Morgunblaðið - 25.05.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.05.1995, Qupperneq 2
2 C FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR SJÓNVARPIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ VI QQ nn ►Makleg málagjöld l»l* fct.UU (Requiem Apache) Bresk sjónvarpsmynd um fyrrverandi bankaræningja sem neyðist til að taka upp fyrri iðju. LAUGARDAGUR 27. MAÍ |l| QiJ J C ►Kotkarlar (Sodbust- lll. 4 I. IU ers) Kanadískur vestri í léttum dúr frá 1994 um smá- bændur í Kólóradó og baráttu þeirra við illmenni sem ætlar að sölsa undir sig land þeirra. |#| QQ CC ► Lili Marleen Þýsk l»l. LL.UU bíómynd frá 1981. Myndin gerist í Þýskalandi í upphafi seinni heimsstyijaldar og segir frá revíusöngkonu sem slær í gegn með laginu Lili Marleen. Framinn hefur mikil áhrif á líf hennar og þau ekki öll góð. Áður á dagskrá 26. nóvember 1988. SUNNUDAGUR 28. MAI |f| QQ on ►Óðal móður minnar lll. LL.LU (Le cháteau de ma mére) Frönsk bíómynd byggð á endur- minningum Marcels Pagnols og er þetta beint framhald af myndinni Veg- • semd föður míns sem Sjónvarpið hefur áður sýnt. FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ |f| 41 ItC ►Barnið mitt (Bamb- lll. L I.Uu ino Mio) Bresk sjón- varpsmynd sem segir frá breskri ekkju sem ætlar sér að ættleiða barn frá E1 Salvador. Stöð tvö FÖSTUDAGUR 26. MAÍ VI Q<| IC ►Morgunverður á 1*1* L 1.43 Tiffany’s (Breakfast at Tiffany’s) Þessi mynd er gerð eftir sögu Trumans Capote um smábæjar- stúlkuna sem sleppir fram af sér beisl- inu í stórborginni New York. Kallar hún sig Holly Golightly og nýtur hins ljúfa lífs út í ystu æsar. Hún vekur áhuga nágranna síns sem fer að gefa henni gætur og verður smám saman heillaður af þeirri dulúð sem umlykur hana. Stöð tvö VI QQ IC ►Hundalíf í London 1*1* fcu.43 (London Kills Me) Clint er tvítugur strákur sem lifír og hrærist á heldur napurlegum strætum stórborgarinnar. Hann hefur fengið nóg af útigangslífmu og dópinu og langar að fá sér vinnu til að geta lifað mannsæmandi lífi. Félagar hans gefa lítið fyrir slíkt tal og sjá ekkert fram- undan nema meiri dópsölu og meira vændi. VI 1 Qll ►Ofríki (Deadly Rel- lll. I.3U ations) Hér er á ferð- inni sönn saga um ofbeldishneigðan föður sem sýnir ijölskyldu sinni óhugnanlegt ofríki og leggur allt í sölurnar fyrir peninga. Stranglega bönnuð börnum. UQ nil ►Hasar í Harlem (A . U.UU Rage in Harlem) Has- armynd á léttu nótunum um hina íðil- fögru Imabelle sem kemur til Harlem og ætlar að láta lítið fyrir sér fara um tíma endá hefur hún í fórum sínum gullfarm sem hún rændi af Slim og félögum hans í Mississippi. En í Harl- em ægir saman alls konar lýð og þar er enginn óhultur sem hefur fullar hendur fy'ár. Stranglega bönnuð börnum. LAUGARDAGUR 27. MAÍ VI QJ QC ►Benny & Joon III. 41.43 Benny Pearl er mynd- arlegur og vel gefinn ungur maður sem hefur helgað yngri systur sinni líf sitt. Hún heitir Joon og býr yfir mikilli sköpunargáfu en er kleyfhugi og á það því til að vera býsna baldin og erfið viðureignar. Líf systkinanna breytist þegar þau kynnast utangarðs- manninum Sam sem er hinn mesti furðufugl. Sam og Joon semur prýðis- vel og það gefur Benny tækifæri til að komast aðeins í burtu og njóta lífs- ins utan heimilisins. En Benny bregst hins vegar hinn versti við þegar honum verður ljóst að systir hans og furðu- fuglinn eru orðin ástfangin. VI QQ nc ►Bopha! Micah Rl. 43.U3 Mangena er stoltur af starfí sínu sem