Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Enn um Mjólkursamlag Borgfirðinga Hugleiðingar úr mjólkurhúsinu MARGT hefur verið rætt og ritað um þetta mál síðustu mán- uði, bæði heima í héraði og í prent- og ljósvakamiðlum á landsvísu. Með eins og einni undantekningu (RÚV) hefur mest verið leitað eftir sjónarmiðum þeirra, sem mótfallnir eru málinu, bæði Borg- nesinga og annarra, svo og kaupfélagsstjórans. Mjög fáir virðast telja það ómaksins vert að kynna sjónarmið samtaka mjólkurframleiðenda, sem þó voru til kvödd að taka afstöðu til úreld- ingarinnar og samþykktu hana, enda vandséð að annars hefði af henni orðið. Grein Guðmundar Jónssonar, bifvélavirkja í Borgar- nesi í Mbl. 18. maí er mér því ágætt tilefni til að jafna ögn þenn- an áhalla og skýra nokkur atriði sem að mínu áliti gera það nauð- synlegt að ráðast í þessa aðgerð. í ágúst 1992 var undirritaður samningur um stjómun mjólkur- framleiðslu milli stjómvalda og bænda. Sú athöfn átti sér aðdrag- anda í „þjóðarsáttinni" 1990 og starfi 7-manna-nefndar um að ná niður verðlagi búvara á íslandi. Samningurinn fól í sér að mjólkur- framleiðendur og mjólkuriðnaður- inn tóku á sig verulegar verð- hækkanir með þeim árangri að verð á mjólkurafurðum hefur staðið í stað eða lækkað með til- heyrandi áhrifum á vísitölur fram- færslu og lánskjara til hagsbóta fyrir neytendur og skuldara. Gegn þessu fékk mjólkuriðnaðurinn ráð- rúm til að endurskipuleggja sig og velja um að hve miklu leyti hann sameinaðist eða kæmi á samstarfi og samhæfingu mili fyrirtækjanna og loforð um ráð- stöfun verðmiðlunarsjóðs mjólkur til hagræðingaraðgerða. Á þessum tíma var orðið nokk- uð ljóst að alþjóðlegir viðskipta- samningar myndu fljótlega leiða til einhvers innflutnings mjólkur- afurða, opinber stuðningur við landbúnaðinn færi minnkandi og útflutningsbætur úr ríkissjóði heyrðu sögunni til. Auk þessa var klippt niður það öryggisnet, sem mjólkursamlögin höfðu búið við um langan aldur og tryggði nokk- um veginn afkomu þeirra hvemig sem allt veltist. Það gerðist 1. jan. 1994 og var áreiðanlega ekki vinsælasta ákvörðun Halldórs Blöndal sem landbúnaðarráðherra en sennilega ein af þeim nauðsynlegustu, því þetta öryggisnet hafði gert menn óþarflega værakæra. Mjólkurframleiðsl- an og mjólkuriðnað- urin standa því í dag frammi fyrir um- hverfi, sem er æði ólíkt því sem áður var og óhagstæðara. Menn geta verið mis- jafnlega sáttir við þessar aðstæður, um það snýst málið ekki, heldur hitt hvemig á að bregðast við. Þeg- ar um það er að ræða að duga eða drepast vilja menn gjama reyna það fyrmefnda og í þessu tilviki er engin ástæða til annars. Við eigum ýmis færi til vamar og sóknar og þau verðum vi ðað nýta. Það kallar á markviss vinnu- Ég tel að náðst hafí mikilvægur áfangi, segir Guðmundur Þor- steinsson, í þágu mjólkurframleiðenda og neytenda. brögð og ýmsar erfíðar ákvarðan- ir en undan þeim verður ekki vik- ist. Við ætlum okkur að takast á við þessar nýju aðstæður eftir föngum og vonumst eftir skilningi stjómvalda og umburðarlyndi annarra þjóðfélagsafla í þeirri baráttu því auðveld verður hún ekki. Átökin um úreldingu sam- lagsins í Borgamesi era kannski fyrstu