Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 33 MINNINGAR JÓFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR + Jófríður Kristj- ánsdóttir var fædd í Innri-Hjarð- ardal í Önundarfírði 1. júní 1920. Hún lést á Héraðssjúkra- húsinu á Blönduósi 22. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríð- ur Jónsdóttir, f. 1898, d. 1953, og Kristján Hagalíns- son, f. 1888, d. 1973, búendur á Tröð í Önundarfirði. Jó- fríður var næstelst af sjö systkinum. Hún var nem- andi i Kvennaskólanum á Blönduósi 1941-42. 31. des- ember 1943 giftist Jófríður manni sinum Bjama Jónssyni, f. 14.5. 1906, d. 1990. Böm þeirra em Björg, f. 1944, maður Ami Jónsson, Sölva- bakka; Jón, f. 1946, d. 1990, kona Sig- urbjörg Guðmunds- dóttir, starfsmaður í Víðinesi; Sigríður Kristín, f. 1948, bú- sett í Gautaborg; Ragnar Páll, f. 1950, kona Sonja V. Vium, Norðurhaga; Sigur- laug, f. 1951, maður Krislján Jónsson, Reylg'avík; og Láms Hagalín, f. 1956, kona hans er Særún Alberts- dóttir. Bamabömin era 17 og bamabamabömin fjögur. Útför Jófriðar fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag, og hefst athöfnin kl. 14. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sln úr heimi hér. Þá sofnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því sem eilíft er. (V. Briem) FÁEIN kveðjuorð og þakkir fyrir mikið og gott samstarf. Fyrstu leiðir okkar Jófríðar lágu saman á fundum Kvenfélagasam- bandsins er hún var formaður Kvenfélags Sveinsstaðahrepps. Eftir að Heimilisiðnaðarsafnið tók til starfa var hún ein í hópi nokk- urra kvenna sem sýndu skólabörn- um og öðrum safngestum gamlar tóvinnuaðferðir. Frá Haga til Blönduóss er þó nokkur leið. Hún mætti alltaf þó færðin væri ekki góð. Allt var þetta unnið i sjálf- boðavinnu. Ári eftir lát Bjarna 1991 flutti Jófríður í nýtt hús aldraðra á Flúða- bakka 1 á Blönduósi. Á fyrsta fundi húsfélaga var hún kjörin formaður og gegndi því starfi þar til síðastlið- ið vor er hún sagði sig frá því vegna veikinda. Fyrstu árin var þetta ómæld vinna sem mæddi mest á formanninum. Alltaf var hún boðin og búin að leysa hvers manns vanda, taldi ekki eftir tíma né fyrir- höfn. Jófríður var glæsileg kona, átti ljúfa og glaða lund er ásamt störf- um hennar vann henni hylli og aðdáun allra húsfélaga. Þegar hún er horfin er hennar sárt saknað af okkur öllum, og vandfyllt hennar skarð. Við sendum fjölskyldu hennar og ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) F. h. íbúa Flúðabakka 1, Elísabet Sigurgeirsdóttir. SIGURGEIR SIGURÐSSON "|" Sigurgeir Sigurðsson fæddist á ísafirði 31. jan- úar 1952. Hann lést 13. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 24. maí. ÞAÐ VAR bjart yfir Hafnarfírði á þeim árum sem við Sigurgeir kynntumst. Við vorum samferða fýrstu skrefin út í lífíð, bekkjarfé- lagar og vinir alla skólaskylduna. Kennari okkar allan bamaskólann var Sigurbjörg Guðjónsdóttir, ákaflega kærleiksrík og góður kennari. Þar var hlúð bæði að lík- amlegu og andlegu heilbrigði, lýsistafla og bæn við upphaf hvers dags. Gott vegarnesti fyrir daginn og lífíð. í skóla var Sigurgeir áber- andi í hópnum, stór og myndarleg- ur drengur, bráðþroska til líkama og sálar. Hann átti auðvelt með námið, þó hugurinn leitaði oft hærra. Sérlega er mér minnis- stætt hve snjall teiknari hann var, í teikningunum lifnuðu ævintýrin og draumarnir. Þó er ekki hægt að segja að hann hafi verið draum- lyndur, því hugsun og orðum fylgdi framkvæmd. Um tíðina kynntist ég vel hví- líkt ágætis fólk stóð að honum á alla vegu, að heiman hafði hann jákvætt og hvetjandi uppeldi. Mér er minnisstætt þegar við vorum 12-13 ára gamlir og fórum í heim- sókn til ömmu Sigurgeirs, sem þá bjó í risíbúðinni yfír fógetaskrif- stofunni við Suðurgötu. Gamla konan var fíngerð og nett, kvik í hreyfíngum og ákveðin. Það þýddi lítið fyrir okkur drengina að fær- ast undan þegar hún krafði okkur svara við því hvað við ætluðum að verða. Ýmislegt bar á góma, en þegar skarkali frá „öskubíln- •um“ barst inn um gluggann sagði Sigurgeir, með bros á vör: „Eg ætla að verða öskukarl.