Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand Hvað er Ljóðabók, ég þetta? ætla að gefa stelpu í mínum bekk hana. WOULPN T YOU LIKE TO HAVE SOMEONE WHO LOVES YOU 6IVE YOU A BOOK OF POETRY ? c u«r Þætti þér ekki gaman ef ein- Ég vildi heldur fá 1.500 hver sem elskaði þig gæfi þér króna gjafabréf. ljóðabók? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Fólk í sjávar- plássum og stj órnmálamenn Frá Alberti Jensen: HVAÐ ætli stjórnmálamaður, sem svarið hefur þjóð sinni trúnað hugsi, þegar hann kemur í fyrsta sinn á þing. Mun hann hafa kjark, eða yfir- leitt áhuga, að láta gamminn geisa á þjóðhagslegu nótunum? Eða mun hann setjast í áhugaleysi við hiið hinna, lærst hefur að haga seglum eftir vindi. Er mögulegt, að nýir þingmenn taki hlutverk sitt alvarleg- ar en hinir sem fyrir eru. Pyrrverandi menntamálaráð- herra, nú nýkjörinn þingforseti, lagði í byrjun þings aðaláherslu á hækkun kaups til þingmanna. Hann taldi betri líkur á að þá fengist frambæri- legt fólk, hvernig sem núverandi þingmenn skilja það. Bankastjórar hafa verið gagn- rýndir fyrir fjármálaafglöp. Ekki verður lágu kaupi þar um kennt. Það sem ég kalla að bregðast trúnaði við þjóðina, er meðal annars hvernig komið er í sjávarútvegsmál- um hennar, fyrst og fremst. Sjávar- útvegur er það sem gerir land okkar byggilegt. Skömm arkitekta þeirrar stefnu, að gefa nokkrum einstaklingum færi á að eignast allan rétt til fisk- veiða, mun lengi uppi. Þeir sem við- halda þeirri stefnu eru engu betri. Sjávarútvegsstefnan virðist ann- ars vera eitt allsheijar heimskukl- úður. Hér haga menn sér eins og fiskurinn sé óþijótandi auðlind. Þeg- ar lítið er af fiski innan landhelgi, er skynsamlegt að beita vistvænum veiðiaðferðum, kosta sem minnstu til og gera sem mest verðmæti úr því sem fæst. En hér er öllu snúið öfugt. Of margir, ofurdýrir erlendis smíðaðir skuldasöfnunar togarar, hafa rótað og stórskemmt hrygningastöðvar, um leið og smáfiskur er þurrkaður upp. Sjómönnum er refsað fyrir að henda fiski sem ekki má koma með í land. Það verður að banna fiskum, sem ekki má veiða, að fara í netin. Lélegt fiskirí og fréttir af veiðum í Smugunni hafa bjargað grunnslóð- um frá eyðileggingu. í bili. Stóru frystiskipin eiga einungis erindi á úthafsveiðar. Finnst mönnum virkilega ekkert athugavert við, hvernig farið er með fólkið í bæjum og þorpum umhverfis landið? Hvernig nokkrum einstakl- ingum hefur verið gefið lífsviður- væri þess? Er svo komið, að það þyki í lagi að fólk við gjöful fiskim- ið verði þjófar við að veiða þar, nán- ast í landareign sinni? Er í lagi að sérhagsmunaseggjum sé gert kleift að leggja heilu byggðarlögin í eyði, gera eignir fólks verðlausar? Hrekja það burt. Finnst mönnum ekkert undarlegt við svokölluð úreldingar- lög? Samkvæmt þeim eru gæðabátar eyðilagðir ef þeir selja kvóta sinn. Hver bátur er margra milljóna virði. A sama tíma er bátasmiðja að skila frá sér báti, einum eða fleiri. Góð undirstöðumenntun og lang- skólalærdómur virðist út í hafsauga þegar hafa skal gagn af slíku í verð- mætasköpun. Eigingjarn aurapúki bræðir síld frekar en salta ef hún við það lendir í hans hagsmunadeild. Verðmæta- mismunur er margfaldur. Verð- mætasköpun fyrir þjóðarheildina glatast. Að ákveða hvað veiða má er óhjá- kvæmilegt. Þar verða fiskifræðingar að hafa síðasta orðið. Allt í kringum landið, yfirleitt við gjöful fiskimið, eru misjafnlega stór- ar byggðir sem hafa fært mikinn auð í þjóðarbúið. Þar er fiskurinn víðast alger forsenda fyrir búsetu. Stjórnvöld eru ráðalaus gagnvart þeim skaða sem kvótakaupmenn gera fólki þessara byggða. Það er eitt með öðru. Hver bær eða þorp sem háð er veiðum á að hafa ákveðinn kvóta. Hann geta stjórnvöld aukið eða minnkað í samráði við fiskifæðinga. Ég vil þakka Morgunblaðinu sanngjarna umfjöllun um þessi mál. Stríð konungs sægreifanna við blað- ið, sýnir að það er á réttri leið. Hagsmunir þjóðarinnar og Kristjáns Ragnarssonar virðast ekki fara sam- an. Máttleysisleg umfjöllun og að- gerðaleysi gagnvart hinni hröðu fjölgun sela, er gagnrýniverð. Þarna er um mikið verðmætatap að ræða, aðallega í fiski. Svo í lokin spurning til sjómanna sem hvorki mega halda né sleppa fiskum í veiðibanni. Er ekki rétt að láta reyna á þessi illa gerðu lög? Alls ekki henda fískinum, það er ólöglegt og skaðlegt. Komiö með hann í land, það er líka ólöglegt en gagnlegt. Kannski er þetta Island í dag. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi. Stórglæsilegar amerískar flísabaðþiljur í miklu úrvali á hreint ótrúlega lágu verði! Stærð 122x244 cm. Þ. ÞORGRÍMSSON &CO Ármúla 29,108 Rvík., símar 91-38640, 91-686100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.