Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ _____________ÚRVERINU____________ Tillögur Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla Hrygningarstofn þorsks stækkar um 10% miðað við 160.000 tonna veiði FRÉTTIR: EVRÓPA Leiðtogafundur í Bonn HAFRANNSÓKNASTOFNUN hef- ur sent frá sér skýrslu um ástand og aflahorfur helztu nytjastofna okkar. Þar kemur fram, að veiði- stofn þorsksins er nú talinn um 560.000 tonn og hrygningarstofn þar af um 300.000 tonn. Eldra mat var að veiðistofninn væri 510.000 tonn og hrygningarstofninn aðeins 230.000 tonn. Stjórnvöld hafa nú markað þá stefnu að ekki skuli veiða meira en fjórðung veiðistofns þorsks árlega, en þó ekki minna en 155.000 tonn ár hvert. Því má bú- ast við því að heimill afli á kom- andi fiskveiðiári verði 155.000 tonn, sem er 15.000 tonnum meira en fjórðungur veiðistofnsins. Hér fer á eftir mat stofnunarinnar á ástandi helztu nytjastofna okkar og tillögur um aflahámark á næsta fiskveiðiári: Þorskur. „Þorskaflinn á árinu 1994 var 179 þús. tonn samanborið við 252 þús. tonn árið 1993. Mest veiddist af 4-5 ára þorski. Aldursdreifíng aflans í veiðinni var í samræmi við það sem gert var ráð fyrir nema að hlutdeild sex ára þorsks varð allnokkru minni en búist var við. Verulega dró úr sókn í þorsk á ár- inu 1994 miðað við árið 1993, þann- ig að veiðidánartala árið 1994 var 25% lægri en árið 1993. Þrátt fyrir þessa sóknarminnkun er sóknin í þorskinn enn nokkuð umfram þá sókn sem gefur hámarksnýtingu úr stofninum sé til lengri tíma litið. Meðalþyngd eftir aldri árið 1994 var eilítið hærri en árið 1993. Hlut- fall kynþroska þorsks eftir aldri hefur hækkað árlega síðan 1992 og hækkaði enn á árinu 1994. Fyrstu niðurstöður úr veiðinni á vetrarvertíð 1995 benda til þess að hlutfall kynþroska þorsks sé áþekkt og á síðastliðnu ári. Samkvæmt nýrri úttekt er stærð veiðistofns þorsks 1995 áætluð 560 þús. tonn, þar af er hrygningarstofninn talinn um 300 þús. tonn. I úttektinni árið 1994 var veiðistofn áætlaður 510 þús. tonn við upphaf árs 1995 en hrygningarstofn um 230 þús. tonn. Stærri hrygningarstofn nú en gert var ráð fyrir má að mestu leyti rekja til þess að hlutfallslega fleiri fískar eru kynþroska í stofninum en áætlað var. Síðan árið 1985, eða í áratug, hafa allir árgangar í þorskstofnin- um, að undanteknum árganginum 1993, reynst undir meðallagi. Að- eins 1993-árgangurinn er metinn með meðalárangur. Þróun þorsk- stofnsins og sérstaklega hrygning- arstofnsins mun því mótast af þess- ari lélegu nýliðun í nánustu framtíð. Áhrif mismunandi aflahámarks á áætlaða stærð stofnsins má sjá í eftirfarandi dæmúm: Veiðistofn, sem nú er ekki allfjarri sögulegu lágmarki, mun vaxa í um 760 þús. tonn árið 1998 við 190 þús. tonna veiði, en hrygningarstofn mun minnka í 280 þús. tonn fram að sama tíma. Við 160 þús. tonna afla mun veiðistofn vaxa í 840 þús. tonn og hrygningarstofn vaxa um 10% fram til ársins 1998. Við 130 þús. tonna afla eru líkur til að veiðistofn- inn verði kominn í rúm 900 þús. tonn og hrygningarstofn í 390 þús. tonn. Frekari takmörkun afla árin 1996 og 1997 mun leiða til enn hraðari uppbyggingar bæði veiði- og hrygningarstofns. Tilsvarandi reikningar þar sem miðað er við fískveiðiár gefa sömu niðurstöður. Stjórnvöld hafa tekið þá ákvörð- un að stefnt skuli að því að veiða áriega 25% af