað fékk hann boltann og var óheppinn að koma hon- um ekki rétta leið. Eftir að nokkrar fyrirgjafir Haraldar Ingólfssonar frá vinstri höfðu misheppnast - boltinn fór yfirleitt of stutt - leiddist fyrirliðanum Olafi Þórðarsyni þófið og tók hann aukaspyrnu frá vinstri kantinum rétt utan vítateigs. Stjoic, sem var á móts við fjærstöng, skallaði út og til hliðar á Sigurð Jónsson sem gaf aftur fyrir markið. Blikum tókst ekki almennilega að hreinsa frá og Ólafur Adolfsson kom aðvífandi en skallaði í slá. Stjoic var fyrstur áð átta sig en skallaði einni í slá. Óheppnin algjör en Skagamenn voru komnir á bragðið og fyrirliðinn skoraði í þar næstu sókn. Stjoic fékk síðan tvö dauðafæri áður en flautað var til hálfleiks, hitti boltann illa í fyrra skiptið en Kardaklija varði með glæsi- brag einn á móti einum í seinna skiptið. Einstefna Segja má að yfirburðir ÍA hafi ver- ið miklir í fyrri hálfleik en einstefnan var algjör eftir hlé. Spilið var þá mun markvissaj^. og hraðára og Blikar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. H' hs óy ffli vii sn ur ini að SR ko Si Þc í c irr fn sp kö þe er 6Í( fn Þc Kí öfí mi hv Jákvætt að skap< Skagamenn þurftu lítið að hafa fyr- ir sigrinum gegn Breiðabliki og eftir leik mátti alveg eins halda að létt æfing væri að baki frekar en alvarleg-. ur leikur í titilvörninni. Logi Ólafsson stjómaði liðinu í fyrsta sinn í deildinni og hann var að vonum ánægður með byrjunina. „Eg er mjög sáttur við þetta," sagði hann við Morgunblaðið. „Við vomm á hælunum á kafla í fyrri hálfleik en eft- ir að við náðum að brjóta ísinn var þetta frekar auðvelt, Það er mjög já- kvætt að ná að skapa öll þessi færi og klaufaskapur að nýta ekki fleiri en það kemur og ég er ekki hræddur við fram- ha vic bn ko an að ur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.