Morgunblaðið - 27.05.1995, Side 1

Morgunblaðið - 27.05.1995, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA pttirgiiwibilaíiilíi 1995 LAUGARDAGUR 25. MAÍ BLAÐ HANDKNATTLEIKUR Duranona skrifaði undir hjá KA Kúbumaðurinn Julian Duranona skrifaði í fyrradag undir eins árs samning við bikarmeistara KA frá Akureyri. „Ég vona bara að hann muni styrkja lið okkar og get ekki annað er verið mjög ánægður með að fá hann,“ sagði Alfreð Gíslason þjálfari KA. Duranona er 29 ára, tveggja metra hár og mun spila allar útistöður hjá KA. Hann flúði Kúbu á síðasta ári og hefur haldið til í Argentínu. Duranona kom til lands um miðja riðlakeppni heims- meistarakeppninnar og hélt beint til Akureyrar. Alfreð segir að líkamsstyrk- ur Duranona sé í góðu lagi en einnig greinilegt að hann hefur ekki spilað handbolta í hálft ár að minnsta kosti. Bikarmeistararnir hafa misst nokkra leikmenn, Valdimar Grímsson er sem kunnugt er farinn til Selfoss og Þor- valdur Þorvaldsson heldur til Danmerk- ur í nám. Ekki er enn ljóst hvort Valur Arnarson muni áfram vera í herbúðum KA en Erlingur Kristjánsson verður þar áfram. Ekki liggja fyrir fleiri félagsskipti yfir í raðir KA-mann en að sögn Al- freðs leikur hann sjálfur ekki með KA næsta keppnistímabil en sagði: „það er best að segja sem minnst." Júlíus lék fing- urbrotinn á HM Júlíus Jónasson handknattleiks- maður lék með brotinn þumal- fingur alla heimsmeistarakeppn- ina. Þetta uppgötvaðist við myndatöku að keppninni lokinni. Júlíus brotnaði sem kunnugt er á þumalfingri sl. haust og hafði að fullu náð sér þegar hann fékk högg á fingurinn á Bikuben mót- inu í handknattleik tíu dögum fyrir HM. Var þá talið að um slæma tognun væri að ræða. Fékk hann spelku til að hlífa fingrinum og lék þannig einn leik í Dan- mörku, tvo leiki hér heima_ gegn Austurríki og loks á HM. „Ég var sprautaður fyrir leiki á HM en fann það á milli að mér skánaði ekkert og að keppni lokinni fór ég í myndatökur ogþá sást að fingur- inn var brotinn á sama stað og sl. haust. Það á ekki að vera hægt að leika brotinn,“ sagði Júl- íus í samtali við Morgunblaðið í gær. „Fingurinn var skrúfaður saman með tveimur skrúfum sem verða þar áfram. Síðan verð ég í gipsi í tvær vikur og í aðrar þijár í spelku þannig að ég verð klár í slaginn þegar undirbúningurinn hefst hjá Gummersbach í ágúst- byrjun." Júlíus á eftir eitt ár af samningi sínum við þýska félagið, en hann heldur af landi brott ásamt fjölskyldu sinni eftir viku. ÞORBJÖRN Jensson hefur náð frábærum árangrl hjá Val. Þorbjöm lands- liðsþjálfari? orbjöm Jensson, þjálfari íslandsmeistara Vals, er efstur á óskalista Handknatt- leikssambands íslands í stöðu landsliðsþjálf- ara, samkvæmt áræðanlegum heimildum Morgunblaðsins. Þorbjörn hitti stjórn HSI í gær og átti með henni tveggja klukkustunda fund. Samkvæmt heimildum blaðsins var Þorbirni boðið að taka við landsliðinu en hann vildi umhugsunarfrest og var hann veittur fram á sunnudag. Fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara verður að undirbúa og velja landsliðið fyrir riðlakeppni Evrópumóts landsliða næsta haust. Island mætir Rúmenum ytra í fyrsta leik 26. september. Sigurjón lék undir pari í Flóríta SIGURJÓN Arnarson, kylfingur úr GK, heldur