Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 C 5 LAUG ARDAGUR 27/5 MYIMDBÖND Sæbjöm Valdimarsson HEIMSREISAÁ BRIMBRETTUM HEIMILDARMYND Sumar án enda II. (EndJess Summerll.) ■k'kVi Leikstjóri og handritshöfundur Bruce Brown. Tóniist Gary Hoey og Phil Marshall. Aðalleikendur Robert „Wingnut" Weaver, Pat O’Connell. Bandarísk. New Line Cinema .1994. Myndform 1995. 90 mín. Öllum leyfð. BRUN á brim- brettum er lítt þekkt íþrótt hér- lendis, enda ekki heiglum hent að stunda slíkt sport norður við heimskauts- baug. Sem ég sæi olíusmurða og sólbakaða, Kaliforníska strandstráka í fangbrögðum við brimölduna stríðu austur á söndum eða norður í Axarfirði. Og þó. Brim- brettakapparnir Robert „Wingnut" Weaver og Pat O’Connell, félagi hans í makalausri hnattreisu á milli kjörstaða þessara ölduljóna, sýna að þeir kalla ekki allt ömmu sína. Ein af „cult“-myndunum frá sjö- unda áratugnum er Endless Summ- er, heimildarmynd Bruce Brown um brimbrettabrun, þessa æsilegu íþrótt (sem hljómsveitin Beach Boys var að gera gera.heimsfræga um þær mundir) og íslendingar setja gjarnan í samband við ónytjunga og slæpingshátt. Sígild staða henn- ar varð Brown hvatning til að gera framhaldsmynd, nú tæpum þrem áratugum síðar. Uppbyggingin er svipuð. Kappamir tveir hefja brim- reisu sína á heimaslóðum, Malibu- ströndinni. Síðan er ferðinni heitið í ævintýraveröld Kosta Ríka, til hinnar frægu Norðurstrandar á Hawaii-eyjum, sem verið hefur bak- grunnur nokkurra mynda þar sem íþróttin hefur komið við sögu. Síðan heldur ferðin áfram til Biarritz í Frakklandi, Suður-Afríku, Ástralíu, Fiji-eyja og víðar. Myndin er tvímælalaust prýðileg heimildarmynd um þessa næsta ókunnu íþróttagrein, sem er óneit- anlega glæsileg og erfið. „Sörfara" dreymir um hina „fullkomnu öldu“, að fylgja þeirri sömu mínútum sam- an, helst inní brotinu - „pípunni“ - einsog það er kallað á þeirra máli. Líkt og fyrri myndin er Sum- ar án enda II á léttu nótunum, strákarnir hressir og grínagtugir og tónlistin af sama sauðahúsi. Hún fer vel af stað, íþróttin sjálf sann- kallað augnayndi, tökustaðirnir augnakonfekt, að maður tali ekki um Kosta Ríka, en verður í leik- mannsaugum nokkuð lýjandi og endurtekningarsöm eftir því sem á líður. ENGUM VAR LONG LÍKUR DRAMA Sagan af Huey P. Long (King- fish: A Story of Huey P. Long) k k Vi Leikstjóri Thomas Schlamme. Handrit Paul Monash. Aðalleik- endur John Goodman, Matt Crav- en, Anne Heche, Ann Dowd, Jeff Perry, Bob Gunton. Bandarísk. Turner Pictures 1994. Sam myndbönd 1995.93 mín. Aldurs- takmark 16 ára. SANNSÖGU- LEG mynd sem fjallar um litrík- an feril eins um- deildasta stjóm- málamanns í Bandaríkjunum fyrr og síðar. Huey P. Long hóf afskipti sín af þjóðmálum árið 1918 sem einn af æðstu mönnum járnbrauta- nefndar Louisiana og náði skömmu síðar kosningu sem fylkisstjóri. Þá hófst einstakur línudans manns sem hafði gott lag á að vinna ærlega fýrir borgarana þó spilltur væri. Leiðin lá á þingið og Hvíta húsið var markmiðið þegar vafasöm frumvörp, félagsskapur og svika- mál stöðvuðu endanlega þennan dæmalausa mann. Hlutverk hins útsmogna Longs hæfir John Goodman fjarska vel enda heldur hann athygli manns vakandi út í gegn. Sagan er líka öll hin líflegasta og með ólíkindum að hún er dagsönn í aðalatriðum. Vel gerð í flesta staði, í gæðaflokki af kapalmynd að vera , enda gerð af Turner Pictures, sem oftar send- ir frá sér vandað efni en hitt, og leikstjóra sem hefur látið margar, forvitnilegar smámyndir frá sér fara. FJÖLSKYLDU- BÖNDIN TREYST DRAMA Iskjóli vonar (Safe Passage) k k Leikstjóri og handritshöfundur Robert Allan Ackerman. Aðal- leikendur Susan Sarandon, Sam Shepard, Robert Sean Leonard, Nick Stahl, Jason London, Sean Astin. Bandarísk. Fine Line Cin- ema 1994. Myndform 1995.90 mín. Öllum leyfð. MEG (Susan Sarandon), sjö bama móðir, sér fram á straum- hvörf í lífinu eft- ir 25 ára hjóna- band sem er að fara í vaskinn. Hyggst fara út á vinnumarkað- inn þegar það fréttist að her- mannsins, elsta sonarins (Robert Sean Leonard) er saknað, hann jafnvel talinn af. Hún þjappar saman fjölskyldunni á nýjan leik. Hugljúf mynd, borin uppi af ágætisleik Sarandon í hlutverki kjarnorkukonu sem lætur ekki svo glatt bugast en þarf engu að síður að slaka á kröfunum. / skjóli vonar er á hinn bóginn yfirborðskennd mynd og færist í löðurkenndan Hollywoodstíl að dramatískum endalokum. Leikur annarra er upp og ofan, Shepard einlitur að venju, leikstjórn og handrit tilþrifalaust, þrátt fyrir allt. