Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/LESBÓK/D 118. TBL. 83.ÁRG. LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Loftárásum á Bosníu-Serba hætt eftir að friðargæsluliðar voru teknir í gíslingn Gíslar hlekkjaðír við vopnabúr Serba Neyðarfundir 1 öryggisráði SÞ og Atlantshafsráðinu Sarajevo. Reuter, The Daily Telegraph. Reuter KANADÍSKUR friðargæsluliði, Patrick Rechner, hlekkjaður með handjárnum við ljósastaur skammt frá skotfærageymslu í borginni Pale. Hann fékk síðar að tala við höfuðstöðvar SÞ í Sarajevo. „Ef loftárásimar hætta hljótum við frelsi, annars verðum við drepn- ir,“ sagði Rechner og sagðist þegar hafa orðið fyrir barsmíðum. Ebólasýkin Faraldur í rénun Genf. Reuter. TALIÐ er, að ebólafaraldurinn í Zaire sé í rénun en rúmlega 100 manns hafa látist. Talsmaður WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði, að sjúkdómstilfellum hefði lít- ið fjölgað og væri raunar aðeins um að ræða fólk, sem hefði veikst fyrir allnokkur án þess að vera skráð fyrr en nú. Samkvæmt upplýsingum WHO hafa 144 sýkst og 108 látist en yfir- völd í Zaire segja sjúkdómstilfellin vera 160 og hafi 121 maður látist. Enn er vitað um nokkra menn sem hafa smitast og er þess beðið að sjúkdómurinn brjótist út í þeim. ----------♦.♦-■♦---- Kafna í fangels- unum Nairobi. Reuter. FANGELSI í Rúanda eru svo þröngt setin fólki, sem grunað er um þátt- töku í fjöldamorðum, að fangar hafa unnvörpum kafnað, að sögn ríkisút- varps landsins. Haft var eftir innan- ríkisráðherra landsins að framvegis yrðu aðeins leyfðar handtökur í „aug- ljósum tilvikum". Hálf til ein milljón manna, einkum tútsar en einnig hófsamir hútúar, féllu í óöldinni í fyrra. Um 35.000 manns hefur verið stungið í fangelsi eftir að Föðurlandsfylking Rúanda (RPF), sem að mestu er skipuð túts- um, náði völdum í lok borgarastríðs- ins í fyrra. Ekkert lögreglulið er í Rúanda, fyrrverandi skæruliðar úr röðum RPF sjá um handtökumar og styðjast í sumum tilvikum eingöngu við heiftar- legar ásakanir annarra borgara, að sögn fulltrúa erlendra mannréttinda- samtaka. YFIRMENN Samemuðu þjoðanna (SÞ) og Atlantshafsbandalagsins (NATO) ákváðu í gær að hætta frek- ari loftárásum á stöðvar Bosníu- Serba eftir að Serbar höfðu hlekkjað að minnsta kosti átta friðargæsluliða við hugsanleg skotmörk. Þá höfðu sveitir Bosníu-Serba umkringt 200 gæsluliða og hótuðu að taka þá sem gísla. Þrjátíu franskir friðargæslulið- ar voru í gær afvopnaðir af Serbum í Poljine skammt frá Sarajevo og færðir á óþekktan stað. Hótuðu Serb- ar að skjóta friðargæsluliðana ef loftárásum yrði haldið áfram. Örygg- isráð SÞ var kallað saman til neyðar- fundar í nótt að tillögu Frakka og í dag verður fundur í Atlantshafsráð- inu í Brussel. Hótuðu Frakkar í gær- kvöldi að draga sveitir sínar til baka ef ekki yrði gripið til aðgerða. Orrustuþotur NATO höfðu fyrr um daginn- í tvígang gert loftárásir á vopnageymslur Serba eftir að frestur sem þeim hafði verið gefinn til að skila vopnum rann út. Hætt var við þriðju árásarferðina eftir að ljóst var að Serbar höfðu tekið friðargæsluliða í gíslingu. Síðdegis í gær sýndi serb- neska sjónvarpið myndir af þremur eftirlitsmönnum SÞ, Tékka, Rússa og Kanadamanni, sem höfðu verið hlekkjaðir við vopnabúr. Síðar voru sýndar myndir af pólskum friðar- gæsluliða sem hafði verið hlekkjaður með handjárnum við radarstöð og tveimur friðargæsluliðum frá Spáni og Ghana, sem voru hlekkjaðir við brú í miðborg Pale og tveimur sem voru hlekkjaðir við staur. Heimildir hjá NATO sögðu að sér- sveitir væru í viðbragðsstöðu ef til þess þyrfti að koma að flytja yrði friðargæsluliða af hættusvæðum. Öryggisráð SÞ fordæmdi stórskot- aliðsárásir Serba á óbreytta borgara og hvatti til þess að friðargæsluliðum yrði sleppt úr haldi. William Perry, vamarmálaráðherra Bandarílqanna, sagði gíslatökuna eiga eftir að leiða til aukinna átaka. „Það er orðið tíma- bært að umheimurinn