Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á annað hundrað manns á stofnfundi Evrópusamtakanna Vilja fordómalausar umræður og vinna að aðildarumsókn Morgunblaðið/Sverrir ÓLAFIJR Þ. Stephensen stjórnmálafræðingur í pontu, til vinstri við hann eru Magnús M. Norðdahl fundarstjóri, Friðrik Jónsson fundarritari, Jenný Jensdóttur og Jónas Kristjánsson, sem fluttu erindi á fundinum. HVERT sæti var skipað á stofnfundi Evrópusamtakanna í Átthagasal Hótels Sögu. STOFNFUNDUR Evrópusamtak- anna var haldinn síðastliðinn fimmtudag í Átthagasal Hótels Sögu. Stofnfélagar samtakanna eru á annað hundrað og var húsfyll- ir á fundinum. Eitt markmiða Evrópusamtak- anna er að stuðla að upplýstum og fordómalausum umræðum á íslandi um samstarf Evrópuríkja og sagði Ólafur Þ. Stephensen stjómmála- fræðingur og einn stjómarmanna í ræðu sinni að stjómmálaflokkam- ir hefðu að meira eða minna leyti bmgðist því hlutverki að efna til skynsamlegra og upplýstra um- ræðna um Evrópumál. Fundinum bárust margar kveðjur og skeyti, meðal annars frá Evrópuhreyfíng- um á hinum Norðurlöndunum. Flokkspólitísk svik? Ólafur sagði vitað mál að afstað- an til Evrópusambandsins gengi þvert á flokkslínur en flokkarnir reyndu fremur að bæla niður ágreining en að ræða málin til hlít- ar. „Fulltrúar margvíslegra stjórn- málaskoðana hafa tekið þátt í und- irbúningsstarfinu og ég sé ekki betur en að hér í salnum séu fulltrú- ar flestra flokka ásamt fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi. Þessi breiði hópur hefur náðst hér saman þrátt fyrir að okkur er kunn- ugt um að þrýstingi hefur verið beitt innan stjórnmálaflokka á að einstaklingar í þeirra röðum, sem hafa lýst stuðningi við markmið Evrópusamtakanna og áhuga á að taka þátt í starfi þeirra, drægju sig til baka. Þetta gefur að okkar mati tilefni til að hafa áhyggjur af þróun fijálsrar og lýðræðislegrar umræðu hér á landi og við hljótum að spyija hvort ástæða sé til þess að líta á það sem flokkspólitísk svik að styðja sjónarmið, sem vitað er að eiga sér málsvara í öllum flokkum," sagði Ólafur í ræðu sinni. Tugmilljónir öfgamanna? Annað markmið samtakanna er að vinna að því að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og vék Ólafur að því að sumir viðmælenda undirbúningshóps að stofnun sam- takanna töluðu um Evrópusamtök- in sem heittrúar- eða harðlínusam- tök af þeim sökum. Nefndi hann að tugir milljóna karla og kvenna um alla Evrópu, jafnt í núverandi ríkjum Evrópusambandsins sem löndum utan þess, með ólíkar stjómmála- og lífsskoðanir, væru sammála um gildi Evrópusam- bandsins. „Eru þetta allt harðlínu- og öfga- menn og úr takti við raunveruleik- ann? Við íslendingar höfum hingað til litið svo á að þótt íslenskt efna- hagslíf byggi að verulegu leyti á sjávarútvegi, sé hugmyndaheimur okkar sá sami og annarra Evr- ópubúa. Hvers vegna ættu fylgis- menn Evrópusamstarfs og mark- miða ESB um frið og samstöðu, frelsi, jafnrétti og mannréttindi, að vera harðlínumenn á íslandi en ekki annars staðar? Við viðurkenn- um sérstöðu íslands í efnahagslegu tilliti, en viljum láta reyna á hvort önnur Evrópuríki virði hana ekki eins og þau hafa oft gert áður þeg- ar hagsmunir hafa rekist á.“ í spennitreyju Þórunn Sveinbjarnardóttir stjómmálafræðingur og starfskona Kvennalistans hefur starfað í undirbúningshópi samtakanna og situr í stjóm þeirra. „Evrópusam- tökin eru vettvangur alvöru um- ræðu um Evrópu og stöðu íslands þar. Almenn stjómmálaumræða um þessi mál á íslandi hefur verið í spennitreyju. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að þetta sé ekki á dagskrá og það á greinilega að halda uppteknum hætti annað kjör- tímabil," segir hún. Þómnn segir að Kvennalista- konur eigi vissulega að einhveiju leyti sök á því hvemig umræðan um Evrópumál hefur verið. „Hins vegar hefur mjög hreinskiptin og góð umræða farið fram í Kvenna- listanum um Evrópumál. Hún hef- ur að vísu ekki stýrt hinni almennu umræðu og það hefur alltaf verið ljóst að mín Evrópuskoðun er í minnihluta í Kvennalistanum,“ segir hún. Kjörin var sjö manna stjóm og þriggja manna varastjórn. Sú fyrr- nefnda er skipuð Ágúst Þór Árna- syni framkvæmdastjóra, Davíð Stefánssyni, Drífu Hrönn Kristj- ánsdóttur mannfræðingi, Jóni Þór Sturlusyni hagfræðingi, Ólafi Þ. Stephensen stjórnmálafræðingi, Sigríði B. Guðjónsdóttur lögfræð- ingi og Þórunni Sveinbjarnardóttur stjórnmálafræðingi.' í varastjórn voru kjörin Friðrik Jónsson alþjóða- fræðingur, Magnús M. Norðdahl lögmaður og Margrét Björnsdóttir endurmenntunarstjóri. Jafnframt voru kjörnir 20 menn í fulltrúaráð en gert er ráð fyrir því í lögum samtakanna að ráðið sé skipað 40, 20 séu kjörnir á aðal- fundi og 20 skipaðir af stjórn sam- takanna. Með þessu er talið tryggt að fulltrúar sem breiðasta hóps geti mótað starf samtakanna. Þeir fulltrúar sem kosningu hlutu á stofnfundinum eru Markús Örn Aritonsson framkvæmdastjóri hjá RÚV, Ragnhildur Helgadóttir fyirverandi ráðherra, Guðni Guð- mundsson rektor, Auður Styrkárs- dóttir stjórnmálafræðingur, Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi ráðherra, Pétur J. Eiríksson framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum, Valgerður Bjarnadóttir deildarstjóri hjá EFTA, Jónas H. Haralz fyrrverandi bankastjóri, Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins, Ellen Ingvadóttir löggiltur skjalaþýðandi, Jón Baldvin Hannib- alsson alþingismaður, Inga Dóra Sigfúsdóttir stjórnmálafræðingur, Aðalheiður Sigursveinsdóttir nemi, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagn- fræðingur, Sigurður E. Guðmunds- son framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar, Ása Richardsdóttir framkvæmdastjóri Hlaðvarpans, Birgir Hermannsson stjórnmála- fræðingur, Þóra Arnórsdóttir nemi, Víglundur Þorsteinsson forstjóri og Jón Hákon Magnússon fram- kvæmdastjóri. A l ... * á*/ STUTT Alþýðubandalagið Miðstjórnar- fundur í dag FUNDUR miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins verður haldinn í Á-sal á Hótel sögu í dag og stendur fund- urinn frá kl. 10-18. í miðstjórninni eiga sæti tæplega 80 manns. Að sögn Einars Karls Haraldsson- ar, framkvæmdastjóra Alþýðu- bandalagsins, verður á fundinum farið yfir úrslit alþingiskosninganna frá því í vor og stjórnmálaástandið í dag. Þá fer fram undirbúningur lands- fundar Alþýðubandalagsins sem haldinn verður í haust, og kosin verður yfírkjörstjórn vegna kosning- ar formanns og varaformanns flokksins sem fram fer í sumar. -----------» ....... Ær bar tvisvar sinnum tveim- ur lömbum Mývatnssveit. Morgunblaðið. HÉR í Mývatnssveit var alhvít jörð föstudagsmorguninn 27. maí og hiti við frostmark og jafnvel hálka á vegum. Sauðburður hjá bændum stendur nú sem hæst og flest fé í húsi og því mikil vinna að sinna því. Nokkuð er algengt að ær beri þremur lömb- um og jafnvel fjóium. Fyrir nokkru bar ær hjá Hermanni Kristjánssyni tveimur lömbum vel meðalstórum, viku síðar bar sama ær öðrum tveim- ur lömbum, síst minni. -----» ♦ ♦ Arang-urslaus fundur DEILUAÐILAR í kjaradeilunni í ál- verinu í Straumsvík hittust á fyrsta fundi hjá ríkissáttasemjara í gær- morgun eftir að deilunni var vísað þangað. Fundurinn