Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ1995 11 LANDIÐ AKUREYRI * • Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ^ HIN nýja kirkja Isfirðinga. Isafjarðarkirkja vígð ísafirði — ísfirðingar fjölmenntu til vígslu nýrrar ísafjarðarkirkju á uppstigningardag. Biskupinn yfir Islandi, herra Olafur Skúla- son, vígði kirkjuna ásamt pró- fastinum í ísafjarðarprófasts- dæmi, séra Baldri Vilhelmssyni, og prestunum séra Magnúsi Erl- ingssyni, séra Jakobi Agústi Hjálmarssyni og séra Karli Val- garði Matthíassyni, sem allir þrír hafa verið hér þjónandi prestar. Isafjarðarkirkja stendur á lóð gömlu kirkjunnar sem brann í júli 1987. Hróbjartur Hróbjarts- son arkitekt og samstarfsfólk hans teiknaði kirkjuna, en þau unnu samkeppni um gerð henn- ar. Nokkur ágreiningur varð um staðsetningu og útlit nýrrar kirkju og var meðal annars kosið tvisvar sinnum um málið. Nú virðist að góð sátt hafi náðst í þessu viðkvæma máli og ísfirð- ingar troðfylltu kirkjuna við vígsluathöfnina, sem hófst með því að Jónas Tómasson tónskáld og föðurbróðir hans Ingvar Jón- asson fiðluleikari léku frumsam- ið tónverk sem Jónas hafi samið í tilefni vígslunnar. Á meðan gengu biskup ásamt flestum starfandi prestum á norðanverð- um Vestfjörðum og fjórum nú- verandi og fyrrverandi sóknar- prestum Isafirðinga inn að altar- inu. Með þeim gengu sóknar- nefndarmenn og safnaðarfulltrúi með ýmsa muni kirkjunnar sem biskupinn kom síðan fyrir á við- eigandi stöðum. Hulda Bragadóttir organisti stjórnaði kór Isafjarðarkirkju, en kirkjugestir voru flestir á eitt sáttir með að mjög góður hljóm- burður væri í kirkjunni. í lok athafnarinnar var altaris- ganga, þar sem fjöldi sóknar- barna neytti brauðsins og víns- ins. Formaður sóknarnefndar, Björn Teitsson rektor, ávarpaði gesti og gat um helstu atriði sem vörðuðu framgang kirkjubygg- ingarinnar en þar kom meðal annars fram að fjöldi gjafa hafa borist, auk þess sem bæjarstjórn hefur lofað árlegu framlagi næstu árin. Að athöfninni lokinni stóð kvenfélagið fyrir glæsilegum kaffiveitingum í safnaðarheimil- inu. Morgunblaðið/Úlfar FJÖLMENNI var við vígslu kirkjunnar. BISKUPINN yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, vígði kirkjuna. Verkalýðsfélagið Eining Mikið atvinnuleysi meðal félagsmanna ATVINNULEYSI meðal félagsmanna Verkalýðsfélagsins Einingar var mjög mikið á liðnu ári, en alls fengu 1.617 félagsmenn greiddar atvinnuleysis- bætur á árinu, eða rúm 40% félags- manna að upphæð tæplega 130 millj- ónir króna. Félagsmenn eru 4.788 talsins, aðal- og aukafélagar. Atvinnuléysi Þetta kom fram í skýrslu Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar, á aðalfundi félagsins á miðvikudags- kvöld en þar gerði hann hið mikla atvinnuleysi m.a. að umtalsefni. Árið 1993 voru 1.123 félagar atvinnulaus- ir og fengu greiddar rúmar 120 millj- ónir í bætur. Fiskvinnslustöðvar á svæðinu stöðvuðust í upphafi síðasta árs en það hækkar tölu atvinnu- lausra verulega. Ástandið var allra verst á Akureyri og fer lítið batnandi. Fram kom að heildamiðurstaða af rekstri sjóða félagsins er jákvæð um nokkiíð á þriðju milljón, Sjúkra- sjóður er þó rekinn með tapi og veld- ur það mönnum áhyggjum, en greiðslur úr sjóðnum aukast við at- vinnuleysi. Orlofshúsasjóður stendur vel undir útgjöldum þó hann hafi eignast fleiri orlofshús og tekið fleiri á leigu yfir sumartímanna. Enn skortir mikið á að hægt sé að verða við óskum allra um afnot af orlofs- húsum. Félagið veitti styrki til Félags heyrnarlausra, rekstrarstyrk til Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar, til MFA vegna fullorðinsfræðslu, til átaksins íslenskt