Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 GOLF MORGUNBLAÐIÐ Reynslusaga Islendings af mótum atvinnumanna í Bandaríkjunum JÓN Karlsson ÚLFAR Jónsson Margir íslenskir kylf- ingar hafa látið sig dreyma um að keppa á mótum atvinnumanna í Bandaríkjunum. Jón Karlsson lét þennan draum rætast og segir hér frá því hvemig hann upplifði hann. Tommy Armour atvinnumanna- golftúrinn sem leikinn er í Flórída er ein af 5 bestu mini-móta- röðunum sem leiknar eru í Banda- ríkjunum. Ástæðan er einföld. Und- antekningarlítið er keppt á úrval- svöllum, mótaröðin er vel skipulögð og sú peningaupphæð sem leikið er um í hverri viku er góð. Það besta við þessa mótaröð er samt það að allir geta tekið þátt. Kylfing- ar þurfa ekki að ganga í gegnum erfið úrtökumót til að öðlast þátt- tökurétt. Þetta er einungis spuming hvort þú átt pening eða ekki því þátttaka er kostnaðarsöm. Mót sem stendur yfir í einn dag kostar um 10 þús- und krónur, tveir dagar um 22 þús- und krónur, og þrír dagar 26 þús- und. Það er því erfítt ef kylfíngar hafa engan stuðningsaðila, því til að halda sér í leikæfíngu og öðlast dýrmæta reynslu, verða kylfíngar að leika í að minnsta kosti íjórum mótum í mánuði ef þeir ætla sér að ná árangri. Verðlaunaféð fer síð- an eftir fjölda leikmanna sem taka þátt. Sú upphæð sem sigurvegarinn fær er yfírleitt í kringum 260 þús- und. 30% af leikmönnum fá pening til baka, og er lægsta verðlaunafé oftast rétt um þátttökugjaldið. Þrír íslendingar, Úlfar Jónsson margfaldur íslandsmeistari, Sigur- jón Amarsson þaulreyndur lands- liðsmaður og undirritaður, Jón Karlsson golfkennari hjá golfklúbbi Oddfellowa, hafa verið að leika á þessari mótaröð frá áramótum. Mótaröðin er mjög sterk á tíma- bilinu frá janúar til apríl, því marg- ir golfkennarar hjá klúbbum um öll Bandaríkin, koma til Flórída til að leika og reyna fyrir sér á mótaröð- inni. I hveiju móti á þessu tímabili eru því um 130 til 140 leikmenn. Þeir hverfa síðan af mótaröðinni þegar kennslan í klúbbunum byijar. Þama eru einnig margir ungir og góðir leikmenn, sem eru að afla sér reynslu til að geta staðist álag- ið á úrtökumótum, eins og fyrir Nike mótaröðina og sjálfa PGA mótaröðina, sem em haldin einu sinni á ári oftast á haustin. Þetta em strákar sem búnir em að leika háskólagolf og koma allstaðar að úr heiminum. Inn á milli em síðan kylfíngar sem hafa verið að reyna að komast á PGA mótaröðina í mörg ár en virðast ekki ná að kom- ast í gegnum úrtökumótið en em samt alltaf nálægt því. Þeir eru sestir að í Flórída og leika á þessum mótum til að vinna sér inn pening til að borga reikninga. Allir vilja leika í Flórída því þar er ávallt sól- skin og vellimir em góðir. Þetta gerir mótaröðina einnig mjög skemmtilega því það er aldrei að vita með hveijum þú lendir í ráshóp. Dagurinn fyrir keppnina Þú leikur yfirleitt einn æfínga- hring fyrir hvert mót því þú þarft venjulega að borga 1.400 hundrað til 2.000 þúsund krónur fyrir hvern hring. Þú reynir því að æfa þig vel á æfíngasvæðinu áður en mótið hefst. Þú reynir að taka létta æfíngu deginum áður. Einungis til að byggja upp sjálfstraust, því þú vilt hvíla þig og fara snemma heim til að hugsa um hvemig þú ætlar að leika völlinn á morgun, sem er mjög góð hugræn þjálfun. Þú kemur þér þægilega fyrir í uppáhalds stólnum þínum og leikur nokkra hringi í huganum. Það er einnig gott að nota hugræna þjálfun frekar en að slá margar kúlur á æfíngasvæðinu daginn fyrir keppni. Þú ferð snemma í rúmið því þú vilt vera óþreyttur og hafa góðan tíma til að hita þig upp áður en hringurinn hefst. Það gengur ein- hvern veginn illa að sofna. Þú ert ávallt að velta fyrir þér á hveiju þú munir leika á morgun. Verður þetta góður hringur eða áttu erfítt með að pútta/vippa/koma kúlunni á brautina? Fyrsti keppnisdagurinn Loksins tekst þér að sofna, en vaknar eldsnemma því þú vilt ekki missa af því þegar vekjarakiukkan hringir. Þú ert þreyttur því nóttin var stutt. Þú drífur þig í að gera morgunverkin og athugar hvort kylfumar og skórnir séu ekki ennþá á sínum stað. Allt hreint, og það er eins og þú hafír fengið skóna í gær. Það gengur illa að koma morg- unmatnum