Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ1995 21 AÐSENDAR GREIIMAR Starfsemi og fjárreiður stj órnmálasamtaka UM LANGAN tíma hefur verið umræða um það bæði innan þings og utan að nauðsyn bæri til að setja lög um starfsemi og fjárreiður stjórnmálaflokka, en ekkert hefur orðið úr slíkri lagasetningu. Opnum fjármálin Fyrir 20 árum lagði Benedikt Gröndal fram frumvarp þessa efnis, sem ekki náði fram að ganga. Árið 1993 er málinu svo aftur hreyft af átta háskólakennurum sem sendu áskorun til stjórnmálaflokkanna um að þeir geri grein fyrir fjárreiðum sínum og beiti sér fyrir því að sett- ar verði reglur um fjárreiður þeirra. Sama ár lagði Kvennalistinn fram tillögu til þingsályktunar um að undirbúin yrði löggjöf um fjárfram- lög til stjómmálaflokka. Tillagan var ekki afgreidd á Alþingi, en for- sætisráðherra gaf þá fyrirheit um stofnun nefndar til að fjalla um og undirbúa frumvarp um málið. Sam- kvæmt upplýsngum úr forsætis- ráðuneytinu hefur þó aldrei neitt orðið úr skipan þessarar nefndar. í Finnlandi voru árið 1969 sett lög um starfsemi stjórnmálaflokka. I Bandaríkjunum, Kanada, Irlandi og víðar hafa verið sett lög um fjár- reiður stjórnmálaflokka m.a. er þar gert ráð fyrir að þak sé sett á heild- arkostnað sem varið er til kosninga- baráttu. Þessar þjóðir hafa ekki einungis látið sér nægja að smíða ramma um fjárreiður stjórnmála- flokka, heldur hafa sjónir manna beinst mjög að starfsemi stjórn- málamanna, embættismanna og stjómsýslunnar í heild. Hæfi þingmanna Á Alþingi hefur undanfarna daga orðið umræða um um hæfi eins þingmanns til að gegna formennsku í nefnd sem fjalla á um breytingar á skipan áfengismála á íslandi. Til- efnið er að þessi tiltekni þingmaður er einnig framkvæmdastjóri Versl- unarráðs íslands, sem sendi kæru til eftirlitsstofnunar EFTA, sem var ástæða þess að stjórnvöld leggja nú ofurkapp á breytingar á áfengis- löggjöfinni. Engu að síður hefur forseti Alþingis úrskurðað þing- manninn hæfan í samræmi við þing- sköp til að stýra þessu máli í nefnd sem knýja á í gegn nú fyrir þing- lok. Löggjafinn hefur með stjórn- sýslulögum gert ríka kröfu til fram- kvæmdavaldsins, sem koma eiga í veg fyrir hagsmunaárekstra og vanhæfni í meðferð mála í stjórn- sýslunni. í ljósi þess og úrskurðar forseta Alþingis, er brýnt að endur- skoða þingsköpin eða setja reglur um störf stjórnmálamálamanna, sem m.a. kveða á um vanhæfni þingmanna þegar um augljósa hagsmunaárekstra er að ræða í störfum þeirra innan og utan þings. Fróðlegt er að skoða hvernig með slík mál er farið víða annarsstaðar. Á írlandi var sett í stefnuskrá ríkis- stjórnarinnar 1992 að þingmenn leggðu í upphafi þings fram lista yfír öll sín störf og þátttöku í nefnd- um utan þings: Þegar síðan þingið fjallaði um málaflokka sem sköruð- ust við starf eða hagsmuni viðkom- andi þingmanns viki hann sjálfkrafa sæti. I Kanada eru í gildi svipaðar reglur. Ekki er þar sérstaklega haft eftirlit með því að þingmenn gefi upp störf sín, en komi hins vegar í ljós að tiltekinn þingmaður hafi brotið gegn reglunni á hinn sami það á hættu að missa þingsæti sitt. Tortryggni - Hagsmunaárekstrar í nýafstaðinni