merkin um alvöra málsins og þau viðfangsefni, sem bíða okkar. Þessari grein er ekki ætlað að Qalla um nauðsynlegar aðgerðir í framframleiðslunni heldur úr- vinnslunni og þá kemur að Borgamesi. Allt bendir til að spara megi 90-100 m.kr. á ári með því að leggja þar niður mjólkur- vinnslu. Þar af er launaliður trú- lega 40-50% en afgangurinn fast- ur kostnaður við stöðina. Hefur þá að sjálfsögðu verið reiknað með auknum flutningskostnaði. Guð- mundur Jónsson, eins og margir fleiri, rengir þessar tölur og segir að ekki hafi verið sýnt fram á að þessi spamaður næðist. Það er einfaldlega ekki rétt. Ég hef und- ir höndum a.m.k. 4 sjálfstæðar úttektir, innlendar og erlendar, sem allar komast að sviðaðri niðurstöðu. Auk sænsks ráðgjafa- fyrirtækis, Veritec, hafa íslenskir mjólkurverkfræðingar, verkfræð- ingar og háskólaprófessorar lagt þama hönd að og að mínu viti er ekki um að ræða að áfrýja til ein- hvers æðra stigs, því það er ekki til. Það er hins vegar eðli slíkrar skýrslugerðar, að í henni felast aðeins áætlanir og vísbendingar, en ég vil fullyrða að fátt hefur verið til sparað að fá sem traust- astar niðurstöður. Síðasta skýrsl- an af þessum fjórum var unnin af nefnd á vegum K.B. og henni dreift til allra mjólkurinnleggj- enda í Borgamesi og hún kynnt á fundum með þeim í nóv. 1993. Þess má geta, að Magnús B. Jóns- son, skólastj. Bændaskólans á Hvanneyri og stjómarmaður í K.B., var einn þeirra, sem vann þá skýrslu. Hann hefur ávallt ver- ið andvígur úreldingunni, en lét þau orð falla að reiknivinnan væri vönduð og trúverðug. Þeir sem vefengja niðurstöðumar verða því að benda á veikleika í útreikning- unum eða viðurkenna að tor- tryggni þeirra sé aðeins reist á tilfínningalegri afstöðu. Nú, þegar Iokaákvörðun hefur verið tekin, tel ég að náðst hafí mikilvægur áfangi í þágu mjólkur- framleiðenda og neyt- enda og hann sé upp- haf að miklu og nauð- synlegu hagræðingar- starfi innan mjólkur- iðnaðarins á Suður- og Vesturlandi og raunar um land allt. Ekki spillir fyrir að hafa í leiðinni bjargað einu stærsta atvinnu- fyrirtæki á Vestur- landi úr fjárhagsleg- um þrengingum a.m.k. um stundar- sakir. Kaupfélag Borgfirðinga var orðið mjög skuldsett eftir stórfelldan hallarekstur um langt árabil og enga leið hægt að sjá til að bæta úr því með fjármagni frá rekstri þess. Það var félaginu því alger nauðsyn að losa um fjár- magn í eignum. Mjólkursamlagið var eina eignin, sem eitthað mun- aði um í því sambandi. Það var því beggja hagur að ná þessari lendingu með víðtæku samkomu- lagi. Hins vegar er öllum, sem komu að þessu máli, fullljóst að þetta samkomulag hefði aldrei náðst af K.B. hefði ekki verið jafn- aðþrengt og raun bar vitni. Að lokum langar mig, í ljósi reynslu minnar af þessu máli, að koma þrennum skilaboðum á framfæri: I. Mjólkurframleiðendur um land allt þurfa að draga þann lærdóm af málinu að þegar til kastanna kemur mun enginn fórna neinu til að tryggja þeirra hagsmuni. Þegar í harðbakkan slær verður hver sjálfum sér næst- ur. Því verður hið allra fyrsta að koma eignarhaldi mjólkursamlag- anna á hreint þar sem þau era innan blandaðra félaga og færa þau undir óskorað yfírráð fram- leiðenda. Án þess er varla hægt að búast við markvissu hagræð- ingarstarfi. II. Borgnesingar mættu fara að hugleiða í fullri alvöra hveijar afleiðingar gjaldþrot K.B. hefði haft fyrir viðskipta- og atvinnulíf í þorpinu. 