Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 8
KORFUKNATTLEIKUR Dómararnir björg- uðu heimamönnum ÍSLAND tapaöi 78:87 fyrir Sviss í gærkvöidi í æsispennandi leik þar sem dómararnir, frá Skotlandi og Spáni, virtust staðráðnir í því frá upphafi að heimamenn ættu að sigra. Dómurunum tókst ætlunarverk sitt þó svo munurinn var ekki mikill. Villurnar í leikn- um segja ef til vill mest um vilja dómaranna. í fyrri hálfleik voru dæmdar 13 villur á ísland en aðeins 5 á Sviss og í síðari hálf- leik voru tölurnar 13-8. Islendingar byrjuðu leikinn mjög vel. Vörnin var þétt og vel hreyf- anleg og sóknarleikurinn skipulagður ¦¦¦¦¦¦ enda tóku heima- SkúliUnnar menn leikhlé eftir Sveinsson þrjár mínútur, en þá skrifar frá var staðan 9:3. Eftir Sviss leikhléið | komu heimaménn ákveðnir til leiks og tókst að jafna 16:16 er rúmar 7 mínútur voru liðnar. Með mikilli hjálp þeirra gráklæddu tókst Sviss að komast yfír 20:22, en íslensku leikmennirnir sýndu aðdánunarverða ró og yfirveg- un þrátt fyrir mótlætið sem þeir mættu hjá dómurunum og komust yfir aftur, en Sviss hafði 40:42 yfir í leikhléi. Sama baráttan hélt áfram í síðari FOLK ¦ GUÐMUNDUR Bragason lék í gær sinn 100. lndsleik. Honum voru ekki afhent blóm fyrir leikinn þar sem þjálfararnir töldu rétt að bíða með það og trufla ekki einbeit- ingu Guðmundar fyrir leikinn. ¦ ÞAÐ voru fleiri blómaleikir, án blóma í gær, því fyrirliðinn Jón Kr. Gíslason lék í gær 150. landsleik sinn. ¦ HELGI Bragason dæmdi leik Kýpur og Rúmeníu í gær og stóð sig með ágætum, en leikurinn var alls ekki auðdæmdur þó svo munur- inn á liðunum hafi verið nokkur. ¦ KEPPT er í tæplega hálfs árs gömlu íþróttahúsi, Istituto Elvetico, sem er um leið skólahús og er kennsla á fullu þessa dagana og mikið fjör þegar krakkarnir eru í frímínútum. Iþróttasalurinn, sem er á annarri hæð hússins, er með parketi og er mjðg mjúkt gólfíð, ekki ósvipað því sem er í Valsheimilinu. ¦ J»ÁÐ rúmast 8.500 áhorfendur í sæti í höllinni en alls má koma þar fyrir um 12.000 áhorfendum. ¦ TVEIMUR leikjum verður sjón- varpað, leik Sviss og Austurríkis og leik heimamanna og Portúgals. ¦ RÚMENAR gátu ekki mætt með sína bestu menn í mótið að þessu sinni. Muresan sem leikur með Bul- lets í NBA komst ekki, en hann er 2,30 metrar á hæð, og svo er annar leikmaður þeirra að reyna að komast að í NBA. ¦ ÍSLAND virðist vera eina liðið sem fer alveg eftir reglum varðandi skóbúnað og annað. Leikmenn verða að vera í eins skóm, en hjá sumum liðum eru svartir, rauðir og hvítir skór, en íslensku strákarnir eru allir í svörtum skóm. hálfleik og liðin skiptust á um að leiða. Teitur fór útaf með fímm villur er 12 mínútur voru eftir og þetta var stöðug barátta við dómarana, sérstaklega þennan frá Spáni. Þegar fímm mínútur voru eftir var staðan 62:73 en hafði verið 56:53 sjö mínút- •um áður. Á þessum kafla skutu menn dálítið fyrir utan en skotin duttu ekki og menn voru ekki nógu ákveðnir við að fara í sóknarfráköst- in. Það var því fátt sem benti til að íslendingar gætu sigrað. En með góðum leikkafla, 1-2-1-1 pressuvörn og síðan 1-2-2 vörn tókst að vinna boltann og skora þrjár þriggja stiga körfur. Staðan oriðin 77:80 þegar 1,25 mín. var til leiks- loka. Þá leist þeim spænska ekkert á blikuna og tók til sinna ráða, dæmdi villu á Guðmund þégar greinilega átti að vera uppkast og þegar Sviss tapaði knettinum dæmdi hann aftur jafn fáránlega villu og Svissarar brugðust ekki á vítalínunni, en þar voru þeir með 78% nýtingu. íslendingar léku vel, en þeir réðu því miður ekki við dómarana. Það voru þó nokkrir þættir sem hefðu mátt vera betri. Nýtingin í þriggja stiga skotum var 34% og er svo sem í lagi. Eftir að Svisslendingar breyttu yfir í svæðísvörn í lok fyrri hálfleiks gekk erfiðlega að skapa nógu góð færi fyrir skytturnar. Boltinn gekk of hægt fyrir utan þannig að bak- verðir þeirra voru alltaf mættir í skytturnar okkar. Það gekk líka erf- iðlega að koma boltanum inn í teig- inn þar sem Guðmundur átti skín- andi leik. Vörnin var ágæt en það er erfitt að leika vörn ef annar dóm- arinn vill að þegar mótherjinn nálgat sé dreginn út rauður dregill og mann- JÓN Kr. Gíslason, fyrirliði landsiiðsins, lék sinn 150. lands- leiíc í gærkvöldi — gegn Sviss. inum hjálpað upp að körfunni. Það var með ólíkindum hvað Spánverjinn gat dæmt á. Með þessu móti fengu Svisslendingar bónus um miðjan fyrri hálfleikinn. Svissneska liðið lék