Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þór Sigfússon hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu í grein í Vísbendmgu Með niðurfellingu bóta mætti lækka skatthlutfall í 15% EF VAXTABÆTUR, bamabætur, persónuaf- sláttur og sjómannaafsláttur yrðu felldir niður væri mögulegt að lækka tekjuskattshlutfall með útsvari niður í rúm 15% og fátæktargildr- ur þær sem háir jaðarskattar búa til yrðu úr sögunni, að því er segir í grein Þórs Sigfússon- ar hagfræðings í fjármálaráðuneytinu sem birt er í nýjasta hefti Vísbendingar. Þór segir að íslenska skattkerfið sé orðið svo flókið að sérfræðingar einir geti reiknað út ráðstöfunartekjur og jaðarskatta fólks. Tveir af hveijum þremur framteljendum greiði engan tekjuskatt þegar tekið hefur verið tillit til bama- og vaxtabóta. Eitt brýnasta verkefni komandi ára sé að spoma við vinnuletjandi og bótahvetjandi kerfi eins og því sem sé við lýði í dag. Velt er upp þremur möguleikum til að draga úr tekjutengingu og háum jaðarsköttum. í fyrsta lagi afnám tekjutengingar vaxtabóta, bamabóta, húsaleigubóta, bamabótaauka og hátekjuskatts. Það kosti ríkissjóð um 8,5 millj- arða króna og til að mæta því þyrfti að skera útgjöld niður um 6-7% eða hækka skatthlut- fall um a.m.k. 3%. í öðra lagi að auka skattfrelsi spamaðar og auka þannig svigrúm fólks til að vinna meira og leggja fyrir án þess að jaðarskattur fari í allt að 70-80%. í þjóðfélögum þar sem spamaður og fjárfesting sé hættulega lítil beri að skoða skattlagningu eyðslu og skattfríðindi spamaðar. Þessi leið hefði þann galla að með óbreyttum skattleysismörkum yrðu hópar und- ir þeim tekjumörkum skildir eftir í sömu spor- um og áður. Dregið úr bótakerfinu Þriðja leiðin sem Þór Sigfússon fjallar um er að draga úr bótakerfinu og lækka skatthlut- fall á móti. „Með þessum breytingum lækkuðu jaðarskattar fjölskyldna með meðallaun úr allt að 60-80% niður í 15%,“ segir í greininni en þá sé undanskilin fyrirhuguð tekjutenging borgarstjómar Reykjavíkur á félagslegri aðstoð og dagvistargjöldun, tekjutenging afborgana af námslánum o.fl. Þá segir að með breytingum á kerfinu yrði fólk með meðallaun og hærri í flestum tilfellum með meiri ráðstöfunartekjur en áður. Lág- launafólk kæmi að sumu leyti verr út þótt jað- arskattar á fjölskyldur með lág laun og meðal- laun yrðu lækkaðir umtalsvert. Miðað við 15% tekjuskatt yrðu ráðstöfunar- tekjur hjóna með 2 börn og 225 þúsund krónur í mánaðartekjur um 185 þúsund krónur sem sé næstum það sama og fyrir breytingar. Af 10 þúsund króna umframtekjum hækkuðu ráð- stöfunartekjur hins vegar um 8.500 krónur en ekki um aðeins 2.000 kr. eins og við vissar aðstæður skv. núverandi kerfi. Þá segir Þór Sigfússon að stærsta verkefnið við úrlausn þess verkefnis að endurskoða skatt- kerfíð sé að rétta hlut þeirra lægst launuðu án þess að taka upp margþætt bótakerfí. Ein leið til þess gæti verið að halda áfram nokk- urs konar bamabótum. Þannig væri hlutur láglaunaijölskyldna réttur nokkuð en í stað þess yrði skatthlutfall hærra en ella. Ónógar merkingar í sundlaugum Merkingar verði settar í reglugerð ÓLI Hilmar Jónsson, deildarstjóri á Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins, segir ástæðu til að taka af öll tvímæli um merkingar í sund- laugum og ákvæði um þær verði settar inn í