kosn- ingabaráttu gaf Þjóð- vaki fyrirheit um að komið yrði á siðaregl- um í stjórnmála- og viðskiptalífi, m.a. með löggjöf um starfsemi stjórnmálasamtaka. Þingmenn Þjóðvaka Jóhanna hafa nú lagt fram á Sigurðardóttir. Alþingi ítarlegt frum- - varp um starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka. Markmiðið er að settur verði al- mennur lagarammi um starfsemi stjórnmálasamtaka bæði þeirra sem bjóða fram til Alþingis og sveitar- stjórna. Tilgangurinn er ekki síst sá að gera fjármál stjórn- málaflokka opin og sýnileg. Leynd sem er í kringum fjármál stjórnmálaflokka er einungis til þess fallin að auka á tortryggni almennings í garð stjórnmálaflokka. Sama gildir ef leynd hvílir yfir háum styrkj- um frá einstaklingum eða fýrirtækjum til stjórnmálaflokka og hætta getur einnig skapast í slíkum tilvik- um á hagsmunaá- rekstrum, sem leitt getur til óeðlilegra af- greiðslu mála í stjómsýslunnii, þar sem fáum aðilum er hyglað á kostn- að heildarinnar Frumvarp Þjóðvaka Helstu ákvæði frumvarpsins eru eftirfarandi: * Lögin nái bæði til stjórnmálasam- taka sem bjóða fram til Alþingis og sveitarstjóma, en skylda er að skrá þau hjá dómsmálaráðu- neyti og birta opinberlega lög þeirra, stefnuskrár og stefnu- markandi samþykktir. * Stjórnmálasámtök skulu vera opin öllum landsmönnum sem Stjórnmálasamtökum verði óheimilt að taka við fjárframlögum sem fara yfír 300 þúsund krónur á ári, nema að birta nafn styrktar- aðila opinberlega, segir Jóhanna Sigurðar- dóttir, og bendir á mik- ilvægi siðareglna í stjórnmálum. gæta skulu jafnræðis milli félags- manna í starfí sínu og skipulagi. * Engan er heimilt að skrá í stjóm- málasamtök, nema hann undirriti yfirlýsingu þess efnis að hann óski inngöngu. Stjómmálasam- tökum er óheimilt að skrá niður upplýsingar um kjósendur á kjör- stað. * Stjórnmálasamtök skulu setja siðareglur um störf kjörinna full- trúa sinna og birta þær opinber- lega. * Stjórnmálasamtök verði fram- talsskyld og gert að skila skatt- framtali, en reikningar þeirra skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum og Ríkisendur- skoðun og birtir opinberlega. * Stjómmálasamtökum verði óheimilt að taka við fjárframlög- um eða ígildi þess frá einstökum aðilum sem fer yfir 300 þúsund krónur á ári, nema að birta nafn þess styrktaraðila opinberlega, en víða í vestrænum löndum hafa verið lögfestar strangar reglur í þessu sambandi til að koma í veg fyrir hagsmunarárekstra. * Gert er ráð fyrir að stjórnmála- samtök geti misst rétt sinn til rík- isframlaga bijóti þau á einhvem hátt gegn ákvæðum laganna. Þingmenn Þjóðvaka munu leggja mikla áherslu á að samstaða náist um að setja lög um starfsemi og fjárreiður stjórnmálaflokka, sem er mikilvægur þáttur þess að skapa traust milli stjómmálamanna og fólksins í landinu. Höfundur er alþingismaður. Sjálfskiptur Accent Me álfelgur • vindskeið • geislaspilari og útvarp með 4 hátölurum • rafmagn í rúðum • samlæsing í hurðum • styrktarbitar í hurðum • vökva- og veltistýri • bein innspýting • 1500cc vél • 90 hestöfl allt þetta fyrir aðeins 1.289.000 kr. á götuna! ÁRMÚLA 13. SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.