Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIN nokkur ár hef ég rekist á fjöldamargar greinar í dönskum, sænsk- um, þýskum, frönskum og ítölskum blöðum um ísland sem ferðamannaland. Tónninn er almennt að landið sé alveg ein- stakt, þó veðrið sé ekkert til að stóla á og verðlagið geti verið hátt. Og þegar maður hittir útlendinga sem hafa verið á íslandi þá ber allt að sama brunni: ferðin hefur á einn eða annan hátt verið þeim afar minnisstæð. Bara fyrir nokkrum dögum sagði Dani við mig að nú yrði hann að fara að fara aftur til Islands, því þar þætti sér og kon- unni sinni að maður yrði nýr og betri maður. Jú, jú, það eru auðvit- að til útlendingar, sem ekki hafa kunnað að meta hvorki land né þjóð, en það skemmtilega við ísland er að annaðhvort verður fólk á ein- hvem hátt heillað af landinu, eða að það má ekki til þess hugsa að fara þangað aftur. Landslag án auglýsingaskilta og háspennulína í sumar átti ég þess kost að ferð- ast um landið eftir sex sumur erlend- is og eftir að hafa varla ferðast um Island svo heitið geti í mörg herrans ár. Ég á íjarska góðar minningar um ferðalög þar frá því ég var krakki, þegar útlendir ferðamenn voru fáséðir og hringvegurinn ekki til. Það var því ekki laust við að ég kviði því að öll umfjöllunin hefði kannski laðað of marga á þær slóð- ir, sem ég vildi innst inni bara hafa fyrir mig og hvort minnisvarðar ferðamennskunnar í formi gosdósa, sígarettu- og kexpakka væru orðnir fastur hluti landslagsins. Og svo var spumingin hvemig tekið væri á móti ferðamönnunum og hvemig hefði verið búið í haginn fyrir þá. I Evrópu þarf víða að fara langt frá alfaraleið til að sleppa við aug- lýsingaskiltin. Landslag á Suður- Italíu, til dæmis á eldfjallasvæðinu í kringum Napólí minnir víða á Suðurlandið heima á íslandi og er bæði fallegt og áhrifamikið. Því miður er það hrikalega illa farið af árans auglýsingaskiltum, sem allir vegakantar era útbíaðir í. Og svo era háspennulínurnar þvers og krass. Bara það eitt að ekki þurfí nema að keyra skamman spöl frá Reykjavík til að öll mannvirki, nema auðvitað vegurinn, hverfi sýnum, er sérstakt. Fyrsti viðkomustaður minn og ítalsks ferðafélaga míns var því hraunið skömmu áður en vegurinn greinist suður í Hvera- gerði og Þrengslin. Litimir í mosan- um, mýkt hans og áferð andstætt tættu hrauninu, sem varla er nein- um fært yfirferðar nema fuglinum fljúgandi . . . þetta þurfti að kanna nánar, þreifa á mosanum, dást að himinblámanum og teyga að sér ferskt loftið. Þeir sem ekki hafa hraunið fyrir augunum daglega þurfa ekki að fara lengra en þang- að til að standa á öndinni af hrifn- ingu. En þetta var nú bara reykur- inn af réttunum ... Ég hef heyrt marga útlendinga dást að leiðinni frá Reykjavík og suður í Öræfí. Hrifningin er líka skiljanleg. Leiðin er ekki tiltakan- lega löng miðað við dagleiðir á evr- ópskum ferðamannaslóðum, en hún er einstaklega íjölbreytt, þegar fyrst er keyrt um grösug hérað og gróin tún, þar til sandamir taka við með ágang hafsins á aðra hönd og að lokum jökulbreiðurnar, sem skríða niður að veginum, að ógleymdri Dyrhólaey og Lóns- dröngum. Og svo sögurnar, sem fylgja stöð- unum. Þá fyrst og fremst Njála, semi teygir sig alveg frá Þingvöllum að Öræfunum