Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t GUÐMUNDUR ÓSKAR EINARSSON, áður til heimilis að Stóragerði 34, lést á Elliheimilinu Grund 26. maí sl. Fyrir hönd aðstandenda. María Guðmundsdóttir. t Elskulegur sonur minn, faðir okkar, bróðir og afi, JÓHANNES GUÐMUNDSSON, lést í Danmörku 23. maí. Margrét Jósefsdóttir Birta Jóhannesdóttir, Jóhann Þór Jóhannesson, Guðmundur Jóhannesson, María Jóhannesdóttir, Anna Jóhannesdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Daniel Örn Sandholt. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, DÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR, Löngumýri 18, Garðabæ, verður jarðsungin fró Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 31. maí kl. 13.30. Þórður Einarsson, Ásgeir Þórðarson, Stella Maria Matthiasdóttir, Bjarni Þórðarson, Ágústa Karlsdóttir, Jakobína Þórðardóttir, Jörundur Guðmundsson, Ásmundur Þórðarson, Harpa Þórðardóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, KRISTJÁN GUNNÓLFSSON frá Þórshöfn á Langanesi, til heimilis á Háaleitisbraut 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 30. maí kl. 13.30 Ingibjörg Gunnarsdóttir. og systkini hins látna. t Föðurbróðir minn, SVERRIR GUÐMUNDSSON, Hátúni 10, verður jarðsunginn frá Kristskirkju, Landakoti þriðjudaginn 30. maí. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Sjálfsbjörg, Félag fatlaðra í Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda. Sigrfður Sigurðardóttir. Móðir okkar og tengdamóðir, SIGURBORG ODDSDÓTTIR, Álfaskeiði 70, Hafnarfirði verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 30. maí kl. 15.00. Haraldur Ólafsson, Oddur Ólafsson, Ómar Ólafsson, Aðalsteinn Ólafsson, Hólmfrfður Gunnarsdóttir, Sigríður Á. Þórarinsdóttir, Valgerður Ásgeirsdóttir, Margrét Ágústsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR HARALDS JÓNSSONAR vélstjóra, Háaleitisbraut 42, Reykjavfk. Valgerður Jóhannesdóttir, Valgeir Birgisson, Ingi Jón Jóhannesson, Anna Björg Samúelsdóttir, Bjarni Danival Bjarnason, íris Gréta Valberg, Trausti Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Sveinn Óskar Ólafsson var fæddur að Butru í Fljótshlíð 26. mars 1913. Hann lést á heimili sínu sunnu- daginn 21. maí sl. Foreldrar hans voru Ólöf Halldórs- dóttir og Ólafur Einarsson frá Bu- tru í Fjjótshlíð. Al- systkini Óskars voru Jóhanna, f. 19. júlí 1908, Halldór, f. 29. október 1909, d. 13. desember 1925, Margrét, f. 7. mars 1911, og Aðalheiður Ingibjörg, f. 18. september 1914. Hálfbróðir hans var Ólafur Konráð Sveins- son, f. 18. júlí 1920, d. 9. mars 1988. Óskar kvæntist 3. ágúst 1935 Hólmfríði Jóhönnu Þor- björnsdóttur, f. 16. febrúar VIÐ LÁT afa hrannast minningarn- ar upp, því ég var svo lánsamur að tengjast honum mjög sterkum böndum. Öll mín bernsku- og unglingsár var ég undir hans verndarvæng, .því við bjuggum öll undir sama þaki, amma og afi á efstu hæðinni, mamma og pabbi og við bömin á miðhæðinni og sum okkar hafa byijað búskap á jarðhæðinni. Eftir að ég flutti burt, hélt ég þeim hætti að borða skyr með ömmu og afa í eldhúsinu hjá þeim flesta laugar- daga, þar sem málin voru rædd. A milli okkar afa ríkti gagnkvæm virðing alla tíð. Hann tók mig sjö ára gamlan með sér í vinnuna, leyfði mér að sitja hjá sér [ vörubíl, sem hann keyrði fyrir BÚR. Er verk- stjórinn sagði honum að hann mætti ekki hafa mig með sér í bílnum sagði hann starfinu upp samstundis og fór að keyra fyrir Sjófang þar sem hann gat haft mig með. Og þær voru margar ferðimar sem við fórum á fískhjallana. Ég man hann líka á rúmstokknum, þar sem hann las okkur bræðrum Þjóðsögur Jóns Ámasonar, öll bindin, fram og aft- ur, kvöld eftir kvöld. Þá var ekkert sjónvarpið. Afí var bam síns tíma, stríðs- og