reglugerðir. Óli Hilmar sat í nefnd mennta- málaráðuneytisins sem samdi ör- yggismöppu fyrir sundstaði þar sem bent er á hættuna af dýfíngum á litlu dýpi. Hann segir að reglu- gerð um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar gildi ekki um laugar í einkaeign, en óumdeilan- lega séu slíkar sundlaugar á ábvrgð eigendanna. I öryggismöppunni era leiðbein- ingablöð um hönnun sundstaða og frágang þeirra og þar er bent á hættuna af dýfíngum. Þar er mælt með því að laugarbakkar séu merktir með sérstökum lit til að vara við hættunni af dýfíngum þar sem það á við. Þetta blað er í öllum örygg- ismöppum sem era á öllum sund- stöðum sem ekki era í einkaeign, enda era möppumar fylgiskjöl með reglugerð um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar sem var undirrituð í júní í fyrra. Laugarbotn með rauðum flísum Óli Hilmar segir að innihald ör- yggismöppunnar teljist þó hvorki til laga né reglugerða en hins veg- ar beri forsvarsmönnum sundstaða að fara eftir því og hafa það til hliðsjónar. Óli Hilmar segir að full ástæða sé til að taka af öll tvímæli og ákvæði um merkingar verði settar inn í reglugerð. „Mér hefur dottið í hug að botn lauganna verði merktur, t.d. með rauðum flísum þar sem dýpið er innan við 1,20 m en bláum flísum þar sem laugin er djúp. Það er mjög erfítt fyrir mann af laugarbakkanum að meta dýpi sundlaugarinnar og með því að hafa annan lit á sundlaugar- botni í tæra sundlaugarvatni ætti öllum að vera Ijóst hvar hættan liggur,“ segir Óli Hilmar. Morgunblaðið/Sverrir Handflakarar keppa ÍSLANDSMÓTIÐ í handflökun hófst í gærmorgun á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn. Keppend- ur eru 38, sem er umtalsverð fjölgun frá í fyrra, þegar 20 kepptu. 12 keppendur eru er- lendir, frá Bretlandi, Þýska- landi, Filippseyjum, Bretlandi og Póllandi. Aformað er að halda Evrópumót hér á landi næsta sumar. í keppni í handflökun er dæmt eftir hraða, nýtingu og gæðum. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri setti mótið og gat þess m.a. í ræðu sinni að hún hefði hlotið nokkra reynslu í handflökun í Meitlinum í Þor- lákshöfn fyrir allmörgum árum. BRÚÐKAUP * fflorQtmblnbib ™ MORGUNBLAÐINU í dag fylgir 32 síðna blaðauki, Brúðkaup - í blíðu og stríðu. Þar er fjallað um sem flest sem viðkemur brúðkaupum. Meðal annars er efnt til leiks þar sem Morgunblaðið býður heppnum brúðhjónum í vikuferð til Parísar. Landsþing sjálfstæðiskvenna í Hveragerði Konur oánægðar með rýrt hlutskipti í stöðuveitingum Hveragerði. Morgunblaðið. KONUR á landsþingi Landssam- bands sjálfstæðiskvenna, sem nú stendur yfír í Hveragerði, eru ákaf- lega óánægðar með rýrt hlutskipti sitt í stöðveitingum í stjómarsam- starfmu. Hins vegar kemur greinilega fram á þinginu að þær eru baráttu- glaðar og telja brýnt að konur inn- an Sjálfstæðisflokksins sameini krafta sína og reyni með því móti að bæta stöðu kvenna innan flokks- ins á næstu árum. Með því leggi þær granninn að kröftugri þátttöku Sjálfstæðiskvenna í næstu kosning- um. Arndís Jónsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sagði í ávarpi sínu við setningu Landsþings sjálfstæðiskvenna á föstudagskvöld að tímabært væri fyrir konur í Sjálfstæðisflokknum að staldra við og skoða málin í kjöl- far rýrs hlutar kvenna innan Sjálf- stæðisflokksins