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Sérfræðingurinn (The Special- ist) k k __Sprengjusérfræðingurinn og fyrrum leyniþjónustumaðurinn Stallone tekur að sér að hjálpa ungri konu (Sharon Stone) við að ná sér niður á mafí- ósum á Miami. Virkar betur á myndbandi en í kvikmyndahúsi. Heimskuleg en hröð, ástarsenur stjarnanna gjör- samlega náttúrulausar, leikurinn vondur, meira að segja hjá Woods í illa skrifuðu og klisjukenndu hlut- verki illyrmisins. Rod Steiger þó sýnu verstur í hrikalegum ofleik mafíósans. Með Eric Roberts. 100 mín. Aldurstakmark 16 ár. Klæðalausar FJÖLDI leikkvenna í draumaborginni stígur fyrstu skrefin á frægðarbraut- inni klæðalaus og heldur síðan uppteknum hætti þegar takmarkinu er náð. Ein þeirra er Sharon nokkur Stone, sem vakti gífurlega athygli á síðum karlatímaritsins Playboy fyrir einum fimm árum. Myndir af Stone á Evuklæðum hafa birst einu sinni í blað- inu en aðrar leikkonur með viðlíka áfanga að baki eru Drew Barrymore, Shelley Duvall, Glenda Jackson, Linda Blair, Jayne Mansfield, Mel- anie Griffith, Angie Dickinson og Margot Kidder. Myndir af Marilyn Monroe prýddu fyrsta hefti Playboy af blaðaukanum um Monroe birtust á einu sinni á síðum tímaritsins meðan hún var og hér og sex sinnum eftir andlát hennar. Kim Basinger hefur setið einu sinni fyrir hjá ljósmyndurum Playboy en sem kunnugt er neitaði leikkonan hlutverki í kvikmyndinni Boxing Helena á þeirri forsendu að of mörg nektaratriði væru í myndinni. Við hlutverkinu tók Sheri- lyn Fenn sem aldrei hefur setið fyrir hjá Playboy og kom aldrei nakin fyrir augu áhorfenda í myndinni. Leiksigur Charltons Hestons TEL stendur að endurgera kvik- myndina Apaplán- etuna (1968) með Arnold Schwarz- enegger í hlutverki geimfarans lán- lausa, George Taylor. Fetar Schwarzenegger þar með í fótspor Charltons Hestons, sem fór eftirminni- lega með hlutverk- ið í frummyndinni, þótt ekki sé víst að hann nái sömu til- þrifum í tilsvörum og forverinn. Strandaglópnum Heston tekst að gera öpunum lífið óendanlega leitt með geðillsku sinni og beittum tilsvörum og ekki víst að stirðbus- inn Schwarzenegger nái sér jafn vel á strik. Enda eru gullkom af ýmsu tagi á hveiju strái í myndinni. Er skemmst að minnast þegar Heston fer á fjömmar við eitt kvendýranna með ógleyman- legum hætti: „Ég Tarsan, þú Jane“. stúlku mánaðarins en myndir af Utvarp RÁS I FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Magnús Guðjónsson flytur. Snemma á laugardags- morgni Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Ut um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.20 Fyrrum átti ég falleg gull. Um lif, leiki og afþreyingu barna á árum áður. (2:3) Kreppu- og striðsárin. Umsjónarmenn: Ragnheiður Davíðsdóttir, Soffía Vagnsdóttir og Guðrún Þórðar- dóttir. 11.00 í vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Tónlist. Undine, sónata ópusl67 eftir Carl Reinecke. Rómansa ópus 37 eftir Camille Saint-Saéns. Áshildur Haralds- dóttir leikur á flautu og Love Dervinger á pianó. 14.30 Helgi í héraði. Útvarpsmenn á ferð um landið. 1. áfangastað- ur: Akranes. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir og Ævar Kjart- ansson. Rós 1 kl. 10.20. Fyrrum útli ég falleg gull. Um lif, lefki og afpreyingu barna ó órum óiur. (2:3) Kreppu- og stríðsórin. Umsjónarmenn: Rogn- heióur Davíisdóttir, Soffia Vagnsdóttir og Guðrún Þóriardóttir. 16.05 Söngvaþing. Úr Glaumbæjargrallara, söngbók Emils Thoroddsens og Magnús- ar Ásgeirssonar. Einsöngvara- kvartettinn syngur. Lög úr ýmsum áttum. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur með Sinf- óníuhljómsveit íslands; Robin Stapleton stjórnar. 