Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þér hefði verið nær að stunda brugg og nauðganir. Menn eru þó ekki settir á bakvið lás og slá fyrir það. 54 tillögnr bárust í samkeppni um hönnun skóla í Engjahverfi __ * Tillaga Uti og inni verðlaunuð TEIKNISTOFAN Úti og inni sf. hlaut fyrstu verðlaun í opinni samkeppni um hönnun Engja- skóla, sem afhent voru i Laugar- dalshöll síðastliðinn föstudag. Jafnframt var opnuð við sama tækifæri sýning á öðrum tillög- um sem bárust í samkeppnina, en þær voru 54 talsins í allt. Efnt var til samkeppni í tveim- ur þrepum meðal hönnuða um byggingu grunnskóla í Engja- hverfi. Var jafnframt ákveðið að afrakstur hennar yrði nýttur til að hanna skóla í Víkur- og Borgarhverfi. Markmiðið með samkeppninni var að fá fram hugmyndir um hagkvæma skóla- byggingu og skólalóð, bæði að því er varðar uppbyggingu og rekstur, sem svarar kröfum um einsetinn grunnskóla fyrir alla árganga nemenda á skólaskyldu- aldri. Kostnaðarþak var 500 miiyónir króna. Þijár tillögur voru valdar í efstu þijú sætin. í fyrsta sæti lenti tillaga Baldurs Ó. Svavars- sonar og Jóns Þórs Þorvaldsson- ar sem unnin var í samstarfi við Ara Má Lúðvíksson. Verður gengið til samninga við höfund- ana um áframhaldandi hönnun Engjaskóla. Jafnframt mun dómnefnd mæla með því við útbjóðendur að höfundar tillagna sem valdar voru í 2. og 3. sæti verði valdir til að hanna skóla í Víkur- og Borgarhverfi. f öðru sæti varð tillaga Arna Kjartanssonar og Sigbjörns Kjartanssonar, arki- tekta hjá KIM sf., og Jóhannesar Þórðarsonar og Sigurðar Hall- dórssonar, arkitekta hjá Glámu sf. í dómnefnd voru Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og jafnframt formaður, Steinunn Ármannsdóttir skólastjóri, Vikt- or A. Guðlaugsson forstöðumað- ur Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt og Jakob Líndal arki- tekt. PAUL V. Michelsen, garð- yrkjubóndi, er látinn á 78. aldursári. Hann rak um árabil Blómaskála Mic- helsen í Hveragerði. Paul er fæddur á Sauð- árkróki 17. júlí árið 1917. Hann hélt ungur til náms í garðyrkju í Hveragerði. Eftir námið hélt hann til framhaldsnáms í Dan- mörku og lagði áherslu á rósa- og svepparækt. Hann sneri aftur til Hveragerðis og var garðyrkjumað- ur hjá Ingimar Sigurðssyni í Fagra- hvammi þar til hann opnaði sinn éigin blómaskála, Blómaskála Michelsen. Hann rak skálann ásamt Sigríði R. Michels- en, eiginkonu sinni, um árabil. Hjónin seldu skál- ann og fluttu til Reykja- víkur vegna veikinda Sig- ríðar árið 1980. Sigríður lést árið 1988. Þau eign- uðust þijá syni og aðstoð- aði Paul son sinn Ragnar við rekstur blómabúðar til dauðadags. Paul var einn af frumbyggjum Hveragerðis. Hann var virkur í fé- lagsmálum og starfaði m.a. í Odd- feliow reglunni. Paul var sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu í forsetatíð Kristjáns Eldjáms. Morgunblaíið/Sverrir JÓN Þór Þorvaldsson og Baldur Ó. Svavarsson arkitektar tóku við 1. verðlaunum úr hendi Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa og formanns dómnefndar. SIGRÚN Magnúsdóttir afhendir Hildi Hafstað, nýjum skólastjóra Engjaskóla, blómvönd. Andlát PAUL V. MICHELSEN Athyglisverðar tilraunir með fitusýrur Hægt að auka lífslíkur lúðulirfa í fiskeldi Guðmundur G. Haraldsson Undanfarinn áratug hefur Guðmundur Gunnar Haraldsson dósent og lífrænn efnafræð- ingur unnið að athyglisverð- um rannsóknum á Omega-3- fítusýrum í samstarfí við fjöl- marga einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki, þeirra á meðal Lýsi hf. og Norsk Hydro í Noregi. Omega-3-fítusýrur er að fínna í sjávarfangi en þor- skalýsi og aðrar fískiolíur innihalda náttúrulegt form fítusýranna, þríglýseríð sem myndað er úr þremur fítusýr- um tengdum í glýseríð. Fitu- Sýrumar eru sérlega verðmæt efni en það hefur verið verk- efni Guðmundar og sam- starfsmanna hans að ein- angra eftirsóttustu efni Omega-3-fítusýranna, EPA og DHA, og nýta þau í hag- nýtum tilgangi, s.s. að þróa markaðshæfar afurðir úr fítusýr- unum. - Hvers vegna eru Omega-3- fítusýrur svo eftirsóttar sem raun ber vitni? „Omega-3-fitusýrumar hafa mjög fjölþætt og jákvæð áhrif á lífsstarfsemina og heilsufar