eftir síðustu kosn- ingar. Hún minnti á að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði fyrstur valið kven- ráðherra og því væri eðilegt að flokkurinn héldi frumkvæði sínu. Konur hefðu ávallt gegnt mikil- vægu híutverki í starfí flokksins. Slæmt væri ef störf þeirra væra ekki lengur mikils metin. Umræða hefur ekki skaðað flokkinn Hjá Arndísi kom fram að margir hefðu talið að viðbrögð Landssam- bands sjálfstæðiskvenna við mynd- un síðustu ríkisstjórnar og rýrs hluts sjálfstæðiskvenna innan henn- ar myndi valda flokknum fylgis- tapi. Nýjustu skoðanakannanir sýndu hins vegar að flokkurinn hefði aukið fylgi sitt um 4% og því væri greiniiegt að umræða sjálf- stæðiskvennanna hefði ekki skaðað flokkinn. Gestur fundarins var Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. Í ávarpi sínu ijallaði hann stuttlega um aðdraganda stjórnarmyndunar- viðræðnanna, um helstu verkefni ríkisstjórnarinnar og áherslur henn- ar í framtíðinni. Að lokum svaraði Þorsteinn nokkrum fyrirspurnum fundargesta. heimi ►Rannsóknir hafa sýnt að allt að 17% einhverfra geta lifað nokkum veginn sjálfstæðu lífi á fullorðinsá- rum. Hér er m.a. rætt við prófess- or Ivaar Lovaas, sem farið hefur nýjar leiðir í meðferð á ungum bömum. /10 Byssueigendur blása til sóknar ►Þótt samtök bandarískra byssu- eigenda hafi átt undir högg að sækja eftir hermdarverkið í Okla- homa er of snemmt að afskrifa þennan öfluga þrýstihóp./12 Hringlaga leyndar- dómar ►Nokkrar undarlegar hringlaga rústir vestur á Gróttu hafa vakið athygli manna./16 íslensk náttúra ►Fyrir þá, sem hafa ísland dag- lega fyrir augum, er erfitt að átta sig á hve einstakt það er./18 Með sömu neysluhátt- um þyrfti 10 jarðir ►Magnús Jóhannesson ráðuneyt- isstjóri er einn af varaforsetum Umhverfísnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem fylgir eftir fram- haldi Ríóráðstefnunni./20 Komum sterk úr kreppunni ►í Viðskiptum og atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Boga Páls- son, framkvæmdastjóra P. Samú- elsson, umboðsaðila Toyota á ís-' landi./22 B ►1-32 íslenskir andfætllngar ►í Ástralíu em íslendingar jafn framandi og Ástralir á íslandi og ísland er oftar en ekki nefnt þegar menn leita að einhverri mjög fmm- legri og framandi samlíkingu./l Sumarvertíðin ►Stóm sumarmyndimar frá Hollywood taka sér brátt bólfestu i kvikmyndahúsunum í Reykja- vík./6 Að vekja upp eldgosið ►Halldór Ásgeirsson er íslenskur myndlistarmaður sem notar óvenjulegar aðferðir í listsköpun sinni./14 Víetnam ►Litli drekinn rís úr öskustónni. /16 Minnlngar úr Verzló ►Fimmtfu áreru nú liðin frá því Verzlunarskóli íslands útskrifaði fyrstu stúdentana./30 BÍLAR_____________ >1-4 Afmælissýning Toy- ota ►í tilefni af 30 ára afmæli Toy- ota á íslandi verður sýning um helgina þar sem m.a. gefur að líta Toyota Celica GT-Four og 5 dyra RAV4./1 Reynsluakstur ►Rúmgóður og vel búinn Ford Escort CLX langbakur. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavikurbréf 26 Minningar 28 Myndasögur 36 Brids 36 Stjömuspá 36 Skák 36 Bréf ti! biaðsins 36 Velvakandi Fólk t fréttum Bíó/dans íþróttir Útvarp/sjónvarp Dagbók/veður Mannlífsstr. Dœgurtónlist Kvikmyndir INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-4-6 38 40 42 46 48 50 9b lOb llb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.