Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 B 3 KORFUKNATTLEIKUR Því miður tókst þettaekki -segirTorfi Magnússon landsliðsþjálfari, vonsvikinn yfír gengi landsliðsins í Sviss Við komum hingað ákveðnir í að komast áfram í Evrópu- keppninni, en því miðu'r tókst það ekki og ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með það," sagði Torfi Magnússon, landsliðsþjálfari í körfuknattéik, um mótið í heild. „Við vissum að það yrði leikur- inn gegn Sviss sem væri lykilleik- urinn. Við vorum búnir að skoða liðið á myndbandi og töldum okkur eiga möguleika á að vinna. Við höfðum líka skoðað sálfræðiþátt- inn og reyndum að telja mönnum trú um að við gætum unnið Sviss. Þegar í leikinn kom voru strákarn- ir of hátt stefndir og náðu ekki að sýna það sem býr í liðinu að mínu mati." Hvað er nú framundan hjá landsliðinu fyrst ekkert verður aí framhaldi í Evrópukeppninni? „Þau lið sem verða í fjórða og fimmta sæti í þeim þremur riðlum sem nú er verið að leika í fara í undanriðil næsta haust og upp úr þeim riðli held ég að komist tvö lið beint í næstu Evrópukeppni, en ekki þessa eins og einhver mis- skilningur hefur verið uppi um. Síðan er það Norðurlandamótið og svo Evrópukeppnin 1997. Þangað til tel ég að þurfí að byrja upp nýtt, gefa ungu strákunum tækifæri til að leika við sterkari þjóðir, þannig fáum við bestu æf- inguna." Nú hefur komið í ljós að við eigum ekki mikla möguleika gegn sterkari þjóðunum hér, eigum við UÐMUNDUR Bragson hefur verið janfbesti leikmaður íslenska ilðslns lelkjunum á Evropumdlstaramótinu. En það hefur ekkl dugað tll og nú r liðlð úr leik í keppnlnnl, eftlr tvo lelki og þrjú töp, en síðastl leikur llðsins er gegn Skotum á sunnudag. Svali búinn að velja Svali BjÖrgvinsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, ur valið þær stúlkur sem taka þátt í Smáþjóðaleikunum sem hefjast í Lúxemborg í næstu viku.. Þær eru: Anna Bís Sveinbjörnsdóttir, Grindavík, Anna Maria Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttír, Keflavík, Élísa Vilbergsdóttir, Olga Færseih og Hanna Kjartansdóttir, Breiðabliki, Guðbjörg NorðfjÖrð og Helga Þorvaldsdóttir, KR, Inga Dóra Magnusdóttir, Tindastóli og Linda Stefánsdóttir, Val. Tap og sigur í e x- Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Sviss Islenska landsliðið tapaði fyrir Portúgal, en lagði Kýpur að velli í Evrópukeppninni í Sviss. Portúgal- ar fögnuðu sigri 88:70 í leik sem Guðjón Skúlason fór á kostum í fyrri hálfleik eftir að hann kom inná er 12 mínútur voru eftir. Hann gerði alls 20 stig fram að hléi, þar af 6 þriggja stiga körf- ur og var í miklum ham. Islenska liðið gerði 9 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og nýtingin var .50% en 75% hjá Guðjóni. Portúgalir léku maður á mann vörn en strákunum tókst að leysa hana vel með því að keyra í gegnum leikkerfin og Guð- jón var snöggur að skjóta þegar hann fékk boltann í lok kerfanna. Svæðisvörnin var líka góð í fyrri hálfleiknum og munaði þar mestu um að leikstjórnanda þeirra, Neves, var haldið á mottunni. Hann náði þremur skotum undir pressu og hitti ekki. Er líða tók á hálfleikinn virtust Portúgalir