Morgunblaðið - 24.05.1995, Side 5

Morgunblaðið - 24.05.1995, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 C 5 . V Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson fleiks 09 bætti síðan öðru marki vlð um mlðjan seinnf hálfleik. Hér iraldur Ingólfsson heldur utan um hann og Dejan Stjoic tekur þátt í tarsson til hægri er ékkert nema vonleysið. vömina með öruggum sigri óðu ífærum Hvað eftir annað skall hurð nærri hælum en sem fyrr var Kardaklija sem óyfirstíganlegur þröskuldur og heima- menn náðu aðeins að bæta einu marki við - Ólafur fyrirliði afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir sendingu Sig- urðar Jónssonar um miðjan hálfleik- inn. Ekki bætti úr skák fyrir Blika að Arnar Grétarsson fékk að sjá rauða spjaldið skömmu eftir hlé og 10 að- komumenn áttu ekkert í 11 heima- menn. Hverki var veikur hlekkur í liði Skagamanna. Vissulega reyndi lítið á Þórð í markinu en hann var öruggur í öllum aðgerðum sínum. Varnarmenn- irnir hleyptu varla bolta eða manni framhjá sér, miðjumennirnir stjórnuðu spilinu, vængmennirnir voru ógnandi á köntunum og Stjoic óð í færum auk þess sem aðrir fengu sín tækifæri en erfiðlega gekk að skora. Að öðrum ólöstuðum var Sigurður Jónsson fremstur meðal jafningja en Ólafur Þórðarson átti einnig mjög góðan leik, Kári Steinn kemur sterkur inn og var öflugur, Haraldur hættulegur og svo mætti áfram telja. Valinn maður í hvetju rúmi og varamennirnir tilbúnir ia færin haldið. Öllu skiptir að fá öll stigin' og við höldum vonandi áfram á sömu braut.“ Logi sagði að í raun hefði ekkert komið sér á óvart. „Ég þekki mótherj- ana og veit hvar við stöndum. Ég held að þetta hafi verið opinn og skemmtileg- ur leikur og næst eru það Keflvíkingar." þegar á þarf að halda. Mjög sterk liðs- heild. Erfitt hjá Blikum Kardaklija bjargaði Breiðabliki frá stórtapi með frábærri markvörslu en hann átti ekki möguleika á að koma í veg fyrir mörk Ólafs. Hins vegar voru félagar hans nánast úti á þekju en þó tókst varnarmönnunum að stöðva nokkrar sóknir Skagamanna. Liðið skapaði sér engin marktækifæri og verður að gera betur ef ekki á illa að fara. 1«f%Eftir að tveir Skaga- ■ menn höfðu skallað f slá á sömu mínútunni og Karda- klija hafði varið vel langskot frá Sigurði Jónssyni fengu heima- menn aukaspymu hægra megin rétt við miðlínu á vallarhelmingi Breiðabliks. Boltinn barst til Har- aldar Ingólfssonar á vinstri vængnum og hann sendi fyrir markið. Þar var Ólafur Þórðar- son mættur á fjærstöng og skor- aði af öryggi af stuttu færi. 2«#\Sigurður Jónsson fékk ■ \Jboltann rétt innnan miðlínu vinstra megin á vallar- helmingi Breiðabliks á 65. mínútu. Hann sendi hárnákvæmt á Ólaf Þórðarson sem var rétt við víta- teigshornið fjær, vamannaður reyndi að ná af honum boltanum en Ólafur hafði betur og átti ekki í erfiðleikum með að skora í horn- ið niðri, hægra megin við Kard- aklija. FH-ingar með tak á KR-ingum KR-INGAR héldu að skellurinn gegn Skagamönnum (0:5) í Meistarakeppninni í síðustu viku hafi verið slys, en eftir leik liðsins í gegn FH-ingum í 1. umferð íslandsmótsins ígær komust þeir að því svo var ekki. FH kom íVesturbæinn og hafði með sér öll þrjú stigin eins og þeir hafa reyndar gert undanfarin fjögur