Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 52
póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík (£) 550 7472 varða víðtæk f jármálaþjónusta Landsbanki fslands Bankl allra landsmanna MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKIJREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bakaraverkfall boðað á miðnætti Vinna í stærstu bakaríum stöðvast KOMI boðað verkfall Bakarasveina- félags íslands til framkvæmda á miðnætti aðfaranótt mánudags mun vinna stöðvast í stærstu bakaríum landsins. Gunnlaugur Kristjánsson, formaður samninganefndar Bakara- sveinafélagsins, segir að komi verk- fallið til framkvæmda megi búast við brauðskorti í verslunum strax fyrstu daga verkfallsins. Gunnlaugur segir að kröfur bak- ara séu m.a. þær að fá fram leiðrétt- ingu á töxtum sínum sem séu ein- hveijir þeir lægstu í iðnaði hér á landi og þá geri þeir kröfu um yfirvinnu eftir átta tíma vinnudag. Hann vildi ekki gera tæmandi grein fyrir kröf- unum og hvaða launahækkanir þær hefðu í för með sér. Litlu bakaríin opin Gunnlaugur sagði að verkfallið mundi stöðva starfsemi stærstu bak- aríanna og þeirra sem væru mest vélvædd. Nemar megi ekki vinna í verkfalli og ófaglærðir starfsmenn megi ekki ganga í störf bakara. Hins vegar megi búast við að í litlum bakaríum geti faglærðir eigendur haldið uppi starfsemi. Hann kvaðst eiga von á- að brauðskortur færi að segja tit sín fljótlega komi verkfall til framkvæmda. Fundað var í deilunni hjá sátta- semjara fram á aðfaranótt laugar- dags og nýr samningafundur hefur verið boðaður á sunnudagskvöld. Gunnlaugur vildi ekki leggja mat á stöðu viðræðna. -----♦ ♦------ JÆargeir efstur MARGEIR Pétursson stórmeistari er í efsta sæti eftir 7 umferðir á skák- móti í Valby í Danmörku. Margeir vann Mortensen í 43 leikj- um í 7. umferð. Hann hefur 5 vinn- inga og er efstur ásamt Akeson. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hlýnun vegna vaxandi gróðurhúsaáhrifa Skriðjöklar munu minnka um 40% HLÝNUN vegna vaxandi gróður- húsaáhrifa hefur t.a.m. þær afleið- ingar að tveir skriðjöklar út frá Hofs- jökli minnka um 40% að rúmmáli og 20% að flatarmáli á næstu öld. Þetta eru niðúrstöður úr norrænu rannsóknarverkefni á áhrifum hlýn- unar á jökla og vatnafar á Norður- löndum. Trausti Jónsson, veður- fræðingur, og Tómas Jóhannesson, - járðeðlisfræðingur halda erindi um þetta efni á mánudagskvöld. Hlýnar um 0,3 gráður á áratug Tómas sagði að töluverðar sveifl- ur hefðu verið í lofthita á jörðinni síðustu árin. Hann nefndi í því sam- bandi að eldgos í Pinatubo-fjalli á —Eilippseyjum sumarið 1991 hefði haft þær afleiðingar að hiti lækkaði Hitafrávik 1974-1994 frámeðalhita 1951-1980 á Norðurhveli jarðar umtalsvert á árunum 1992 og 1993. Jafnframt hefði kolsýringur í and- rúmsloftinu hætt að aukast. Nú hefði hins vegar komið í ljós að kolsýringur væri farinn að auk- ast að nýju og lofthiti að hækka. Rannsóknir benda til að hlýna muni um 0,3 gráður á áratug hér við land næstu hundrað árin. Lofthiti myndi því hækka um u.