Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 26
T 26 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR AÐ ER ekki ofsagt að segja, að þýðingar á borð við þær, sem Einar Bragi, skáld, hefur ráðist í, fyrst á verkum Strindbergs og nú síð- ast á verkum Ibsens, séu þrek- virki. Ekki síður er það afrek hjá skáldinu og þýðandanum að ráðast sjálfur í útgáfu þýð- inganna, eins og Einar Bragi gerir í báðum ofangreindum tilvikum. Skáldskapur þessara tveggja mestu meistara nor- rænnar leikritunar á erindi við íslendinga í dag og það er afar þýðingarmikið að íslenskt skáld skuli takast á hendur það verkefni, að þýða verk þeirra yfir á íslensku, eins og Einar Bragi hefur gert. Hann kveðst í samtali við Morgunblaðið i gær ekki vera í nokkrum vafa um að Ibsen og Strindberg eigi brýnt erindi við nútímann. „Skáldskapurinn er í raun endalaus endurtekning á því sama, bara með nýjum og nýj- um hætti ... Það er ekkert nýtt undir sólinni segir Predik- arinn,“ segir Einar Bragi orð- rétt. Það er á hinn bóginn um- hugsunarefni fyrir þá sem vilja standa vörð um menningu og Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. efla menningarlíf í þessu landi, að íslensk útgáfufyrirtæki hafa ekki treyst sér til að gefa þessi verk út sökum þess að þau hafi haft slæma reynslu af útgáfu leikrita. Helgi Hálfdanarson vann það afrek að þýða heildarverk Shakespeare og lenti í miklum hrakningum vegna útgáfu á verkunum og það var ekki fyrr en 35 árum eftir að Helgi hafði lokið þýðingum sínum, sem Mál og menning lauk útgáfu verkanna. Á þessu tímabili voru a.m.k. tvær aðrar tilraun- ir gerðar til þess að gefa verk- in út og kom Almenna bókafé- lagið þar m.a. við sögu. Þegar ráðist er í stórvirki sem þessi, er nauðsynlegt að styðja við slíka starfsemi á myndarlegan hátt. Einar Bragi naut styrkja úr Norræna þýð- ingasjóðnum og þeim íslenska, en hann teiur samt sem áður einsýnt að hann verði fyrir milljóna tapi af útgáfunni. Þessu verður að breyta, því ella blasir við sú hætta, að menn missi kjarkinn og hætti við að ráðast í þýðingar á verk- um, sem eru íslenskri menn- ingu lyftistöng. KARFINN OG GRÁLÚÐAN UNDANFÖRNUM miss- erum hafa þeir sem bezt þekkja til haft vaxandi áhyggj- ur af karfastofninum og grálúð- unni. Þessar áhyggjur eru stað- festar í nýrri skýrslu Hafrann- sóknastofnunar um ástand og aflahorfur helztu nytjastofna á íslandsmiðum. í skýrslunni seg- ir m.a.: „Augljóst er, að gull- karfastofninn hefur minnkað mikið síðasta áratuginn og er nú í mikilli lægð. Því leggur Hafrannsóknastofnun til að enn verði dregið úr sókn í gullkarfa á fiskveiðiárinu 1995/96 ög að hámarksaflinn fari ekki yfír 25 þúsund tonn ... Afli á sóknareiningu á djúp- karfa hefur farið minnkandi undanfarin ár samhliða mikilli aukningu í afla og sókn. Vegna sterkra vísbendinga um sam- drátt í djúpkarfastofninum leggur Hafrannsóknastofnunin til, að hámarksaflinn fiskveið- iárið 1995/96 fari ekki yfir 35 þúsund tonn.“ Um grálúðuna segir í skýrsl- unni: „Á íslandsmiðum jókst sóknin í grálúðu hratt á árunum 1986 til 1989 og aflinn einnig úr 31 þúsund tonnum í 59 þús- und tonn. Afli á sóknareiningu hefur að sama skapi farið minnkandi og hefur aldrei verið eins lítill og á árunum 1990- 1994. Hafrannsóknastofnun ... leggur til að heildarafli á grál- úðu á hafsvæðinu Austur- Grænland/ísland/Færeyjar fiskveiðiárið 1995/96 verði ekki meiri en 20 þúsund tonn.