Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 1
120 SIÐUR B/C/D 119. TBL. 83.ÁRG. SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Frakkar vilja að hlutverk gæslusveita í Bosníu verði endurskoðað (NATO) krafðist þess í gær, að Bosn- íu-Serbar slepptu friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem þeir halda sem gíslum. Einnig samþykktu fastafulltrúamir viðbótarráðstafanir til þess að vemda gæslusveitimar og auðvelda þeim að gegna hlutverki sínu. Tveir franskir friðargæsluliðar í Bosníu féllu er sveit gæsluliða Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) freistaði þess í gær að endurheimta brú í Sarajevo sem Bosníu-Serbar tóku með áhlaupi í skjóli nætur. Boutros Boutros- Ghali framkvæmdastjóri SÞ varð í gær við þeirri kröfu Jacques Chiracs Frakklandsforseta að kalla öryggis- ráðið saman til þess að fjalla um nýtt umboð gæslusveitanna til að- gerða í Bosníu. Bosníu-Serbar náðu Vrbanja- brúnni, sem er á einskismannslandi í Sarajevo, með því að laumast yfir hana í skjóli myrkurs íklæddir stoln- um einkennisfötum franska hersins. Frönsk fótgöngudeild svaraði með vélbyssuskothríð og handsprengjum og náði aftur hluta brúarinnar. Eft- ir að bardögum linnti var þess freist- að að fá Serba til að láta af hendi Reuter Aden nötraði í sprengjuregni hinn endann og virki sem þar er. Einn Serbi féll í átökunum og þrír voru teknir til fanga. Chirac sagði að fall frönsku gæsluliðanna væri bein afleiðing ómarkviss hlutverks gæslusveit- anna í Bosníu. Alain Juppe utanrík- isráðherra sagði að svör yrðu að fást við því um helgina hvort ríki heims væm tilbúin að efla gæslu- sveitirnar í Bosníu svo þær gætu komið í veg fyrir átök þar eða hvort draga bæri þær til baka. Oljóst þótti í gær til hvaða ráð- stafana yrði gripið af hálfu SÞ og NATO í Bosníu. Færi það eftir því hvort Bosníu-Serbar slepptu rúm- lega 200 gæsluliðum sem þeir hefðu tekið til fanga. Valkostirnir eru allt frá því að hverfa með gæslusveitir úr landi eða beita miklu herafli. Hermt er að Frakkar muni að líkind- um ráða ferðinni þar sem þeir em langfjölmennastir í gæslusveit- unum. Vilja þeir að gæslusveitirnar verði ekki jafn dreifðar og nú er, heldur í stærri hópum á færri stöð- um og fái bæði umboð og vopn til þess að gegna hlutverki sínu. Sótthreinsað vegna Ebola-veiru í Zaire ÓTTINN við Ebola-faraldur- inn í Zaire hefur ýtt mjög und- ir hræðslu víða um heim við veirusjúkdóma. Á myndinni, sem tekin var í dreifbýli skammt frá bænum Kikwit í Zaire í gær, sótthreinsa starfs- menn Rauða krossins fætur pilts, en móðir hans er sýkt af veirunni. Þar í landi hafa á annað hundrað manns dáið af völdum veirunnar ■ Óttinn við veirurnar/ 6. Aden. Reuter. ADEN, hafnarborg í suðurhluta Jemens, nötraði af völdum gífur- legra sprenginga í gær og sögðu sjónvarvottar að fjöldi manns hefði slasast. Óljóst var hvers vegna sprengingarnar urðu. Slökkviliðs- og sjúkrabílar sáust keyra í ofboði að Jabal Hadeed, Stálfjalli, í miðri borginni þar sem vopnabúr er að finna. Eldtungur stigu upp af fjallinu. Hermdu vitni, að sprengingar hefðu dunið við í um hálfa klukkustund og hefðu sprengjur fallið bæði í íbúðahverf- um borgarinnar og út á Adenflóa. Síðar kvað við ný hrina spreng- inga sem íbúar sögðu hafa verið mun kröftugri en þær fyrri. Svo virtist sem eldur hefði orðið laus í vopnageymslu. Af opinberri hálfu var hvorki skýrt frá orsökum sprenginganna eða tjóni af þeirra völdum. Síma- samband rofnaði í borginni að mestu. Tveggja mánaða borgarastríði lauk í Jemen í júlí í fyrra eftir mis- heppnaða tilraun ráðamanna í suð- urhluta landsins að segja sig úr lögum við norðurhlutann og endur- vekja Suður-Jemen. Ríkin voru sameinuð fyrir fimm árum. Vilja brenna lík Leníns Moskvu. Daily Telegraph. RÚSSNESKUR efnafræðing- ur, dr. ígor Mashníkov, heldur því fram að „djöflaorka" geisli frá smurðu líki Leníns í graf- hýsinu á Rauða torginu og tekur hann undir kröfur um að það verði fjarlægt. Mashníkov segir í viðtali við blaðið Argúmentý í Faktý, að þúsundir manna sem farið hafi í grafhýsið til þess að virða lík Leníns fyrir sér hafí orðið fyrir barðinu á „svart- orku“ sem skilið hafi eftir sig andleg örkuml hjá viðkom- andi. Greftrun líksins dygði ekki til þess að særa burt djöfulleg- an anda og væri eina ráðið að brenna það. „Loksins þá myndum við losna við þær þjáningar sem líkinu hafa fylgt,“ sagði Mashníkov. Búa Israela undir frið við Sýrlend- inga Jerúsalem. Reuter. YITZHAK Rabin forsætisráð- herra ísraels gaf í gær til- kynna, að hugsanlega yrði landnemabyggð í Gólanhæð- um lögð niður á næstunni til þess að sýna vilja ísraela til friðarsamninga við Sýrlend- inga á táknrænan hátt. Binyamin Ben-Eliezer hús- næðismálaráðherra sagði í útvarpsviðtali í gær, að ára- langar tilraunir til að ná samningum við Sýrlendinga virtust vera að komast á skrið. Að óbreyttu gæti rammi friðarsamkomulags legið fyrir í byrjun næsta árs. Yfirmenn herja landanna tveggja hittast í júní þar sem verður fjallað um öryggis- ákvæði væntanlegs friðar- samkomulags landanna. Hvorki hefur gengið né rekið í friðarumleitunum milli ísraela og Sýrlendinga vegna Gólanhæða, umfangs og tímasetningar brotthvarfs ísraela þaðan og öryggisráð- stafanir því samfara. Sveitir SÞ verði efld- ar eða dregnar til baka NATO krefst þess að Serbar sleppi gæsiuliðum sem þeir halda sem gíslum ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ .. ... ' .... ................ ..... Losnað úr lok- uðum heimi 10 ÍSLENSK NÁTTÚRA 18 Ueísmu wsluliáttiim dllra þyrfli ISMir 20 KOMUM STERK ÚRKREPPUNNI wsnmfmmjiSí ÁSUNNUDEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.