Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 3
I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 B 3 VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Þorkell EMIL Etnilsson, framkvæmdastjóri Skóstofunnar Össurar hf. og Össurar stoðtækja hf., er hér í verslun Skóstofunnar Össurar að Hverfisgötu 105. Hægra megin við Emil er Örlygur Oddgeirsson, verslunarstjóri og einn af eigendum og vinstra megin er Vilhjálmur Guðjónsson verkstjóri. Skipulagsbreytingar gerðar hjá Ossuri hf. SKIPULAGSBREYTINGAR hafa orðið hjá stoðtækjafyrirtækinu Öss- uri hf. þar sem þijú dótturfélög eru nú starfandi innan móðurfélagsins. Auk Skóstofunnar Össurar hf. sem var stofnuð árið 1993 er þar um að ræða Össur USA sem var stofnað í ársbyijun 1995 og Össur stoðtæki hf. sem var stofnað í byijun maí sl. Össur hf. var stofnað árið 1971. Fyrirtækið framleiðir stoðtæki, sem er samheiti yfir geryifætur, gervi- hendur, spelkur o.fl. í framleiðslunni ber þrennt hæst. Þar er í fyrsta lagi um að ræða sílikon hulsur sem tengja stúfa við gervilimi, í öðru lagi sér- stakan gerviökklalið og í þriðja lagi gifsmótatæki til að taka gifsmót af stúfum fyrir neðan hné. Þessi fram- leiðsla hefur vakið mikla athygli um allan heim og útflutningur Össurar hefur margfaldast undanfarin ár. Árið 1993 var útflutningsverð- mæti fyrirtækisins um 214 milljónir króna og rúmlega 300 milljónir í fyrra. Á þessu ári gera áætlanir ráð fyrir að útflutningsverðmætið verði um 390 milljónir. Tryggvi Svein- björnsson, framkvæmdastjóri Össur- ar hf., segir að útflutningsverðmætið sé stór hluti heildarveltunnar, en ætlunin sé að leggja meiri áherslu á innanlandsmarkað. Sjálfstæðar rekstrareiningar Stofnun fyrsta dótturfélagsins, Skóstofunnar Össurar hf., árið 1993 var að sögn Tryggva fyrsti vísirinn að sjálfstæðum rekstrareiningum inn- an félagsins. Á þessu ári hafa síðan verið stofnuð tvö dótturfyrirtæki til viðbótar. Þá er verið að breyta sölu- kerfi fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Evrópu þannig að söluaðilum er fjölgað á hveiju svæði. Erla Rafns- dóttir, markaðsstjóri Össurar, segir að með þessum breytingum sé ætlun- in er að komast nær markaðnum til að fá betri svörun og hafa meiri áhrif á markaðssetninguna. í stórum dráttum má segja að skipt- ingin milli dótturfyrirtækjanna þriggja sé þannig að Skóstofan Össur sér um innflutning og sölu á skóm, innleggjum og fleiri tengdum vörum. Össur USA framleiðir sílikon hulsum- ar, Iceross, fyrir Banda- ríkja- og Asíumarkað og Össur stoðtæki sér um framleiðslu á allri sérsmíði fyrir innanlandsmarkað og innflutning á spelkum, beltum og hráefni í sérsmíðina. Möguleikar á heimamarkaði Emil Emilsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Skóstof- unnar Össuar hf. og Össurar stoð- tækja hf. Hann segir hina miklu aukningu í útflutningi síðustu ár hafa kallað á fleira starfsfólk til að sinna heimamarkaði. „Það hefur far- ið fram undirbúningsvinna og við sjáum ákveðna möguleika á íslenska markaðinum," segir hann. „Til dæm- is er markaðurinn að breytast að því leyti að ýmis konar útboð varðandi vörur sem tengjast sjúkravörugeir- anum eru að verða algengari." Emil segir líka ýmsa möguleika felast í samstarfi aðila í heilbrigðis- þjónustu. Þeir möguleikar tengdust ímynd íslands sem hreinu og ómeng- uðu landi. „Við höfum líka litið til þess að geta flutt út handverk auk hugvits," sagði hann. Það má í raun segja að í grófum dráttum felist möguleikamir í tvennu. Annars veg- ar að flytja handverksfólk okkar og tækni út, t.d. í gegnum hjálparstofn- anir og hins vegar að flytja fólk inn og veita því þjónustu okkar hér á landi. Þetta gæti jafnvel tengst al- mennri ferðaþjónustu," sagði Emil. Tryggvi bætti við að innan fyrirtæk- isins hefði hvom tveggja verið prófað og því ljóst að möguleikarnir væru fyrir hendi. Að sögn Emils er líka fyrirhugað að efla starf- semi skóstofunnar. Þar sagði hann að væri til stað- ar mikil og góð þekking sem ætlunin væri að nýta betur. „Það er mikill mis- skilningur að þessi verslun sé aðeins fyrir fatlað fólk. Hingað getur hver sem er komið og fengið sérfræðiþjón- ustu til þess að kaupa hágæðaskó við hæfí. Við höfum sérþekkingu sem aðrar verslanir hafa ekki og viljum nýta hana betur.