Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 B 5 Vextir á íslandi eru nú með því hæsta í viðskiptalöndunum Á markaði fyrir langtímaskulda- bréf (sjá ávöxtunarkröfu spariskír- teina og húsbréfa næstneðst til hægri) hefur einnig orðið nokkur hækkun í ávöxtun frá síðastliðnu hausti og er ávöxtunarkrafa hús- bréfa nú rétt um 6% en spariskír- teina um 5,7-5,8% umfram hækkun vísitölu neysluvöruverðs. Vaxta- hækkunina (bæði á langtíma- og skammtímamarkaði) er vafalaust að rekja í senn til aukinnar eftirspurn- ar innanlands eftir lánsfé og til síðbúinna áhrifa af vaxtahækkun- inni á árinu 1994 á alþjóðlegum markaði. Enginn vafi leikur á því að vaxta- lækkun á alþjóðlegum markaði síð- ustu mánuði svo og nokkur vaxta- hækkun á innlendum markaði hefur leitt til þess að vextir á íslandi eru nú töluvert hærri í samanburði við vexti í öðrum löndum heldur en þeir voru síðsumars í fyn'a. En það er erfitt að gera sér grein -------- fyrir því að hvaða marki einangrun landsins hefur verið rofin í þessum skiln- ingi og þar með að hvaða marki við gætum vænst vaxtalækkunar á íslandi vegna lækk- andi vaxta í viðskiptalöndunum. Tvennt er þó vitað. Þegar vextir hækkuðu á alþjóðamarkaði á árinu 1994 bárust áhrifin ekki til íslands fyrr en mörgum mánuðum eftir að þeirra tók að gæta. Ef ekki verður breyting á framvindunni í við- skiptalöndunum gætu því vextir á Islandi lækkað eitthvað á síðari hluta ársins 1995 af þessum ástæð- um. Hitt er lakara, en ein af for- sendum þess að vextir jafnist á milli landa á alþjóðlegum markaði í fijálsum viðskiptum er að aðgang- ur að markaði sé greiður og við- skipti auðveld. Torvelt reynist að laða útlenda fjárfesta til kaupa á íslenskum skuldabréfum Með frelsinu frá ársbyijun 1994 hafa Íslendingar reynt lítillega fyrir sér á erlendum markaði eins og eðli- legt er. Nánast ógerningur hefur þó verið að laða útlenda fjárfesta til þess að ávaxta fjármuni sína á ís- landi í íslenskum verðbréfum og það heyrir til hreinna undantekninga ef erlendur fjárfestir kaupir íslensk spariskírteini, ríkisvíxla eða önnur verðbréf. Ein af helstu forsendum þess að vaxtalækkun í útlöndum leiði til lægri vaxta á íslandi er einmitt Líkur á hækk- andi verði hlutabréfa að útlendingar sjái vaxtamuninn, grípi tækifærið og kaupi íslensk fast- vaxtabréf til að njóta gengishagnað- arins þegar vextir lækka hér til sam- ræmis við framvindu á alþjóðlegum markaði. íslenskum útgefendum skulda- bréfa á alþjóðlegum markaði gengur ágætlega að selja skuldabréf sín þar, t.d. ríkissjóði og öðrum opinber- um aðilum sem það hafa reynt, en þá jafnan í erlendri mynt. Ástæður þess að illa gengur að selja erlendum fjárfestum skuldabréf á innlendum markaði eru vafalaust þær að þeim líst ekki sem skyldi á íslénsku krón- una sem gjaldmiðil og auk þess eru öll langtímaskuldabréf verðtryggð. Afar torvelt hefur reynst að sann- færa útlendinga um ágæti lánskjara- vísitölu til verðtryggingar. Löng saga gengisfellingar krónunnar bætir ekki úr skák Neðsta myndin til hægri sýnir raungengi krónunnar síðan 1992. Minni verðbólga síðustu árin hefur leitt til þess að raungengi krónunnar sveiflast nú mun minna en á árum áður. Raungengið hefur auk þess lækkað, bæði við —— tvær gengisfellingarnar árin 1992 og 1993 og vegna minni verðbólgu síðustu misserin en í við- skiptalöndunum. Engu að síður verð- ur að horfast í augu við að íslenska krónan á að baki sér langa sögu gengislækkana og það eru raunar enn ekki liðin tvö ár frá þeirri síð- ustu, þ.e. í júnílok 1993. Sagan seg- ir að íslensk stjórnvöld muni grípa til gengislækkunar þegar á bjátar en þannig tapa útlendingar pening- um sem þeir hafa ráðstafað til ávöxt- unar í íslenskum krónum. Útlending- ar sem fjárfesta hér nú gætu aftur á móti hagnast af því að raungengi krónunnar hækki nokkuð á næstu árum. En þar er óvissa þó nokkur. Ovíst verður því að telja að lækk- un vaxta á alþjóðlegum markaði á síðustu mánuðum hafi bein áhrif til lækkunar vaxta á íslandi nú, til þess eru viðskipti útlendinga á innlendum verðbréfamarkaði ekki nægileg enn- þá. Samanburður á upplýsingum um vexti í útlöndum mun þó draga úr ástæðum til frekari hækkunar vaxta á íslandi á síðari helmingi ársinsjafn- vel þótt eftirspurn eftir lánsfé hér haldi áfram að aukast með vaxandi umsvifum á næstu stigum hagsveifl- unnar. Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB - Verðbréfamarkaðs íslandsbanka hf. Öryggisskáparnirfrá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 VIÐSKIPTI ÞEGAR lögfræðingurinn fimm- tugi gekk inn á skrifstofu Timot- hys Straumans, sálfræðings við Wisconsin-háskóla í Bandaríkj- unum, voru vinnufélagar hans um það bil að gefast upp á hon- um, hann var hættur að koma nokkru í verk og ergelsi og leið- indi einkenndu fjölskyldulífið. Dr. Strauman sá fyótlega hvað um var að vera: Lögfræðingur- inn var einn af þeim, sem reyna að gera allt í einu, og hafði lát- ið fallerast fyrir tækjagnótt nú- tímans. Heima hjá sér var hann með faxvél, þrjá síma ogtölvu, sem pípti í hvert sinn sem hún tók á móti tölvupósti, og á skrif- stofunni var ástandið verra. „Þegar hann kom til mín vissi hann, að eitthvað var að en hafði ekki hugmynd um, að það væru öll tækin, sem hann hafði sankað að sér,“ segir dr. Strauman. 011 tækin, sem nú er boðið upp á, valda því, að æ fleiri láta freistast til að atast í þeim öllum í þeirri trú, að þá séu þeir hvað afkastamestir. Sálfræðingar segja, að vissulega geti menn sinnt tveimur eða fleiri verkum samtímis en athyglin sé þó að- eins vakandi á einu þeirra. Svona vinnulag eykur streitu og veldur því, að menn geta ekki Þegar tækin taka völdin slappað af í frítíma sínum, og þvert ofan í það, sem margir telja, þá eykur það ekki afköst- in. Tæknin veldur því, að nú geta menn stundað þessa grautar- gerð næstum hvar sem er og þá er hún beinlínis orðin hættu- leg. Hér áður var ferðin í bílnum til og frá vinnu oft eina stundin, sem menn áttu með sjálfum sér, og hún gat verið afslappandi og jafnvel uppspretta ágætra hug- mynda. Það er liðin tíð. Farsím- inn og fartölvan gefa mönnum engin grið og bandaríska um- ferðarráðið er farið að skrá sér- staklega slys, sem rekja má til farsímanotkunar. Óskemmtilegt viðmót Tækjafíklamir haga sér eins hvort sem þeir eru í vinnunni eða heima hjá sér og margir geta til dæmis ekki horft á sjónvarp nema hafa bók eða blað til að glugga í um leið. Best þykir þeim að vera með sjónvarp þar sem unnt er að skipta skjánum og horfa á tvær stöðvar samtímis. Að síðustu má svo nefna, að þessir tækjaglöðu menn koma sér gjarna upp viðmóti, sem öðru fólki líkar ekki. Þegar hringt er í þá leynir það sér ekki, að þeir eru afar upptekn- ir. Þeir halda áfram að hamra á tölvuna og svörin eru stuttara- leg og ópersónuleg. Þeir eru með hugann við eitthvað allt annað en samtalið, við öll hin tækin, sem eru farin að stjórna lífi þeirra. FRABÆRT VERÐ 1.162.230... Hyundai Grace er mjög rúmgóður og aflmikill sendibíll sem hefur vakið athygli um allan heim og er vinsælasti sendibfllinn á íslandi. Enda ekki furða því verðið skapar honum algjöra sérstöðu á markaðinum. Vél..................2,4 Iítra - á götuna Hestöfl.............122 Lengd............4,74 m Hæð............. 1,97 m Breidd.......... 1,69 m Flutningsrými... 5,8 m3 Burðargeta .... 1,275 kg Ath! í boði er 3 sæta bekkur og vsk. grind á 70.000,-kr. Fáanlegur með benstn- eða díselvél. HYUrtDHl ...til framtíðar ÁRMÚLA 13. SÍMl: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 ARGUS & ÖRKIN /SÍA BL020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.