“ Við erum reynslunni ríkari eftir meðferðina á þorskstofn- inum. Vonandi erum við þar að sleppa fyrir hom. Nú er ástæða til að hlusta vel á ráðleggingar vísindamanna vegna karfa og grálúðu og veiða ekki meira en þeir leggja til. Við höfum efni á því. ÞREKVIRKI í ÞÝÐINGUM ÞAÐ ER EKKI AÐ ástæðulausu hvað fáir hafa lesið hinn Guð- dómlega gleðileik, svo erfiður sem hann er og kröfuharður. Þess má tilaðmynda geta að í VI söngvum allra kaflanna, bæði í Víti, Hreinsunareldinum og Paradís, er fjallað um stjórnmál; fyrst um stjómmálin í Flórens og síðan í Paradís, í samtali við róm- verskan keisara um alþjóðleg stjómmál! Á dögum Dantes var Flórens álíka stór og Reykjavík er nú. Þar vissu menn nokkumveginn deili hver á öðrum og kjaftasögum- ar fóru eins hratt og plágumar, þótt engin væri þar gulapressan eða þjóðarsálin, en þar var þó harla virk „þjóðarsál" einsog raunar einnig í helvíti ef við tökum mark á lýsing- um Dantes. Og í Gleðileiknum guð- dómlega notar Dante bæði persónur sem hann þekkti og sögulegar per- sónur en einnig bókfólk, tilaðmynda persónur í Æneasar-kviðu og goð- sögulegum ritum og væri það svona nokkum veginn einsog ef við teld- um upp það fólk sem við þekktum og nefndum bæði Ljósvíkinginn, Hamlet og Njál. Dante var svo sannarlega bam síns tíma. En hann var miklu meira, hann var bam allra tíma. Hann var lært borgara- legt skáld og yrkir fyrir lærða les- endur. Hann styðst í aðra röndina við ævisögulegt ívaf og notar marg- víslegar skírskotanir í stjómmál síns tíma. Eliot, sem var Dante ofar- Iega í huga, sagði að hann hefði ekki einungis verið alþjóðlegt skáld heldur einnig eitt þjóðlegasta skáld síns tíma og sé því nauðsynlegt að þekkja umhverfi hans og aðstæður ekkisíður en það alþjóðlega andrúm sem hann lifði og hrærðist í ef menn ætluðu sér að komast að kjamanum í skáld- skap hans. Dante orti miklu meira en þessar fjór- tán þúsund línur í Gleðileiknum guðdómlega. Hann skrifaði önnur rit og orti á ítölsku mörg ljóðræn ástarkvæði sem hefðu ein útaffyrir 8Íg haldið nafni hans á loft sem eins helzta skálds síns tíma í Evr- ópu og raunar hvarsem væri. Dante skírskotar með því einu að nefna nöfn sem rifja upp sögur tengdar þeim. Af því má draga lærdóm einsog þegar skírskotað er í hvalasöguna um Jónas sem Krist- ur nefndi einnig í Nýja testamentinu þarsem hann segir að hann verði þijá daga „í skauti jarðar" einsog Jónas í hvalnum. Af þessari skír- skotun má svo draga þá ályktun að menn skuli ekki glata trúnni þótt blási á móti um stundarsakir. Það er semsagt mikið líf undir hverjum steini sem velt er á ferða- lagi Dantes um dauðraheima þótt allt sé kyrrt á yfirborðinu. En þann- ig eru tákn og táknsögur, eða laun- sagnir, mikilvægur þáttur þessa skáldskapar en við þurfum þó ekki endilega að þekkja öll táknin til að njóta hans þarsem hann er svo Iysti- lega fram settur að hann stendur einn útaffyrir sig undir öllum vænt- ingum okkar. Listin býr yfir æmum töfmm og þarf í raun ekki á neinum göngustaf að halda en hann getur komið