já, takk, til Mæðrastyrks- nefndar, Punktsins og þjálfunarlaug- ar í Kristnesi. Þá styrkti Fræðslu- sjóður eða kostaði 130 félagsmenn sína til að sækja námskeið og einnig var öllum 10. bekkingum á Eyjafjarð- arsvæðinu gefinn bæklingur um rétt- indi og skyldur launamanna, Vega- bréf á vinnumarkaði. Stuðningur við sjómenn Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við samtök sjómanna í kjarabaráttu sinni og fordæmdi fundurinn aðgerð- ir einstakra útgerðarmanna til að komast hjá löglega boðuðu verkfalli sjómanna. Skorað var á félagsmenn Einingar og annarra stéttarfélaga að þjónusta á engan hátt þau skip sem þama eiga í hlut og að vera jafnframt vel á verði gagnvart verkfallsbrotum og grípa þegar til viðeigandi ráðstafana komi þau upp. Morgunblaðið/Rúnar Þór Próftíðin hefst með pönnukökuritgerðinni AÐ SKRIFA pönnukökuritgerð er ein af elstu hefðunum við Mennta- skólann á Akureyri „og hefur ver- ið lengur en elstu menn muna,“ eins og Sverrir Páll Erlendsson íslenskukennari við skólann orðaði það, en upphaflega var hún eins konar lokapróf í íslenskum stíl. Þrátt fyrir margvíslegar breyt- ingar á skólakerfinu hefur þessi hefð, að skrifa svokallaða pönnu- kökuritgerð, haldist og er undan- tekningarlítið fyrsta prófið í próftíð stúdentsefna. Nemarnir fá fjóra tíma til að skrifa ritgerðina, en nafn sitt dregur hún af því að um miðbik próftímans er gengið í mötuneyti heimavistar þar sem stúdentsefnum er boðið upp á kakó og pönnukökur með sykri og ijóma. Stúdentsefni sátu yfir pönnu- kökuritgerðinni í vikunni og gátu valið um 6 ritgerðarefni: Sitt er hvað, gæfa eða gjörvileiki, Vímu- efnaneysla unglinga, Blítt lætur veröldin, ísland, land í stórum heimi, Þegnar framtíðarinnar eða Fordómar á íslandi. Einu prófgögnin sem varðveitt eru við skólann eru pönnukökurit- gerðirnar, þær voru lengi vel geymdar i gríðarstórri kistu í and- dyri Gamla skóla, en voru fluttar fyrir nokkru upp á háaloft, á norð- urvistina. Vorverk rollukarla í Ejjum Vestmannaeyjum - Eitt af vor- verkunum hjá frístundabændum í Vestmannaeyjum, sem ekki eru meði beitiland á heimalandinu, er að koma fé sínu á beit í úteyjum. í vikunni flutti einn bóndinn tvær ær með lömbum sínum til beitar í Ystakletti. Voru rollurnar fluttar með gúmmíbát út í Klettsvík þar sem þær voru settar í land en síð- an klifu þær skriðuna upp í Ysta- klett þar sem þær munu dvelja í sumar í sátt og samlyndi við lund- ann og aðra bjargfugla. w Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson A Islenskir búningar á Minjasafninu SYNING á íslenskum búningum og gripum þeim tilheyrandi svo og sýning á ýmiss konar textílum verður í Minjasafninum á Akureyri, en það verður opið á morgun, sunnudag frá kl. 13-17. Þessi sýning er í tengslum við Handverksdag Gilfélagsins sem hald- inn er í dag, laugardag, en þar verð- ur gamalt og nýtt handverk til um- ræðu og hafa sýningar á slíkum grip- um verið endurbættar af því tilefni. Sýning á verðlaunagripum úr minjagripasamkeppni Handverks- reynsluverkefnisins hefur verið sett upp í Minjasafninu og stendur hún til 25. júní næstkomandi. Sumarstarfsemi safnsins hefst 1. júní og verður safnið opið dáglega frá 11-17 til 15. september og verð- ur ýmislegt um að vera á vegum safnsins í sumar, m.a. starfsdagar, gönguferðir og söngvökur. MESSUR AKURERYARPRESTAKALL: Guðþsjónusta verður í Akur- eyrarkirkju á morgun, sunnu- daginn28. maíkl. 11.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld, laugardaginn 27. maí. Safnaðarsamkoma kl.11.00. á sunnudaga og Vakningasamkoma, ræðumað- ur Jóhann Pálsson, sama dag kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.