sýni samstöðu og ákveðni. Bandaríkin eru skuld- bundin til að taka þátt í aðgerðum NATO til að styrkja og styðja friðar- • gæslutilraunir Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Perry. Willy Claes, framkvæmdastjóri NATO, sagði að ákveðin tímamót væm nú í Bosníumálinu. „Umheim- urinn getur ekki lengur sætt sig við þessa niðurlægingu," sagði hann á blaðamannafundi eftir loftárásirnar. Mannskæðasta sprengjuárásin Serbar lokuðu í gær fyrir rafmagn og vatn til Sarajevo en á fimmtu- dagskvöld gerðu þeir umfangsmikla stórskotaliðsárás á bæinn Tuzla. Lést 71 ungmenni er sprengja sprakk skammt frá útiveitingahúsi í bænum og 125 særðust. Sá elsti sem féll var 28 ára gamall, sá yngsti fjórtán ára. Þetta er mannskæðasta sprengjuárás Bosníustríðsins en 66 féllu í febrúar í fyrra er sprengja sprakk á útimarkaði í Sarajevo. Aðfaranótt föstudagsins var árás- um á Tuzla og Sarajevo haldið áfram. Þá hófu Serbar stórskotaliðs- árásir á ný eftir loftárásir NATO í gær. Flugmóðurskip til Adríahafs Helmut Kohl Þýskalandskanslari og John Major forsætisráðherra Bretlands skoruðu að loknum fundi sínum í Bonn í gær á Jeltsín Rúss- landsforseta að beita áhrifum sínum á Serba. Tók Bill Clinton Bandaríkja- forseti undir þessa áskorun í gær- kvöldi. Jeltsín sagðist fallast á mála- leitanina ef loftárásum yrði hætt. Frakkar og Bandarílqamenn fóru í gær fram á að utanríkisráðherrar fimmríkjahópsins myndu hittast í tengslum við NATO-fundi í Hollandi í næstu viku til að ræða Bosníu. Bandaríska flugmóðurskipið USS Theodore Roosevelt sigldi í gær inn á Adríahaf til að styðja aðgerðir her- flugvéla NATO yfir Bosníu. ■ Erkomiðað/18 Murdoch vill kaupa stöðvar Berlusconis Mílanó. Reuter. Heimsmeistumm fagnað ÁSTRALSKI auðkýfingurinn Ru- bert Murdoch sagðist í gær reiðubúinn að kaupa sjónvarps- stöðvar ítalska viðskiptajöfursins Silvios Berlusconis. Áttu þeir við- ræður þar að lútandi í Róm í fyrra- dag en niðurstaða fæst ekkj fyrr en að loknu þjóðaratkvæði á Ítalíu 11. júní um eignarhald á fjölmiðl- um. Murdoch sagðist reiðubúinn að kaupa stöðvamar af Berlusconi óháð niðurstöðum þjóðaratkvæðis- ins, sem kynni að takmarka eignarhald við eina sjónvarpsstöð. Sagðist hann ekki vera að stofna til bandalags með ítölskum stall- bróður sínum, hann ætlaði ekki að gerast meðeigandi heldur kaupa hann út. Að sögn talsmanna Fininvest- samsteypunnar, eignarhaldsfélags sjónvarpsstöðva Berlusconis, hafa nokkur atriði varðandi hugsanleg kaup Murdochs verið rædd og skýrð. Hefðu Murdoch og Berlusc- oni rætt tvo valkosti sem til greina kæmu; að Murdoch keypti annað hvort Retequattro-stöðina eða It- alia Uno-stöðina eða að hann keypti allar þijár stöðvar Berlusc- onis, þar á meðal stöðina Canale5. JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hélt í gær mót- töku í Elysée-höllinni fyrir landslið Frakka í handknatt- leik, í tilefni af því að liðið vann heimsmeistaratitilinn á HM í Reykjavík um síðustu helgi. Philippe Gardent, fyrir- liði Frakka, afhenti forsetanum peysu I litum landsliðsins og virðist Chirac hinn ánægðasti með gjöfina. Leiðtogafundur SSR Vill náið samband Minsk. Reuter. VIKTOR Tjemómyrdín, forsætisráð- herra Rússlands, spáði því í gær að fyrrum Sovétlýðveldi myndu í fram- tíðinni mynda náið samband. Ákveðið hefur verið að fella niður landamæraeftirlit milli Rússlands og Hvíta-Rússlands og var byijað að loka landamærastöðvum í gær. Leiðtogafundur Samveldis sjálf- stæðra ríkja var haldinn í Minsk í gær og miðaði hægt í viðræðum um nánara samstarf ríkjanna í efna- hagsmálum þrátt fyrir ákvörðun Rússa og Hvít-Rússa um tollabanda- lag. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, sagði að þó að samstarf samveldisríkjanna yrði nánara þýddi það ekki að verið væri að hverfa aftur til fortíðarinnar. „Það er útilokað að Sovétríkin verði endurreist," sagði Lúkasjenkó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.