sér vel þarsem erfítt er yfír- ferðar á þessu ljóðræna ferðalagi. Á ferð Dantes um dauðramanna- land setti að honum óhug en Virg- ill var betri en enginn. Einsog Odys- ( .einhverskonar draumaástand á þessu ferðalagi og upplifír ákveðna þætti þess með þeim hætti rétteinsog hetja Troju- stríðsins. í VI kviðu Vítis kemst hann að raun um að sálimar þar vissu ekkert um nútímann en myndu eftir fortíðinni og hún í sjálfu sér var ærin hegning fyrir lífíð á jörðinni. í 8. hringnum sem svo er kallaður verður að sjálfsögðu fyrir þeim skrímsli og menn sem höfðu framið allskyns ódæði, m.a. þeir sem hafa dreift fölskum kenn- ingum! Og þar komu þeir auga á sjálfan Múhameð! Það er ekkisízt merkilegt hvað Dante leggur þunga áherzlu á synd hrokans; eða stolts- ins. Það er auðmýkt og réttsýni sem ættu að vera leiðarljós. Og öfund- sjúkt fólk lendir á slæmum stað í þessu sjóðandi helvíti. í kringum það em englar sem syngja um auð- mýkt og gagnsleysi öfundarinnar. Þegar Dante er kominn til himna- ríkis og Beatrísa hefur kvatt hann og farið aftur í sitt hlutverk þar um slóðir ferðast hann stjama á milli og kynnir sér dyggð þeirra sem þar em. Á sólinni hittir hann sjálfan Thomas frá Akvínas sem hafði haft meiri áhrif á hann en flestir aðrir. Thomas er í kompaníi við þá sem hafa fundið guð gegnum þekking- una og það fer vel á með honum og skáldinu. En Dante hafði ekki síður orðið fyrir miklum áhrifum af játningum Ágústínusar og kunni vel að meta þau ummæli hans að maður gæti átt samfylgd við heið- ingja, þeir gætu sagt okkur hvert við vildum fara - en þeir gætu bara ekki sýnt okkur hvemig hægt væri að komast þangað. M (mdra MæsLasimnudag)— HELGI spjall MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 27 SJÓMENN ERU í VERK- falli og flest fískiskip landsmanna utan Vest- fjarða komin í höfn. Verkalýðsfélögin í Straumsvík undirbúa verk- fall hjá álfélaginu eftir u.þ.b. hálfan mánuð. Bankamenn hafa boðað verkfall um miðjan júní. Bílstjórar á hópferðabílum eru í verk- falli. Bakarar hafa boðað til verkfalls eftir helgi. Þetta er sú mynd, sem við blasir á vinnumarkaðnum nokkrum mánuðum eftir að samningar tókust við langflesta laun- þega bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Tekjutapið vegna verkfalls sjómanna er gífurlegt. Síldveiðamar hafa gengið vel og talið, að íslenzku síldveiðiskipin sé.u búin að veiða um 140 þúsund tonn úr norsk-íslenzka síldarstofninum. Sameigin- lega eiga íslendingar og Færeyingar eftir að veiða 70 til 80 þúsund tonn af síld skv. þeim kvóta, sem þessar tvær þjóðir hafa sjálfar sett. Veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg hafa gengið vel og em bundnar við þenn- an árstíma sérstaklega þannig að tekjutap- ið vegna þess að þær veiðar stöðvast er mikið. Fiskiskip annarra þjóða halda hins vegar áfram veiðum á því svæði. Rökstudd ástæða hefur verið til að ætla, að Svissneska álfélagið mundi síðar í sum- ar taka ákvörðun um að stækka álverið í Straumsvík. Þar er á ferðinni fjárfesting upp á 10 milljarða króna. Umtalsverð at- vinna mundi skapast í tengslum við stækk- unina. Að auki mundi stækkað álver auka veralega raforkukaup frá Landsvirkjun og álverið mundi fjölga starfsmönnum. Marg- vísleg