Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX KOMUMSTERK ÚRKKEPPUNNI VIÐSKIPnAIVINNUIÍF ÁSUNNUDEGI ►Bogi Pálsson er borinn og barnfæddur Vesturbæing- ur, fæddist þann 6. desember árið 1962. Hann útskrif- aðist sem stúdent frá Verslunarskóla íslands vorið 1982. Þá lá leið hans í viðskiptafræði í Háskóla ís- lands þaðan sem hann lauk námi vorið 1987. Ári síð- ar, þá aðeins 26 ára að aldri, settist Bogi í fram- kvæmdastjórastól við Nýbýlaveg í Kópavoginum, nán- ar tiltekið í fjölskyldufyrirtækinu P. Samúelsson hf., umboðsaðila Toyota á Islandi, sem faðir hans stofn- aði árið 1970 og rak þar til að honum fannst tími til kominn að sonurinn fengi að spreyta sig. eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur RJÁTÍU ár eru nú liðin síðan fyrsti Toyota-bíllinn kom til íslands og 25 ár frá því að Páll Samúelsson stofn- aði samnefnt fyrirtæki, sem lengst af hefur haft aðsetur sitt við Nýbýla- veg 8 í Kópavogi. Páll hafði verið starfsmaður Japönsku bifreiðasöl- unnar, sem fyrst fékk umboð fyrir Toyota hér á landi, þegar honum árið 1970 bauðst að kaupa umboðið sem hann afréð að gera þrátt fyrir dræmar undirtektir markaðarins á þeim tíma. Fyrstu árin kom hann sér fyrir við Höfðatún í Reykjavík, en flutti reksturinn síðan í Kópavog árið 1975. Páll vék fyrir syni sínum úr framkvæmdastjórastólnum árið 1988, en starfar enn sem stjómar- formaður fyrirtækisins og er virkur sem slíkur í allri stefnumörkun. Sonurinn Bogi Pálsson, sem nú stýrir fjölskyldufyrirtækinu, segir að lýsingin á sínum vinnuferli sé af- skaplega stutt og hnitmiðuð. „Ég steig í fyrsta skipti inn í fyrirtækið þriggja ára gamall og hef verið þar að heita má síðan. Hér vann ég í öllum mínum fríum og hef verið í flestum deildum að undanskildum viðgerðum, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki næga þekkingu til að bera á þeim vettvangi," segir Bogi þegar við setjumst niður á rúm- góðum forstjórakontórnum að afloknum hádegisverði í mötuneyt- inu. Aðspurður um hvort hann hafí verið alinn upp gagngert sem verð- andi forstjóri fyrirtækisins kemur fyrst smá hik og síðan svar: „Kannski síðustu árin áður en ég tók við, en trúlega hefur þetta ekki ver- ið skipulagt uppeldismarkmið frá upphafi. Málin hafí einfaldlega þró- ast í þessa átt þar til kom að þeim tímapunkti að faðir minn ákvað að treysta mér fyrir daglegri umsjá fyrirtækisins." Tveir stökkpallar - Hvemig hefur fyrirtækinu reitt af í aldaifyórðung? „Á fyrstu árunum voru japanskir bílar lítið farnir að ryðja sér til rúms á Evrópumarkaði. Menn höfðu mismikla trú á þeim og enginn, að ég tel, mjög mikla. Fyrsti Toyota- bíllinn kom hingað til lands árið 1965 og salan gekk mjög treglega framan af. Eftir að faðir minn tók við umboðinu 1970 gerðist það að bílasala á Islandi jókst almennt, en á þeim tíma heyrðum við undir sölu- aðila Toyota í Danmörku og vorum þar af leiðandi ekki sjálfstætt starf- andi fyrirtæki í beinum tengslum við japönsku framleiðenduma, eins og nú er. Toyota-bílar vom fyrst fluttir til Danmerkur allra Evrópu- landa árið 1963. Danimir voru þá með umboð fyrir Danmörk, ísland, Noreg og Svíþjóð og komu sér upp söluaðilum á þessum stöðum. Þetta fyrirkomulag var við líði allt til árs- ins 1979 að við náðum að gera bein- an samning við japönsku verksmiðj- urnar. Á meðan við heyrðum undir danska umboðsaðilann var salan allt frá því að vera nokkrir tugir bílar á ári og upp í 200-300, en