með Lómagnúp sem nokkurs konar vendipunkt og svo kannski sögumar af Sæmundi fróða þar sem má hugsa sér að hann hafi komið á selnum upp að suður- ströndinni eða með augun í áttina að Rangárvöllum og drauga- og útiiegumannasögur á söndunum, að ógleymdum álfasögum við lík- lega álfhóla. Og svo era það enda- laus birtubrigðin og um leið lit- brigði landslagsins. I Toscana-hér- aði á Norður-Italíu eru grænar og frjósamar hæðir, þar sem vínekr- umar teygja sig um hæðir og hóla, skoma af sedrasviðarkeilunum. A - svo einstök að erfitt er að skilja það SÓLARLAG er kannski víðast hvar fallegt, en á Víkingavatni í Kelduhverfi bætist fuglasöngur og áraglamur við litadýrðina. ísland sem ferða- mannaland er tugga, sem margoft er tönnl- ast á. Og landið er líka sérstakt, svo mjög að fyrir þá, sem hafa það daglega fyrir augum er erfitt að átta sig á hve einstakt það er. Sigrún Davíðsdóttir segir í eftirfarandi grein frá ferðalagi um landið og veltir fyrir sér hvemig landið kemur útlendingum fyrir augu, auk þess að horfa örlítið til ferða- mennsku framtíð- arinnar. Sjálandi skiptast á akrar og skóg- ar, í Ölpunum einkennist landslagið af djúpum dölum, fjallatindum og skógum. Ailt era þetta sveitir ann- álaðar fyrir fegurð, en geta öldung- is ekki keppt við fjölbreytni Suður- landsins og öll þau jarðfræðilegu fyrirbæri, sem þar getur að líta. Hagnýt iandslagslist Eitt af mörgum merkilegum jarð- fræðifyrirbæram á leiðinni era gervigígamir, sem blasa meðal ann- ars við sjónum vegfarenda þar sem vegurinn liggur niður í Meðallandið. Ofan á einn gíginn hefur verið tyllt útsýnisskífu á alveg einstaklega haglegan og sniðugan hátt. Toppur- inn hefur verið sneiddur af hólnum, þar sem skífan stendur og að henni liggja fagurlega smíðaðar tröppur, sem falla inn í hólinn. Allt svæðið í kring er fallega frá gengið með grasi, möl og tijáplönkum. Hand- bragðið á þessu eru öldungis listi- legt og þannig er um fleiri staði. Göngustígamir í Skaftafelli vora á sínum tíma lagðir í sjálfboðavinnu af breskum stúdentum, hefur mér verið sagt. Þeirri vinnu hefur verið vel við haldið. Víða eru göngustíg- arnir skornir með steinrennum til að fleyta vatninu áfram og leiða- skiltin eru fallega frágengin. Sama er um áningarstað, þegar komið er af Holtavörðuheiði niður í Hrútafjörð. Þar eru borð og bekk- ir, salerni og vaskar. Líkt og á áður- nefndum stöðum er allt með svo fallegu handbragði að unun er að og fellur vel að umhverfinu. Reynd- ar held ég að íslendingar séu al- mennt handlagnir og kippi sér ekki upp við að taka til höndunum. Þann- ig hef ég heyrt um danskan íbúða- eiganda, sem leigir út íbúðir og vill helst leigja íslendingum, því þeir láta sig ekki muna um að mála íbúð- irnar, ef þeim þykir þess þurfa með ... og það þykir þeim oftar en Dönum, sem krefjast þess þá að eigandinn sjái um slíkt. Ef ísland er land andstæðnanna þá krystallast hluti þessara and- stæðna í Skaftafelli. Svartur sand- urinn skorinn af jökulánum, hvítir og svartir jöklarnir og grænkan og gróskan í skógunum við jökulrönd- ina. Það er varla heppilegri staður en Bölti til að njóta alls þessa frá. Húsakynnin era notaleg, reisn yfír húsfreyju og heimilisfólki og morg- unmaturinn eftirminnilegur, ekki síst