Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mesti sjávarkuldi sem mælst hefur í áratugi hér við land Þorsteinn Sjór fyrir öllu Norður- landi nálægt frostmarki SJÓRINN fyrir öllu Norðurlandi er nú kaldari en nokkru sinni fyrr, að minnsta kosti síðustu 30 árin. Hitastigið er alls staðar niður und- ir frostmarki og er nú tveimur gráðum lægra en kalda vorið 1979. Eðlilegt hitastig á þessum árstíma er nálægt fjórum gráðum. „Við könnuðum þetta svæði í febrúar og var þá kaldara en nokkru sinni fyrr svo mér þótti nóg um, en nú er enn kaldara en þá. Ég hef af þessu verulegar áhyggj- ur, því auðvitað hefur kuldinn áhrif á vöxt og viðgang fiskistofnanna," segir Svend Aage Malmberg, leið- angursstjóri í árlegum vorleiðangri Hafrannsóknastofnunar, sem nú stendur yfir. „Við erum í árlegum vorleið- angri Hafrannsóknastofnunar og mælum hitastig, seltu, svif, þör- unga og átu fyrir Norður- og Aust- urlandi. Við köllum þetta árferðis- rannsóknir okkar,“ sagði Svend Aage, þegar Morgunblaðið náði tali af honum um borð í rannsókna- skipinu Bjarna Sæmundssyni út af Langanesi. Kuldinn nú einsdæmi „Ég hef verið í þessum leiðöngr- um frá árinu 1964 og kuldinn í sjónum nú er alveg einsdæmi. Þetta er sjór norðan úr íslandshafi og ekkert ber á hlýsjónum að sunn- an. Þetta ástand á við um Norður- landið, en við vorum í vetur í sams- konar leiðangri. Þá var kuldinn meiri en ég hafði séð hann áður og nú er enn kaldara en þá, svo munar nokkrum brotum úr gráðu. Það er mikil útbreiðsla á þessum svalsjó norðan úr hafi á svæðinu allt frá Húnaflóa og austur með öllu Norðurlandi. Til dæmis var töluverður kuldapollur út af Húna- flóa, en það er líklega að nokkru leyti fyrir áhrif íssins vestan af Grænlandssundi. Á svæðinu öllu er 0 til 0,7 gráðu hiti en miðað við meðalár ætti hitinn á þessu svæði að vera um 4 gráður. Ég hef aldr- ei séð það svona jafnkalt. Það tek- ur langan tíma að hlýna á þessum slóðum, einhveija mánuði. Hefur neikvæð áhrif á lífríkið Auðvitað hefur þetta neikvæð áhrif á lífríkið í sjónum. Við vitum að vöxtur loðnunnar og stofnstærð hennar sveiflast eftir þessu. Eins er það með vöxt þorsks, en þar valda fæðuskilyrðin kannski meiru en kuldinn. Átan er nú í meðallagi á þessu svæði, en þó aðeins helm- ingur af því, sem hún var í fýrra, en þá var átumagn í óvenjulegu hámarki, meira en f 30 ár. Ég er mjög áhyggjufullur yfir þessum skilyrðum í sjónum. Þau eru alveg einstök. Þetta er allt jafnkalt og skilin milli kald- og hlýsjávar liggja bara við landið nú, svo það er ekki furða að kalt sé fyrir norðan meðan norðanátt er. Álmennt er þetta neikvætt fyrir lífríkið. Kuldinn hefur áhrif á vöxt og viðgang fiskistofna og því er full ástæða að fara varlega og auka ekki aflann," segir Svend Aage Malmberg. Misskipt er mannanna láni UPPSTIGNINGARDAGUR var einstaklega bjartur og fagur um sunnanvert landið og létu fáir tækifærið ónotað til þess að sóla sig eða njóta blíðviðrisins á ann- an hátt. Krökkt var af fólki á ýmsum sundstöðum og víst að smáfólkið situr ekki eitt að barnalaugunum á góðviðrisdög- um; þar mara þeir sem eldri eru í hálfu kafí að sleikja sólskinið og lítið hægt að busla og leika sér. En meðan sólin brosir við Sunnlendingum gp-etta máttar- völdin sig framan í þá sem norð- ar eru og vestar. Á þeim slóðum var hiti við frostmark og slydda í gær og lítið lát á þess háttar hremmingum næstu daga. ■ Sólin lífgar mannlífíð/4 Morgunblaðið/Halldór ræðir við deiluaðila á mánudag ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, mun á mánudag kalla full- trúa útgerðarmanna og sjómanna til viðræðna, standi verkfall þá enn yfir. Þorsteinn segir að ekki komi til greina að setja lög til að stöðva verkfallið. „Við höfum alltaf reiknað með því að vera reiðubúnir til að ræða við deiluaðila, kæmu þeir sameiginlega til okkar með úrlausnarefni. Ég hef því