Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 3
2 D FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ T MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 D 3 ÍÞRÓTTIR • ÍÞRÓTTIR RALLAKSTUR Meistamir hófu titilvöm með sigri FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda 323 unnu fyrsta rallmót ársins á laugardaginn. Það fór fram á níu sérleiðum á Suðurnesjum og náðu þeir besta aksturstfma á sjö þeirra. í öðru sæti urðu Steingrímur Ingason og Hjört- ur P. Jónsson á Nissan, 47 sekúndum á eftir. Óskar Óiafs- son og JóhannesJóhanssoná Mazda 323 náðu þriðja sæti og siguvegarar í Norðdekk flokki fyrir ódýra bíla urðu Hjörtur P. Jónsson og ísak Guðjónsson. Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár, sem okkur tekst að vinna sigur í fyrsta rallmóti ársins, þannig ■■■■■■ að við erum ánægðir Gunnlaugur með útkomuna. Rögnvaldsson Leiðimar hentuðu skrífar fjórhjóladrifnum bíl okkar vel, jarðveg- urinn var Iaus í sér. Við náðum strax forskoti og gátum leyft okkur að slaka á í lokin,“ sagði Rúnar Jóns- son í samtali við Morgunblaðið eftir keppnina, sem lauk við Aðalskoðun h.f. í Hafnarfirði. „Það munar miklu að vera á fjórhjóladrifsbíl, þegar við ókum afturdrifnum Ford Escort vor- um við að aka sumar leiðir þremur sekúndum hægar á hvern kflómetra. Það munar um minna. Eg beiti vinstri fótar hemlun, þ.e. ég var stundum bæði með fætur á bensíng- jöf og bremsu í einu. Það varnar því að bíllinn skríði eins mikið út- undan sér í beygjum, hann límist nánast við veginn, en að mörgu leyti er svipað að keyra bílinn og fram- drifmn bfl. Hann er undirstýrður, framendinn leitar út til hliðanna í beygjum á mikilli ferð. Það skapast m.a. vegna þess að 50% aflsins skiptist á milli fram- og afturhjóla. Afturdrifið er viðkvæmt og þvi þarf einnig að gæta þess að beita ekki vinstri fótar tækninni of harkalega. Það reynir mikið á drifrásina. Eg hef náð ágætum tökum á vinstri fótar hemlun, en vildi gjaman hafa meira afl í bílnum, sem er um 260 hestöfl," sagði Rúnar. Steingrímur Ingason hefur slegist við toppbílanna í mörg ár á aftur- drifnum Nissan. „Við vomm ekkert of bjartsýnir fyrir rallið, vissum að jarðvegurinn var laus í sér. Við tók- um hressilega á, en tókum enga óþarfa áhættu. Sáum að við höfðum við feðgunum," sagði Steingrímur. „Mér fannst hraðahindranir sem settar vom upp á ísólfskálaleið ekki skila tilætluðum árangri, staðsetn- ing þeirra jók frekar hættuna en hitt, en ég met hugsunina á bakvið uppsetningu þeirra. Framkvæmdin þarf hinsvegar að vera önnur og betri. Rallsins vegna þarf líka að breyta reglum, gefa venjulegum bíl- um aukið tækifæri. Norðdekk flokk- urinn, sem er fyrir lítt breytta og ódýra bíla hefur laðað að nýliða og rallinu veitir ekki af slíku. Ég er búinn að keppa á sama bíl í nítján mótum og hef sextán sinnum orðið í verðlaunasæti. Hef alltaf verið að keppa við sömu menn á sömu bílum. Mér finnst því tími til kominn að leita út fyrir landsteinanna, til að staðna ekki. Það gerist vonandi með haustinu," sagði Steingrímur. í fyrra ók Hjörtur P. Jónsson með Steingrími, en ekur nú í Norðdekk flokknum á Toyota Corolla, sem hann vann. „Það er mikill munur á því að_ aka í toppbíll og þessum flokk. Ég þurfti að hafa fyrir