Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 4
ítfómR KORFUKNATTLEIKUR Draumurinn úti Hetjuleg barátta í síðari hálfleik dugði ekki gegn Rúmeníu ETJULEGbaráttaísíðarihálfleik,oggóðurleikurungustrák- en það dugði samt ekki og er ein " .É||||| HETJULEG barátta í sfðari hálfleik, og góður leikur ungu strák- anna sem hafa ekki fengið að reyna sig mikið, dugði því miður ekki gegn mjög sterku liði Rúmeníu. Rúmenarnir höfðu betur 85:102 og þar með erdraumurinn um áframhaldandi keppni í Evrópukeppninni búinn. En það verður ekki annað sagt en strák- arnir okkar hafi barist eins og þeir gátu í síðari hálfleik, en þeir voru 21 stigi undir í leikhléi. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Sviss Islenska liðið byijaði vel, ef undan er skilinn fyrsta sókn Rúmena, en úr henni gerðu þeir fjögur stig. Lætin voru mikil inni í teignum þar sem Rúmenarnir stigu mjög grimmt út en fyrstu mínút- umar tókst íslendingum að yfír- stíga þetta, en því miður bara í byijun. Mikið var dæmt og eftir 9 mínútur voru Rúmenar komnir með skotrétt og á línunni voru þeir með 88% nýtingu, hittu úr 16 skotum af 18. Island - Rúmenía 85:102 Luganó f Sviss, C-ríðill Evrópukeppninnar f körfuknattleik, miðvikud. 24. maí 1995. Gangur leiksins: 0:4, 4:9, 10:11, 20:27, 24:34, 26:43, 29:49, 34:51, 34:57, 38:59 38:63, 49:63, 49:70, 57:72, 59:82, 71:82, 78:84, 80:90, 82:96, 85:102. Stig íslands: Herbert Amarson 20, Guðmundur Bragason 18, Hermann Hauksson 14, Marel Guðlaugsson 6, Valur Ingimundarson 6, Jón Kr. Gísla- son 4, Teitur Örlygsson 4, Falur Harð- arson 3, Guðjón Skúlason 3 Jón Arnar Ingvarsson 2, Hinrik Gunnarsson 2. Fráköst: 4 í sókn, 15 í vöm. Stig Rúmeníu: Ardelean 25, Alexe 16, Alecu 12, Torday 12, Tenter 11, Palii 8, Stefan 6, Sinevici 6, Paun 5, Lefter 1. Fráköst: 2 í sókn, 22 í vöm. Dómarar: Coelho frá Portúgal og Racokzy frá Póllandi. Dæmdu ekki vel. Villur: ísland 29 - Rúmenía 28. Áhorfendur: 50. Portúgal - Kýpur 81:60 Sviss - Skotland 85:52 ■Staðan er nú þannig í riðlinum að Sviss er efst með 6 stig, Rúmenía hefur 5 stig, Portúgal 4 og fsland einnig, Austurríki er með 3 stig en ieik færra en fsland. Kýpur er með 3 stig og Skotland 2. ■f dag eru þrír leikir. Austurríki og Sviss leika fyrsta leikinn, síðan mæta fslendingar Portúgölum og loks leika Skotar og Rúmen- ar. Á fostudaginn eru einnig þrír leikir og á mæta okkar strákar liði Kýpur. KNATTSPYRNA Sóknarleikur okkar var í lagi fyrstu mínútumar en svo gerðist eitthvað sem erfítt er að útskýra. Rúmenar virtust setja í annan gír á meðan íslenska liðið létti bensín- fótinn og við það brunuðu Rúmenar framúr og staðan í leikhléi var hræðileg, 38:59, og útlitið ekki bjart því Rúmenar virtust ekki þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum. Vörn þeirra var góð og sóknir okkar oft hálf vandræðalegar. Skytturnar fengu færi í upphafí sóknar en virt- ust ekki þora að skjóta. Reynt var að fara í leikkerfin en oftast lauk þeirri tilraun með skoti úr frekar slöku færi, mun verra en skytturnar fengu í upphafi sóknanna. Varnarieikurinn sterkur En Rúmenar þurftu svo sannar- lega að hafa fyrir hlutunum í síðari hálfleik. Vamarleikurinn hjá okkar mönnum var frábær og tíu sinnum misstu Rúmenar boltann gegn pressuvörn okkar. En það kostar mikil átök og kraft að vinna upp svona mikin mun og inn á milli komu kaflar þar sem Rúmenar náðu að skora nokkur stig í röð þannig að þrátt fyrir gríðarlega baráttu og góðan leik var munurinn enn 21 stig eftir 7 