stærð veiðistofns þorsks (þ.e. meðalstærð í upphafí yfírstandandi árs og þess næsta á eftir) þannig að afli fari ekki niður fyrir 155 þús. tonn. Hafrannsókna- stofnunin hefur kannað áhrif þess að nýta stofninn með slíkri afla- reglu. Kemur í ljós að innan við 1% líkur eru á hruni stofnsins með þessari nýtingarstefnu. Ennfremur mun hrygningarstofn stækka nokk- uð og fískveiðidánarstuðlar lækka verulega á næstu tveimur árum ef aflareglunni verður fylgt. Hafrann- sóknastofnun telur því að slík nýt- ingarstefna gefí góða raun til lengri tíma litið og leggur til að þeirri stefnu verið fylgt, enda miðist út- hlutað aflamark hvers árs við að afli á íslandsmiðum haldist innan þeirra marka sem aflareglan kveður á um hveiju sinni. Ýsa. Ýsuaflinn á árinu 1994 var tæp 60 þús. tonn en aflinn á fískveiðiár- inu 1993/94 varð hins vegar um 57 þús. tonn eða nokkru minni en lagt hafði verið til (65 þús. tonn). Veiðistofn sem miðaður er við þriggja ára físk og eldri er talinn hafa verið 185 þús tonn. og hrygn- ingarstofninn 135 þús. tonn í árs- byrjun 1995. Meðalþyngd ýsu hef- ur verið lág undanfarin fímm ár miðað við næstu fimm ár á undan. Kemur þetta fram bæði í stofnmæl- inga- og aflagögnum. Veiðistofn næstu ára mun að verulegu leyti byggjast á stóru árgöngunum 1989 og 1990 enda þótt 1989-árgangur- inn virðist minni en gert hafði ver- ið ráð fyrir. Kynþroskahlutfall hef- ur aukist hjá ungum fiski og er önnur hver þriggja ára ýsa nú kyn- þroska. Framreikningar á stærð hrygningarstofnsins benda til þess að í ársbytjun 1996 verði veiði- stofninn 185 þús. tonn og hrygn- ingarstofninn 125 þús. tonn. Ha- frannsóknastofnunin leggur til að ýsuafli fari ekki yfír 55 þús. tonn fiskveiðiárið 1995/96. Þá er talið að bæði veiðistofn og hrygningar- stofn haldist svipaðir og þeir voru en veiðidánartalan lækki nokkuð. Ufsi. Ufsaafli árið 1994 var tæp 65 þús. tonn en var tæp 72 þús. tonn árið 1993 og um 80 þús. tonn árið 1992. Veiðistofn í ársbyijun 1995 er nú metinn um 320 þús. tonn og hrygningarstofn um 195 þús. tonn sem er svipað því sem var áætlað í síðustu úttekt. Á undaförnum árum hefur sókn í ufsa verið á milli kjörsóknar og þeirrar sóknar er gefur hámarksafrakstur, þ.e. 70-80 þús. tonn. Hafrannsókna- stofnunin leggur því til að sókn í ufsa fiskveiðiárið 1995/96 verði svipuð og hún var árið 1994 þannig að aflinn fari ekki jrfír 65 þús. tonn. Karfastofnar. Samanlagður afli á gvllkarfa og djúpkarfa á íslandsmiðum árið 1994 var 95 þús. tonn. Afli á þess- um tegundum hefur verið á bilinu 92-97 þús. tonn alít frá árinu 1988. Afli á gullkarfa var áætlaður um 38 þús. tonn á síðasta ári og hefur farið minnkandi mörg undanfarin ár. Sókn í stofninn dróst lítillega saman á síðasta ári, eftir að hafa verið að aukast árin á undan og gullkarfaafli á sóknareiningu hefur verið lítill undanfarin ár. Þá hafa vísitölur gullkarfa úr stofnmæling- um botnfíska lækkað verulega eða um helming frá árinu 1986. Aug- Ijóst er að gullkarfastofninn hefur minnkað mikið síðasta áratuginn og er nú í mikilli lægð. Því leggur Hafrannsóknastofnunin til að enn verði dregið úr sókn í gullkarfa á fiskveiðiárinu 1995/96 og að há- marksaflinn fari ekki yfir 25 þús. tonn. Afli á djúpkarfa á Islandsmiðum árið 1994 var áætlaður um 56 þús. tonn og hefur aukist verulega á síðustu fimm árum. Afli á