önnur tekjuaukning yrði vegna stækkunarinnar. Hér er um að ræða 60 þúsund tonna stækkun, sem í stóram drátt- um jafngildir því fyrir þjóðarbúið að þorsk- aflinn ykist um 60 þúsund tonn. Vinnudeilur í Straumsvík hafa verið tíð- ar og erfíðar. Það er nánast hægt að ganga út frá því sem vísu, að skelli á verkfall í Straumsvík verði áform um stækkun ál- versins þar lögð til hliðar. Það ^yrði mikið áfall fyrir þjóðarbúskap okkar Islendinga. Þegar vinnudeilur stóðu síðast í álverinu munaði hársbreidd, að Svissneska álfélag- ið tæki ákvörðun um að loka því. Sú hætta er enn fyrir hendi. Þess vegna era verka- lýðsfélögin í Straumsvík að leika sér að eldi. Verkföll bankamanna, bakara og bfl- stjóra hafa ekki jafn afdrifarík áhrif fyrir þjóðarbúskapinn og verkfall sjómanna og vinnustöðvun í Straumsvík. En eftir sem áður skapa þau óróleika i þjóðfélaginu. Kjarasamningamir, sem gerðir vora snemma á þessu ári, tryggðu launþegum engar stórfelldar kjarabætur. En þeir vora innan þeirra marka, sem efnahagsbatinn leyfði. Hugsanlegt er, að batnandi afkomá fyrirtækja, vísbendingar um aukinn hag- vöxt og umræður stjómmálamanna og fjöl- miðla um efnahagsbata hafí gefið skekkta mynd af þeim möguleikum til kjarabóta, sem fyrir hendi era. Á síðasta ári snerist dæmið við í rekstri þjóðarbúsins og atvinnufyrirtækja eftir fímm erfið ár. Það þarf hins vegar meira til en nokkurra mánaða bata til að vinna upp það sem úrskeiðis hefur farið á fimm áram. Þess vegna væri það óhyggilegt svo að ekki sé meira sagt, að hlaupa nú til og eyða fyrirfram þeim afkomubata, sem vísbendingar era um að falli þjóðinni í skaut á næstu áram. Nú þarf þvert á móti að efla fyrirtækin og gera þeim kleift að ráðast í nýjar fjárfestingar sem skila sér í auknum tekjum þjóðarbúsins. En að sjálfsögðu kemur að því að launþegar eigi rétt á hlutdeild í batnandi hag þjóðarbús og fyrirtækja. Ef verkföll og annar óróleiki á vinnu- markaðnum nú er til marks um meiri óápægju og undirstrauma á meðal laun- þega en kjarasamningarnir fyrr í vetur bentu til er nauðsynlegt, að landsfeðurnir komi því til skila til almennings, hvað efna- hagsbatinn er byggður á veikum granni. Hann byggist m.a. á fískveiðum í Smug- unni, sem enginn veit hvert framhald verð- ur á. Hann byggist m.a. á úthafskarfaveið- um, sem margir hafa áhyggjur af að gangi alltof nærri þeim karfastofni. Hann bygg- ist líka á efnahagsbata í helztu viðskipta- löndum okkar, sem hefur verið umtalsverð- ur á undanfömum áram en nú er svo kom- ið, að í Bandaríkjunum hafa menn veruleg- ar áhyggjur af því, að nýtt samdráttar- skeið sé að hefjast. Það er hins vegar já- kvætt, að vísindamenn Hafrannsóknar- stofnunar telja, að botninum sé náð í sam- drætti á þorskveiðum og búast megi við aukningu þar á næstu áram. Á móti kem- ur hitt, að verði samið um veiðar í Smug- unni má ganga út frá því sem vísu, að samið verði um mun minna magn en veidd- ist þar á sl. ári. Þótt þjóðarbúskapur okkar íslendinga sé á leið upp úr öldudalnum eram við ekki komin upp úr honum. Verkfall sjómanna, lokun álversins í Straumsvík og hugsanleg ákvörðun Svissneska álfélagsins um að leggja áform um stækkun til hliðar, geta á skömmum tíma stöðvað efnahagsbatann. Verkfall