áfram keppni á Tommy Armound-golfröð atvinnumanna. Haim lék undir pari á tveggja daga móti á Deer Island-xetimum. Par vallarins er 72 — Sigurjón kom inn á 72 höggum og 71 höggi, samtals 143 höggum og hafnaði í 10. sæti. Sigurvegarinn lék á 135 höggum. Völlurinn er ipjög erfiður — 6.700 stiku Iangur, með tjarnir á öllum brautum Romario verður frá í sex vikur BRASILÍUMAÐURINN Romario verður frá keppni í sex vikur, þar sem hann meiddist á hné í leik með Flamengo gegn Gremio, 2:1. Þessi sókndjarfi leikmaður mun því ekki leika með landsliði Brasilíu í fjögurra þjóða móti f Eng- landi í júní, þar sem landslið Englands, Brasilíu, Japans og Svíþjóðar. Paul Ince og Tony Adams ekki með Englandi PAUL Ince, Manehester United, og Tony Adams, fyrirliði Arsenal, leika ekki með Englandingum á fjðgurra þjóða mótinu, þar sem þeir eru meiddir. Terry Venables, landsliðseinvaldur Englands, hef- ur valið nýja leikmenn í stað þeirra í landsliðshóp sinn. David Unsworth, varnarleikmaður Everton, 21 árs leikmaður sem hefur ekki leikið landsleik, tekur sæti Adams og Liverpool-leikmaðurtinn Jamie Redknapp tekur stöðu Ince. Aðrir í landsl- iðshópnum eru Tim Flowers, Ian Walker, Warren Barton, Gary Neville, Gary Pallister, John Scales, Graeme Le Saux, Stuart Pearce, Darren Ander- ton, David Batty, David Platt, Paul Gascoigne, John Barnes, Steve McManaman, Nick Barmby, Peter Beardsley, Alan Shearer, Stan Collymore, Andy Cole, Teddy Sheringham. Breytingar framund- an hjá AC Milan EFTIR tap AC Milan gegn Ajax er talið að mikl- ir breytingar séu framundan hjá liðinu. Fyrirlið- inn og varnarmaðurinn Franco Baresi, Roberto Donadoni, miðvallarspilari og sóknarleikmaður- inn Daniele Massaro eru nefndir, sem leikmenn sem líklega verði ekki í liðinu næsta keppnistíma- bil. AC Milan tapaði úrslitaleiknum gegn Ajax og missti ítalska meistaratitilinn til Juventus. Nýja „ AC Milan“ verður með leikmenn eins og Líberíumanniim George Weah, sem hefur verið keyptur frá París St Germain. Paolo Maldini mun örugglega taka við fyrirliðastððu Baresi, 35 ára. Meiðsli hrjá lands- liðsmenn Svía SVÍAR hafa átti í töluverðum vandræðum með að manna landshópinn sem mætir íslendingum í Stokkhólmi á fimmtudagskvöld vegna meiðsla lykilmanna. Enn eitt áfallið var í vikunni er Jan Eriksson, miðvörður AIK og landsliðsins, togn- aði á læri í bikarúrslita leik AIK gegn Halmstad og verður því ekki með. Talið er óvíst að Tomas Brolin og Martin Dhalin geti leikið vegna meiðsla. Tommy Svensson, landsliðsþjálfari bætti tveimur í hópinn í gær; Dik Litmann, fram- heija AIK, sem er 28 ára og hefur ekki leikið landsleik og Jesper Mattson, miðverði Halmstad. Nánast uppselt á Rásunda-völlinn LEIKUR Svía og í slendinga á fimmtudag fer fram á Rásunda-leikvanginum í Stokkliólmi, en það er heimavöllur AIK. Leikvangurinn tekur um 30 þúsund áhorfendur og var nánast orðið uppselt á leikinn í gær. Leikurinn verður ekki sýndur beint í sænska sjónvarpinu, en hann verð- ur sýndur í heild tveimur tímum eftir leik. Leik- urinn verður hins vegar sýndur í beinni útsend- ingu RÚV hér á landi og hefst hann kl. 17.00 að íslenskum tíma. KIMATTSPYRIMA: BLIKASTÚLKUM SPAÐ MEISTARAHTU / B2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.