manna og dýra. Talið er að þær hafí mjög góð áhrif á einstaklinga með hjarta- og æðasjúkdóma en einnig á fólk með liðagigt, psoriasis, mí- greni, mænusigg og jafnvel krabbamein. Þess verður þó að geta að fitusýrumar eru engin lækning í sjálfu sér. Loks má geta þess að fitusýrumar geta almennt haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfíð, sjón, tauga-, heila- og nýmastarf- semi og þroskun ungviðis." - Hvenær hófust rannsóknimar á Omega-3-fítusýrunum? „Árið 1984 var gerður samning- ur um rannsóknasamstarf milli Lýsis hf. og Sigmundar Guðbjama- sonar prófessors og fyirum rektors HÍ á Raunvísindastofnun Háskól- ans. Markmið samstarfsins var tví- þætt. Annars vegar að heQa klín- ískar rannsóknir er beindust að áhrifum lýsis á efnasamsetningu hjprtans en hins vegar að þróa markaðshæfar afurðir úr Omega- 3-fítusýrum.“ - Hverjar eru þessar afurðir sem um ræðir? „Það var markmið okkar fyrst og fremst að búa til þríglýseríð- þykkni með sem hæstu hlutfalli af hinum verðmætu efnum EPA og DHA úr Omega-3-fitusýrunum. Á markaði erlendis var þegar kom- in Omega-3 fjölómettuð afurð á formi þríglýseríðs með 30% hlut- falli EPA og DHA.“ - Hvemig tókst síðan til? „Þegar á fyrri hluta ársins 1985 tókst að þróa á Raun-.- vísindastofnun einfalda aðferð til að framleiða 30% EPA og DHA þríg- lýseríðafurð úr þorska- lýsi og framleiddi Lýsi hf. vöruna undir vöruheitinu Omega-3. Fljótlega tókst þó að frarhleiða þríglýseríð með um eða yfir 70% EPA og DHA innihaldi og var þá það langhæsta sem þekktist. Með áframhaldandi rann- sóknum tókst loks að búa til hrein þríglýseríð með annað tveggja 100% EPA eða 100% DHA inni- haldi. Þegar var sótt um alþjóðleg einkaleyfi á þessari framleiðslu og hlaut verkefnið bestu einkunn í úttekt á íslenskum líftækniverkefn- um á vegum Rannsóknarráðs ríkis- ins en erlendir fræðimenn jafnt sem íslenskir fiölluðu um verkefnið." - Hvernig geta íslendingar nýtt sér árangur þessa velheppnaða líf- ► Guðmundur Gunnar Har- aldsson dósent er fæddur í Sandgerði 1953. Hann lauk B.Sc.-prófi í efnafræði frá HÍ 1976 og doktorsprófi í lífrænni efnafræði frá Oxford-háskóla í Englandi 1982. Hann hefur ver- ið dósent við efnafræðiskor raunvísindadeildar HÍ frá 1985. Kona Guðmundar er Jancy May-Britt Haraldsson og eiga þau þijú börn. tækniverkefnis? „Hagnýting þessarar fram- leiðslu úr Omega-3-fítusýrum er í marga staði mjög ákjósanlegt há- tækniverkefni fyrir íslendinga. Mjög árangursríkar rannsóknir eru að baki, verkefnið tengist rótgró- inni atvinnugrein á íslandi, sjávar- útvegi, auk þess sem það er tiltölu- lega einfalt í sniðum. Um er að ræða hagnýtingu á mjög verðmæt- um efnum sem við höfum ótak- markaðan aðgang að. Þróunar- verkefnið gæti þannig markað upp- haf að stórfelldari hátækniefnaiðn- aði á íslandi og skapað störf fyrir fiölda efnilegra íslenskra fræði- manna, sem einatt þurfa að leita út fyrir landsteinana. Vandkvæðin eru þó nokkur. íslensk fyrirtæki eru smá og líða fyrir skort á fjár- magni. Tækjabúnaði er verulega ábótavant og hugsanlega geta orð- ið sveiflur í áhuga og eftirspum." - Hafa tekist samningar um rannsóknasamstarf við fieiri en Lýsi hf.? „Já, nýlega hófst athyglisvert samstarf við Fiskeldi Eyjafjarðar um þróun fóðurs fyrir lúðulirfur í því skyni að auka lifslíkur þeirra. Helsta vandamál í lúðueldi Fisk- eldis Eyjafjarðar er skortur á Omega-3-fítusýrum með ríku DHA-innihaldi í svifþörungum sem er meginfæða lúðulirfanna. Það gerir það að verkum að lúðulirfur deyja og ná ekki að myndbreytast í lúðu- seyði. Útilokað er að safna nægi- iega miklu magni af hinum mikil- vægu svifþörungum fyrir lúðueldið. Þess í stað hafa hafist tilraunir með nýtt og bætt fóður, saltvatns- rækjutegundina artemíu, sem í náttúrulegu umhverfi hefur mjög lágt DHA innihald. Aftur á móti hefur tekist að líkja eftir fítusýru- samsetningu náttúrulega svifsins í artemiunni. Um þessar mundir standa þess vegna yfír tilraunir með notkun DHA-ríkrar artemíu til að betrumbæta myndbreytingu Iúðulirfanna yfir í seiði. Það hefur gengið vel fram að þessu.“ Ákjósanlegt hátækni- verkefní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.