þ.b. 3 gráður á næstu öld. Tómas sagði að útbúið hefði ver- ið líkan til að greina afleiðingar hækkandi lofthita á jökla og rennsli frá þeim. Hann tók fram að jöklarn- ir myndu ekki bregðast við að fullu fyrr en eftir um 200 ár eða meira. Hins vegar myndi vatnsrennsli frá þeim aukast t.d. á næstu 20 til 30 árum. Verpa beint í skaflinn ÞÓTT vorið sé að kveðja og sumarið óðum að taka völdin á sunnan- og vestanverðu landinu ganga árstíðaskiptin heldur stirðlegar í öðrum landshlutum, s.s. á Vestfjörðum og þá ekki síst Hornströndum. Hefðbundin vorverk, svo sem eggjataka, ganga þó sinn vanagang, því svartfuglinn lætur ekki segjast og verpir þótt hann verði að gera það „beint í skaflinn" eins og menn lýsa því gjarnan fyrir vestan þessa dagana. Sigmenn hafa reynt að fara í Hælavikur- bjargið en orðið frá að hverfa vegna afleitra aðstæðna. Skárra er að athafna sig í Hornbjargi og þar var þessi mynd tekin. Það er Rósmundur Skarphéð- insson sem aðstoðar Tryggva Guðmundsson lögfræðing við að „affermast". Fiskeldi Hægtað auka lífslík- ur lúðulirfa NÝLEGAR tilraunir hafa leitt í ljós að hægt er að auka lífslíkur lúðu- lirfa sem aldar eru upp í fískeldis- stöðvum með því að nota nýtt fóður sem byggir á íslenskri framleiðslu úr Omega-3 fítusýrum. Guðmundur Gunnar Haraldsson dósent á heiðurinn af þessum til- raunum, en hann hefur unnið að verkefninu í samvinnu við Fiskeldi Eyjafjarðar, sem sérhæfir sig í lúðu- eldi. Guðmundur hefur í nokkur ár þróað hreint þríglýseríðþykkni með 100% DHA eða EPA innihaldi ásamt samstarfsmönnum sínum, en þau efni eru verðmætustu efnin í Omega-3 fítusýrunum. Eitt helsta vandamál í lúðueldi undanfarin ár hefur verið að lúðulirfur ná ekki að myndbreytast í lúðuseiði vegna lágs innihalds af DHA-ríkum Omega-3 fítusýrum í svifþörungum sem eru meginfæða lúðulirfanna. Nú hefur aftur á móti tekist að líkja eftir fítusýrusamsetningu svifsins í nýrri fóðurtegund, salt- vatnsrækjunni artemíu. Með notkun DHA-ríkrar artemíu má að mati Guðmundar betrumbæta mynd- breytingu lúðulirfanna yfír í seiði. ■ Hægt að auka lífslíkur/8 ------» ♦ ♦---- Sjómenn leita aðstoð- ar erlendis SÁMTÖK sjómanna hafa Ieitað til Alþjóða flutningaverkamannasam- bandsins um að sambandið beiti öll- um tiltækum ráðum gegn þeim út- gerðarfélögum sem reyna að kom- ast undan verkfalli sjómanna á físki- skipum með því að leigja skip sín til erlendra aðila. Samkvæmt upplýsingum frá samtökum sjómanna mun Alþjóða flutningaverkamannasambandið meðal annars leita aðstoðar hjá að- ildarfélögum í þeim löndum þar sem viðkomandi skip muni væntanlega landa afla og leita eftir annarri þjón- ustu. Alþjóða flutningaverkamanna- sambandið eru fjölmennustu alþjóða- samtök launþega með um 4,5 millj- ónir meðlima í 400 stéttarfélögum í 110 löndum. ♦ ♦ ♦----- Lándbúnaðarvörur Innflutn- ingur und- irbúinn NOKKUR íslensk fyrirtæki eru að kanna möguleika á innflutningi land- búnaðarvara, sem verður heimill frá og með 1. júlí nk. samkvæmt fyrir- liggjandi frumvarpi. Verslanir Bónus, Hagkaups og Nóatúns eru þegar byijaðar að kanna möguleika á innflutningi og sömu- leiðis hefur Osta- og smjörsalan ver- ið að kanna þessi mál. Samkvæmt frumvarpinu verður leyfður innflutningur á kjöti, eggjum, smjöri, ostum og kartöflum. ■ Verslanir kanna/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.