Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ í blíðu & stríðu Úr myndasafni I^jóðminjasafnsins BRÚÐARGANGUR. Myndin á að sýna brúðargang á Krossi í Landeyjum árið 1872. Brúðargangur var genginn frá veislu- stofu til kirkju og til baka aftur að hjónavígslu lokinni. Á 17. öld tóku konur einar þátt í göngunni utan hvað smásvein- ar máttu leiða þær að kirkjudyrum. Var þátttakendum raðað upp eftir föstum venjum og gengið mjög hægt og virðu- lega. Hinar fornu venjur voru að nokkru horfnar á þeim tíma sem myndin var gerð. Presturinn gengur fremstur og full- vaxnir karlmenn leiða brúðina og næstu konu á eftir henni. BRÚÐKAUPÁ FYRRITÍÐ • Á síðasta ári gengu um 2.400 einstaklingar í hjónaband hér á landi og undanfarin ár hefur sú tala verið mjög svipuð. Umgjörðin um hjóna- vígsiuna hefur tekið töiu- verðum breytingum síð- asta áratuginn og yfir- bragðið er oftar íburðar- meira en tíðkaðist hér áður og áhrifa gætir f rá löndum á við Bandaríkin og Bretland. • Mörg hjónaefni fara að undirbúa þennan stóra dag allt að ári fyrirfram enda oft búið að panta veislusali, presta og kirkju langt fram í tím- ann. Þrátt fyrir glæsileg- ar athafnir og veglegar veislur eru ennþá mörg hjón sem vilja hafa lát- laust yfirbragð á brúð- kaupsdeginum og vilja sem minnst tilstand eða eru jafnvel ein með svaramönnum hjá presti eða borgardómara. En það er ekki ný bóla að menn geri sér glaðan dag á brúðkaupsdaginn eins og lesa má í grein- inni um brúðkaup frá fyrri tíð: frá alda öðli hefur þótt tilheyra að slá upp veislu og gleðjast á þessum tímamótum. • Hér í blaðinu er fjallað um ýmislegt sem tengist brúðkaupsdeginum sjálf- um, undirbúningi hans, klæðnaði, tísku í flíkum, hárgreiðslu, Ijósmyndum og brúðarvöndum. Spjallað er við hjón sem ætla að ganga í hjóna- band innan tfðar og við hjón sem hafa verið gift f misjafnlega langan tíma. Þá eru gefnar upp- skriftlr að matarveislum og kökum á veisluborð og vert er að vekja at- hygli á grein um brúð- kaup frá fyrri tímum. • Það er mikil og afdrifa- rík ákvörðun að ganga í hjónaband. Það þarf ekki síður að gefa sér tíma til að undirbúa sig fyrir hjónabandið en skípu- leggja athöfnina og síð- an veislugleði. • Fólk í giftingarhugleið- ingum nú ætti að íhuga að það er heilmikill sann- leikur í því að „hjóna- band er eins og hús sem þarf að reisa á ný á hverjum degi“. Höfundar efnís: Guðbjörg R. Guð- mundsdóttir, Jóhanna Kristjónsdótt- ir, Erla Halldórsdóttir, Margrét Þóra Þórsdóttir, Úlfar Ágústsson Útllt: Áslaug Snorradóttir Ljósmyndir: Árni Sæberg, Sverrir Vilhelmsson, Þorkell Þorkelsson, Jón Svavarsson, Kristinn Ingvars- son, Halldór Kolbeins o.fl. Aðalmyndin á forsíðu er tekin af Jóni Svavarssyni FYRR á öldum eða allt til loka 18. aldar voru hefðbundnar siðareglur í brúðkaupum á íslandi bæði flóknar og formlegar. Á þeim tíma voru kaupmáli og festar höfuðatriði athafnarinnar og ekki var unnt að bjóða til brúðkaups fyrr en gengið hafði verið frá þeim málum. Kaupmáli var samkomulag um ráðahaginn og er gengið hafði verið frá honum fóru fram festar eða trúlofun