Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SAUR ERU FYRSTA FLOKKS. STAR TREK: KYNSLOÐIR FJÖpíKYLDA Ein stórkostlega geimævintýramynd allra tíma sem hefur slegið öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum og fengið afbragðs aðsókn um allan heim. Frábær spennumynd með stórkostlegum tæknibrellum. Sýnd kl. 5.30, 9 og 11.15. Sýnd kl. 11. Bi.16. Allra síðasta sýning SKOGARDYRIÐ DAUÐATAFLIÐ Mögnuð stórmynd um líf skoskrar þjóðhetju sem reis upp gegn spilltum valdhöfum. I skosku Hálöndunum ríkir vargjöld. Sautjánda öldin er gengin í garð með fátækt og hungri. Rob Roy MacGregor (Liam Neeson) slær lán hjá aðalsmanni á okurvöxtum til að lifa af harðan vetur. Hann verður fórnarlamb óvandaðra manna sem með klækjum ræna fénu og láta líta svo út að Rob Roy hafi rænt því sjálfur. Ófær um að greiða lánið aftur er hann hrakinn í útlegð. Snauður á hann ekkert eftir nema heiðurinn og hann ákveður að bjóða óþokkunum birginn. Stórstjarnan Liam Neeson (Listi Schindlers) og Óskarsverðlaunahafinn Jessica Lange (Blue Sky, Tootsie) fara með aðalhlutverkin og með önnur hlutverk fara John Hurt (Elephant Man), Tim Roth (Pulp Fiction) og Eric Stoltz (Pulp Fiction). Leikstjóri Michael Caton-Jones (Scandal). SÝND KL. 3, 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3 og 9. Síðasta sýning. JASON ekki árennilegur með íshokkígrímu og sveðju. Martröð á föstudaginn þrettánda ÞAÐ MUNU vísast verða sviptingar í væntanlegri hrollvekju New Line Ci- nema, sem nefnist „Freddy berst við Jason“. Þar munu skelfirinn Freddy Krueger úr hryllingsmyndunum „Mar- tröð við Elm stræti" og hinn morðóði Jason úr „Föstudeginum þrettánda“ kljást. Þeir hafa verið í aðalhlutverki í sextán myndum hingað til, sem hafa halað inn samanlagt rúma tuttugu og íjóra milljarða króna. EKKI er Freddy Krueger frýnilegri. Sharon veislustjóri í Cannes ► SHARON Stone kom til Cannes á fimmtudag til að vera veislustjóri á góð- gerðarsamkomu í gærkvöldi, en ágóðan- um verður meðal annars varið til rann- sókna á alnæmi. Aðrir gestir á góðagerð- arsamkomunni voru til dæmis Johnny Depp og unnusta hans Kate Moss, Linda Evangelista og Naomi Campbell. Stone er líka stödd í Cannes til að kynna nýj- ustu kvikmynd sína „The Quick and the Dead“, en hún verður lokamynd Kvik- myndahátíðarinnar í Cannes. CHIARA Mastro- ianni, dóttir Cat- herine Deneuve og Marcello Mastro- ianni, er í einu að- alhlutverka mynd- ar Xaviers Be- auvois „N’Oublie pas que tu vas Mourir“, sem keppir um gullpál- mann. SHARON Stone var berfætt þegar hún fetaði niður landganginn. JOHN Malkovich og Catherine Denueve fara með aðalhlutverk í mynd Manoels de Oliveira „Klaustrið" eða „O Con- vento“, sem keppir um gullpálmann. HARVEY Keitel og gríski leikstjórinn Theo Angelopoulous kynna mynda sína „To Vlemma tou Odyssea" sem keppir um gullpálmann. MÓTTÖKUSVEITIN var þéttskipuð ljósmyndurum þegar Naomi Campbell gaf fyrst færi á sér í Cannes. KÍNVERSKI leikstjórinn Zhang Yimou og leikkonan Gong Li kynna nýjustu kvikmynd sína sem keppir um gullpálmann, en skilnaður þeirra fyrir nokkrum mánuðum vakti mikla athygli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.