Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 1
BRAIMPARARll El ÞRAUTIRJ Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR24. MA11995 Snjalli hesturinn ' ÞAÐ var einu sinni hestur. Hann lifði í skógi og var í friði við mennina. En dag einn kom vísindamað- ur í fylgd með galdranorn og galdramanni. Vísindamaðurinn skaut svefnpílu í hestinn og hann sofnaði' um leið. Nú fór nornin og galdraði eitthvað. Seinna vaknaði hesturinn. Hin þrjú höfðu klifrað upp í tré til að horfa á. Hann ætlaði að segja eitthvað (á hestamáli) en nú talaði hann mannamál. Hann skyldi hvorki upp né niður í þessu. En ofan úr trénu datt vísinda- maðurinn af fögnuði, en þegar hann sá hestinn hljóp hann á brott. En hesturinn faldi sig og beið. Eftir stutta stund komu þau niður úr trénu og hesturinn elti þau í kofa sem þau áttu í skóginum. Þau fóru inn, en hesturinn var fyrir utan. Hann sparkaði í kofann og öll verkfæri nornarinnar hrundu ofan á hana og hún fuðraði upp. Allt í kringum kofann var ský. Þegar skýið var loks f arið var galdrakarlinn á bak og burt, en hesturinn talaði aftur sitt mál. Höfundur: Daníel Þröstur Sigurðsson, 9 ára, Skejjagranda 8, Reykjavík. Frábær saga, frábær! Þú átt sannarlega þakkir skildar, ungi rithöfundur. I bréfi sem mamma hans Daníels Þrastar lét fylgja með sögunni segir hún, að fyrir ekki löngu hafi birst í blaðinu okkar, Myndasögum Moggans, mynd og saga éftir systur hans og það orðið honum hvatning til dáða. Mamman, hún heitir Hrafn- hildur, segir að hann hafí samið hátt í tíu svona ævintýri, og að Daníel Þröstur ætli að verða rithöfundur þegar hann verður stór. Kæri ungi rithöfundur, hafðu þakkir fyrir og megi framlag þitt til sagnagerðar verða öðrum krökkum hvatning til dáða. Symmetría - samhverfa GÍSLI Rafn Guðmundsson, 8 ára, Markarflöt 57, 210 Garðabæ, lit- aði mynd sem er sérkennileg fyr- ir þær sakir, að hún er alveg eins beggja megin við miðju, það er að segja (þ.e.a.s.) annar helming- urinn er spegilmynd af hinum. Á útlensku heitir það að hún sé symmetrísk. Á íslensku er mynd- in samhverf eða tvíhverf. Þakkir fyrir góða mynd, ungi listamaður. . SSJÍ Tl 061 rsrr . mí Sjl ny Steipu engill FRIÐUR og ró geisla frá englin- um blíða og góða. Þetta hlýtur að vera verndarengillinn okkar allra. Engillinn er englastelpa. Hún er með spenntar greipar - von- andi biður hún fyrir okkur öllum á hverjum degi. Það er gott ef svo er. Já, við trúum að engillinn haldi verndarhendi yfir okkur öll- um daga og nætur. Steinunn Sigurðardóttir, 8 ára, Vaðbrekku, 701 Egilsstöðum, er höfundur þessarar fallegu mynd- ar. Við þökkum þér innilega fyr- ir, kæra Steinunn. I 18V Bfl ua E 6hf ¦ Skipti- markaðurinn HÆ, hæ, Skiptimarkaður! Mig langar til að skipta Lion King límmiðum í límm- iðabók. Ef einhverjir hafa áhuga á að skipta við mig, sendið þá til: Valdis Kristinsdóttir Hraunbergi 19 111 Reykjavík SÍMI: (91) 79886 Bæ, bæ. i i Pennavinir HALLÓ Myndasögur Mogg- ans. Við erum þrjár bekkjar- systur í 3. bekk í Selásskóla. Við heitum Tinna Daníels- dóttir, Tinna Björk Páls- dóttir, og Heiðdís Björk Jóns- dóttir. Við ósk- uni eftir penn- avin- um (stelpum og strák- um) á aldrinum 9-11 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. P.S. Reynum að svara öll- um bréfum. Tinna Daníelsdóttir Skógarási 1 110 Reykjavík Tinna Björk Pálsdóttir Vallarási 5 110 Reykjavík Heiðdís Björk Jónsdóttir Reykási 33 110 Reykjavík Hæ, hæ og halló, Moggi. Ég heiti Bryndís og vil óska eftir pennavinum sem eru á aldrinum 8-9 ára. Áhugamál eru frímerki, fótbolti og fleira. Bryndís Vigfúsdóttir Hlíðartúni 6 270 Mosfellsbær Ég óska eftir pennavinum á aldr- inum 10-12 ára, bæði strákum og stelpum. Ég er sjálf að verða 10 ára. Áhugamál: Sund, fótbolti, körfubolti og fleira. Svara öllum bréfum. Mynd fylgi helst með fyrsta bréfi. Guðlaug H. Vilhjálmsdóttir Sóleyjargötu 27 101 Reykjavík SÍMI: (91)627802

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.