ár. Jón Erling Ragnarsson gerði eina mark leiksins á 8. mfnútu og var sig- urinn sanngjarn. Leikurinn var tilþrifalítill og vorbragur á hon- um eins og vellinum sjálfum. Oskabyijun FH-inga sló KR- inga alveg út af laginu. Þeir náðu sér aldrei á strik og stöðvuð- ust flestar sóknar- lotur þeirra á vel skipulagðri vörn Hafnfirðinga eða þá Stefáni í markinu sem kann jgreinileg vel við sig á KR-velli. „Eg hef aðeins einu sinni tapað hér á KR-velli síðustu fimm árin. Það er alltaf gaman að spila á KR-vellinum því það er svo góð stemmning. Ég finn mig vel á þess- Valur B. Jónatansson skrifar 0« *f| Jón Erling Ragnars- ■ I son sendi boltann inn fyrir vörn KR á Hörð Magnús- son sem skaut í stöng á 8. mín- útu. Þaðan barst boltinn aftur út í vítateiginn og þar var Jón Erling flótastur að átta sig og sendi boltann í vinstra mark- hornið með viðkomu i vamar- manni KR þar sem boltinn breytti aðeins um steftiu. um velli, næ upp góðri einbeit- ingu,“ sagði Stefán markvörður. FH-ingar höfðu baráttuna um- fram KR-inga, sem héldu að þetta kæmi allt af sjálfum sér. Leikur liðs- ins, sem þjálfarar og forráðamenn 1. deildar félaganna spáðu meistar- atitli, olli miklum vonbrigðum. Al- gjört hugmyndaleysi í sókninni og vörnin átti það til að opnast upp á gátt. FH-ingar léku yfirvegað, byggðu á sterkum varnarleik og skyndi- sóknum. Þessi leikaðferð heppnað- ist fullkomlega. Þeir létu KR-ingana vera meira með boltann og biðu aftarlega á vellinum og lokuðu þannig öllum leiðum að markinu. Jón Sveinsson sjómaði varnarleikn- um eins og herforingi og skyndi- sóknirnar voru hættulegar með þá Hörð Magnússon og Jón Erling fremsta í flokki. KR-ingar fengu ekkert einasta marktækifæri í fyrri hálfleik, en „ þijú í seinni. Fyrst Hilmar tvívegis með stuttu millibili en í bæði skipt- in var bjargað, vörnin í fyrra skipt- ið og síðan varði Stefán meistara- lega í horn. Mínútu fyrir leikslok átti Bibercic skalla eftir sendingu Hilmars, sem Hallsteinn bjargaði á línu á elleftu stundu. FH-ingar fengu einnig sín færi í síðari hálf- leik og átti Hörður tvö ágæt skot sem fóru rétt framhjá og Hallsteinn átti skot sem Kristján varði í horn. Vörn FH var góð og eins Stefán í markinu. Miðjumennirnir unnu geysilega vel fyrir liðið óg eins framheijarnir, sem mátti aldrei líta af. Góð barátta og góð liðsheild skóp sigurinn öðru fremur. KR-ingar voru nánast á hælun- um allan leikinn og ekki heil brú í leik liðsins. Það voru helst að Heim- ir Guðjónsson og Hilmar reyndu að skapa eitthvað. ■ BJARKI Péturssoníékk skurð á augabrún í meistarakeppninni í síðustu viku og lék ekki með ÍA í gærkvöldi. ■ GUNNLAUGUR Jónsson kom inn á hjá ÍA þegar stundarfjórðung- ur var til leiksloka og stóð sig vel í fyrsta 1. deildar leik sínum. ■ FH-INGAR fögnuðu sigri á KR-velIi og þegar komið var inn í búningsklefa þeirra eftir leikinn * hlómaði söngur; „Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag.“ Afmæl- isbarnið var Viðar Halldórsson, fyrrum landsliðsmaður úr FH, sem hélt upp 42 ára afmælið í gær. „Þetta var góð afmælisgjöf,“ sagði hann um sigurinn á KR-velli. ■ LEIKMENN KR köstuðu rósum til stuðningsmanna sinn í KR-stúk- unni fyrirleikinn í gærkvöldi. Menn höfðu það á orði eftir leikinn að lík- lega hafi þetta verið í fyrsta og síðasta sinn sem KR-ingar bjóða upp á rósir fyrir heimaleiki. ■ SALHI Heimir Porca, leikmað- ur KR, tók út leikbann í gær og lék því ekki með liðinu. Guðmundur Benediktsson lék heldur ekki með, en hann er meiddur. ■ ATLI Eðvaldsson var spurður eftir leik ÍBV gegn Val og 4:0 tap Fram gegn Leiftri orðinn kunn, hvernig legðist í sig fá Fram í næsta leik. Atli svaraði: „Særð dýr geta komið tvíefld til baka.“ ■ ATLI var einnig spurður hvern- ig honum gengi að ná liði sínu nið- ur á jörðina eftir svo stóran sigur. Aftur var Atli með svör á reiðum höndum og svaraði því til að „það hefði í gegnum alla Islandssöguna verið séreinkenni á Eyjamönnum hve erfitt sé að halda þeim niðri" og uppskar hlátur frá fullum sal af Eyjamönnum. ■ FYRIRLIÐI Vals færði fyrirliða ÍBV blómvönd fyrir leik liðanna til minningar um Lárus Jakobsson, faðir Tommamótsins og fyrrum framkvæmdastjóra ÍBV. Morgunblaðið/Þorkell HILMAR Björnsson, KR-ingur og FH-ingurinn Ólafur B. Steph- ensen kljást hér um knöttlnn á KR-velli í gær. Þetta er orðin hefö - sagði Ölafur Jóhannsson, þjálfari FH-inga ^Jlafur Jóhannesson, þjálfari ^^FH-inga, var ánægður með sigurinn á KR-velli. „Þetta er óskabyijun í mótinu. FH hefur ekki tapað á KR-velli í fjögur ár og við ætluðum okkur ekki að taka upp á því núna. Þetta er orðin hefð. Við lögðum dæmið þannig upp að leika aftarlega og spila síð- an inn á ákveðna veikleika í KR-lið- inu og það tókst. Þeir voru meira með boltann en vörnin var sterk hjá okkur og mikil barátta í liðinu og hún skóp sigurinn öðru fremur. Við æltum okkur að vera með í toppslagnum í sumar og þetta er byijunin á því,“ sagði Olafur. Vorum í vandræðum meö einföldustu atriði Guðjón Þórðarson, þjálfari KR- inga, átti erfitt með að skýra tap KR-inga. „Ég veit varla hvað ég á að segja. Það er ljóst að menn voru í vandræðum með að vinna einföldustu grundvallar atriði eins og senda boltann stutt á milli sín. Við komumst aldrei í takt við leik- inn. Þetta er nánst sama sagan og gerðist upp á Skaga í meistara- keppninni. Leikmenn vinna ekki vinnuna sína og klára ekki að leysa úr einföldustu atriðum. Ég veit ekki hvort leikmenn eru svona yfir sig spenntir eða hvað.“ „Leikur liðsins olli mér geysilega miklum vonbrigðum. Sérstaklega vegna þess hvernig ég var búinn að vinna með leikmönnum síðan á fimmtudaginn. Ég var búinn að fara yfir ákveðin atriði og leggja upp ákveðna þætti, en það virtist alveg sama það klikkaði nánast allt sem verið var að biðja um. Ég verð bara að fara niður í tíma- kennsluna aftur ef ég á að ná þessu á flot. Það er ljóst að það verður að vera töluverð breyting á leik liðsins fyrir næsta leik. Við erum að fara að leika við Leiftur sem bytjaði mótið mjög vel og eigum því nijög erfiða ferð fyrir höndum til Ólafsfjarðar," sagði Guðjón. Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, sagði að leikmenn liðsins hafí ekki gert það sem þeir áttu að gera. „Kannski var skortur á sjálfstrausti í liðinu eftir leikinn á móti Skaga- mönnum, ég veit það ekki. En það er varla hægt að afsaka þetta tap. Þetta var einfaldlega lélegt hjá okkur og við-náðum ekki saman.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.