sjómanna VERKFALL SJÓ- manna og kröfu- gerð þeirra í kjara- samningum er á margan hátt beint framhald af tveggja vikna verkfalli sjó- manna í janúar á síðasta ári, sem lauk með bráðabirgðalögum. Verkfall sjómanna nú er vísbending um, að sú kjaradeila hafí ekki verið leyst. Sjómenn leggja áherzlu á svolítið önnur atriði að þessu sinni en efnislega er hér á ferðinni sama kjaradeilan og þá. í janúar 1994 lögðu sjómenn mesta áherzlu á að koma í veg fyrir, að sjómenn væru neyddir til að taka þátt í kvótakaup- um útgerðarmanna. Um þann þátt málsins segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins, í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag: „Það er margsinnis búið að gefa útgerðarmönnum tækifæri til að lagfæra þetta, fyrst árið 1992 með undirritun yfirlýsingar. Þeir hundsuðu hana. Það var sett á fót sam- starfsnefnd sjómanna og útvegsmanna í kjölfar lagasetningar 1994 og það gerist nánast það sama. Nefndinni tókst ekki að taka á málunum, af því að það var enginn vilji hjá útvegsmönnum. Þess vegna stönd- um við í þessum sporam í dag.“ Nú leggja sjómenn mesta áherzlu á að markaðstengja fískverð. Um þá kröfu seg- ir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, í Morgunblaðinu í dag, laugardag, að hún sé óraunhæf, þar sem sáralítill fískur selj- ist á fiskmörkuðum og ekki sé hægt að tengja verðið við svo ófullkomna vísbend- ingu. Kristján Ragnarsson bætir við: „All- ir g’era sér grein fyrir, að ef allur fiskur færi á markað mundi fiskverð lækka um 20-30% sama daginn. Era það hagsmunir sjómanna?" Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambandsins, við- urkennir, að fískverð mundi eitthvað lækka við slíka breytingu. Hólmgeir Jónsson bendir á áhrif kvóta- kaupa á fískverð til sjómanna og nefnir sem dæmi, að gangverð á þorskkílói sé 100 krónur en kvótaverð 80 krónur. Síðan segir Hólmgeir: „Þá er útgerðin að fá 20 krónur fyrir aflann og 80 króna virði fer í kvóta. Sjómenn fá skipti úr 20 krónunum og það er enginn samningur við sjómenn- ina um að þetta fískverð skuli gilda, held- ur segjast útvegsmenn bara taka ákvörðun um það á hvaða verði þeir selji aflann og sjómenn fái ekkert annað. Þetta heitir ekki frjálst fískverð." Útgerðarmenn hafa lýst sig reiðubúna til að tryggja sjómönnum 60 króna lág- marksverð fyrir þorsk. Kristján Ragnars- son bendir á, að samstarfsnefnd útvegs- manna og sjómanna hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að meira en fjórðungur þorsks sé seldur á lægra verði en 60 krónur kíló- ið. Þá bendir formaður LÍÚ á, að vanhöld hafi verið á því, að útgerðarmenn hafí samráð við sjómenn um verðið, sem sett REYKJAVÍKURBREF Laugardagur 27. maí Morgunblaðið/Sigurgeir væri upp fyrir fískinn, og vísað hefði ver- ið til þess, að útgerðarmenn hefðu sent símbréf út á sjó og breytt fiskverði. „Allir slíkir gerningar era slegnir af með þessum hætti. Við töldum okkur virkilega hafa komið til móts við sjómenn vegna þess, að við viljum ekki að menn misbeiti að- stöðu sinni í þessu sambandi," segir Krist- ján Ragnarsson. Ekki fer á milli mála, að tilboð LÍÚ um 60 króna gólf á þorskkíló er mikilsverð réttarbót fyrir sjómenn. Þar með era úti- lokuð dæmi af því tagi, sem