16.30 Ný tónlistarhljóðrit Ríkisút- varpsins. Þrjú verk eftir Jón Nordal: Fantasia fyrir orgel; Ragnar Björnsson leikur. Ristur fyrir klarinett og pianó; Jón Aðaisteinn Þorgeirsson og Örn Magnússon leika Píanókonsert; Þorsteinn Gauti Sigurðsson leik- ur með Sinfónfuhljómsveit ís- Jands undir stjórn Karstens And- ersens. (Áður á dagskrá 4. mars s.l.) Umsjón: Dr. Guðmundur Emilsson. 17.05 ísMús 1994. Tónlist og bók- menntir Mogens Wenzel Andre- asen flytur siðara erindi: Um Carl Nielsen, síðrómantfsku starfsbræður hans og tónlistar- meðferð þeirra á skáldskap. Þýðandi og þulur: Ríkarður Örn Pálsson. (Endurflutt annað kvöld kl. 21.00) 18.00 Heimur harmónikkunnar. Umsjón: Reynir Jónasson. (Einnig á dagskrá á föstudags- kvöld kl. 21.16) 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.40 Óperukvöld Útvarpsins. Evrópuóperan —Frá sýningu Flæmsku óper- unnar í Belgíu 17. september si. —Hans og Gréta eftir Engelbert Humperdinck. Flytjendur: Hans: Jeanne Piland. Gréta: Lena Lo- otens. Geirþrúður móðir þeirra: Margaretha Hintermeier. Pétur faðir þeirra: Waldemar Wild. Norn: Margaretha Hintermeier. Óli lokbrá: Marie-Noélle de Call- atay. Daggarálfur; Marie-Noélle de Callatay. Kór og hljómsveit Flæmsku óperunnar; Grant Llewellyn stjórnar. Umsjón: Ingveldur G. Olafsdóttir. 22.10 Veðurfregnir Orð kvöldsins: Kristtn Sverrisdóttir flytur. 22.20 Undrabarnið, smásaga eftir Alberto Insúa. Þórhallur Þor- gilsson þýddi. Þórunn Hjartar- dóttir les. (Áður á dagskrá í gærmorgun) 22.45 Dustað af dansskónum. 0.10 Fimm fjórðu. Djassþáttur í umsjá Lönu Kolbrúnar Eddu- dóttur. (Áður á dagskrá 1 gær) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá Fréttir ó RÁS 1 og RÁS 2 lcl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Morguntónar. 9.03 Laugar- dagslíf. Umsjón: Hrafnhildur Hall- dórsdóttir. 13.00 Helgi i héraði. Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson. 14.30 fþróttarásin. 17.00 Með grátt í vöngum. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfrétt- ir. 19.32 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu. Umsjón Andrea Jónsdóttir. 22.10 Nætur- vakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. 0.10 Næturvakt Rásar 2. Guðni Már henningsson. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Veðurspá. 1.05 Næturvakt Rásar 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokk- þáttur Andreu Jónsdóttur. 3.00 Næturtónar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturtónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Carpenters. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsam- göngur. 6.03 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson. (Veður- fregnir kl. 6.45 og 7.30). Morgun- tónar. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 11.00-12.20 Útvarp Norðurlands. Norðurljós, þáttur um norðensk málefni. ADALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku nótunum með Völu Matt. 16.00 íþróttafélögin. Þáttur í umsjá íþróttafélaganna. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiríki Jónssyni og Sig- urði L. Hall. 12.10 Laugardagur um land allt. Halldór Backman og Sigurður Hlöðversson. 16.05 fs- lenski listinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugardagskvöld með Grétari Mill- er. 23.00 Hafþór Freyr Sigmunds- son. 3.00 Næturvaktin. Fréttlr kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Siminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSIÐ FM 96,7 10.00 Ellert Grétarsson. 13.00 Léttur laugardagur. 17.00 Helgar- tónar. 23.00 Næturvaktin. 3.00 Næturtónlist. FIW 957 FM 95,7 9.00 Ragnar Páll Ólafsson t morg- unsárið. 13.00 Fló á skinni. Helga Sigrún. 16.00 Lopapeysan. ísl. tón- list. Axel Axelsson. 19.00 Björn Markús. 23.00 Mixið. Ókynnt tón- list. 1.00 Pétur Rúnar Guðnason. 4.00 Næturvaktin. LINDIN FM 102,9. 8.00 Morguntónar. 11.00 Álaugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23,00 Næturvaktin. SIGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 A léttum nótum. 17.00 Ljúfir tónar á . 20.00 I þá gömlu góðu. 24.00 Næturtón- ar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. x X-ID FM 97,7 10.00 Orvar Geir og Þórður Orn. 12.00 Með sítt að aftan. 14.00 X-Dóminóslistinn. !7.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.