hverri einustu sekúndu og það má hvergi slá af, því baráttan er svo hörð. Á beinu köflunum var ég stundum orðinn frekar óþolinmóður, vegna fyrri reynslu ,“ sagði Hjörtur. „Það þarf að aka 100% alla leið, ein feil- skipting getur reynst afdrifarík. En þessi flokkur býður mönnum og konum að keppa í rallakstri á ódýr- an hátt, vel útbúinn bfll með öllum búnaði kostar um hálfa milljón, til- búinn í spennandi keppni,“ sagði Hjörtur. Morgunblaðið/Gunnlaugxir Rögnvaldsson Verðlaunahafar KAPPARNIR á myndlnní tll hliðar röðuðu sér í fjögur efstu sætln og unnu flokkaslgur. Hægra megln eru Rúnar Jóns- son, Óskar Ólafsson, Hjörtur P. Jónsson og Steingrímur Ingason, en vinstra megin eru Páll Kári Pálsson, Jón Ragn- arsson, ísak Guðjónsson og Jóhannes Jóhannesson. Að ofan eru slgurvegararnlr á fullri ferð, feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda 323. TORFÆRA Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson IMýja vél meistarans EINAR Gunnlaugsson í flokki sérútbúinna jeppa mætir með nýja keppnisvél, sem er ættuð úr sérútbúnum kvartmílubíl. Torfærukappar fjölga hestöflum ALLIR fremstu keppendurnir, sem kepptu á íslandsmótinu í torfæru f fyrra hyggjast keppa í ár. Eftir stormasamt keppnis- tímabil kváðust nokkrir þeirra langþreyttir á skipulagsleysi og kostnaðarsamri þátttöku ílok síðasta keppnistímabils. Þá settu kærmuál svip sinn á sum mótin. Nú hefur fyrirkomulag mótanna verið einfaldað. Aðeins fjögur mót munu gilda til íslandsmeist- ara og tvö í bikarkeppni. Því eru menn frekar tilbúnir að takast á við umstangið sem fylgir þátt- töku i torfærumótum en ella. Fyrsta mótið verður á Akureyri um næstu helgi, á laugardaginn. Það er léttir að mótunum hafi verið fækkað og mér finnst góður kost- ur að aðeins fjögur mót gildi til íslands- ■■■■■■ meistara. Það eykur Gunnlaugur spennuna í mótinu og Rögnvaldsson ^rangur í hveiju þeirra skníar mun skipta miklu máli,“ sagði Einar Gunnlaugs- son, meistari í sérútbúna flokknum í samtali við Morgunblaðið. Mótin sem gilda til meistarastiga verða á Akur- eyri, Jósepsdal, Hellu og Grindavík. Að mati margra keppenda hefðu mótin á Egilsstöðum og Akranesi átt að fá meistarastimpil, en þessi mót fá tæki- færi á næsta ári. Þegar valdir voru mótsstaðir var það látið ráða hveijir höfðu lengst skipulagt mót. Mótin á Egilsstöðum og Akranesi hafa hinsveg- ar þótt mjög skemmtileg og vel skipu- lögð, en munu aðeins gilda í bikarmóti þetta árið. Kærumál gleymd og grafin „Pústrar og kærumál síðasta árs eru gleymd og grafin. Toppökumennirnir hafa allir verið að fikta í jeppum sínum, bæta við hestöflum og endurnýja aðra hluti,“ sagði Einar, „Ég er með nýja vél, sem er öflugri en sú sem ég notaði í fyrra. Hún er það öflug að það er spurning hvort drifbúnaðurinn ræður við aflið, það kemur í ljós. Þessi vél mun henta vel í sandspyrnunni, sem ég mun einnig keppa í. Eg mun leggja mikið undir, en samt taka þessu mátu- lega létt. Þetta verður að öllum líkindum síðsta árið mitt í torfærunni og ég ætla að njóta þess vel,“ sagði Einar. Hann er ekki einn um að betur um bæta jeppa sinn. Eyfirðingurinn Helgi Schiöth hefur yfirfarið allt í sínum jeppa og bætt við ýmsu góðgæti. Vélarafl hefur aukist til muna og nýupptekin Chevrolet