vera að ná tökun- um á leiknum, fóru í svæðisvörn og sóknir okkar urðu hægari, til að svæfa mótherjana, en bakverð- irnir drippluðu of mikið þannig að sóknirnar enduðu í óefni. En síð- ustu mínúturnar léku strákarnir mJóg g°ða pressuvörn og gerðu síð- ustu 10 stigin fyrir hlé. Síðari hálfleikur var í lagi fyrstu sjö mínúturnar og staðan var 52:45, en þá hrökk allt í baklás og hinn raunverulegi munur sem er á liðun- um kom í ljós. Portúgalir keyrðu hreinlega yfir íslendinga og gerðu 18 stig gegn tveimur á fimm mínn- útum, staðan orðin 54:63 og vonlít- ið að vinna þann mun upp. ^Guðjón var bestur í liði íslands. Teitur var sterkur í vörninni og 100% í vítunum, en 0/5 í þriggja stiga skotum. Marel kom mjög sterkur inn í fyrri hálfleik og var ógnandi en fékk ekki að koma inná í þeim síðari fyrr en leikurinn var tapaður.þegar 8 mínútur voru eftir. Sannfœrandi sigur „Ég er geysilega ánægður með sigurinn þó svo leikurinn hafí ekki verið neitt sérstaklega góður," sagði Torfi Magnússon landsliðs- þjálfari eftir að ísland hafði lagt Kýpur nokkuð sannfærandi af velli í gær, 77:62. Liðið hikstaði örlítið í byrjun en eftir að menn höfðu jafnað sig var eftirleikurinn tiltölu- lega auðveldur og sigurinn hefði allt eins getað orðið stærri. Líklegt verður að teljast að þjóðirnar mæt- ist á nýjan leik eftir nokkra daga, á Smáþjóðaleikunum í Luxemborg. Teitur Öriygsson var besti maður vallarins. Hann var öryggið upp- málað á vítalínunni og sterkur í vðrninni. Hann er með 100% nýt- ingu í vítaskotum á mótinu og víta- nýting liðsins í gær var 86%, 20 skot af 23 rötuðu rétta leið. Guð- mundur var sterkur undir körfunni, Sigfús Gizurarson kom sterkur og ákveðinn inn og tók 6 fráköst þær 11 mínútur sem hann lék. Jón Kr. og Valur áttu einnig ágætis leik. Morgunblaðið/Gunntaugur Rögnvaldsson 'ESSIR kappar unnu sína flokka á mótorhjólum, Unnar Már Magnús- son, Karl Gunnlaugsson og Jóhann Jóhansson Synd að ísland komist ekki lengra „ÍSLENDINGAR hafa alltaf heillað mig með baráttu og hinni miklu tækni sem Ieikmenn ráða yfir og það er synd að lsland komist ekki lengra í þessari keppni," Vladimir Heger þjálfari Portúgals eftir sigur inn. „Hér í mótinu eru um áttatí u körfu- boltamenn og ef við værum með topp tuttugu lista yfir þá leik- menn sem ráða yfir mestri tækni þa væri nær allt islenska liðið á þ'eim. lista. Ég varaði mina menn við en þeir virtust ekki trúa mér og svo kom það þeim á óvart að þið hittuð úr þriggja stiga skotunum! En það er sama sagan fyrir ísland — það vantar hærri leikmenn þannig að hægt sé að hafa stöðuga ógnun inn í vítateignum. Eftir að við fórum að hitta aðeins fyrir utan losnaði um leikmenn mína undir körfunni og þar unnum við þennan leik. Við höfðum það einnig framyfir ykkur að það var lítil pressa á okkur, en þið urðuð að vinna til að komast áfram. Þetta held ég að hafi einnig ráðið nokkru um gang leiksins," sagði Heger. •f- nökkurt erindi í milliriðla Evrópu- keppninnar? „Já, það held ég. í þeim hluta keppninnar er leikið heima og að heiman og þá er bara einn og einn leikur í einu. í svona móti erum við að leika sex leiki á sjö dögum og það tekur