Hólmgeir Jónsson nefndi um að 20 krónur komi til skipta fyrir þorskkíló eftir kvótakaup út- gerðar. Hins vegar er óneitanlega athyglisvert að fylgjast með því, að sjómenn virðast í þessari vinnudeilu, ekkert síður en þeirri sem stóð fyrir einu og hálfu ári, aðhyllast meiri markaðshyggju en útgerðarmenn. Yfírleitt hefur þetta verið á annan veg. Atvinnurekendur hafa verið talsmenn hins frjálsa markaðar en launþegar haft efa- semdir. Nú era það sjómenn, sem krefjast þess að markaðurinn leysi vanda verð- myndunar á fiski en útvegsmenn hafa efa- semdir. Það er áreiðanlega rétt hjá Krist- jáni Ragnarssyni, að fiskverð mundi lækka veralega sama dag og allur fískur færi um markað. En hvers vegna ekki að taka sjómenn á orðinu og láta á það reyna hvað gerist? Er það endilega fráleitt? Sú var tíðin, að fiskverð var ákveðið af sérstakri nefnd. Miðstýringin á fískverð- inu var alger. Þá höfðu menn miklar áhyggjur af því hvað gerast mundi, ef fallið yrði frá þeirri miðstýringu. Þá var skrefið til fullkomins frjálsræðis í verð- myndun á físki hins vegar ekki stigið nema að hluta til. Hvers vegna ekki að prófa markaðslausnir á þessu sviði sem öðram? Formaður LÍÚ spyr, hvort það séu hags- munir sjómanna að fiskverð lækki. Úr því að sjómennirnir sjálfír vilja taka þá áhættu má spyija, hvort það sé þá annarra manna mál að hafa vit fyrir þeim. Eru það ekki hagsmunir fiskvinnslunnar að fiskverð lækki? Það hefur mikið verið rætt um markaðs- hyggju á undanförnum árum og áratug. Markaðurinn hefur mátt ráða ferðinni á ýmsum sviðum, ekki sízt í matvöruverzl- un, og skilað þar góðum árangri. Menn hafa hins vegar verið tregari til að láta markaðinn ráða á öðrum sviðum, t.d. í olíuverzlun og í bankakerfínu, svo að dæmi séu nefnd en þó alveg sérstaklega í sjávar- útvegi. Er ekki kominn tími til að taka vissa áhættu og láta vinda fijálsræðis blása um sjávarútveginn eins og aðrar atvinnu- greinar? Varla tapast meiri fjármunir á því, en ítrekuðum verkföllum sjómanna. Tíminn og fiskveiði- stefnan DAGBLAÐIÐ TÍM- inn hefur lítið gert af því að taka þátt í umræðum um fiskveiðistefnuna. Nú virðist blaðið vera að átta sig á því, að þetta mál er til veralegrar umræðu meðal þjóðarinnar. í pistli, sem birtist á laugardögum og nefn- ist „Menn og málefni“, fjallar Jón Krist- jánsson, ritstjóri og alþingismaður Fram- sóknarflokks, í Tímanum í dag, laugardag, um fiskveiðistefnuna og Morgunblaðið og segir m.a.: „Það sem athygli vekur í þessu sambandi er hvað umræðan er botnlaus. Ef einhver opnar munninn og mælir með veiðileyfagjaldi í ræðu eða riti, á hann greiða leið inn í ritstjómarskrif Morgun- blaðsins og gjarnan er þá talað um tíma- mótaskrif eða tímamótaræður viðkomandi. Svo var um ræðu Árna Vilhjálmssonar á aðalfundi Granda. Títt hefur verið vitnað til hennar í Morgunblaðinu en efni hennar var þess eðlis að greiða eingreiðslu, hóf- lega þó, og eignast svo kvótann. í skrifum Morgunblaðsins er botninn suður í Borgar- fírði. Það er mér að minnsta kosti ráð- gáta, eftir öll þau skrif, sem birzt hafa frá ritstjórn Morgunblaðsins um fískveiði- stjórnun, hver stefna blaðsins í raun og vera er. Þegar Vestfírðingar settu fram sín sjónarmið um sóknarmark, fyrir kosn- ingar, var því tekið með miklum fögnuði vegna þess, að þetta var andstætt afla- markskerfí. Hin raunveralega stefna blaðsins kom þó hvergi fram ... satt að segja er mikið undranarefni hvað blaðið hefur komist upp með losaraleg ritstjórnar- skrif um hvernig þeir í raun vilja stjórna fískveiðum. Vilja pistlahöfundar Morgun- blaðsins hefta framsal veiðiheimilda og leggja veiðileyfagjald á núverandi kvóta? Vilja þeir sóknarmark? Þessum spurning- um hefur ekki verið svarað.