15-20 störf í mjólkur- vinnslunni verða þá ósköp létt- væg. (Þar að auki er markvisst unnið að sköpun nýrra starfa í staðinn.) Ég ætlast ekki til neins þakklætis fyrir að hafa átt þátt í að bjarga þeim frá slíkum hremm- ingum, því afstaða mín mótaðist ekki af hagsmunum þeirra, en mér finnst að draga mætti að ósekju úr þeim mannorðsmeiðing- um, sem einhveijir þeirra hafa stundað í garð þeirra mjólkur- framleiðenda, sem hafa beitt sér fyrir úreldingu samlagsins og þannig forðað þeim frá atvinnu- legum og efnahagslegum áföllum. III. Til þeirra, sem það mál varðar: Oft er um það rætt hvort ísland sé láglaunasvæði eða ekki. í umhverfí alþjóðlegrar sam- keppni hljóta góð laun að byggj- ast fyrst og fremst á þekkingu og öguðum vinnubrögðum, einu gildir hversu oft og lengi menn standa í verkföllum og vinnudeil- um um kaup og kjör. Öll viljum við að hér ríki velmegun, en við verðum að gera okkur ljóst að því fylgja kröfur um skilvirkni og hagkvæmni, sem ekki er alltaf hægt að mæta án óþægilegra aðgerða. Málefni mjólkursamlags- ins í Borgarnesi er ágætt dæmi um það. Höfundur er bóndi að Skálpastöðum ogformaður Samlagsráðs Mjólkursamlags Borgfirðinga. AUSTURLENSK TEPPI OG SKRAUTMUNIR EMÍRjfc m i ■ t ^ Hringbraut 121, sími 552 3690 Raðgreiðslur ril 36 inán. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 798. þáttur í FORSÍÐUFRÉTT þessa blaðs 4. maí var sagt frá sjónvarps- kappræðum Chiracs og Jospins í Frakklandi. í fréttinni stóð: „Frambjóðendumir sátu allan tímann á honum stóra sínum og sýndu hvor öðram mikla kurt- eisi.“ Hér hefur orðið heldur bros- legur samrani eða er það ekki? Og úr hveiju þá? Orðtakið að taka á honum stóra sínum (ekki sitja) merkir að leggja sig allan fram, beita ýtrastu kröftum (Mergur máls- ins). Orðtakið er þekkt frá því á öldinni sem leið, en óvíst hver „sá stóri“ er, sá sem á skal taka. Kannski er þetta einhvem veg- inn liðfellt. Gæti verið „með hon- um stóra sínurn", en sá stóri er ennþá x. Á hinn bóginn er til orðtakið að sitja á strák sínum. Það þýðir Jón G. Friðjónsson: „stilla sig um að gera prakkarastrik; halda aftur af sér“. Það orðtak virðist eldra en hitt, að minnsta kosti era eldri dæmi þekkt, sjá orðabók sr. Bjöms Halldórsson- ar í Sauðlauksdal. Af þessu orð- taki era ýmis tilbrigði, en lykill að skilningsskrá er sá að gera sér ljóst að strákur hafði þrá- sinnis niðrandi merkingu frá fomu fari. í Þorláks sögu helga er getið Ólafar Eyjólfsdóttur, og hafði Snorri Sturluson lofað „að hann skyldi gifta Ólöfu og fá henni peninga11. „En gifting sú kom ekki fram, og átti hún böm með strákum." Hið sama er sagt frá Hlaupa-Höllu löngu síðar. Þá var hér í blaðinu 23. apríl allstór fyrirsögn: „Það selur að vera íslendingur". Ekki ætlar umsjónarmaður að hafa um þetta fleiri orð að sinni, enda veit hann ekki meir en svo hvað þetta þýðir. ★ í 794. þætti minntist ég laus- lega á orðtakið að verða fjöðr- um fenginn, og er það reyndar til í fleiri