kreppuára og atvinnuleysis og aðhylltist stefnu kommúnista. Hann gat orðið harður í hom að taka ef pólitík bar á góma. Hann var harð- ur af sér og trúði á handaflið en sú hönd sem molað gat bjargið gat líka strokið barnsvangann blítt. Hann var barngóður með endemum og talaði við bömin sem jafningja. Ég á honum allt að þakka, fyrir það veganesti sem hann gaf mér út í lífíð. Hann kenndi mér margt fleira en bara að vera manneskja, því ekki aðeins hélt hann í stýrið með mér í bílnum, heldur hélt hann líka með mér í mitt lífsstýri og beindi mér á réttar brautir. Hann kenndi mér fyrstur að smíða við gamla hefilbekkinn uppi í forstofuherberg- inu og þegar sú skólastofa dugði ekki lengur hjálpaði hann mér að komast á samning í trésmíði. Það var hann sem gaf mér minn fyrsta bíl, Willys ’47, er ég var 14 ára gamall og kenndi mér að keyra í sandgryijunum í Kópavogi. Hann kenndi mér líka að skulda engum neitt, því skuldir og óheilindi af öllu tagi voru eitur í hans beinum. Harmonikkutónlist var hans yndi og hann spilaði ungur á hnappa- harmonikku á sveitaböllum. Síðar var það stór draumur í lífí hans að eignast hnappaharmonikku. Þessi draumur rættist aldrei og mér er minnisstætt, er við vorum á ferða- lagi í Noregi sumarið 1977 og rák- 1915, frá Skálat- ungu, Melasveit. Dóttir þeirra hjóna er Ólöf Helga Sveinsdóttir, f. 17. október 1935, maki hennar er Stefán Stefánsson, f. 9. jan- úar 1936. Börn þeirra eru Stefán Óskar, f. 21. júlí 1955, Þorbjörn Helgi, f. 8. janúar 1957, Kristín Anna, f. 28. október 1959, Hanna Dóra, f. 22. júlí 1961, Árný Jóna, f. 26. ágúst 1966, og Hólm- ar Þór, f. 25. september 1967. Fósturdóttir Óskars og Hólm- fríðar er Jófríður Ragnarsdótt- ir, f. 1. desember 1943. Óskar verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju á morgun, 29. maí, og hefst athöfnin kl. 15.00. umst á forkunnarfallega hnappa- harmonikku í verslunarglugga, hve hann langaði til að kaupa hana. Hann sagði gjarnan: „Ég sé alltaf eftir að hafa ekki haft með mér meiri gjaldeyri, því þá hefði ég keypt hnappaharmonikkuna sem ég sá í Noregi." Afi hafði þau áhrif á mig að mig langaði að læra á harm- onikku svo hann kom mér í nám til Grettis Bjömssonar, keyrði mig í tímana og beið eftir mér. Er ég bjó með fjölskyldu minni í Svíþjóð, drifu þau gömlu sig upp og heimsóttu okkur þangað árið 1977, og var það þeirra fyrsta ferð út fýrir landsteinana. Árið 1989 fórum við með þeim í langþráða ferð til Búlgaríu, þar sem þau fóru í yngingarmeðferð á rússneska vísu. Þau komu bæði alsæl heim aftur 25 árum yngri og afí með nýtt stell upp í sér svo hann brosti eins og Clark Gable. Man ég að mömmu lá við yfírliði, þegar hún heilsaði hon- um í flugstöðinni. Úr þessari ferð komu amma og afí með ársbirgðir af rússneskum vítamínum og fór ekki brosið af þeim allan timann sem þau bruddu þær töflumar. En í þessari ferð upplifði afí líka nýja hlið kommúnismans. Hann varð mjög hugsi að sjá ríkidæmi og svo fátækt og stéttaskiptingu, sem hann átti ekki von á undir þessari kenningu. Og þegar hann ætlaði að kaupa sér skó númer 43 kom í ljós, að hann var svo óhepp- inn að vera á ferð í þeim mánuði, sem aðeins fengust skór númer 42 og hefði hann orðið að bíða í mánuð eftir réttri stærð. Þetta hreyfði við afa því réttlætiskennd hans náði iengra en trúin á dauðan bókstafínn og hann varð mun mildari, þegar stjómmál bar á góma eftir þetta. Afí var fastagestur í sundlaug Kópavogs, synti þar á hveijum morgni og rabbaði við pottfélaga sína. Þetta var fastur punktur í til- veru hans síðustu árin. Afi var fæddur í Fljótshlíðinni. Þar komu þau amma sér upp sum- arbústað á efri ámm og áttu þar sinn unaðsreit. Þau voru einmitt nýkomin heim þaðan, þegar kallið kom. En