mínútur. Herbert hafði raðað niður á þess- um tíma, sjálfsagt fannst honum tími til kominn eftir að hafa hitt frekar illa að undanfömu. Hermann Hauksson tók síðan rispu og loks Marel Guðlaugsson. Góður leikur hjá þessum ungu drengjum sem voru allseindis óragir að keyra inn í teiginn þó svo hæðarmunurinn væri tölverður. Mlnnst munaði sex stigum Minnstur varð munurinn sex stig, 78:84, þegar 3,45 mín voru til leiks- loka, en það var of stuttur tími. Rúmenar miSstu þijá leikmenn útaf Þrír „útlendingar“ í 21 árs landslidinu HÖRÐUR Helgason, þjálfari 21 árs landsliðsins, hefur valið átján manna landsliðshóp fyrir Evrópuleik gegn Svíum, sem fer fram í Sundsvall miðvikudaginn 31. mars. Þrír útlendingar eru í hópnum — Lárus Orri Sigurðsson, Stoke, Þórður Guðjohnsen, Bochum og Eiður Smári Guðjohnsen; Eindhoven. Aðrir í leikmannahópnum eru Atii Knútsson, KR, og Arni Gautur Arason, íA, markverðir, Óskar Þor- valdsson, KR, Sturlaugur Haraldsson, ÍA, Pétur Marteinsson, Fram, Sigurður Örn Jónsson, KR, Hákon Sverrisson, Breiðabliki, Auðunn Helgason, FH, Hermann Hreiðarsson, ÍBV, Pálmi Haraldsson, ÍA, Kári Steinn Reynisson, ÍA, Rútur Snorrason, ÍBV, Tryggvi Guðmunds- son, ÍBV, Guðmundur Benediktsson, KR, Kristinn Lárusson, Val og ívar Bjarklind, ÍBV. Endanlegur sextán manna hópur verður valinn á laugardaginn. en það dugði samt ekki og er ein mínúta var eftir og staðan 82:92 voru skytturnar Guðjón Skúlasson og Herbert Arnarsons settir inná og áttu að freista þess að vinna upp munin með því að skjóta þriggja stiga skotum strax, en það gekk ekki eftir og draumurinn var úti. Strákarnir léku frábærlega í síð- ari hálfleik og eiga heiður skilið fyrir það, en stærstur hluti fyrri hálfleiks var martröð sem menn vilja sjálfsagt gleyma sem fyrst. Draumurinn um að komast áfram í Evrópukeppninni er úti, en við það bundu körfuknattleiksmenn miklar vonir. Af því verður ekki núna og í rauninni má telja það kraftaverk ef það gerist því körfuknattleikur er vinsæl íþrótt í Evrópu og þar eru gnðarlega sterk lönd og í rauninni á íslands alls ekki að vera í þeirra hópi sé tekið tillit til fólksfæðar okkar. En íslenska liðið hafði það ekki í huga í síðari hálfleiknum í gær og sýndi að ef það dettur niður á góðan leik getur það sigrað allar þær þjóðir sem hér eru, og sjálfsagt fleiri. Draumurinn um að komast áfram er því ef til vill ekki svo fjar- lægur eftir allt saman. Evrópu- keppnin verður aftur eftir tvö ár. HERMANN Hauksson kom inn á í síðari hálfleik gegn Rúmenum og stóð slg vel. Ánægður með ungu strákana Torfi Magnússon landsliðsþjálfari var mjög vonsvikinn eftir tapið gegn Rúmeníu enda vonir hans um að komast áfram að engu. „Ég vildi vita hvað hvað gerðist í fyrri hálfleik hjá okkur. Við byijuðum vel, en þeg- ar Rúmenar komsut fimm til sex stig- um yfir fóru menn að flýta sér og þá rúlluðu Rúmenar jrfír okkur. Þeir réðu hraðanum og þó svo við lékum mjög vel í síðari hálfleik dugði það ekki til sigurs. Við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik,“ sagði Torfí „Ég er mjög ánægður með síðari hálfleikinn og hve sterkir ungu strák- amir komu inn í Ieikinn. Vömin var frábær, sem sést best á því að Rúm- enar gerðu aðeins tuttuugu stig fyrstu 13 mínútnrnar. Möguleikar okkar um að komast áfram eru því miður ekki lengur til staðar og ég er mjög vonsvikinn yfír því. Við misstum af tækifærinu í leiknum gegn Sviss, en fengum ann- að tækifæri í kvöld sem nýttist því miður ekki.