hugsað mér að kalla á aðila deil- unnar hvorn í sínu lagi á mánudag- inn og heyra hver viðhorf þeirra eru. Ég sé ekki eins og er hvort eitt- hvert tilefni er fýrir stjórnvöld til að grípa inn í deiluna, en lögum verður ekki beitt til að stöðva verk- fallið. Þetta er bagalegt hvað varðar veiðar á úthafskarfa og norsk- íslenzku síldinni. Áhrifin á síldveið- amar em þó minni, því nú er að síga á seinnihluta þeirra," segir Þor- steinn Pálsson. Nokkur skíp leigð Nokkur skip hafa verið leigð úr landi eða til Vestfjarða þar sem ekki er verkfall. Með því móti geta þau haldið áfram veiðum þrátt fyrir verk- fall. A.m.k. fimm skip hafa verið leigð og em þau á rækjuveiðum á Flæmska hattinum og á úthafs- karfaveiðum á Reykjaneshrygg. ■ Síðustu skipin/24-25 Fjögurra ára drengur drukknaði á Spáni FJÖGURRA ára gamall ís- lenskur drengur drakknaði í sundlaug við hótel á Spáni í fyrradag. Drengurinn var ásamt for- eldrum sínum og tveimur yngri systkinum nýkominn til Spán- ar þar sem fjölskyldan ætlaði að eyða sumarleyfinu. Ekki er hægt að birta nafn litla drengsins að svo stöddu. Ný aflaregla tekin upp við sljórn þorskveiða á næsta fiskveiðiári Aflahámark verður 155.000 tonn ÁSTAND þorskstofnsins er nú betra en verið hefur undanfarin ár. Bæði veiðistofn og hrygningar- stofn hafa vaxið og búast má við því að árið 1998 megi veiða um 200.000 tonn af þorski og stofninn haldi samt áfram að stækka verði einhveijar náttúrulegar aðstæður ekki til að setja strik í reikninginn. Aflahámark í þorski er nú í ^fyrsta sinn sett samkvæmt nýrri ‘aflareglu stjómvalda, sem kveður á um að aldrei skuli veitt meira en fjórðungur úr veiðistofninum ár hvert, en þó ekki minna en 155.000 tonn. Samkvæmt þessari reglu verður aflahámark næsta fiskveiðiárs 155.000 tonn, en áætl- aður afli þetta fiskveiðiár er 165.000 tonn. Hafrannsóknastofnunin leggur að öðru leyti til vemlegan niður- skurð í aflahámarki á djúpkarfa, gullkarfa, grálúðu og humri, en um lítilsháttar breytingar er að ræða á tillögum um veiðar úr öðr- um stofnum. Þá er staða síldar- stofnsins og rækju á djúpslóð góð og ufsastofninn stendur einnig vel. Hafrannsóknastofnun hefur nú metið stöðu helztu nytjastofna okkar og lagt til afiahámark í öðr- um tegundum en þorski, sam- kvæmt hinni nýju aflareglu stjóm- valda. Helztu niðurstöður um þorskinn eru þær, að áætlaður afli í ár er 165.000 tonn. Dregið hefur úr sókn í þorskinn um 25% og er veiðistofn nú metinn 560.000 tonn en hrygningarstofninn um 300.000. Miðað við að veiða ijórð- ung úr veiðistofninum mun bæði veiðistofninn og hrygningarstofn- inn stækka, en líkur á að veiðar að þessu marki gangi of nærri stofninum eru aðeins 1%. Gæti skert tekjur um 3-4 milljarða Þjóðhagsstofnun hefur reiknað út að miðað við ýtrustu tillögur fiskifræðinga muni útflutnings- verðmæti sjávarafurða dragast saman um 3-4 milljarða. Hagvöxt- ur gæti orðið 0,5-1.0% minni en spáð var. Hins vegar gæti fjárfest- ing í stóriðju vegið á móti. „Hin stóru nýmæli í þessum efnum eru, að tekin hefur verið upp svokölluð aflaregla við nýt- Stærð þorskárganga frá 1970 til 1994 Milljónir fiska við þriggja ára aldur 500 400 300 200 100 | FriGraolaniÍ jm Aætl. 1970 1975 1980 1985 1990 '94 Árgangar ingu þorskstofnsins," segir Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra. „Við erum nú að sjá merki um það að ráðstafanir til verndunar þorskstofnsins séu farnar að bera árangur. Stofninn er að byija að rétta úr kútnum þó hann sé enn nálægt sögulegu lágmarki. Með því að takmarka sókn við 25% úr veiðistofninum sjáum við fram á áframhaldandi vöxt stofnsins, nema náttúrulegar aðstæður eins og fimbulkuldinn fyrir Norður- landi nú, setji strik í reikninginn,“ segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. ■ Skerðir telgur/2 ■ Hrygningastofn þorsks/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.