fyrir góðan félagsskap hús- freyju. Bændagistingin er tvímæla- laust ein mesta framför í íslenskum ferðamálum og reynsla mín af nokkram gististöðum var frábær. í Garði við Mývatn fér vel um gesti í rúmgóðum herbergjum með skemmtilegri eldunaraðstöðu, auk þess sem bóndinn gefur góð ráð. Á Víkingavatni í Kelduhverfi er aðbúnaður svo vel hugsaður, að unun er að. Á stofuborðinu var gnægð bóka og bæklinga um ísland og matur og morgunmatur fram- reiddur eins og best verður á kosið, heimabakað kex og fleira í þeim dúr. Og ekki spillir að geta róið út á vatnið til að njóta sólarlagsins ... Flestir bændur hafa lagt í ein- hveija fjárfestingu til að bæta að- stöðuna og sumir hafa byggt sérstök hús fyrir ferðamenn. Af því að ég er vön .að vera á hótelherbergjum með baði hélt ég í einfeldni minni að þannig væri líka best að vera í bændagistingu. En ef ég ætti að gefa einhveija þumalputtareglu um hvemig best sé að fínna góðan gisti- stað þá var mín reynsla sú að skemmtilegast var að gista á þeim stöðum, sem taka sem fæsta. Þann- ig kemst ferðamaðurinn í sem mest samband við heimamenn og'það er óneitanlega skemmtilegast að heyra þá segja frá því sem helst er að sjá í nágrenninu. Allt pjatt um herbergi með baði á vel við um hótel, en ekki bændagistingu. Fegurð og hættur Ég á enn eftir að sjá jöklana í sól, en Skaftafell er líka heillandi og stórbrotinn staður í súld og rign- ingu. Þá hefur maður líka göngu- leiðimar nokkurn veginn fyrir sig einan, meira að segja Svartafoss. Og þegar skriðuföll loka veginum austur fyrir og norður og Kolgríma flýtur yfír veginn við ósinn, eins og gerðist síðastliðið sumar, þá er það kannski ögn gremjulegt, en gefur ferðinni sérstakan blæ, ekki hvað síst í minningunni. Og slíkir atburðir í annars góðu veðri síðast í júlí minnir á hve veðurfarið er óstöðugt og náttúran öll er ekki þar sem hún sýnist eða til að treysta á. Þetta er nokkuð sem gjarnan vill gleymast og er kannski það sem útlendingar eiga einna erfiðast með að átta sig á. Eftir slys og dauðs- föll útlendinga í sumar vöknuðu eðlilega umræður um hvernig ætti að taka á þeim málum. Fyrir skömmu hitti ég Norð- mann, sem hefur bæði ferðast mik- ið heima fyrir en líka á íslandi. Hann sagði mér að einnig í Noregi hefði á tímabili verið of mikið af slysum á ferðamönnum, en nú væri reynt af mætti að fræða ferðámenn um hvers vænta mætti, vel væri fylgst með mannaferðum, auk þess sem björgunarsveitir væra virkar. Kannski einum of, því um leið og einhver villtist væri björgunarsveit- in umsvifalaust komin á stjá. Þeim sem bjargað er fær síðan að sjá reikninginn. Eiginlega sagði hann að sér þætti þetta eftirlit einum of, því þar með væri gengið á rétt fólks til að fá að týnast ... Kannski I hljómar þetta hryssingslega, en það eru eða ættu að vera takmörk fyrir hvað hægt er að fírra fólk ábyrgð fyrir eigin ferðum og gerðum. Til íslands kemur eðlilega mikið af útlendingum, sem era vanir gönguferðum og útilegum og þykj- ast því öllu vanir. En fæstir þeirra átta sig á að gönguferðir í fjallahér- uðum Evrópu, ekki síst Mið- og Suður-Evrópu, eru allt annað mál i en gönguferðir um óbyggðir ís- ' lands. í Evrópu er kannski gengið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.