“ „Já, hví ekki það?“ svaraði þá gamla kon- an. „Það er þó heiðarlegt starf.“ Á þessum tíma þótti krökkum í Firðinum það ekki beinlínis virð- ingarstaða að vera í öskunni, enda gengu ýmsar skrýtnar sögur af þeim „karakterum" sem þar störf- uðu. Þetta svar gömlu konunnar varð okkur umhugsunarefni. Ég þekkti vel til ævistarfa Sigurgeirs sem ávallt einkenndust af metnaði og heiðarleika, heiðar- leika sem var hluti þeirrar réttlæt- iskenndar, sem var honum eðlileg. Sigurgeir var ákaflega raungóður þeim sem hann taldi sig eiga gott að gjalda. Síðastliðinn vetur hitti ég Sigurbjörgu, gamla kennarann okkar. Þegar hún heyrði að Sigur- geir væri sá eini af gamla bekkn- um sem ég héldi sambandi við, sagði hún mér litla sögu af skipt- um við hann. Fyrir nokkru þurfti hún að láta vinna fyrir sig viðgerð- arvinnu. Fyrst kom ungur maður, hann varð síðan að fara og sækja varahluti, þegar hann kom aftur var Sigurgeir með honum. Síðan kláruðu þeir verkið saman. Þegar Sigurbjörg spurði hvað hún ætti að borga, svaraði Sigurgeir: „Þú ert löngu búin að því.“ Mér fannst þetta falleg saga og dæmigerð fyrir Sigurgeir. Þetta vor hefur verið óvenju sólríkt í Hafnarfirði. Þó hefur hvílt skuggi þar yfir undanfarnar vikur. Mikil væri gæfa Hafnfirðinga ef þeir sem þar hafa með málefni barna og unglinga að gera væru starfí sínu jafn vel vaxnir og hún Sigurbjörg Guðjónsdóttir. Við sem áttum þá gæfu að kynnast Sigur- geiri og fá að vera samferða hon- um um stund, getum huggað okk- ur við þá björtu mynd sem við eigum í huga og hjarta af góðum dreng og traustum vini. Ég bið þess að ástvinir, foreldr- ar, systur, dætur og Inga megi breiða yfír hjartasárin, söknuðinn og sorgina, bjarta minningu síns ástkæra vinar. Vertu blessaður, minn kæri vin- ur, hvíldu í friði. Logi. FERMINGAR Fermt á morgun á Húsa- vík, í Ólafsfirði, Yest- mannaeyjum og á Isafirði FERMING í Húsavíkurkirkju kl. 10.30. Prestur sr. Sighvatur Karlsson. Fermd verða: Drengir: Benjamín Rúnar Þorsteinsson, Lyngbrekku 14. Brynjar Smárason, Laugarholti 12. Guðlaugur Rúnar Jónsson, Heiðargerði 7. Guðmundur Helgi Melberg Loftsson, Grundargarði 4. Gunnar Illugi Sigurðsson, Stórhóli 77. Haukur Þórðarson, Stóragarði 4. Kristján Breiðfjörð Svavarsson, Garðarsbraut 13. Kristján Friðrik Sigurðsson, Uppsalavegi 22. Sigmar Ingi Ingólfsson, Brúnagerði 7. Ævar Ómarsson, Garðarsbraut 69. Stúlkur: Elfa Birkisdóttir, Höfðavegi 26. Guðný Ósk Agnarsdóttir, Lyngbrekku 15. Guðný Þóra Guðmundsdóttir, Miðgarði 1. Guðrún Sigríður Grétarsdóttir, Ásgarðsvegi 13. Helga Björg Pálmadóttir, Brúnagerði 2. Hulda Hallgrímsdóttir, Árholti 6. Ingunn Ólína Aðalsteinsdóttir, Baughóli 33. Jóhanna Gísladóttir, Litlagerði 1. Jóna Birna Óskarsdóttir, Stórhóli 73. Kristín Huld Magnúsdóttir, Höfðavegi 16. Kristjana María Kristjánsdóttir, Vallholtsvegi 9. Lilja Hrund Másdóttir, Heiðargerði 19. Rakei Dögg Hafliðadóttir, Garðarsbraut 53. Sigurbjörg Stefánsdóttir, Sólbrekku 4. FERMING í Ólafsfjarðarkirkju kl. 10.30. Prestur sr. Svavar A. Jónsson. Fermd verða: Arnar Óli Jónsson, Aðalgötu 28. Atli Elvar Bjömsson, Hlíðarvegi 18. Baldur Ævar Baldursson, Ólafsvegi 38. Birkir Guðnason, Hrannarbyggð 9. Björk Óladóttir, Kirkjuvegi 3. Diljá Helgadóttir, Aðalgötu 28. Eydís Osk Víðisdóttir, Ægisbyggð 2. Fjóla Björk Karlsdóttir, Túngötu 13. Guðmundur Árni Hannesson, Bylgjubyggð 43. Heiða Kristín Víðisdóttir, Ólafsvegi 30. Jóhann