Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 15 Karlakórá atvinnukórastigi Á VEGUM Menningarmiðstöðvarínnar Gerðubergs eru komin út þrjú ný póstkort í röðinni Myndverk bama. Böm og listir TONIJST Fella- og Ilólakirkja STÚDENTAKÓRSTOKK- HOLMSBORGAR Stúdentakór Stokkhólmsborgar. Stjórnandi Göte Widlund. Fimmtu- dagur 25. maí. KARLAKÓR í glaðasólskini á uppstigningardag. Maður fór hálf- fúll yfir að hafa tekið jobbið að sér, að skrifa gagnrýni í hvaða veðri sem er, en manni brá. Strax í fyrstu töktunum af Domine eftir August Söderman rann fýlan af manni og hlustirnar opnuðust upp á gátt. Hér var kominn atvinnu- mannakór og hann góður og þar með er mikið sagt, því á milli áhugamannahóps og atvinnu- manna- eru himinvíddir, sem ekki allir virðast skilja. Maður veltir fyrir sér hvaða eiginleika eða gen Svíamir hafa, sem elur af sér besta handboltalandslið í heimi (mitt mat), toppíþróttamenn í öðrum greinum, kóra á borð við kórana hans Eric Ericson og nú Stúdenta- kórinn frá Stokkhólmi. Víst er þetta ögun, en bara ögun vinnur ekki leik, hugmyndaflug og löngun til að spila - syngja - verður að koma til, trú á það sem tekist var á hendur og ást á verkefninu, hvort sem er kórpartur eða hand- bolti. Fleira verður og að koma til, samvinna og leikgleði, söng- gleði (sönn), þörfin til að sigra hitt liðið, eða tónleikagesti, allt þetta er þó til einskis ef vantar drengskap og fallega framkomu í leikinn. Við verðum að viðurkenna að þetta hafa Svíamir og því verð- ur til söngur eins og sá sem heyrð- ist í kirkjunni í kvöld. Eitt skal strax tekið fram, óman kirkjunnar hentar kór, sem sá sænski er, sér- lega vel. Strax í fyrsta laginu sýndi kórinn frábærlega fallega veikan söng, þar sem hvert orð og hver frasering varð mjög skýr. I þessu fyrsta lagi sýndi kórinn einnig að hann á til voldugt forte og þó taldi kórinn aðeins 36 söngmenn og sannaðist þar einu sinni enn að ekki er það „kvantitetið" sem ræð- ur heldur „kvalitetið". Verkefna- valið var að mestu leyti kirkjulegs eðlis og í síðrómantískum eða nú- tíma búningi og sum lögin mjög vandsungin, má þar til nefna Ave Maríu eftir Fr. Biebel, samin fyrir tvo kóra, De Profundis eftir Leevi Madetoja þar sem kórinn sýndi mikla næmni í erfiðum og við- kvæmum hljómskiptum eða í Lau- des eftir Fr. Poulenc þar sem mik- ið úthald þarf til að halda öllum íjórum þáttunum uppi, enda bar á þreytu, eða svolítilli uppgjöf í lok- in, engin furða því mikið radd- magn þarf til að halda verkið út. Feykilega fallegt píanó sýndi kór- inn í Paradisets Timma eftir David Vikander enda var veikur söngur kórsins framúrskarandi. Best sungna verkið á tónleikunum var þó kannske „I maanans skimmer“ eftir Söderman, en það held ég að verði ekki betur gert og nálgað- ist fullkomnun. Gryning vid Havet var síðast á efnisskránni og þar fannst mér á vanta bæði hljóm- magn og skáldlega túlkun. Þama hefti kúltúrinn sköpunarmátt þess ágæta stjómanda Göte Widlund. Þetta lag þarf að skapa á staðn- um, það þarf að springa út inn- anfrá og rísa upp óvænt eins og hafið eða rautt sólarlag. Karlakór Reykjavíkur var mót- tökuaðili stúdentakórsins og tók á móti