eftir að bein tengsl komust á milli okkar og Toyota í Japan urðum við um leið sjálfstæðari með hvaða bílar hentuðu okkar markaði. Auk þess fækkaði milliliðum um einn og verðið lækk- aði. Við þessa breytingu tók salan stökk upp á við svo um munaði og seldir voru um eitt þúsund bílar á ári. Ljóst var að fyrirtækinu var að vaxa fískur um hrygg og jafnframt varð okkur Ijóst að víkka þurfti út hliðarbúgreinar á borð við varahluta- sölu, verkstæðisrekstur og réttinga- verkstæði. Svipuð sala hélst til ársins 1986 þegar algjör sprenging átti sér stað á nýjan leik og markaðurinn varð snarvitlaus að heita mátti þegar stjórnvöld ákváðu að lækka aðflutn- ingsgjöld af bílum verulega, sem skilaði 20-30% verðlækkun á útsölu- verði þeirra. Aðgerðir þessar voru hluti af kjarapakka til fólksins í land- inu. í kjölfar þeirra jókst bílasala svo hratt að nærri lætur að annar hver bíll í landinu hafí verið end- umýjaður á þremur árum, það er á árunum 1986, 1987 og 1988. Þegar landsmenn höfðu endumýjað alla þessa bíla, má segja að fall bílasöl- unnar hafí verið jafnmikið næstu ár á eftir. Síðan hefur bílasala verið í Iægð þó teikn séu á lofti um að úr sé að rætast nú.“ Endurnýj unarþörf Bogi leggur áherslu á að nú sé orðið brýnt að endurnýja íslenska bílaflotann. Hann sé að verða allt of gamall og úr sér genginn. Hins- vegar megi ljóst vera að til þurfi að koma lækkun aðflutningsgjalda á nýjan leik, en gjöldin eru nú nánast orðin jafnhá og þau vom fyrir lækk- un 1986. Aðflutningsgjöld af bílum eru reiknuð út frá vélarstærð og em allt frá því að vera 30% af minnstu vélunum upp í 75% af þeim stærstu. Bogi segir að vegna endurnýjunar við núverandi aðstæður þurfi bíleig- endur ekki aðeins að kljást við af- skriftir eldri bíla, heldur Iíka hærri gjöld og minni kaupmátt. Þá hafi auknar kröfur um minni mengun og aukin öryggisbúnað einnig hækkað bílverð. Allt þetta geri endurnýjun- ina illviðráðanlega fyrir venjulegt launafólk. Það sjái ekki fram á að geta endumýjað bíla sína með góðu móti vegna þess að það sé læst inni í ákveðinni stöðu. Til að ráða bót á hefur bílgreinin þiýst á stjórnvöld varðandi lækkun á aðflutningsgjöld- um og hefur fjármálaráðherra m.a. lýst þeirri skoðun sinni opinberlega að núverandi neyslustýring sé óeðli- leg. Neyslustýring „Við, sem í bílgreininni störfum, leggjum ofurkapp á að neyslustýr- ingin verði afnumin hið fyrsta. Nú liggur hvatinn fyrst og fremst í því að menn kaupi sér litla bíla vegna þess að því stærra sem rúmtak vélar- innar er, því hærri eru aðflutnings- gjöldin. Að sama skapi mætti með sanni segja að sófí ætti að bera hærri gjöld en stóll því í raun ætti stóll að duga sérhvetjum manni. Sama hugsun liggur að baki þessu tvennu. Við verðum fyrst og síðast að horfa til þarfa fólks í þessu tilliti og hætta að lita á stóra bíla sem munaðarvöru, eins og sumir gera. Ég spyr til dæmis hvort það sé munaður fyrir sex manna fjölskyldu að geta rúmast í fjölskyldubílnum í einu eða hvort það sé munaður fyrir fólk í snjóþungu byggðarlagi úti á landi að eiga fjórhjóladrifínn bíl. Fyrir 25 árum vandi fólk sig á stóra bíla, en nú er búið að þvinga það inn í smábíla, sem henta hvorki veðurfari né vegakerfi og oft ekki fjölskyldustærðum. Að auki mætti nefna öryggisþáttinn, en þó svo að öryggisbúnaði bifreiða fleygi fram með hveiju árinu, er það nú samt svo að stærri bílar eru öruggari en minni bílar. Segja má að rekja megi upphaf