Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þrjátíu og sex prósent bíógesta eru fertug og eldri Hverjir sækja kvikmyndahúsin? Meðalaldur kvikmyndahúsagesta vestanhafs fer hækkandi. Sæbjörn Valdimarsson kíkir á nokkr- ar tölulegar staðreyndir þar að lútandi. framleiðslukostnaður þeirra í sam- ræmi við stærð markaðarins. Hvemig skyldi málum vera háttað hérlendis? Engar marktækar rann- sóknir hafa verið gerðar á aldurs- skiptingu bíógesta en forráðamenn kvikmyndahúsanna voru ailir sam- mála um að greinilegar breytingar hefðu átt sér stað á síðustu árum. Hér væri þróunin sú sama og vestan hafs - þeim rosknu fari íjölgandi. Eldri gestir séu áberandi á myndum sem höfða frekar til þeirra, einsog Sirens, Nakinn, Skuggalendur, Far- vel, frillan mín, Vindar fortíðar, svo nokkur dæmi séu tekin. Aðsóknar- munstrið sé öðruvísi en hjá þeim yngri, þessi hópur komi hægt og síg- andi, gjaman eftir að myndirnar hafa verið færðar í minni sali. Þá er hlutdeild fullorðinna jafnan stór á vinsælum úrvalsmyndum á borð við Forrest Gump, Rita Hayworth og Shawshank fangelsið, Reyfara. Engu að síður er það þó unga fólkið, frá fermingu til liðlega tvítugs, sem er máttarstoð íslenskra kvikmyndahúsa - sem þeirra bandarísku. Víkjum aftur vestur um haf. Könn- un Gallups var þannig framkvæmd að stofnunin var í símasambandi við fólk nokkrum sinnum í viku og var reynt að fá tölu á hvert væri hlut- fall þeirra sem eitthvað vissu fyrir um væntanlegar myndir, hve margir hyggðust sjá þær og hveijir hefðu þegar raðað þeim í forgangsröð. Bíó- gestir voru flokkaðir eftir aidri, kyni og þjóðfélagsstöðu. Myndirnar voru af öllum gerðum, frá vinsælum að- sóknarmyndum einsog Forrest Gump, Heimskur, heimskari og í bráðri hættu - Outbreak til annarra sem höfðuðu til þrengri hóps, einsog Mrs Parker and the Vicious Circle, Ed Wood og Ódauðleg ást - Immor- tal Beloved. Könnunin sýndi að á meðal þess aldurshóps (12-65 ára) sem hún náði til eru fertugir og eldri orðn- ir áberandi hluti gesta, eða tæp 30%. Hópurinn frá 12 til 24 ára er hinsvegar 45%. Gestir- innan við 12 ára aldur voru ekki með í rannsókninni. Það kemur ekki á óvart að ÞAÐ er staðreynd að meðalaldur kvikmyndahúsgesta hefur farið hækkandi vestan hafs. Jack Valenti, forseti Kvikmyndasamtaka Banda- ríkjanna (MPAA), lét gera fyrir skömmu úttekt á aldri biógesta og samkvæmt henni eru í dag um 36% þeirra fertugir og eldri. Það er risa- aukning um 23% á síðustu fímm árum. Aðilamir, sem að könnuninni stóðu, telja að 22% gesta séu á aldrin- um 45-54 ára. Um svipað leyti birt- ust niðurstöður markaðsrannsókna frá Gallup sem stóð yfir i sex mán- uði og tók til 50 mynda. Samkvæmt þeim er hlutfallið nokkuð lægra, engu að síður reyndust tæp 30% gesta yfír fertugu. Ástæðuna má meðal annars rekja til þess að á síð- asta áratug hafa risið öflug fyrirtæki sem einbeita sér að gerð vandaðra mynda fyrir eldri aldurshópa og er Forrest Gump niðurstöður Gallups sýna að Forrest Gump naut almennrar hylli. Mikill meirihluti aðspurðra hældi myndinni hans Toms Hank á hvert reipi, hver svo sem staða þeirra var, aldur eða kyn. í heildina gáfu 65% kvenna henni sín bestu meðmæli, miðað við 60% karla. Forrest Gump sló einnig í gen hjá yngsta aldurshópnum (12-17) þar sem 61% mæltu með henni og sá elsti (50-60) var á sömu nótum með 62%. Samvæmt úrtakinu þá var það fyrst og fremst eldri aldurshópar sem sáu myndir einsog Ógnarfljótið - The River Wild, Enginn er fullkominn - Nobody's Fool, Rita Hayworth og Shawshank fangelsið - The Shaws- hank Redempion og Ástarævintýri - Love Affair. Annað sem má lesa úr niðurstöðunum er að í tilfellum ein- sog Astarævintýri (sem var feikna skellur með Warren Beatty) þar sem einungis markhópurinn bregst við á jákvæðan hátt, er ekki við miklu að búast í miðasölunni. Það má ýmislegt lesa útúr þessum tölum og það líður örugglega ekki á löngu uns svipaðar kannanir verða gerðar hérlendis, kvikmyndahúsaeig- endum til leiðsagnar. Það hefur verið skoðun margra að smekkur íslend- inga í kvikmyndavali fari miklu nær þeim bandaríska en nágranna okkar í austri. Þessar tölur renna stoðum undir þá kenningu. Hveiju sem því viðvíkur er ljóst að Hollywood hefur veðjað á hækkandi aldur kvikmynda- húsagesta í framtíðinni. Það sannar styrkur ýmissa smáfyrirtækja sem hefur einbeitt sér að gerð slíkra mynda þar í borg. Þau eru eftirsótt á verðbréfamarkaðnum og reyndar keypti Disney-samsteypan Miramax, stærsta fyrirtækið á þessu sviði, á síðasta ári. Sömu sögu er að segia af Fine Line og New Line Cinema, sem var sameinað fjölmiðlaveldi Turners. Gramercy er nýstofnuð deild í sameign Universal og Poly- gram, og er ætlað að sjá um myndir fyrir eldri aldurshópa. Annar fjölm- iðlarisi, 20th Century Fox, hefur tek- ið þessi mál mjög ákveðnum tökum. Stofnað nýtt kvikmyndaframleiðslu- fyrirtæki sem nefnist Searchlight Pictures og ráðið fjölda valinkunnra leikstjóra til að annast þarfír ro- skinna og vandlátra gesta. Svo kvik- myndahúsagestir „á besta aldri“ þurfa greinilega ekki að óttast fram- tíðina. Svipmynd úr Ástarævintýri Helstu niðurstöður Gallup: Nýlegar myndir sem hafa hlotið meiri aðsókn 39 ára og eldn en þeiira sem eru 24 ára og yngri, hafa sjaldnast komist í hóp metaðsókn- armynda. Forrest Gump var umtalsverð undantekning.Star Trek: Kynslóð- ir dró furðu marga fullorðna á vísindaskáldsögulega mynd, þar hjálpar langlífí sjónvarpsþáttanna. í apríl 1995 % hlutf. % hlutf. Titill: Aðsókn í milli. $ 40-65 ára 12-24 ára Forrest Gump 321.1 40% 35% Star Trek kynslóðir 75.6 37% 35% Ógnarfljótið-The River Wild 46.5 53% 30% Enginn er fullkominn Nobody’s Fool 38.7 57% 21% Rita H. og Shawshank... 26.0 51% 27% Astarævintýri-Love Affair 18.3 58% 25% Hinsvegar eru myndir sem höfða til yngri aldurshópanna mun að hitta í mark, þrátt fyrir aukningu eldri bíógesta: líklegri til Titill: Aðsókn í millj. $ 40-65 ára 12-24 ára The Santa Clause 144.8 35% 46% Heimskur, heimskari 120.4 15% 64% Viðtal við vampíruna 105.3 21% 48% Reyfari 98.3 22% 52% Afhjúpun-Disclosure 82.5 32% 39% Vindar fortíðar 63.6 34% 41% Rikki ríki-Richie Rich 38.0 23% 50% Er komið var inní kvikmyndahúsin reyndist erfíðara að gera eldri áhorf- endum til hæfis og þeir voru einnig ólíklegri til að koma af stað orðspori. Að neðan eru valdar myndir sem fengu bestu meðmælin í könnuninni. Konur yfír 25 ára aldri reyndust hörðustu gagnrýnendumir. Veitið at- hygli þeim mikla fíölda karla 25 ára og eldri, sem mæltu með IJtlum konum, mynd sem hefur komið þeim þægilega á óvart - eftir að hafa verið dregnir í bíó af konunni. Hlutfall áhorfenda sem mæltu eindregið með myndinni: Konur undir 25 ára % Karlar undir 25 ára % Forrest Gump 68 * Heimskur, heimskari 52 The Santa Clause 50 * Viðtal við vampíruna 56 Star Trek: Kynslóðir 38 * Enginn er fullkomin 32 Vindar fortíðar 70 * Junior 33 Ógnarfíjótið 57 * Strákar til vara 40 Algjör bömmer 53 * Frankenstein 54 Rita H. og... 55 * Little Giants 50 Gestur - Houseguest 27 * Ný martröð Wes Craven Riddari kölska - Demon Wes Craven’s New Nightmare 46 Knight 53 * Brúðu meistaramir - Stríðið - The War 67 * The Puppet Masters 34 Konur 25 ára og eldri % Karlar 25 ára ofj eldri % Ástarævintýri 50 * Reyfari 64 Kúlnahríð á Brdway 67 * Afhjúpun 54 Litlar konur 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.