auðvitað á, sérstak- lega vegna þess að strákarnir þurfa alltaf að berjast við sér hærri menn. Til að okkur fari fram verðum við að leika gegn sterkari þjóðum. Ég er ekki að tala um að við eig- um erindi í sterkustu þjóðir Evr- ópu, en að leika við þær þjóðir sem eru í næsta flokki fyrir ofan okk- ur, ef svo má segja, ætti að vera gott fyrir okkur," sagði Torfi Magnússon. URSLIT Island - Portúgal 70:88 Luganó í Sviss, C-riðill Evrðpukeppninnar í körfuknattleik, fímmtud. 25. maí 1995. Gangur leiksins: 0:2, 5:2, 7:13, 24:22, 27:29, 37:29, 39:29, 42:41, 52:45, 54:63, 60:72, 62:76, 68:76, 70:88. Stig íslands: Guðjón Skúlason 23, Valur Ingimundarson 10 Teitur Örlygsson 10, Guðmundur Bragason 8, Falur Harðarson 8, Hermann Hauksson 6, Marel Guðlaugs- son 5. Fráköst: 6 í sókn, 10 f vörn. Stíg Portúgals: Monteiro 27, Neves 17, Silva 15, Plowden 13, Rocha 8, Ramos 6, Pires 2. Fraköst: 8 1 sókn, 20 í vörn. Dómarar: Ramos frá Spáni og Ioannades frá Kýpur. Dæmdu ekki vel, en 1 takt við dómgæsluna á mðtinu, flautuðu á allt. ViUur-. ísland 26 - Portúgal 15. Áhorfendur: 50. Sviss - Austurríki 58:51 Skotl.- Rúmenía 70:97 ísland - Kýpur 77:62 Luganó í Sviss, C-riðilI Evrópukeppninnar I körfuknattieik, föstudaginn 26. maí 1995. Gangur leiksins: 1:0, 3:11, 7:19, 15:19, 20:27, 83:30, 36:33, 43:35, 53:42, 59:44, 67:52, 74:54, 77:58, 77:62. Stig íslands: Teitur Örlygsson 19, Guð- mundur Bragason 11, Herbert Arnarson 11, Valur Ingimundarson 11, Jón Kr. Gfsla- son 11, Hermann Hauksson 4, Jðn Arnar Ingvarsson 4, Guðjón Skúlason 3, Hinrik Gunnarsson 2, Sigfús Gizurarson 1. Fráköst: 10 f sókn, 29 í vörn. Stig Kýpur Antonio 23, Karayiannis 18, Stylianidis 12, Kyriacou 5, Konstantinou 2, Karapatakis 2. Fráköst: 5 í sókn, 13 í sókn. Dómarar: Olatarou frá Rúmeníu og Valent- ine frá Skotlandi. Með þvf skársta sem hefur sést á þessu móti. Villur: ísland 25 - Kýpur 17. Áhorfendur: 23. Knattspyrna Mjólkurbikarinn 1. umferð: Fram 23 - Ægir.......................................0:1 Framherjar-IA23..................................1:2 Hvöt - Dalvík...........................................0:6 Höttur - Þróttur N...................................0:5 Hamar - Valur 23..................................0:12 Völsungur-KS........................................l.-O Keflavík 23 - Bruni..................................6:3 Tindastóll - Magni...................................0:1 Snæfell - Njarðvík...................................5:1 Einherji - Sindri.......................................0:3 Fjölnir - Breiðablik 23.............................0:2 ÍBV 23 - FH 23........................................4:3 Þór A - Leiftur 23, Leiftur gaf leikinn. Holland Bikarúrslitaleikur Feyenoord - Volendam.........................2:1 Svíþjóð Bikarúrslitaleikur Halmstad - AIK......................................8:1 Danmörk Bikarúrslitaleikur 1F KaupmammahSfn - AB....................5:0 Evrópukeppni landsliða Tóftir, Færeyjum: Færeyjar - San Marínó..........................3:0 Jens Christian Hansen (6.), Jens Erik Ras- mussen (9.), Johan Johnson (62.). 3.450.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.