niður og þú þarft furðu- Iega oft að fara á salemið, en þetta tekst allt saman. Beint út í bfl og rokið af stað út á völl. Þú gerðir ráð fyrir hálftíma akstri að golfvellinum en þú lendir óvænt í umferðarþunga og gerir þér grein fyrir að tíminn til að hita sig upp er alltaf að verða skemmri og skemmri. Loksins ertu kominn út á völl, með hraðan hjartslátt því þú varst hálf pirraður í umferðinni. Núna er spurning að reyna að ná sér nið- ur og komast í andlegt jafnvægi og rétt hugarástand áður en hring- urinn hefst. Golfkylfumar em tekn- ar úr skottinu, farið inn í klúbbhús til að borga þátttökugjaldið og at- huga hvort rástíminn sé ekki rétt- ur. Stefnan síðan tekin á æfínga- flötina því þú hefur ekki tíma til að slá kúlur á æfíngasvæðinu. Allir virðast pútta betur en þú og viðmótið sem þú færð á flötinni er ekki vinalegt. Þetta er ekki stað- ur né stund til að eignast nýja kunn- ingja. Það verður að bíða þar til eftir hringinn. Menn era að hugsa um sjálfan sig og engan annan því samkeppnin er hörð. Þama em kylfingar að keppa um peninga og því er engin miskunn. Eitt högg skiptir þúsundum króna og því er eins gott að vera með allt á hreinu. Það fer að líða að fyrsta högginu svo þú tekur nokkrar teygjur í lok- in til að koma blóðinu á hreyfingu. Þú passar þig á því að mæta á teig- inn á réttum tíma. Núna ertu orðinn virkilega spenntur yfír því hvað þessi hringur mun gefa þér. Þig langar að leika vel og sýna öllum hvað þú ert í góðri æfíngu. Þú byij- ar á því að kynna þig fyrir þeim, sem leika með þér í ráshópi og kannar í leiðinni hvemig sveiflu þeir em með og með hvernig kylfum þeir leika. Þú tekur nokkrar æfínga- sveiflur og ímyndar þér hvar þú viljir að kúlan hafni eftir fyrsta höggið. Skyndilega kallar ræsirinn upp nafnið þitt, og stundin er komin sem þú hefur verið að æfa fyrir. Núna verður ekki aftur snúið. Þú tíar kúluna upp og reynir að bæla niður þær hugsanir sem ekki em æskileg- ar núna. T.d. eins og að þú verðir til vandræða á fyrstu holunni, týnir t.d. kúlunni og allir þurfi að fara Ieita og þú tefjir mótið. Það eina sem þú vilt, er að koma kúlunni á brautina einhvern veginn. Þér er SIGURJÓN Arnarsson alveg sama. Einungis að kúlan fari að minnsta kosti 180 metra og í áttina að brautinni. Þegar þú síðan stendur yfir kúl- unni og gerir þér grein fyrir að núna áttu að slá í kúluna, verður þér skyndilega sama um allt. Þetta fer einhvem veginn. Þú ert heppinn því þú ert að gera hluti sem þig hefur ávallt dreymt um að gera. Þú hefur ágæta sveiflu og hvers vegna ættir þú ekki að geta þetta eins og hver annar. Eina takmarkið núna er að hitta kúluna. Það tekst og þú sérð kúluna stefna... Þetta gekk ágætlega og þú ert næstum því sáttur við hringinn. Það er samt alltaf eitthvað sem betur mátti fara eins og venjulega. Það væri einnig óeðlilegt ef svo væri ekki. Þá gætirðu alveg eins hætt að leika. Þú ferð beint heim eftir hringinn og rcynir að hvíla þig fyrir morgun- daginn. Það gengur miklu betur að sofna og þú vaknar óþreyjufullur og tilbúinn að takast á við völlinn. Annar keppnisdagurinn Þegar þú ert kominn á púttflötina gerir þú þér grein fyrir að andrúms- loftið er nákvæmiega eins og í gær. Það tekur enginn tillit til þín á pútt- flötinni, því allir em að pútta eða vippa á sömu holu og þú. Þeim er alveg sama þó að þú sért að reyna að koma kúlunni ofan í. Menn heils- ast varla og allir em frekar kuldaleg- ir. Enginn vil gefa færi á sér og eyða dýrmætum tíma í óþarfa tal. Þú lærir fljótt, lætur þetta ekki hafa áhrif á þig og ferð að haga þér eins og allir hinir. Þú stendur og fellur með sjálfum þér. Það fer að líða að fyrsta högginu þannig að þú tínir upp kúlurnar og ferð á teiginn. Þar byijar baráttan fyrir alvöru, því það er ekki sama hvort þú keyrir golfbílinn eða situr í farþegasætinu. Þetta lærðir þú í gær. Það er nefnilega miklu betra að vera ekki ökumaður því þá getur þú gengið þegar þú vilt og getur ráðið þínum hraða á milli högga sjálfur. Þetta skiptir miklu máli því það getur verið pirrandi að vera ávallt sá sem hefur ábyrgð á að bíllinn sé á réttum stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.