vélin verður 675 hestöfl og m.a. búin öflugri vatnsdælu en þekkist í öðrum torfærujeppum. Haraldur Pét- ursson sýndi hvað skemmtilegustu til- þrifin í akstri í fyrra og kveðst ætla halda uppteknum hætti í ár. „Reglu- breytingar gera það að verkum að það vegur meira að komast upp í gegnum endahlið en áður. Því held ég að tilþrif- in verði meiri en áður, allavega læt ég ekki mitt eftir liggja," sagði Haraldur, sem m.a. tók rúmlega fjögurra metra hátt stökk í keppni á Akranesi í fyrra. Hann hyggst eftir fyrsta mótið setja stýrisbúnað á öll fjögur hjól jeppa síns, sem verður með 750 hestafla vél sem fyrr. Þorlákshafnarbúinn Gísli G. Jóns- son varð annar til íslandsmeistara í fyrra og hefur raðað saman vél, byggða á hlutum sem hann átti úr ýmsum átt- um. Hestöflin aukast í sveitasælunni EYFIRÐINGURINN Helgi Schlöth hefur tekið jeppa sinn rækilega í gegn á heimaslóðum, í skemmu skammt frá fjósinu á sveitabæn- um Hólshúsl. Vélln í jeppanum verður 675 hestöfl meö nítróbún- aöi og allt kram hefur verlö yfirfarið. Tannlæknir með 800 hestöfl íslandsmeistarinn í flokki götujeppa, Keflvíkingurinn Ragnar Skúlason, söðl- ar um í ár og keppir í flokki sérútbú- inna jeppa á sænskættuðu keppnis- tæki, sem kallast Þór. Þessi jeppi var notaður í keppni í fyrra í Svíþjóð og hérlendis. Verður fróðlegt að fylgjast með aðförum Ragnars, sem er lipur ökumaður. Þá hefur fyrrum meistaraj- eppi Þorsteins Einarssonar frá Grinda- vík verið seldur norður fyrir heiðar. Tannlæknirinn Þórir Schiöth hefur grúskað mikið í sínum jeppa með að- stoð Ljónsstaðarbræðra svokallaðra, sem eru þekktir fyrir jeppasmíði. Stýris- búnaður fjórhjólastýrðs jeppa hans hef- ur verið endurbættur, enda hefur reima- . t búnaður sem fyrir var ætíð verið til vandræða. „Það er búið að endurhanna stýrisbúnaðinn, þannig að vonandi get ég sýnt hvað í Jaxlinum býr,“ sagði Þórir, sem ekur tæki, sem dregur nafn sitt úr starfsgrein hans. „Það voru tæknilegir örðugleikar fólgnir í því að tengja aðeins eina dælu við stýrisbúnað- inn fyrir öll fjögur hjól og þurfti að smíða niðurgírun við búnaðinn og nota tímagír úr díselvél. Ég henti svo nítró- búnaðinum af vélinni, tók vélina í gegn og hún ætti að skila hátt í 800 hestöfl- um. Þá var rafkerfið lagað, þannig að ég vona að allar þessar breytingar geri jeppann sterkan á keppnistímabilinu, en ég keppi bara á Islandsmótinu," sagði Þórir. KORFUKNATTLEIKUR Scott hrökk ígang FOLK ■ VESTMANNAEYINGAR héldu opinn blaðamannafund eftir leikinn gegn Val og fór hann fram fyrir fullum sal af Eyjamönnum í Týsheimilinu. Ætlunin er að halda slíka fundi eftir alla leiki ÍBV í sumar en KR-ingar hafa sama hátt á í KR-heimilinu. ■ NORRÆNT þing íþróttafrétta- manna hefur staðið yfir á íslandi undanfarna daga og voru þingfull- t trúar sérstakir heiðursgestir IA á Akranesi í fyrrakvöld. ■ JÓHANNES Harðarson kom inná hjá IA undir lokin gegn Breiðabliki og lék þar með fyrsta leik sinn í 1. deild. ■ ÍVAR Bjarklind er kominn í herbúðir ÍBV. Vestmannaeyingar sem hafa fylgst grannt með fótbolt- anum í gegnum árin sögðu að hann hefði átt glæsilega endurkomu því hann var valinn besti leikmaður Tommamótsins 1984. ■ VALSMENN hafa séð á eftir sterkum leikmönnum. Guðni Bergsson er hjá Bolton, Agúst