sem var samkomuiag milli heitmannsins og fulltrúa hans annars vegar og stúlkunnar og forsvarsmanns hennar hins vegar. Sá tími sem fólk sat í festum var ekki mjög langur enda var kveðið á um það í lögum hve trúlof- un eða festar máttu standa lengi. Lýst var með brúðhjónum þtjá sunnudaga í röð í kirkju þar sem almenningur var beðinn að til- kynna ef vitað var um meinbugi á hjónabandinu. Var þar aðallega verið að ganga úr skugga um að ekki væru ættartengsl með hjónum en þau ákvæði hjónabandslaga voru ströng langt fram eftir öldum. Um það leyti er land byggðist máttu hjón ekki vera skyldari en að 6. manni en við siðaskipti mátti hann ekki vera nánari en þremenn- ingur. Um aldamótin 1900 hafði verið slakað svo á þessum kröfum að tvímenningar eða systkinabörn mega nú ganga í hjónaband. Miklar breytingar verða á fram- kvæmd þeirrar athafnar er brúð- hjónin gangast undir hjónabands- heitið eða allt frá venjulegu hand- sali brúðhjóna og forsvarsmanna þeirra til þess að vera Idrkjuathöfn. Kristni hafði verið á íslandi í nær 300 ár áður en eiginleg kirkjubrúð- kaup tóku að tíðkast að ráði. í brúðkaupsveislum fyrri tíma var mikið drukkið og minni flutt. Þar komu saman tvær ættir og var mikilsvert að þessi fyrstu tengsl tækjust sem best. Varð að gæta þess að virðingarstig hvers og eins kæmi vel fram. Seta manna í veisl- unni sagði til um stöðu í þjóðfélag- inu svo og hvernig skenkt var við borðhaldið. Þá var athöfn við brúðarsængina og einnig varð að fullvissa gesti um að morgungjöfín væri konunni samboðin. Héldust þessir siðir a.m.k. til siðaskipta. Gjafir til brúð- hjóna frá gestum eru hins vegar ekki gamall siður hér eða aðeins 200 ár síðan það komst á að gefa brúðargjafir. Kaupmáli og festar Kaupmáli og festar fóru venju- lega fram nokkru á undan brúð- kaupi. Það voru ákveðnar reglur um hver hafði rétt á að fastna konuna. Venjulega var það faðir stúlkunnar. Ef hann var látinn giltu reglur um staðgengla hans. í Grá- gás eru raktir 17 karlar sem sam- kvæmt lögum bar skylda til að sjá um verkið ef aðrir heltust úr lest- inni. Ekki gat kona fastnað aðra konu nema þegar brúður átti hvorki föð- ur né bróður á lífi. Þá fastnaði móðirin dóttur sína. Ætti stúlkan heldur ekki móður á lífí eru tíund- aðar karlar, skyldir eða óskyldir, sem fastna skyldu stúlkuna. Það var ábyrgðarverk. Mátti sækja mann til saka fyrir verk sem hann gat á engan hátt haft áhrif á, eins og um skírlífi hennar, að ekki væru ættartengsl með brúðhjónum og síðast en ekki síst ef fjárhagur hjóna var svo bágur að þau gátu ekki séð sér farborða. Kona gat ekki slitið festum án þess að draga ábyrgðarmann inn í málið. Festar fóru ætíð fram að við- stöddu festarpari og forsvars- manna og í vitna viðurvist. Voru kaupmálar skjalfestir og vottfestir og loks fastnaði maðurinn sér stúlkuna og þá drukkið festaröl. Fram til loka 13. aldar giltu þau ákvæði að fastnaði maður sér konu með jáyrði hennar og samþykki hennar nánustu var samkomulagið fast eins og um hjúskap væri að ræða og ekki unnt að rifta festum nema bæði kysu að Iifa