Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ) é& rkKK bkbf fka fgenp* MlNOM í SKJEMMTANABKm. 50RRV, CHARLiE BROWN.. SHE SAYS SHE DÖESN'T CARE FOR POETRY..SHE SAYS 514E P0E5N'T EVEN LÍKE TO REAP Þvi miður, Kalli Bjarna, hún er ekkert hrifin af ljóðum, hún segir að sér finnist ekki einu sinni gaman að lesa. WWY DON T YOU 6IVE IT TO SOMEONE UiHO APPREClATEð POETRY? Hvers vegna gefurðu hana ekki einhverjum sem kann að meta ijóð? 'lIN A FIELDBYTWE RlVER MYLOVE ANPI PID5TANP" „Á akrinum við ána við elskendurnir stóðum". BREF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Myglan í Mygludölum Frá Reyni Eyjólfssyni: í FIMMTA áfanga náttúruminja- göngu Ferðafélags íslands mið- vikudaginn 17. maí sl. var gengið um Búrfellsgjá ofan Hafnarfjarðar að Búrfelli og þaðan að Valabóli og niður í Kaldársel. Með í förinni var Jón Jónsson jarðfræðingur, sem er manna fróðastur um jarð- fræði Reykjanesskagans. Jón fræddi okkur um margt á leiðinni og á toppi Búrfellsgígsins benti hann á graslendi nokkurt norðan Valahnúka sem kallað er Mygludalir. Mér skildist að nafnið gæti verið dregið af ljósum jarð- vegi á svæðinu og að liturinn staf- aði af þörungaleifum (kísilgúr; barnamold) úr stöðuvatni, sem þama hefði verið í fymdinni, en hefði þornað upp fyrir Iöngu. Mér þóttu þetta í meira lagi merkileg tíðindi, enda vissi ég ekkert um tilurð þessa ömefnis annað en það sem stendur í grein Gísla Sigurðssonar um Selvogs- götu í 1. ársriti Útivistar (1976). Þar er talið líklegt að svæðið heiti eftir merinni Myglu, sem var eign Ingólfs Arnarsonar landnáms- manns. - Ég tel þó afar ólíklegt að merin hafi farið að álpast þarna út í hraunið þó hún hafi sjálfsagt verið bæði þver og sérvitur eins og eigandinn! Því miður lá gönguleið okkar ekki um þetta svæði, en næsta laugardag rauk ég þangað einsa- mall með þeim ásetningi að taka sýni af kísilgúmum og skoða í smásjá minni þegar heim kæmi. Að kenna svæðið við dal er mikið ofnefni. Þetta er flatur gras- fláki nokkur hundruð metrar á hvérn veg, sem liggur fast upp að Valahnúkum austarlega að norðanverðu. Graslendið er umluk- ið hraunum á alla vegu nema við hnúkana. Austan við það er úfinn hraunkargi en að vestan- og norð- anverðu er mun sléttara hellu- hraun. Fyrrnefnda hraunið gæti verið komið frá Þríhnúkum en hitt kannski frá Búrfelli. Graslendið liggur lægra en hraunið umhverfis en hæðarmunur er þó lítill að vest- anverðu. Líkur á því að vatn hafi staðið þama uppi að staðaldri em harla litlar; til þess em hraunin of gropin. Á hinn bóginn er ekki fráleitt að þarna kunni að mynd- ast krapablár í snjóalögum. Þegar gengið er um svæðið verður ljóst að jarðvegurinn er víða þunnur og skammt niður á undirlagið sem ég tel víst að sé helluhraun ekki ólíkt því sem er að vestanverðunni, Mikið er þarna um skvompur og bungur eins og víða gerist í helluhraunum. Hvergi sá ég neinn ljósan jarðveg, en tók samt jarðvegssýni úr leirflagi. (Ekki sást eitt einasta korn af kís- ilgúr í því í smásjánni þrátt fyrir langa leit er heim kom.) Spurningunni um nafnið ósvarað Spurningunni um myglunafnið var því ósvarað, en lausnarinnar þurfti ekki að leita lengi. I Myglu- dölunum grær fleira en gras. í grasrótinni er nefnilega gríðarlega mikið af mosa. Og ofan á mosan- um vex myglan! Mosinn er víða nærri þakinn gráleitum flyksum af einhveiju sem minnir á skófir á steinum eða öllu heldur myglusk- án. Ég er illa svikinn ef þetta er ekki einhver fléttutegund. En svæðið ber nafn með réttu hvað mygluna snertir. Ég tel því að skýringin á örnefninu liggi ljós fyrir og að hvorki þurfi að leita til merar Ingólfs né kísilþörunga í því sambandi. Mygludalirnir hafa áreiðanelga orðið til við það að leysinga- og rigningavatn hefur borið möl, sand og leir úr Valahnúkunum út yfir helluhraunið og myndað þar jarð- veg smám saman. Greinileg merki um þetta eru í hnúkunum og far- vegir með þessum framburði liggja raunar langt norður í Mygludalina þannig að þessi uppbygging er enn í gangi eins og nærri má geta. Valahnúkarnir eru gerðir úr mó- bergi sem veðrast mjög hratt. Ef helluhraunið undir svæðinu er jafngamalt hrauninu frá Búrfelli er það um 7200 ára þannig að nægur tími hefur gefíst til þessara tilfæringa. REYNIR EYJÓLFSSON, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi. Alþjóölegt og öóruvísi kennaranám Det Nedvendige Seminarium í Danmörku býður uppé nýtt 4ra ára kennara- nám sem er nútímalegt og framsýnt, bæði hvað varðar námskrá oa kennslu- aðferðir. 1. ár: Kennsla í m.a. dönsku, stærðfræði, kennslufræði, svo og námskeiðum án prófa í t.d. alþjóðarétti, lyfjafræði, framtíðarrannsóknum ... 2. ár: Alþjóölegt námsefni ásamt 4 mánaða námsferð i langferðabíl til Asfu. Samfé- lagsfræði, náttúrufræði, tónlist, fþróttir, svo og hagnýt list- og myndmennt. 3. ár: 4 mánaða starfsnám I skólum. Námsefni í uppeldisfræði, sálarfræði, dönsku. 4. ár: 8 mánaða starfsnám sem kennari í Afríku - í kennaraskóla eða barna- þorpi. Sérnám I uppeldisfræði ásamt trúfræði. Að auki: Leiklist, portúgalska, matreiðsla, - þátttaka í atvinnulífi í Evrópu og fag- ið: Alþjóðlegt hjálparstarf. Byrjað 1. september. Hringið eða sendið símbréf og fáið bækling: Sími 00 45 43 99 55 44, símbréf 00 45 43 99 59 82. Kynningarfundur verður í Norræna húsinu í Reykjavík laugardaginn 19. apríl kl. 14.00. Det Nedvendlge Semlnarium, DK-6990 Ulfborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.