“ Mjög svekkjandi að komast ekki lengra „Ég er mjög svekktur með fyrri hálf- leikinn og að komast ekki lengra í þess- ari keppni. Leikurinn gegn Sviss gerði útslagið í þessu, en hvað viðkemur leikn- um í kvöld þá var þetta mjög gott í síðari hálfleiknum og ánægjulegt hversu ungu strákamir, sem hafa lítið hafa fengið að reyna sig, komu til sterkir til leiks. Þeir sýndu mikið keppnisskap. Ég veit ekki hvað gerðist í fyrri hálf- leik hjá okkur við þurfum að skoða það betur,“ sagði Guðmundur Bragson, sem hefur átt jöfnustu leikina hér á mótinu. Tryggvi með fernu TRYGGVI Guðmundsson gerði fjögur mörk fyrir ÍBV gegn Val í fyrrakvöld og ívar Bjarklind tvö eins og fram kom í frásögn um leikinn í blaðinu í gær. Hins vegar skolaðist þetta til í tilvísunar- frétt og í lista yfir marka- hæstu menn þar sem eitt mark var tekið af Tryggva og fært á ívar, þar sem það var álitamál hver skoraði — ívar skaut að marki, knöttur- inn rétt strauk Tryggva áður en hann hafnaði í netinu. Eyjamenn unnu sinn stærsta sigur á heimavelli í 1. deildarkeppninni, 8:1, þeg- ar þeir fengu Valsmenn í heimsókn á þriðjudaginn. Mesti sigur þeirra áður var 6:0 gegn Breiðablik 1971, þá skoraði Óskar Valtýrsson fjögúr mörk, eins og Tryggvi Guðmundsson gerði gegn Val. Tryggvi skoraði þtjú mörk þegar Eyjamenn unnu sinn stærsta sigur á útivelli, 9:2, gegn Víkingum á Valbjarnar- velli 1993. Sá Eyjamaður sem hefur skorað flest mörk i leik 11. deild er Sumarliði Árnason, sem skoraði fimm mörk gegn Þór, 6:1,1994. Þegar er talað um fjögur mörk í leik, var Haraldur Jílíusson fyrstur til að ná þeim árangri — skoraði fjögur mörk gegn Víkingum, 6:4, á Laugardalsvellinum 1970. Sigurlás Þorleifsson skoraði fjögur mörk í leik fyrir Eyjamenn gegn KA, 6:2, í Eyjum 1978. FOLX ■ ELSA Nielsen tapaði fyrir Ji- hyun frá S-Kóreu í þriðju umferð einsliðaleiks kvenna á heimameist- aramótinu í Sviss, 8-11 og 6-11. ■ ÞAÐ var greinilegt á öllu eftir leik Sviss og Islands á þriðjudaginn að leikmenn Sviss voru ánægðir með dómara leiksins. Liðið yfírgaf höllina talsvert eftir að allir voru farnir, nema blaðamenn sem voru að vinna. Þegar leikmenn fóru sungu þeir há- stöfunm „Viva a Spania“ — en dóm- arinn sem var í aðalhlutverki er Spánverji. ■ HELGI Bragason dæmdi leik Sviss og Skotlands í gær ásamt dómara frá Kýpur og stóðu þeir sig ágætlega. ■ ÍSLENSKA landsliðið heldur beint úr þessari keppni til Lúxem- borgar á mánudaginn þar sem það tekur þátt í smáþjóðaleikunum. Liðið fer í rútu og verður í átta klukku- stundir á leiðinni. ■ ÞAÐ eru fleiri lið sem fara beint á smáþjóðaleikana því lið Kýpur tekur líka þátt í þeim, en ferðalag þeirra verður væntanlega þægilegra því það ætlar að fljúga. HANDKNATTLEIKUR Magnús hættur með Stjömuna |agnús Teitsson þjálfari ís- landsmeistara Stjörnunnar í handknattleik kvenna hefur látið af störfum að eigin ósk. Magnús hefur þjálfað liðið undanfarin fjögur ár. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Magnús að ástæð- an fyrir því að hann væri hættur væri sú að hann og kona hans Erla Rafnsdóttir hefðu ákveðið að flytja af landi brott til Englands þar sem hún hefur verið ráðin fram- kvæmda— og markaðsstjóri hjá stoðtækjafyrirtæki í Oxford. Magn- ús sagðist hafa verið búinn að ganga frá því að þjálfa Stjörnuliðið áfram næsta vetur þar til þetta til- boð kom upp, því hefði ekki verið hægt að sleppa. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu nýs þjálfara hjá Stjömunni í stað Magnúsar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.