sóknar- einingu fyrir djúpkarfa hefur farið minnkandi undanfarin ár samhliða mikilli aukningu í afla og sókn. Vegna sterkra vísbendinga um samdrátt í djúpkarfastofninum, leggur Hafrannsóknastofnunin til að hámarksaflinn fiskveiðiárið 1995/96 fari ekki yfir 35 þús. tonn. Úthafskarfi veiðist í lögsögu Is- lands og Grænlands en þó aðallega á hinum alþjóðlega hluta Græn- landshafs. Bergmálsmælingar sem gerðar voru á úthafskarfastofnin- um sumarið 1994 sýndu að stærð stofnsins er að minnast kosti 2,2 millj. tonna. Úr úthafskarfa- stofninum veiddust samtals um 99 þús. tonn á síðasta ári og er því búið að veiða rúm 900 þús.tonn úr stofninum frá því að veiðar hó- fust árið 1982. Á síðasta ári var afli íslendinga um 54 þús. tonn, samanborið við 23 þús. tonn árið 1993. Af þeim afla veiddust nú tæp 17 þús. tonn innan íslensku lögsög- unnar sem er mun hærra hlutfall aflans en áður hefur verið. Líklegt er að stofninn þoli þær veiðar sem nú eru stundaðar, en lagt er til að afli verði takmarkaður við 150 þús. tonn á ári þar til viðbrögð stofnsins við því veiðiálagi koma í ljós. Grálúða. Grálúða við Austur-Grænland, ísland og Færeyjar er talin vera sami stofninn. Á Islandsmiðum jókst sóknin í grálúðu hratt á árun- um 1986 til 1989 og aflinn einnig úr 31 þús. tonnum í 59 þús. tonn. Afli á sóknareiningu hefur að sama skapi farið minnkandi og hefur aldr- ei verið eins lítill og á árunum 1990-1994. Hafrannsóknastofnun vekur athygli á mikilvægi þess að samkomulag náist um tilhögun grálúðuveiða úr þessum sameigin- lega stofni nokkurra þjóða og legg- ur til að heildarafli á grálúðu_ á hafsvæðinu Austur-Grænland/ís- land/Færeyjar fískveiðiárið 1995/96 verði ekki meiri en 20 þús. tonn. Með þessu móti er líklegt að grálúðustofninn fari heldur vax- andi á næstu árum. Lúða. Árið 1994 var lúðuaflinn á ís- landsmiðum 1.584 tonn. Á seinni árum hefur skráður lúðuafli íslend- inga verið á bilinu 1.200-1.900 tonn og einkum fengist sem auka- afli við tog- og línuveiðar. Afli á sóknareiningu hefur minnkað mikið á seinni árum, bæði í veiðum og stofnmælingu botnfíska og virðist ástand lúðustofnsins afar slæmt. Skarkoli. Skarkolaaflinn árið 1994 vartæp 12 þús. tonn en það er um 1.000 tonnum minni afli en árið 1993. Á undanförnum þremur árum hefur sókn í skarkola í Faxaflóa farið vaxandi og afli á sóknareiningu farið minnkandi. Afli á sóknarein- ingu á öðrum miðum en Faxaflóa sýnir svípaða þróun. Vísitölur úr stofnmælingu botnfíska benda jafn- framt til að veiðistofn skarkola hafi farið minnkandi frá árinu 1985, sérstaklega þó á Vestfjörðum. Með hliðsjón af framansögðu er lagt til að dregið verði úr sókn í skarkola þannig að hún verði nær meðaltali áranna 1991-1993 og leyfilegur hámarksafli fískveiðiárið 1995/96 verði 10 þús. tonn. JOHN Major, forsætisráð- herra Bretlands, átti í gær fund með Helmut Kohl kansl- ara Þýskalands, í Bonn. Evr- HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að íslendingar geti ekki gengið að tilboði Evrópusam- bandsins um 4.000 tonna tollfijálsan innflutningskvóta fyrir síidarafurðir til Finnlands og Svíþjóðar. Halldór segist vonast til að tekið verði tillit til þess í áframhaldandi samninga- viðræðum við ESB hversu háð ísland sé sjávarútvegi. „Við teljum tilboðið óhagstætt. Það er ekki í neinu samræmi við þær væntingar, sem skapaðar