vel og þá sér- staklega Mrazek sem var hreint óstöðvandi og réðu íslensku strák- arnir ekkert við hann. Vörn Sviss var sterk eftir að þeir breyttu í svæðsivörnina og í sókninni gekk þeim vel að leysa þau vandamál sem íslenska liðið reyndi að leggja fyrir þá. Það er ljóst eftir þetta tap að róð- urinn verður erfiður því íslenska liðið þarf helst að vinna alla leikina sem eftir eru til að tryggja áframhald í Evrópukeppninní. Þó gæti dugað að vinna annað hvort Rúmeníu eða Port- úgal og sigra Kýpur og Skotland eins og okkar strákar eiga að gera. Torfi Magnússon landsliðsþjálfari umframhaldið Verður erfitt Torfi Magnússon landsliðsþjálf- ari var að vonum ekki ánægð- ur eftir tapið gegn Sviss í gær og á blaðamannafundi eftir leikinn, þar sem þjálfarar liðanna mættu var hann beðinn um að segja álit sitt á leiknum á ensku. „Hva, viljið þið ekki að ég tali ítölsku?" spurði Torfi og vitnaði þar til þess að þjálfari Sviss er ítali og spænski dómarinn ræddi lengi við hann fyrir leikinn og virtust þeir miklir vinir, „Vörnin var trúlega ekki nægi- lega góð, alla vega voru dæmdar á okkur margar villur þannig að Svisslendingar fengu bónus snemma í leiknum. í sókninni gekk okkur erfíðlega að koma boltanum inn í teiginn og lékum allt of langt frá körfunni. Skytturnar komust aldrei vel í gang og gerðu ekki það sem þeim er ætlað að gera — að skora Fyrir keppnina sagði ég að þetta væri líklega leikurinn sem skipti öllu máli hvað varðar möguleika ökkar á að komast áfram í keppn- inni. Við ætlum samt ekki að gef- ast upp og við verðum að vinna annanðhvort Rúmena eða Portúg- ali, en það verður erfitt, eins og allir leikir hér," sagði Torfi. Morgunblaðið bað þjálfarana að segja álit sitt á dómurunum. Mario ÍO^ÍSs de Sisti, þjálfari Sviss varð fyrri til. „Ég er ekki vanur að tala um dómarana en þegar þeir dæma tíu sinnum skref á lið mitt þá held ég að það sé eitthvað að. Dómaramir virðast ekki fylgjst með þeim breyt- ingum sem gerðar hafa verið. Þeir hafa kanski lesið þær, en þeir dæma ekki eftir þeim. Þeir vita ekkert um FIBA reglur. Hvað viðkemur vill- unum sem þeir voru að dæma þá getur verið að þeir hafi haldið að- eins með okkur." Torfi vildi hinsvegar ekki tjá sig um dómarana: „Ég tala aldrei um dómarana opinberlega. Ég vona bara að þeir geri alltaf sitt besta." BliliK . : ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ Riley að hætta með New York ALLT bendir til þess að Pat Riley, þjálfari New York, hætti nú með liðið eftír fimm ára starf. Hann sagði að það væri komínn tími ábreytingar hjá félaginu. „Það er fjóst að það þarf að stokka spilin upp á nýtt. Það hefur sýnt sig að leikmenn liðsins em ekki nægilega góðir til að vinna NBA-titilínn," sagði Riley. Hann sagðist sjálfur vera að hugsa um að hætta, en ætlaði að taka sér nokkurra daga umhugsunarfrest. Jordan ætl- ar að halda áfram MICH AEL Jordan sagðist reikna með þvi að leika áf ram með Chicago Bulls næsta vet- ur. „Ég verði áfram ef Pippen og Kukoc verða hjá félaginu næsta vetur. Það var ótrúleg pressa á liðið eftír að ég kom tíl baka aftur og það var eins og ég væri einhver trúarleið- togi. Við vorum ekki að spila eins vel og fyrir 19 mánuðum en við reyndum okkar besta," sagði Jordan. Adelmann þjálfar Golden State RICK Adelman hefur verið ráðinn þjálfarí Golden State. Adelman var þjálfarí hjá Portland i nokkur ár, eðaþar tíl hann tók sér eins árs frí í * fyrra. Hann náði góðum ár- angri með Portland og þykir góður þjálfarí. Houston byrjaði vel heima ROBERT Horry skoraði þeg- ar 6,5 sekúndur voru tíl leiks- loka og tryggði Houston Roc- kets 94:98 sigur gegn San Antonio Spurs í fyrrinótt. Þetta var fyrstí leikur félag- anna í ú rsli tum Vesturdeildar NBA en liðin leika mest sj ö leiki. Sean Elliott hitti ekki ur tveimur vítaskotum fyrir gestina þegar 26,6 sekúndur voru eftir og í kjöifarið tók Houston leikhlé til að skipu- Ieggja lokasóknina. Hakeem Olajuwon gaf út á vinstri kantinn á Horry sem þóttist ætla að gefa á Sam Cassell. Avery Johnson f611 á bragð- inu, Horry fékk ráðrúm til að skjóta og skoraði. Olajuwon var með 27 stig, 12 fráköst og áttí sex stoð- sendingar fyrir Houston sem hefur sigrað í fjórum lcikjum í röð í úrslitakeppninni en þetta var annar sigur liðsins í sjö leikjum gegn San An- tonio á tímabilinu. Elliott var með 24 stíg fyrir gestína og David Robinson 21 stíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.