honum með þrem lögum. Síð- ast sungu svo kórarnir saman tvö lög. Synd var að ekki skyldu félagar úr öðmm karlakóram vera meðal áheyrenda, þeir misstu af gim- steini sem ekki lýsir nema hann sé sóttur heim. Á sama hátt hefðu kórstjórarnir haft gott af setunni í kirkjunni, það er svo auðvelt í fámenni og einangran að falla í þá gryfju að halda að heima sé allt best. Ragnar Björnsson Á VEGUM Menningarmið- stöðvarinnar Gerðubergs eru komin út þijú póstkort í röð- inni Myndverk barna. Að þessu sinni urðu fyrir valinu myndir sem unnar voru sl. sumar á námskeiði Listasmiðj- unnar Gagn og gaman og bar yfirskriftina Myndlist og heimspeki. Markmið listasmiðjunnar er að gefa börnum á aldrinum 6-12 ára kost á að taka þátt í skapandi vinnu með starfandi listamönnum. Á hverju nám- skeiði starfa fjórir listamenn með 20 börnum og hafa sér til fulltingis tvo aðstoðarmenn. Listamennirnir koma úr hin- um ýmsu greinum lista svo sem myndlist, tónlist og ritlist, eru dansarar, kvikmyndagerð- armenn eða leikarar. Á námskeiðinu Myndlist og heimspeki var bryddað upp á þeirri nýbreytni að hafa heim- speking innanborðs allan tím- ann sem ræddi hinar ýmsu heimspeki- og siðferðilegu spurningar með börnunum. í sumar stendur Gerðuberg fyrir tveimur námskeiðum. Hið fyrra er hefðbundið lista- smiðjunámskeið þar sem skoð- aðar verða hinar ýmsu list- greinar. Hið seinna ber heitið Myndlist og umhverfí. Þar verður líffræðingur meðal leiðbeinenda og saman mun hópurinn skoða plöntur, pödd- ur og alla þá leyndardóma sem búa í nánasta umhverfi okkar. Þessar rannsóknir verða síðan útfærðar í myndlist. Hvort námskeið fyrir sig stendur í þijár vikur og kennt er frá 10-16. Milli 9-10 og 16-17 er boðið upp á gæslu fyrir börnin. Opið hús í dug, sunnudag, frá kl. 13:00-17:00 Reynir Björnsson, sölufulltrúi Sigurplasts hf. Þegar ég byrjaði í Viðskiptaskóla Stjórnunarfélagsins og Nýberja var ég með verslunarpróf frá Famhaldsskóla Húsavíkur. Til greina kom að Ijúka stúdentsprófi eða fara í markaðs- og sölunám hjá VSN. Þar sem ég taldi að VSN gæfi mér meiri möguleika á góðu starfi að námi loknu, fór ég í hann. I upphafi fannst mér skólinn vera dýr, en eftir því sem á leið sannfærðist ég um að námið væri rúmlega peninganna virði. Eg var svo lánsamur að fá vinnu hjá Sigurplasti hf. í gegnum skólann, áður en að starfsþjálfun kom og hófég þar störfum miðjan apríl sl. Eg mæli af heilum hug með námi við VSN. Kennslan er hnitmiðuð og hagnýt og kemur að góðum notum á vinnumarkaði. ® Stutt og hnitmiðað starfsnám í takt við þarfir atvinnulífsins ® Hægt er að velja um morguntíma, hádegistíma eða síðdegistíma i Starfsþjálfun í fyrirtækjum veitir nemendum mikilvæga innsýn í skrifstofustörf Námstími er 2 x 13 vikur, 3 klst. daglega VSN býður upp á stutt og hagnýtt viðskiptanám á þremur námsbrautum; • Almennt skrifstofunám • Fjármála- og rekstrarnám • Markaðs- og sölunám 0^-lg»lr J VJlÐSKIPTASKÓLI STJÓRNUNARFÉLAGSINS OG MÝHERJA ÁNANAUSTUM 15-121 REYKJAVÍK SÍMI 562 1066 SÍMBRÉF 552 8583 : Laun yfir 80.000 kr. á manuói. Fyrir nám í VSN veturinn 1994-95 óri eftir útskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.