Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 B 7 VIÐSKIPTI VlÐSKIPTI/flTVlNWULÍF DAGBÓK Aðalfundur Advoc ALÞJÓÐLEG samtök sjálfstætt starfandi lögfræðistofa í Evr- ópu, Advoc, halda ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík dagana 25.-28. maí næstkomandi. í tengslum við ráðstefnuna halda samtökin aðalfund sinn hér á landi. Almenna málflutnings- stofan hf. er aðili að Advoc, en samtökin ná til allra helstu borga Evrópu. Utan álfunnar starfa systursamtök Advoc. Markmiðið er að tryggja skjólstæðingum Advoc lögfræðiþjónustu á hvaða sviði lögfræðinnar sem er með skjótum og öruggum hætti. Efni ráðstefnunnar er gæðastjórnun á lögmannsstofum. Richard van Oppen, formaður samtakanna, sem starfar á vegum bresku lög- mannastofunnar Bevan Ashford, setur ráðstefnuna kl. 9 á fimmtu- dagsmorgun. Van Oppen er virtur lögmaður á Bretlandi og fyrrver- andi borgarstjóri í Exeter á suður- strönd Englands. Þá ávarpar Jón- atan Sveinsson, hrl., ráðstefnuna og Garðar Gíslason, hæstaréttar- dómari, flytur fyrirlestur um ís- lenskt réttarfar. Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur, verður með fyrirlestur um „gæði í skrifstof- unni“ og „umbætur í þjónustu". Þá flytur Sigurjón Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sjóvá- Almennra, fyrirlestur um „gæði á lögmannsstofum - sjónarmið neytenda“. Frá Bandaríkjunum kemur Leslie W. Jacobs frá bandaríska lögfræðifirmanu Thompson, Hine - Flory, sem hefur um 380 lögfræðinga á sínum snærum. Hann mun halda fyrir- lestur um „gæðastjómun innan bandarískra lögfræðistofa“. Vörusýning Viðskipta- netsins ÁRLEG vörusýning aðildarfyr- irtækja Viðskiptanetsins fer fram á Grand Hotel Reykjavík laugardaginn 27. maí nk. frá kl. 13.-18. Yfir 40 fyrirtæki munu sýna þar og kynna vöru sína og þjónustu, en sýningin er opin öllum sem hafa áhuga á viðskiptum. Aðalfundur EAN Inter- national ALHEIMSSAMTÖKIN EAN International halda aðalfund sinn hér á landi 25.-27. maí nk. Tíu ár eru nú liðin frá stofnun EAN nefndar hér á landi, en megin hlut- verk hennar er að breiða út notkun EAN vörunúmerakerfisins sem þekktast er í formi strikamerkinga á ýmsum varningi. EAN Intern- ational samtökin voru stofnuð árið 1974 af 12 Evrópuþjóðum í því skyni að koma á samræmdu vörunúmerakerfi í formi strika- merkinga. Aðildarlöndin eru nú um 60 talsins úr öllum heimsálfum og er meginhlutverk samtakanna rekstur númerakerfisins og út- breiðsla á pappírslausum viðskipt- um. EAN International halda árlega aðalfundi í einhveiju aðild- arlandi og í ár kemur það í hlut (I) Ráðstefnuskrifstofa ""ÍSLANDS SÍMI 626070 - FAX 626073 íslendinga að vera gestgjafar. Á aðalfundinum eigi sæti tveir full- trúar frá hveiju landi, annar frá iðnaði og hinn úr verslun. Auk þessara aðila eru á fundinum starfsmenn EAN International og einstakra aðildarríkja. Um 130 manns koma til íslands vegna að_alfundarins. Að EAN nefndinni á íslandi standa Félag íslenskra stórkaupmanna, Kaupmanna- samtökin, Samtök iðnaðarins, Samvinnuverslunin og Verslun- arráð íslands. Formaður nefndar- innar er Vilhjálmur Egilsson. Iðntæknistofnun hefur frá upp- hafi séð um framkvæmdastjóm- ina, en Verslunarráð annast fjár- mál nefndarinnar. Núverandi framkvæmdastjóri er Óskar B. Hauksson, verkfræðingur hjá Iðntæknistofnun. ÞARFAÞING FRÁ MÚLALUNDI FYRIR RÁÐSTEFNUR, NAMSKEIÐ OG FUNDI. Stendur fyrir dyrum ráSstefna,nómskeið eða fundur? Fundarmöppurnar og barmmerkin (nafnmerkin) frá Múlalundi eru einstakt þarfaþing sem auðvelda skipulag og auka þægindi og árangur þátttakenda. Allar gerSir, margar stærðir, úrval lita og áletranir aÖ þinni ósk! Hafóu samband við sölumenn okkar í síma 562 8501 e&a 562 8502. Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c • Símar: 562 8501 og 562 8502 Iðnþróunarsjóður VÖRUÞRÓUN OG NÝSKÖPUN HI utverk Iðnþróunarsjóðs er að stuðla að uppbyggingu alhliða og samkeppnishæfs atvinnulífs á íslandi, einkum með því að taka þátt í fjármögnun verkefna sem fela í sér nýmæli í íslensku atvinnulífi. Með lögum, sem samþykkt voru á Alþingi í febrúar s.l. var Iðnþróunarsjóði falið að leggja sérstaka áherslu á vöruþróun og nýsköpun.Sjóðurinn tekur þátt í verkefnum í öllum atvinnugreinum. JÞátttaka Iðnþróunarsjóðs er í formi lána, en hlutafjárþátttaka kemur einnig til greina. Lánin geta að jafnaði ekki numið hærri upphæð en 50% af heildarkostnaði. Jðnþ róunarsjóður veitir ekki beina styrki til einstakra fyrirtækja eða einstaklinga en til greina kemur að hann taki þátt í vel skilgreindum samstarfsverkefnum í samræmi við hlutverk sjóðsins. Almenn skilyrði fyrir fjárstuðningi Iðnþróunarsjóðs er að verkefni uppfylli eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: * • Verkefnið feli í sér nýmæli í íslensku atvinnulífi, s.s. nýja vöru, framleiðslu- aðferð eða þjónustu, endurbætur á vöru eða þjónustu eða yfirfærslu á tækni milli landa eða atvinnugreina. • Verkefnið stuðli að nýmæli í útflutningi vöru eða þjónustu, minni innflutningi eða auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja í alþjóðaviðskiptum. • Verkefnið stuðli að aukinni hagræðingu í atvinnulífinu, t.d. með markvissu samstarfi eða samruna fyrirtækja. Jafnframt: • Verkefnið verður að fela í sér möguleika á ásættanlegri arðsemi, þegar til lengri tíma er litið. • Þátttaka Iðnþróunarsjóðs má ekki valda óeðlilegri röskun á sam- keppnisstöðu starfandi fyrirtækja. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum, semfást á skrifstofu sjóðsins. Einnig skal umsókninni fylgja greinargerð og aðrar upplýsingar, eftirþví sem við á. Iðnþróunarsjóður Kalkofnsvegi 1 • 150 Reykjavík • Sími 569 9990 • Fax 562 9992 VERNDUM VINNU - VELJUM ISLENSKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.