hófst klukkan 10 um morguninn og lauk fundinum um fimmleytið án þess að árangur hefði náðst. Annar fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á þriðjudagsmorgun, en starfsmenn eru með í undirbúningi boðun verk- falls sem miðað er við að hefjist 10. júní, hafi samningar ekki tekist fyr- ir þann tíma. -----» ♦ ♦----- Verkfall bakara boðað á mánudag BAKARASVEINAFÉLAG íslands fundaði með viðsemjendum sínum hjá ríkissáttasemjara í gær og lauk fund- inum um kvöldmatarleytið án árang- urs. Bakarar hafa boðað verkfall frá og með mánudeginum 29. maí hafí samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Andri hf. hættir við þátt- töku í Loðnuvinnshmni hf. HARALDUR Haraldsson í Andra hf. hefur hætt þátt- töku í Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði vegna ágreinings við aðra hluthafa í fyrirtækinu. Haraldur var stj ó rn arfo rm að u r Loðnuvinnslunnar hf. frá stofnfundi fyrirtækisins í september í fyrra. Fiskimjölsverksmiðja með 1.000 tonna afkastagetu, sem fyrírtækið keypti frá Japan og nú er verið að reisa á Fáskrúðsfírði, var flutt til landsins fyrir milligöngu Haraldar. Nýr stjórnarformaður Loðnuvinnsl- unnar hf. er Sigurður G. Björgvins- son, fulltrúi Útvegsfélags sam- vinnumanna í stjóm fyrirtækisins. Áætlaður stofnkostnaður Loðnu- vinnslunnar hf. er um 600 milljónir króna og er Kaupfélag Fáskrúðsfírð- inga langstærsti hluthafínn með um 40% hlut. Andri hf. hafði skrifað sig fyrir um 20% hlutafjárins, en aðrir stórir hluthafar em Búðahreppur, Olíufélagið hf., Vátryggingafélag íslands hf. og Útvegsfélag sam- vinnumanna hf. Verksmiðjan varð fokheld síðastliðinn miðvikudag, og er búist við að rekstur hennar geti hafist um næstu áramót. Engin leiðindi Haraldur Haraldsson sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæða þess að hann hefði hætt þátttöku í Loðnuvinnslunni hf. væri fyrst og fremst sú að hann hefði ekki feng- ið skriflega staðfestingu annarra hluthafa á því að hann ætti að ann- ast sölumál fyrir Loðnuvinnsluna hf. eins og rætt hefði verið um frá upphafi. „Þá vildi ég gera gagnkvæmis- hluthafasamning þannig að ef þetta samstarf gengi ekki þá gæti ég gert þeim tilboð um að kaupa bréf- in mín og ef þeir ekki vildu kaupa á því verði þá yrði ég að kaupa á því verði af þeim. Þetta vildu þeir ekki gera, en þetta fór allt friðsam- lega fram og það eru engin leiðindi þessu samfara," sagði Haraldur. Hann sagðist ekki vera ánægður með þessa niðurstöðu, en betra hefði verið að hætta þátttöku í fyrir- tækinu áður en lengra hefði verið haldið þar sem í ljós hefði komið að ekki ríkti gagnkvæmt traust milli hluthafa. „Það er búið að koma þessu öllu á fulla ferð og fyrirtækið er komið til að vera, og ég er mjög ánægður með minn þátt, að hafa náð þessu frumkvæði á þennan kopp sem það er komið á. Síðan geta menn bara dæmt um það hvort það sé gott eða slæmt. Ég vildi gjarnan halda áfram, en þegar það er ekki grund- völlur fyrir því þá er betra að hætta leik þá hæst hann stendur," sagði Haraldur. Hefur valdið vandræðum og tjóni Gísli Jónatansson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, vildi ekki tjá sig um þetta mál að öðru leyti en því að hann sagði það hafa valdið Loðnuvinnslunni hf. bæði erfíðleikum og tjóni að Andri hf. hefði gengið út úr fyrirtækinu. Hann sagðist hins vegar vera bjart- sýnn á að þau vandamál myndu leys- ast, og jafnframt vonaðist hann til að hægt yrði að útvega það hlutafé sem á vantaði eftir að Andri hf. hefur hætt þátttöku sinni í Loðnu- vinnslunni hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.