það voru fleiri staðir en Fljótshlíðin sem heilluðu. Þau hrif- ust af Spáni og dvöldu þar í hitteð- fyrra eftir 80 ára afmæli hans. Fyrir dyrum stóð önnur ferð til Spánar í júlí í tilefni 80 ára afmæl- is ömmu í febrúar sl. Nú verður einum færra í þeim ferðahópi. En við komum til með að labba upp á gráa svæðið og fá okkur einn konna fyrir afa og heyrum þá hijúfan hlát- ur hans dilla í takt við hlátur ömmu, eins og alltaf áður. Afí minn. Ég þakka þér alla þína elsku í minn garð. Ég veit að þú sleppir ekki af mér hendinni þótt vík sé nú milli vina og ég veit líka að ég á góða heimvon hjá þér, þeg- ar mitt kall kemur. Þinn, Stefán Óskar. Við mæðgur viljum nú á kveðju- stund þakka ástina og hlýjuna sem þú gafst okkur. Sérstaklega vil ég, Jófríður, þakka ykkur fóstru minni uppeldið, gott heimili og systur. Ég þakka styrk ykkar og hjálpsemi, fyrr og síðar. Það er ekki hægt að tala um fóstra minn með fáum orðum. Það er svo margs að minnast og svo ótal margt sem hrannast upp í hugann á þessari sorgar- og kveðjustund. Söknuðurinn setur kökk í hálsinn og hugurinn stað- næmist. Með þessum fáu iínum kveðjum við Svein Óskar Ólafsson. Elsku Hólmfríður, Ólöf Helga, Stefán, börnin, barnabörnin og barnabarna- börnin, megi guð gefa ykkur styrk á erfiðum stundum. Jófríður og Unnur. Ástkær móðurbróðir minn, Sveinn Óskar Ólafsson, er látinn. Hugurinn leitar til baka. Ólafur faðir Óskars lést ungur maður og hafa það verið erfiðir tímar sem fóru í hönd hjá ungri móður og fimm börnum. En ekki var gefist upp. Leigði hún jörðina og fluttist til Vestmannaeyja, og byggði þar hús- ið Goðafell við Hvítingarveg. Þar átti Óskar frændi sín barns- og unglingsár. Þega.r ég var lítið barn var ég hjá Oskari og Fríðu konu hans um tíma vegna veikinda móður minnar, og man ég alla tíð þá ást og um- hyggju sem mér var sýnd. Fyrir fimm árum settum við niður sumar- búsað í Butrulandi, en þar áttu systkinin sumarbústaðarland. Ósk- ar hafði byggt bústað nokkrum árum áður. Kæri frændi, ég minnist margra góðra stunda í Hvammi, einnig á Aðalbóli í Fljótshlíð, hlusta á þig og móður mína tala um gömlu dag- ana í Eyjum. Maðurinn minn, sem er fæddur og uppalinn hér í Eyjum, minnist oft á það, það er alveg ótrú- legt hvað þið munið héðan frá gam- alli tíð. Einnig er mér ljúft að minn- ast ferðar ykkar systkina og maka til Eyja fyrir þremur árum. Þið dvölduð hjá okkur Sigurði, Ólöfu systur og Sveini manni hennar yfir eina helgi. Var það indæll tími sem seint mun gleymast. Elsku frændi minn, það verður erfitt fyrir Þórunni dpttur mína að geta ekki hlaupið til Óskars frænda og fá faðmlag og hlýju sem þú veitt- ir í ríkum mæli. Þú varst svo barn- góður og aldrei voru blessuð bömin fyrir, alltaf nóg pláss fyrir þau hjá þér og Fríðu. Elsku Fríða mín, Ólöf, Stefán, Jófríður og fjölskylda. Ég, Sigríður og fjölskylda okkar sendum ykkur innilega samúðarkveðju og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Elsku frændi, stundin er kom- in, á þessari kveðjustund þökkum við þér fyrir allt sem þú varst okkur. Elín Egilsdóttir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Nú er Óskar afi dáinn og hann var voðalega góður við mig. Og við gerðum margt saman og það var ýmislegt skemmtilegt, þess vegna leið tíminn fljótt. Við fórum í felu- leik og ýmsa boltaleiki. Mér fannst mjög leiðinlegt að hann skyldi deyja en ég veit að hann er með mér. Guð sé með þér. Hólmfríður Jóhanna yngri. í ljóði Sverris Stormskers segir m.a.: „Ó, hve sárt ég sakna þín.“ Þessi orð hans eru eins og mælt af vörum okkar systkina sem nú -*4- .w MflHflBERG LLU ERFISDRYKHAN Veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 SVEINN ÓSKAR ÓLAFSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.