gerðum. Það merkir að verða mjög glaður, himinlif- andi. Rétt þykir mér að minna á að í tímaritinu íslenskt mál 1979 er um þetta orðtak ritgerð eftir próf. Baldur Jónsson, og leyfi ég mér að tilfæra hér úr henni stuttan kafla: „Með hliðsjón af þessu fannst mér ómaksins vert að kanna, hvort eitthvað hliðstætt fjöðrum fenginn væri t.d. að finna í fom- ensku. Ég spurði því sjálfan mig, hvemig þetta orðasamband ætti að vera í fomenskri þýðingu og taldi svarið vera feðrum bi- fongeti. Að svo búnu fletti ég upp á bifön / befön í orðabók Bosworths og Tollers og fann - eins og mig granaði -, að lýsing- arhátturinn hafði eitthvað verið notaður með þágufalli, þótt ekki væri beinlínis dæmi um feðrum; fyrr mátti nú vera. En úr því að út í þetta var komið, var bezt að leika leikinn til enda og fletta líka upp á feðer. Þar blöstu þá við þessi orð, feðrum bifong- en, þýdd ‘clad with feathers’, tekin úr kvæðinu um fuglinn Fönix. Betra gat það ekki verið. Þama var komið dæmi um orð- takið í eiginlegri merkingu, að vísu úr fomensku, en ekki ís- lenzku. Svo segir m.a. um fugl- inn í kvæðinu, að hann skyldi aftur verða það, sem hann áður var, ijöðrum búinn eða fjöðram fenginn í eiginlegri merkingu." ★ Spurningu komið áleiðis. Leifur Sveinsson: „Af hveiju er „prentþröng" ekki til í orðabók- um? Kemur fyrir í Sögu prent- listarinnar á íslandi eftir Klemens Jónsson - þættinum um Elliðavatnsprentsmiðju.“ ★ Hiymrekur handan kvað: Lát þú, 6 Bakkus, vor augu upp á hvað er helst þess virði að skynja og sjá, því að án þinnar dáðar, já, án þinnar náðar við erum sem blaktandi, blaktandi strá. ★ „Semínaristar breyttu bæar- naftiinu Bjámustöðum í Böð- móðsstaði. Þó tilviks-íslendíngar (einsog ég var um skeið) sé að- eins kurteisisheiti og styttíng á skammaiyrðinu „fáfróður mál- hreinsunarappskafníngur“, þá má ekki gleyma því að nútíma málvöndun íslensk er rannin frá sjálfum Qölnismönnum; en síðari hreintúngustefnu okkar uppúr aldamótum réðu úngmennafé- lagar og þeir vora ættjarðarvinir skynsemistrúannenn og jafnvel fríkirkjumenn. Ekki skal ég þó fortaka nema það hafí verið hreppstjórinn okkar sæli hann Bjöm gamli í Gröf sem breytti Kjalnolti í Keldnaholt, hann var skynsemistrúarmaður og frí- kirkjumaður auk þess sem hann orti upp Jónas Hallgrímsson og sneri „Hvað er svo glatt“ í bind; indisóð." (Halldór Laxness: í túninu heima.) ★ Nokkur slanguryrði tekin traustataki úr Tungutaki (nr. 81): fantasía (= dyravörður á skemmtistað) (síar fantana frá) gluggapóstur (= forvitinn bréf- beri (lítur inn um gluggana) að drekka hurð (= að drekka allt áfengi sem er geymt í hurð á „míní- bar“) húsbréf (= eldhúsrúllupappír) kynda (einhvem) (= grínast; reita til reiði) að fara á límingunum (= að fara á taugum) rúsína (= sá/sú sem er hætt(ur) að drekka, sbr. að rúsínur era þurrkuð vínber) Auk þess þakkar umsjónar- maður, þó seint sé Ömólfi Thors- syni frábæran lestur Grettis sögu í Þjóðarþeli, og reyndar margt, margt annað í þeim góða þætti. En er það ekki langt handan við mörkin, þegar dagskrárgerð- armaður í ríkisútvarpinu (Rás 2) segir „ókei“, svo sem í kveðju- skyni? Guðmundur Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.