Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 41 Lange hefur sannað si g JESSICA Lange hlaut sem kunnugt er Óskarsverðlaunin í vor sem besta leikkona ársins 1994 fyrir hlutverk sitt í myndinni Blue Sky þar sem hún lék á móti Tommy Lee Jones. Varþetta í annað sinn sem hún hlýt- ur Oskarsverðlaunin, fyrra skiptið var fyrir Tootsie 1982, en alls hefur hún hlotið hvorki meira né minna eh sex tilnefningar á tæplega tutt- ugu ára leikferli sínum. Það var kvikmyndaframleiðand- inn Dino de Laurentiis sem uppgöt- vaði Lange og fór hún með aðalhlut- verkið í endurgerð hans á King Kong árið 1976. Það áttu ekki margir von á því að Lange myndi ná langt í heimi kvikmyndanna þegar hún sást í klóm risaapans á hvíta tjaldinu, en staðreyndin hefur svo sannarlega orðið önnur og leikkonan svo sannar- lega sýnt hvað í henni býr. í kjölfar King Kong fékk hún hlutverk í myndinni All That Jazz og síðan í gamanmyndinni How to Beat the High Cost of Living. En það var svo fyrir hlutverkið í The Postman Alwa- ys Rings Twice, þar sem Lange lék á móti Jack Nicholson, sem hún vakti verulega athygli og viðurkenn- ingu. Enda fór svo að næstu tvær myndir öfluðu henni óskarstilnefn- ingar, en það voru myndirnar Franc- es og Tootsie, en fyrir hana hlaut hún jafnframt Golden Globe-verð- launin og verðlaun samtaka kvik- myndagagnrýnenda í New York. Lange framleiddi og lék aðalhlut- verkið í næstu mynd sinni, en það var Country sem gerð var 1984, og því næst fór hún með aðalhlutverk í myndinni Sweet Dreams. Var hún tilnefnd til óskarsveðlaunanna sem besta leikkona fyrir báðar myndirn- ar. Fimmtu tilnefninguna hlaut hún svo fyrir Music Box, sem gerð var 1990, en í kjölfar hennar lék hún á móti Robert DeNiro í Cape Fear, svo kom Night and the City og loks Blue Sky, sem færði henni Óskarinn í vor. Það sem af er þessu ári hefur Lange leikið í tveimur kvikmyndum, en það eru Rob Roy, sem nú er sýnd í Háskólabíói, og Losing Isiah, sem margir spá henni sjöundu óskarstil- nefningunni fyrir. Jón Hákonarson, Kolfinna Sigrún Guðmundsdóttir, Guðrún Ólöf Sig- mundsdóttir, Jón- as Ágústsson og Ágúst Grétars- son. Morgunblaðið/Jón Svavarsson HALLDÓR Ó. Sigurðsson, Margrét Hjaltested, Jónína Róbertsdóttir og Benedikt Guðbrandsson. 25 ár frá Réttó GAMLIR nemendur Réttarholts- skóla héldu upp á tuttugu og fimm ára útskriftarafmæli sitt úr skólanum síðastliðið laugardags- kvöld í Víkingasal Hótel Loftleiða. Edda Jónasdóttir var ræðumaður kvöldsins og rifjaði upp gamlar stundir á gamansaman hátt. Að borðhaldi loknu var síðan dansinn stiginn fram á nótt. Ásdís Rafnsdóttir, Guðjón Kristleifs- son og Kristján Baldursson. FÓLK í FRÉTTUM ÞORVALDUR Þór Þorvaldsson, Ragnhildur Pétursdóttir, Svava Viggósdóttir og Elín Stein- arsdóttir. TREGASVEITIN tók léttan blús á afmælinu. 5 ára afmæli Samspils SÍÐASTLJÐIÐ fimmtudagskvöld var haldið upp á fímm ára afmæli hljóðfæraverslunarinnar Samspils í Þjóðleikhússkjallaranum. Kynnir kvöldsins var Vernharður Linnet og hafði hann í nógu að snúast því boðið var upp á fjölmörg skemmti- atriði. Þess má geta að verslunin sérhæfir sig í trommusettum og það var því viðeigandi að trommutríó Einars, Jóa og Óla léki tvö verk og Gunnlaugur Briem lyki dagskránni með einleiknum Black page, sem tekur tuttugu og fimm mínútur. Morgunbiaoio/Jón bvavarsson SÆVAR Árnason, Eggert Már Marinósson, Kristin Barkardóttir, Jón Ingólfsson, Arnar Freyr Gunnarsson og Áslaug María Sigur- bjargardóttir. Tilboðsverð til Benidorm 22. júní frákr ^Q Q^O Glæsilegt tiiboð Heimsferða til Benidorm 22. júní í 3 vikur. Nokkrar viðbótaríbúðir á E1 Trebol gististaðnum sem er staðsettur í hjarta Benidorm, rétt ofan við ströndina. Allar íbúðir eru með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi og svölum. Lítill garður, móttaka. Huggulegur gististaður með frábæni staðsetningu. Innifalið í verði: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjóm, flugvallarskattar. AuSturStfcEtÍ I 7, 2. h3£Ö. SlfTiÍ 562 4600. ELTREBOL Benidorm - 3 víkur Verð kr.39.932 m.v. hjón með 2 böm, 2-14 ára, 22. júní. Verð kr. m.v. 2 í íbúð. 49.960 Kaffisala í Vindáshlíð Sumarstarf KFUK í Vindáshlíð hefst í dag kl. 14.30 með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Að henni lokinni verða seldar kaffiveitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. Nokkur laus pláss í 1. flokk. Upplýsingar í síma 588-8899.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.