“ Fyrirtæki í Asíu Össur USA hefur starfrækt verk- smiðju í Kalifomíu frá janúar sl. Þar eru nú starfandi fimm íslenskir starfsmenn sem hafa unnið við að koma starfseminni af stað og þjálfa upp þarient starfsfólk. Hjá Össuri USA eru sem fyrr segir framleiddar silikonhulsur og er framleiðslan við- bót við framleiðsluna hér á landi. í fyrstu verður áherslan lögð á fram- leiðslu fyrir Bandaríkjamarkað auk Asíu, en að sögn Tryggva er á áætl- un að setja á stofn fyrirtæki í Asíu, jafnvel innan tveggja ára, til að mæta aukinni eftirspum þar. Aukin áhersla lögð á heima- markað Þátttaka í alþjóðlegri sýningu í Astralíu í apríl síðastliðnum tók Össur hf. þátt í stórri alþjóðlegri stoðtækjasýningu í Ástralíu. Sýningin var haldin í tengsl- um við alþjóðlega ráðstefnu ISPO, alþjóðlegra samtaka stoðtækjafræðinga, en með- limir eru einnig aðilar úr öðr- um starfsstéttum, sem hafa afskipti af og tengjast vinnu við fatlaða einstaklinga. Þar má meðal annars nefna bækl- unarlækna, æðaskurðlækna, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfólk og verkfræðinga. Alþjóðleg viðurkenning Að sögn Erlu Rafnsdóttur, markaðsstjóra Össurar, hefur til þessa verið lögð mest áhersla á framleiðsluþáttinn innan fyrirtækisins og umboðs- menn erlendis að miklu leyti látnir sjá um markaðssetningu og kynningu. Þetta væri að hins vegar að breytast og þátt- taka Össurar í sýningunni í Ástralíu væri til marks um það. í tengslum við hina alþjóð- legu ráðstefnu stoðtækja- fræðinga (ISPO) voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur í hönnun og þróun á fram- leiðslu sem tengist gervilim- um. Að þessu sinni fóru verð- launin til Össurar Kristinsson- ar, stofnanda Össurar hf. „Það er breskt stórfyrir- tæki í framleiðslu heilsu- tæknivöru, Blatchford, sem veitir þessa viðurkenningu eftir ábendingu frá ISPO,“ sagði Erla. „Fyrirtækið legg- ur mikla áherslu á þróun og rannsóknir á vörum tengdum stoðtækjum framleiðslu og hefur sett á stofn sérstakan sjóð til þess að verðlauna ein- staklinga sem þykja skara framúr við þróun nýjunga á þessu sviði. Þessi verðlaun eru því mikil viðurkenning fyrir starf Össuar Kristins- sonar, ekki síst þar sem með- limir í ESPO eru ekki ein- göngu stoðtækjafræðingar. Þú nærð forskoti þegar tæknin vinnur með þér CS - PRO tæknin í Ijósritunarvéium er framtíðarlausn fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi. Umhverfísvæn Ijósritun ' Hljóðlát framleiðsla Endurnýtanleg prenthylki Orkusparnaðarrofi l Lífrænn myndvals MINOLTA CS-PRO Ijósritunarvélar Skreli á undan inn I Iramtiiina KJARAN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SÍÐUMÚU 14, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 5813022 * Þegar þú sendir EMS hraðsendingar annast Hraðflutningsdeild Pósts og síma allar sendingar, stórar sem smáar, böggla, skjalasendingar og frakt. Þú getur verið viss Oruggir um að sendingin kemst hratt og örugglega alla leið. Tenging Hraðflutningsdeildar Pósts og síma við dreifikerfi TNT í yfir 200 löndum eykur enn á öryggið og hraðann. hraðflutningar um allan heim 90 afgreiðslustaðir um land allt Móttökustaöir sendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík. Þar eru véittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300. Opið er frá kl. 8;30-18:00 alla virka daga og á laugardögum frá kl. 9:00-12:00 FORGANGSPÓSTUR T N T Express HRAÐFLUTNINGSDBILD Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík, sími 550 7300, fax 550 7309

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.