Gylfason fór til Brann, Eiður Smári Guðjohnsen til Eindhoven og Steinar Adolfsson til KR. í staðinn fengu þeir Anton Björn Markússon úr Fram og Petr Mrazek úr FH. ■ VESTMANNAEYINGAR hafa hinsvegar aukið við sig, fengu Leif Geir Hafsteinsson úr Stjörnunni, Ivar Bjarklind frá KA, Inga Sig- urðsson frá Grindavík og Tryggva Guðmundsson úr KR. Nökkvi Sveinsson og Zoran Ljubicic eru farnir. ■ ÞÓRSARAR frá Akureyri hafa • misst marga sterka leikmenn. Guð- mundur Benediktsson, Júlíus Tryggvason, Bjarni Sveinbjörns- son, Ormarr Orlygsson og Lárus Orri Sigurðsson eru farnir en í staðinn hefur Sveinbjörn Hákon- arsson gengið í raðir þeirra. ■ SVEINBJÖRN var í gær úr- skurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar KSI fyrir óprúðmann- legrar framkomu í leik Þórs og Þróttar. LEIKMENN Orlando Magic sigruðu Indinana Pacers í fyrsta leik liðanna í úrslita- keppni Austurdeildarinnar sem fram fór í Orlando í fyrri nótt. Lokatölur urðu 105:101 og eigast liði við að nýju í kvöld á sama stað. Indiana gekk allt í haginn í upp- hafi leiks á meðan hlutirnir gengu vægast sagt á afturloppun- um hjá heimamönnum. Leikmenn Indiana komust í 5:23 og drýgstan þátt í því átti Reggie Miller sem skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta, en náði sér ekki á strik eftir það og bætti aðeins níu stigum við það sem eftir lifði leiks. Dennis Scott hrökk í gang og skoraði skoraði ellefu síðustu stig Orlando á leikkafla þar sem liðið gerði átján stig gegn fjórum. í lok fyrsta leikhluta munaði aðeins fjór- um stigum á liðunum, 24:27, Indi- ana í hag. „Það má ekki líta af Scott þá hefur hann skorað og í þetta skipti voru það stigin hans sem komu okkur inn á beinu braut- ina,“ sagði félagi hans í Orlando liðinu, Nick Anderson. Að loknum öðrum leikhluta leiddu leikmenn Indiana ennþá, 53:48, en Orlando liðið skoraði fyrstu níu stigin í þriðja leikhluta og náði forystu, þar af gerði Shaquille fimm stig. Shaquille O’Neal náði sókn- arfrákasti og skoraði með snið- skoti þegar fjórar mínútur voru eftir og Orlando tólf stigum yfir, 100:88. Leikmenn Indinana voru ekki af baki dottnir og klóruðu í bakkann með fimm stigum í röð. En þriggja stiga karfa Nick Ander- sons þegar ein og hálf mínúta var eftir kom Orlando tíu stigum yfir, 103:93. Enn skoruðu Indiana leik- menn fimm stig í röð og minnkuðu forskot Orlando í fimm stig, 103:98 og þá voru 45 sekúndur eftir. í framhaldinu fengu Indiana piltar gullið tækifæri þegar Hardaway Reuter EINS og myndin sýnlr var oft hressllega teklst á í fyrsta leik Orlando og Indlana. Hér hefur Dale Davis í liðl Indiana tekið fyrlr andlit Shaqullle O’Neal í þelrrl von að hemja hann. Shaq var stigahæstur í liði Orlando sem sigraði 105:101. átti misheppnað þriggja stiga skot. Bæði lið bættu við stigum á loka- sekúndunum og lokatölur urðu 105:101. Shaquille O’Neal skoraði 32 stig fyrir Orlando og tók 11 fráköst, Ánfernee Hardaway gerði 20 og Dennis Scott 19. Reggie Miller var atkvæðamestur gestanna með 26 stig. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Ánægðir forystumenn undir þaki GUNNAR Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, tók formlega við stúkunni en Guðbjart- ur Hannesson, forsetí bæjarstjórnar, sem er í miðjunni, afhenti honum blóm í því tilefni. Til hægri er Gylfi Þórðarson, stjórnarmaður, sem stjórnaði athöfnlnni. Glæsileg stúka vígð á Akranesi A NÆSTUNNI Knattspyrna í dag hefst Mjólkurbikarkeppnin, 1. umferð: Framvöllur: Fram 23 - Ægir........kl. 14 Helgafellsv.: Framheijar —ÍA23....kl. 14 Blönduósv.: Hvöt — Dalvík.........kl. 17 Egilstaðav.: Höttur - Þróttur N...kl. 17 Fáskrúðsfjarðarv.: KBS — GE.......kl. 17 Grýluv.: Hamar — Valur 23.........kl. 17 Húsavíkurv.: Völsungur —KS........kl. 17 Keflavíkurv.: Keflavík 23 — Bruni ....ki. 17 Sauðárkróksv.: Tindastól — Magni ...kl. 17 Stykkishólmsv.: Snæfell — Njarðvík ,.kl. 17 Vopnafjarðarv.: Einheiji — Sindri.kl. 17 Fjölnisv.: Fjölnir-Breiðablik 23..kl. 20 Vestmannaeyjar: ÍBV 23 — FH 23 ,...kl. 20 Þórsv.: Þór A 23 — Leiftur 23.....kl. 20 Af mælismót Aspar Vor og afmælismót íþróttafélagsins Aspar verður haldið dagana 25. — 28. maí. Þær greinar sem keppt verður í eru: boccia, sund, fijálsíþróttir, íótbolti, hokky, keila, lyftingar og borðtennis. Keppni fer fram á fjórum stöðum; keilsusalnum í Öskujuhlíð, íþróttahúsinu Hagaskóla, sundhöllinni við Barónstíg og í íþróttahúsi ÍFR. Allar nán- ari upplýsingar veitir Ólafur Ólafsson í síma 5539964. Golf Mizuno golfmótið Verður haldið á Keilisvelli i Hafnarfirði i dag — 25. maí. Ræst verður út kl. 9. Opið öldungamót Opið öldungamót mót verður í Grafaholti 26. — 27. maí. Leiknar verða 36 holur með „eclecctic“ fyrirkomulagi. Ræst verður út frá kl. 14 föstudaginn 26. maí og frá kl.9 laugardaginn 27. mai. Golfmót í Leiru Maxfli opið golfmót verður dagana 27. og 28. maí á golfvellinum í Leirunni. Opið golfmót á Keilisvclli Verður haldið á Keilisvelli í Hafnarfirði laugardaginn 27. maí. Ræst út kl. 8. Afmælismót Leynis 30 ára afmælismót golfklúbbsins Leynis á Akranesi verður haldið á Garðsvelli 27. maí. Mótið hefst kl. 10. FYRIR leik Aki-aness og Breiða- bliks í fyrrakvöld var ný áhorf- endastúka á Akranesvelli form- lega tekin í notkun. Stúkan er 70 mmetra löng með fimm sætaröð- um og tekur 570 rnanns í sæti. Hægt er að bæta við tæplega 200 sætum og er stefnan að fjölga þeim fljótlega. Sérstök aðstaða er fyrir fjölmiðlanienn og heiðurs- stúka tekur 52 í sæti. Knatt- spyrnufélagið kostaði fram- kvæmdina en Akranesbær hefur samþykkt að greiða 60% kostaðar á árunum 1999 til 2002. Fyrir ári fóru forráðamenn fé- lagsins að huga alvarlega að bygg- ingu stúku sjávarmegin við gras- völlinn og fékk félagið Jón Run- ólfsson, formann ÍA, til að hanna stúkuna og vera félaginu til ráð- gjafar við útfærslu framkvæmda. Samið var við Skófluna hf. um byggingu stúkunnar en Trésmiðj- an Akur hf. var undirverktaki. Byrjað var að steypa einingar í stúkuna í fyrrahaust og lauk því verki fyrir áramót. Síðla vetrar voru undirstöðurnar gerðar og stúkan reist en undanfarnar vikur hefur verið unnið að lokafrágangi og hafa sjálfboðaliðar hjálpað til við að koma stólunum fyrir. Með tilkomu stúkunnar er von- ast til að veigameiri knattspyrnu- - leikjum fjölgi á Akranesi og eins vænta forráðamenn félagsins þess að stúkan verði til að skapa meiri og betri stemmningu á heimaleikj- um, stemmningu eins og ríkt hefur hjá stuðningsmönnum IA á úti- leikjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.