Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 199 5 5 Ung-ur maður háls- brotnaði í sundlaug íÚthlíð Engin ákvæði um hættu- merkingar UNGUR maður hálsbrotnaði í sundlauginni í Úthlíð í Biskups- tungum síðastliðið miðvikudags- kvöid. Líklegt er að maðurinn hafi stungið sér af laugarbakkanum ofan í grynnri enda laugarinnar. Maðurinn, sem er læknanemi, hafði dvalist í sumarbústað í Út- hlíð ásamt 30 öðrum læknanemum. Engin ákvæði eru um merkingar eða viðvaranir um hættu af dýfing- um í grunnt vatn á sundstöðum á Islandi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi varð slysið um kl. 22 á miðviku- dagskvöld. Engar viðvaranir eða merkingar eru í lauginni um að hættulegt sé að stinga sér út í grynnri enda laugarinnar. Að sögn lögreglu sá enginn manninn fara út í laugina því félagar hans voru í setlaugum sundlaugarinnar. Einn félaga mannsins varð þess síðan var að hann var á grúfu í sundlaug- inni og var þá farið að huga að honum. Var maðurinn rænulaus þ.egar að var komið. Kallað var á lækni og sjúkrabíl og var hann fluttur á slysadeild Borgarspítal- ans. Viðvaranir ekki í nýjum lögum Herdís Storgaard, forvarnarfull- trúi hjá Slysavarnafélagi íslands, segir að ófært sé að engar merk- ingar eða viðvaranir séu í sund- laugum. í reglugerð um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar sem var undirrituð í júní í fyrra er hvergi minnst á viðvaranir um hættu á dýfingum í laugar en Herdís, sem var í nefnd sem gerði tillögu að reglugerðinni, segir að slíkar viðvaranir hafi verið í reglu- gerðardrögunum en dottið út á síð- ari stigum. Hún segir að endur- skoða þurfi reglurnar í árslok 1997 en þegar hafi komið fram fjöldi athugasemda við þær frá almenn- ingi. Henni finnst ástæða til þess að bæta ákvæðum um merkingar í sundlaugum strax inn í reglugerð- ina með bréfi frá menntamálaráðu- neytinu inn til allra sundstaða á landinu. -----» ♦ ♦---- Náttúruverndarráð Beiðni vegna malarnáms dregin til baka NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur fallið frá beiðni til sýslumannsins í Hafnarfirði um að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir malamám Borgarverks í landi Skógræktar ríkisins i Kapellu- hrauni. Aðalheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, segir að fallið hafi verið frá beiðn- inni því vilji hafi verið fyrir því hjá öllum aðilum að leysa málið með friðsamlegum hætti. Unnið væri að því um þessar mundir. Borgarverk hafði keypt rétt til malarnáms fyrir gildistöku laga um mat á umhverfisáhrifum. Fyrirtæk- ið hefur numið um 500 rúmmetra af hrauni af svæðinu eða um helm- ing umsamins magns. FRÉTTIR Ungviði ÞAÐ er alltaf jafnmikið ævin- týri fyrir börnin að sjá nýfætt ungviðið á vorin. Upplýsinga- þjónusta landbúnaðarins hefur undanfarin ár gefið skóla- og leikskólabörnum kost á að heimsækja sveitabæi í nágrenni Reykjavíkur á þessum árstíma og er þess mynd tekin á Grjót- eyri í Kjós í vikunni í einni slíkri ferð. Er röðin komin að þér? Nú er hann tvöfaldur! - ALLTAFÁ LAUGARDÖGUM SÖLUKERFIO LOKAR KL. 20.20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.