aðstoðarvarðstjóri í lögregluliði friðsæls bæjarfélags í Suður-Afríku. Hann er þeldökkur og honum semur ágætlega við hvíta yfir- menn sína. Micah býr ásamt eiginkonu sinni og syni við góð kjör og vill að sonurinn feti í fótspor sín og gerist lögreglumaður. Hins vegar dregur bliku fyrir sólu þegar námsmenn mót- mæla því að þurfa að læra afríkans, tungumál Búanna, í stað enskunnar sem þeir líta á sem tungumál frelsis- ins. SUNNUDAGUR 28. MAÍ VI Qll CC ►Móðurást (Labor of lll. 4U.33 Love) Hugljúf mynd um íjölskyldukærleika og undur læknavísindanna. Rakin er saga Ar- lette Schweitzer sem fæddi barnabörn sín inn í þennan heim. Fjölskyldan býr í íhaldssömu samfélagi í Suður-Dakota þar sem álit annarra skiptir miklu máli og flestir eru með nefið niðri í hvers manns koppi. MQQ Q|| ►Straumar vorsins ■ 4Ú.4U (Torrents of Spring) Rómantísk kvikmynd um Dimitri San- in, rússneskan óðalseiganda sem fellur flatur fyrir eiginkonu vinar síns. MÁNUDAGUR 29. MAI VI QQ Qn ►Klappstýrumam- III. 43.3U man (The Positively True Adventures of The Alleged Tex- as Cheerleader-Murdering Mom) Sannsöguleg mynd um húsmóðurina Wöndu Holloway sem dreymir um að dóttir sín verði klappstýra og verður miður sín þegar önnur stúlka hreppir hnossið. ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ VI QQ Qfl ►Frjáls eins og fugl- III. 43.3U inn (Butterflies Are Free) Skemmtileg mynd um Don Ba- ker, ungan strák sem flýr ofríki móð- ur sinnar og sest að í hippahverfi ónefndrar stórborgar. MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ VI QQ On ►Hvað með Bob? Hl. 43.4U (What About Bob?) Gamanmynd um Bob Wiley, fælni- sjúkling af verstu gerð, og geðlæknir- inn Leo Marvin sem reynir að rétta honum hjálparhönd. FIMMTUDAGUR 1. JUNI VI QQ 1C ►Linda Spennumynd Rl* 44.13 um hjónin Paul og Lindu Cowley og Jeff og Stellu Jeffri- es sem fara 'saman í sumarleyfi á af- skekkta strönd í Flórída. Þegar þang- að kemur verður Paul var við ýmislegt undarlegt í fari Lindu og honum verð- ur órótt þegar hann uppgötvar að Jeff hefur tekið riffil með í ferðina og segist ætla að æfa sig í að skjóta í mark. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIIM Tvöfalt líf k Mislukkaður sálfræðitryllir í c-flokki með vita vonlausan mannskap framan og aftan við tökuvélarnar. Þyrnirós (sjá Bíóhöllina) Strákar til vara k k Þijár vinkonur hafa hver sinn djöful að draga en Hollywood fer offari enn eina ferðina í tilfínningamálunum. Leikkonurnar bjarga nokkru í mis- jafnri mynd. í bráðri hættu kk* Flaustursleg en hröð og fagmannlega gerð spennumynd um bráðdrepandi vítisveiru og baráttuna við að stöðva útbreiðslu hennar. BÍÓHÖLUN Þyrnirós kk'A Falleg Disney-teiknimynd frá 1959 sen byggir á ævintýrinu um Þymirós. Fyrri hlutinn hægur en lokaátökin hin skemmtilegustu. Fjör í Flórída k k Nokkrar framhjáhaldssögur eru aðal- inntakið í þessari rómantísku gaman- mynd sem minnir svolítið á Woody Allen. Hressileg samtöl en frekar óspennandi efni. Algjör bömmer k Grín og spenna blandast saman í svert- ingjaspennumynd eins og þær voru fyrir 20 árum. Banvænn leikur k-kk Lögfræðiprófessor kemur dauða- dæmdum fanga til hjálpar í ágætlega gerðum trylli þar sem Sean Connery er traustur sem fyrr í hlutverki hins réttláta manns. Litlu grallararnir k k Ágæt bamamynd sem fer rólega í gang en vinnur á eftir því sem á líð- ur. Litllu krakkamir standa sig vel, þó ekki með sömu ágætum og hinir sögufrægu forverar