Gunnar Jónsson, Bylgjubyggð 7. Karen Sif Róbertsdóttir, Bylgjubyggð 33. Marsibil Sigurðardóttir, Kirkjuvegi 4. Sigurveig Petra Björnsdóttir, Aðalgötu 3. FERMING í Landakirkju kl. 14. Fermd verða: Áshildur Tinna Ómarsdóttir, Búhamri 41. Bryndís Stefánsdóttir, Hrauntúni 18. Guðlaugur Þórarinn Rúnarsson, Hásteinsvegi 24, Haukur Þorsteinsson, Foldahrauni 41 ívar Ágústsson, Illugagötu 45. Jóhann Ármann Guðlaugsson, Hrauntúni 69. Lilja Sigurðardóttir, Höfðavegi 9. María Ýr Kristjánsdóttir, Heiðartúni 4. Ragnar Benediktsson, Fjólugötu 5. Sigfús Gunnar Ágústsson, Ásavegi 28. Þórey Jóhannsdóttir, Illugagötu 10. Þórunn Lísa Guðnadóttir, Hásteinsvegi 17. Örlygur Helgi Grímsson, Heiðarvegi 47. FERMING í ísafjarðarkirkju kl. 14. Prestur sr. Magnús Erlings- son. Fermd verða: Anna Soffía Sigurlaugsdóttir, Góuholti 5. Berglind Dögg Rósmundsdóttir, Mjallargötu 6. Birna Jónasdóttir, Stórholti 9. Drífa Gestsdóttir, Fagrahvammi. Elísa Stefánsdóttir, Kjarrholti 7. Gabríel Antonio Mikaelsson, Hafnarstræti 6. Guðrún Eyþórsdóttir, Smiðjugötu lla. Halldór Pálmi Bjarkason, Góuholti 2. Hilmar Þorbjörnsson, Hlíðarvegi 14> Hjörtur Rúnar Magnússon, Stórholti 11. Jóhann Friðgeir Jóhannsson, Hjallavegi 19. Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir, Góuholti 8. Sunneva Sigurðardóttir, Urðarvegi 45. Svanhvít Eggertsdóttir, Hafraholti 36. Viðar Örn Pálsson, Tangagötu 14. Þórður Rafn Bjarnason, Mjallargötu 1. Hallveigarstíg 1 • sími 614330 Dagsferð sunnud. 28. maí Kl. 10.30 Gengið á Festarfjall, austan Grindavíkur og að Drykkj- arsteini, gömlum áningarstaö. Fjölskyldugöngunni lýkur f fjör- unni hjá fsólfsskála. Verð 1.200/1.400. Brottför frá BSÍ, bensínsölu, miðarvið rútu. Einn- ig uppl. í Textavarpi bls. 616. Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Krist- insson. Almenn samkoma kl. 16.30. Miðvikudagur: Þjóðfélagið og trúin, opinn fundur um þjóðfé- lagsmál, kl. 20.30. Fimmtudagur: Almenn sam- koma í umsjón unga fólksins kl. 20.00. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Laugard. 27. maíkl. 10.00 Jarðfræðiferð á Reykja- nesskaga Fræðsluferð í samvinnu við Hið íslenska náttúrufræðifélag. Leið- beinendur eru jarðfræðingarnir Jón Jónsson og Guttormur Sigur- bjarnarson. Einstakt tækifæri til að kynnast jarðfræði Reykjanes- skagans. Farið verður um Krýsuvik, Þorlákshöfn og Hveragerði. Verð 1.800 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSf, austanmegin og Mörk- inni 6. Feröafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Sunnudagur28. maí Göngudagur Ferðafélagsins kl. 10.30 og 14.00 1. Kl. 14.00 fjölskylduganga: Heiðmörk-Silungapollur. Létt ganga fyrir unga sem aldna, 1,5-2,0 klst. Gengið meöfram hraunjaðri nyrst í Heiðmörkinni að Silungapolli. Fjölbreytt nátt- úrufar, skógivaxnir hraunbollar og lautir, vatn og fuglalíf. Athugið breyttan brottfarar- tíma þ.e. kt. 14.00. Brottför er með rútu frá BSl, austanmegin og Ferðafélagshúsinu að Mörk- inni 6 (austast við Suðurlands- brautina). Kynningarverð: 300 kr., frítt f. börn 15 ára og yngri m. fullorðnum. Þátttakendur geta einnig komiö á eigin farartækjum að Heið- merkurhliði, nærri Silungapolli, (ekið af Suðurlandsvegi eftir að komið er yfir Hólmsárbrú nærri Silungapolli). 2. Kl. 10.30 Sandfeil-Silunga- pollur Gengið af Bláfjallavegi um Sand- fell og Selfjall að Silungapolli. Kynningarverö: 500 kr. Brottför frá BSl, austanmegin og Mörk- inni 6. í lok gönguferðanna sam- einast hóparnir við léttar veiting- ar, söng og gítarspil við Silunga- poll. Ferðafélagið hvetur alla til að vera með og kynnast hollri og skemmtilegri útiveru um svæði sem kemur á óvart. Allir fá merki þessa 17. göngudags F.f. Ferðafélag íslands. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.