“ Fyrst er ástæða til að fagna því, að málgagn Framsóknarflokksins og þá von- andi flokkurinn sjálfur eru að gera sér grein fyrir því, að ekki verður hjá því kom- izt að ræða fiskveiðistefnuna. Af sömu ástæðum fagnaði Morgunblaðið sérstak- lega framkvæði frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum. Það var vísbend- ing um, að umræður mundu hefjast innan Sjálfstæðisflokksins um fiskveiðistefnuna enda hvatti Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega til þess í kjölfarið, að þessi mál yrðu rædd innan flokksins. Það er tímabært að þau komi einnig til umræðu innan Framsóknar- flokksins og raunar hafa frambjóðendur og þingmenn Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi átt frumkvæði að því. Þar sem Jón Kristjánsson, ritstjóri og alþingismaður, hefur hins vegar ekki skil- ið skrif Morgunblaðsins um fiskveiðistefn- una, er tilefni til að ítreka enn einu sinni, að Morgunblaðið hefur barizt fyrir viður- kenningu á einu grandvallaratriði, þ.e. því að íslenzka þjóðin, sem á auðlindina, eigi rétt á því að þeir sem hafa fengið afnot af henni, þ.e. útgerðarmenn, greiði gjald í sameiginlegan sjóð fyrir þessi afnot, gjald, sem nefnt hefur verið veiðileyfa- gjald. Morgunblaðið hefur barizt gegn því, að þessi fámenni hópur útgerðar- manna hafí rétt á að selja, veðsetja eða erfa eignir annarra. Þegar viðurkenning hefur fengizt á þessu grandvallaratriði telur Morgunblaðið, að það sé málefni sjáv- arútvegsins og stjómvalda, ef því er að skipta, að ákveða hvemig skipulagningu veiða er bezt háttað. Raunar er alveg hægt að hugsa sér, að það sé málefni sjáv- arútvegsins eins svo lengi, sem hann ann- ars vegar greiðir fyrir afnot af auðlindinni og fylgir hins vegar ráðum og ákvörðunum vísindamanna og stjórnvalda um aflahá- mark og almenna umgengni um auðlind- ina. Jón Kristjánsson, ritstjóri og alþingis- maður, telur, að „þessi skattlagning ... komi fram í versnandi afkomu sjávarút- vegsins, gengisfellingu og hækkandi verð- lagi af þeim sökum. Afkoma sjávarútvegs- ins er ekki með þeim hætti, að hann geti tekið á sig viðbótarskattlagningu." Þetta era gamlar lummur. Sjávarútveg- urinn greiðir nú á hveiju ári stórar ijár- hæðir í veiðileyfagjald. Þeir peningar renna hins vegar í vasa annarra útgerðarmanna, sem fengu úthlutað kvóta fyrir ekki neitt á sínum tíma, í stað þess að renna í vasa eiganda auðlindarinnar, íslenzku þjóðar- innar. * + „Formaður LIU spyr, hvort það séu hagsmunir sjómanna að fis- kverð lækki. Úr því að sjómenn- irnir sjálfir vilja taka þá áhættu má spyrja, hvort það sé þá annarra manna mál að hafa vit fyrir þeim. Eru það ekki hagsmunir fiskvinnslunnar að fiskverð lækki?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.