þeirra í Our Gang stuttmyndunum. Táldreginn kkk Linda Fiorentino fer á kostum sem voðakvendi í frábærri spennumynd um konu sem gerir allt fyrir peninga. „Ný-noir“ tryllir eins og þeir gerast bestir. HÁSKÓLABÍÓ Star Trek: Kynslóðir k k'A Sjöunda myndin í Trekkabálknum markar kaflaskil því nú tekur nýr kapteinn við stjóm. Sami gamli góði hasarinn í útgeimi. Dauðataflið 'h Dæmalaust óspennandi og illa leikin sálfræðileg spennumynd. Höfuð uppúr vatni k k Norsk spennumynd og svört kómedía um konu á sumarleyfiseyju og menn- ina í kringum hana. Frambærileg en varla neitt stórvirki. Orðlaus kk Rómantísk gamanmynd sem á marga ágæta spretti enda Michael Keaton og Geena Davis skemmtileg í aðalhlut- verkunum en endirinn er væmið Holly- woodnúmer sem skemmir mikið fyrir. Ein stór fjölskylda k 'A Kúgaður kærasti barnar fimm á einu bretti. Þokkaleg hugmynd fær slæma úrvinnslu í flesta staði. Stökksvæðið k'A Góð háloftaatriði er nánast það eina sem gleður augað í íburðarmikilli en mislukkaðri spennumynd sem reynist ekki annað en B-mynd í jólafötunum. Nell kk'A Forvitnileg mynd frá Jodie Foster sem framleiðir og fer með titilhlutverk ungrar konu sem hefur ekki komist í kynni við samtíðina. Skógardýrið Húgó kk Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. Forrest Gump kkk'A Tom Hanks fer á kostum í frábærri mynd um einfelding sem ferðast um sögu Bandaríkjanna síðustu þijá árat- ugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum ber fyrir sönnum kvikmyndalegum töfrum. LAUGARÁSBÍÓ Snillingurinn k Það fer ekkert fyrir snillingáfunni í vandræðalegri gamanmynd þar sem ágætur leikhópur er úti á þekju í hlut- verkum sögufrægra persóna. Heimskur heimskari kkk Vellukkuð aulafyndni um tvo glópa á langferð. Sniðin fyrir Jim Carrey og Jeff Daniels. Hláturinn lengir lífið. Háskaleg ráðagerð k k Forvitnileg smámynd um saklausa sveitastráka sem lenda í hremmingum lífs síns. Leikstjórinn Wamer er eng- inn Tarantino en auðséð er hvert hann sækir fyrirmyndina. Kemur á óvart. REGNBOGINN Kúlnahríð á Broadway k k k'A Frábærlega gamansamur farsi frá Woody Allen sem kominn er aftur í sitt gamla form. Fyndið handrit, skop- leg persónusköpun og unaðslegur leik- hópur gera Kúlnahríðina að bestu gamanmynd í bænum. Ekki missa af þessari. Norður 0 Það stefnir allt norður og niður í hrika- legum mistökum Rob Reiners. Austurleið 'A Gamanvestri sem reyndist síðasta mynd John Candys. Ekki sérlega frumleg, flestir brandaramir virðast endurunnir úr öðmm svipuðum mynd- um. Rita Hayworth og Shawshank- fangeisið kkk í alla staði sérlega vel gerð mynd um vináttu innan fangelsisveggjanna og meinfyndna hefnd. Robbins og Free- man frábærir saman. SAGABÍÓ Rikki ríki k k Dálagleg barnaskemmtun um h'kasta drenghnokka í heimi sem á allt nema vini. Macaulay Culkin fer hnignandi sem stjama. / bráðri hættu (sjá Bíóborgina) STJÖRNUBÍÓ Litlar konur kkk'A Einstaklega vel gerð, falslaus og falleg mynd um fjölskyldulíf á Nýja-Eng- landi á öldinni sem leið. Winona Ryder fer fremst í flokki afburðaleikara. Ódauðleg ást kkk Svipmikil mynd um snillinginn Beet- hoven fer hægt í gang en sækir í sig veðrið. Tónlistin stórkostleg og útlitið óaðfinnanlegt. Vindar fortíðar kkk Skemmtilegt og glæsilega kvikmynd- að fjölskyldudrama. Verður ekki sú sögulega stórmynd sem að er stefnt en virkar frábærlega sem Bonanza fyrir þá sem eru lengra komnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.