voru að því er varðaði sfldina, er við ákváðum að verða aðilar að Evrópsku efna- hagssvæði," sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Halldór segir að nýlega hafí verið haldinn fundur í utanríkisráðuneyt- inu með síldarútflytjendum og öðr- um, sem tengist málinu, og verið sé að undirbúa næsta samningafund með Evrópusambandinu. „Svo erum við að vinna í því að kynna málstað okkar með öllum tiltækum ráðum,“ sagði hann. íslendingar miklu háðari fiskveiðum Samningurinn, sem íslendingum hefur verið boðinn, miðast við toll- frelsi á magni, sem samsvarar meðal- tali útflutnings íslenzkra síldarafurða SAMNINGUR Evrópusambandsins og Rússlands um viðskiptamál verður á dagskrá utanríkisráðherrafundar ESB á mánudaginn. „Það eru uppi mjög skiptar skoð- anir meðal ráðherranna. Sumir telja Rússa hafa komið allt að því nægi- lega til móts við kröfur okkar en aðrir ekki,“ sagði einn stjómarerind- reki og bætti við: „Það er pólitískur vilji til að undirrita samninginn og öll skjöl eru tilbúin. Þegar upp er stað- ið tel ég hins vegar ólíklegt að af því verði á mánudaginn." Tveir mánuðir eru liðnir frá því að ráðherramir ræddu samkomulagið síðast og ákváðu að fresta undirritun þess þar til að Rússar hefðu uppfyllt ákveðin skilyrði. Krafðist ESB þess að Rússar hæfu viðræður við Tsjetsj- ópumál áttu að vera eitt helsta umræðuefni fundarins en lentu í skugga atburðanna í Bosníu. til Svíþjóðar og Finnlands síðastliðin þijú ár. Norðmenn féllust á sams konar samning, sem reyndar hefur ekki hlotið staðfestingu allra ESB- ríkja, þar sem Svíum og Dönum þyk- ir tollfijálsi kvótinn of rúmur. Halldór var spurður hvort hann teldi raunhæft að íslendingar gætu fengið betri samning en Norðmenn. „Ég ætla ekki að fullyrða um það. Það er hins vegar staðreynd að ís- lendingar eru miklu háðari fiskveið- um en Norðmenn og við seldum miklu meira til Finnlands og Svíþjóð- ar áður fyrr. Ég er þeirrar skoðunar að sérstaða okkar sé miklu meiri en Norðmanna. Hún hefur stundum verið viðurkennd, en á þessu stigi get ég ekki metið það hvort svo fari. Fram til þessa höfum við ekki náð þeim skilningi, sem við höfum vonazt eftir,“ sagði Halldór. Miklir hagsmunir Utanríkisráðherra vildi ekki tjá sig um það hversu stóran innflutningsk- vóta honum fyndist að ísland ætti að fá. Hann minnti hins vegar á að á sjöunda áratugnum hefði síldarút- flutningurinn til Norðurlandanna tveggja farið yfír 20.000 tonn á ári. „Það sýnir hvað þetta er mikið hags- munamál," sagði hann. ena, leyfðu sendingu hjálpargagna til Tsjetsjníju og að utanaðkomandi eftir- litsmenn fengju að kynna sér ástand- ið. Margt hefur hins vegar breyst síð- an og þá ekki síst að ESB gekk fyrir skömmu frá umfangsmiklum samn- ingi við Úkraínu, sem margsinnis hafði verið frestað vegna þeirrar kröfu að Tsjemóbýlverinu yrði lokað. Hafa Úkraínumenn heitið að loka verinu um aldamót. Þá er stefnt að því að ganga frá viðskiptasamningum við Eystrasaltsríkin þijú þann 12. júní. „I ljósi þessara kringumstæðna myndi það öðlast aðra merkingu að fresta samningnum við Rússa enn einu sinni. Sumir telja of djúpstæða merkingu,“ sagði annar stjómarerind- reki. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Tollatilboð ESB ekki aðgengilegt Ovissa um samn- inginn við Rússa Brussel. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.