smábfladýrkunarinnar til ol- íukreppunnar á sínum tíma þegar verið var að hvetja fólk til að eiga spameytna bíla. Þau rök eru nú löngu fallin vegna þess að nú munar óverulega á eyðslu bíla með stærri vélar og þeirra með minni vélar. Skattlagning á bíla hefur aukist svo mikið undanfarin ár að nauðsynlegt er að lækka fjárfestingaskatta með- an bflasala er í lágmarki til að stuðla að eðlilegri endumýjun bílaflotans í landinu." Framtíðarsýn Framkvæmdastjórinn spáir því að á næstu fjórum árum muni annað af tvennu gerast. Annaðhvort muni verða töluverð aukning í sölu á nýj- um bílum eða að bflum í umferð muni hreinlega fækka um allt að fjórðung. Þar með yrðu íslendingar komnir um 20 ár aftur í tímann hvað bflaeign varðar. „Ef aðflutn- ingsgjöld verða ekki lækkuð, á sér ekki stað eðlileg endumýjun. Bíllinn hættir að vera almenningseign og fer að verða munaðarvara. Og við förum að sjá stóran hóp fólks í þessu | landi sem ekki hefur efni á því að eiga bfl á sama tíma og þörfin fyrir þessa vöru hefur vaxið fremur en hitt. Ef þetta gengur eftir mun eftir- spum eftir notuðum bílum aukast og þá er viðbúið að verð á þeim muni hækka. Það stefnir hraðbyri í að bílaflotinn verði gamall, en sem þumalputtareglu tel ég það vera skynsamlegast fyrir fólk að end- umýja bílana sína á tveggja til ) þriggja ára fresti.“ j Háleit markmið Árið 1980, á þeim tíma sem bein viðskiptatengsl komust á milli Toy- ota í Japan og Toyota á íslandi setti fyrirtækið sér markmið, sem af mörgum voru þá talin mjög háleit. „Við ætluðum okkur að verða stærstir á markaðnum vegna þess , að við höfðum trú á að varan okkar myndi henta íslenskum aðstæðum. Markmiðið skilgreindum við þannig j að við ætluðum að eiga flesta bfla í umferð, en ekki endilega að ná mestri sölu yfir tiltekinn tíma. Þessu markmiði náðum við árið 1988, en þá höfðum við aldrei verið í fyrsta sæti í sölu. Samt vorum við búnir að selja meira heldur en allir aðrir. Svo náðum við því árið 1990 að komast í fyrsta sæti í sölu og höfum , verið með yfírgnæfandi markaðs- hlutdeild síðan,“ segir Bogi. j Markaðshlutdeild Toyota var um i 25% á síðasta ári, einn af hveijum §órum seldum bílum í landinu. Það, sem af er þessu ári, hefur markaðs- hlutdeild fyrirtækisins numið 21% og heldur það því enn fyrsta sætinu. Afkomuna segir Bogi vera viðskipta- leyndarmál enda liggi slíkar upplýs- ingar ekki á lausu hjá samkeppnisað- ilum. Aftur á móti upplýsti hann að tap hefði verið á rekstrinum árið » 1993. Önnur ár hefði fyrirtækið ver- ) ið rekið með hagnaði. j Breyttar markaðsaðstæður - Miklar sviptingar hafa átt sér stað á bílamarkaðnum á undanförn- um árum. Hvernig kemur Toyota á íslandi úr kreppunni? „Ég tel að við séum að koma mjög sterk úr þeirri niðursveiflu, sem ríkt hefur, vegna þess að við fórum mjög snemma í ráðstafanir til þess > að búa okkur undir að geta tekist á ) við fyrirsjáanlega lægð, sem öll fyrir- j tæki í landinu hafa að meira eða " minna leyti lent í. Við höfum verið að skila viðunandi afkomu á síðustu misserum þó markaðurinn hafí verið lítill og samkeppnin stundum óvæg- in. Sömuleiðis höfum við náð að halda uppi því þjónustustigi, sem hér var fyrir á meðan við höfum verið að aðlaga okkur breyttum markaðs- aðstæðum. Viðskiptavinir okkar ) hafa því ekki þurft að líða skort af j neinu tagi. Við gripum fyrst og fremst til þeirra ráða að skera niður kostnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.