skírlífí upp frá því. í tímans rás breyttist þetta svo að við lok 18. aldar urðu þau sem slitið höfðu trúlofun að fá kon- ungsleyfi til að trúlofast á ný eða ganga í hjónaband. Kaupmálinn var undirstaða í samningi væntanlegra hjóna. Fólk sem gat ekki sýnt fram á ákveðna eignastöðu hafði ekki rétt á að ganga í hjónaband nema gengið væri í ábyrgð fyrir þau. Gat samn- ingur þessi verið á tvenna vegu: hjónin gerðu með sér helmingafé- lag og skiptu jafnt með sér eigum sínum eða gerður var máli þar sem tíundað var hvað hvort átti af því sem lagt var til búsins, svipað því sem enn er gert. Eftir að gengið hafði verið frá kaupmála og festum var ekki aftur snúið og brúðkaupsathöfnin meira formsatriði. BrúAkaupið Algengast var að brúðkaup væru haldin að hausti til þegar sumar- verkum var lokið. Var þá nóg til af nýju kjöti og korni til ölgerðar og haustskipin komin frá Evrópu. Brúðkaup þeirra sem meira máttu sín stóðu oft í 3 daga. Komu gest- ir daginn fyrir brúðkaupið og hóf- ust athafnir tengdar því. Þá rann upp brúðkaupsdagurinn með at- höfninni og veisluhöldum. Á 3. degi voru gestir kvaddir á formlegan hátt. Brúðkaupið var og er mikilvæg- ur lögfræðilegur gjörningur. En á fyrri tíð var það samningur milli tveggja fjölskyldna en ekki tveggja einstaklinga. Fyrstu aldirnar eftir að kristni var lögtekin var gifting ekki kirkjuleg athöfn. Við samn- ingsgerðina þurfti menntaðan mann og þeir voru ekki á hverju strái. Er ekki ólíklegt að athöfnin hafi færst til presta vegna skriftar- kunnáttu þeirra. Má hugsa sér að í framhaldi af gerðinni hafi hann blessað brúðhjónin og síðan hafí athöfnin þróast í vígslu í kirkju. Fyrst eftir að prestar fóru að gefa saman hjón var það ekki gert inni í kirkjunni heldur í kirkjudyrum eða skrúðhúsi. Á meðan heiðin goð voru blótuð drukku menn minni frænda sinna. Eftir að kristni var komin á drukku menn minni guðs, Krists og heil- agra manna. Minni voru drukkin í öllum veislum og fram á fyrri hluta 18. aldar var hjúskapur ekki lögleg- ur nema „brúðkaup væri drukkið". Þó stofnað væri til hans með festum var það þó brúðkaupsdrykkjan með minnum og öðrum siðareglum sem gerðu hjónabandið endanlega lög- legt. í gömlum heimildum segir að „það gat verið löglegur hjúskapur án vígslu en eigi án brúðkaups- drykkju". Til er tilskipun frá lokum 13. aldar þar sem segir að eigi megi undir höfuð leggjast að drekka brúðkaup og þar er einnig tekið fram að enginn ætti að kosta meiru til brúðkaups en hann geti staðið undir fjárhagslega. Segir þar að heimilt sé að drekka brúðkaupið í sýrublöndu þó það hafi ekki þótt sæmilegt nema í ítrustu neyð. AAdragandi brúAkaupsins Hin svokölluðu steggjapartí sem komist hafa mjög í tísku síðustu ár kunna að eiga sér dýpri rætur í menningu okkar en margan grun- ar og eru að minnsta kosti 250 ár síðan það þótti sjálfsagður hlutur að fagna brúðkaupi kvöldið fyrir athöfnina. Var þannig skipað í þessar veislur að karlar og konur skemmtu sér ekki saman. Var í hófum þessum etið, drukkið, sung- ið og dansað og þótti ómissandi þáttur í aðdraganda brúðkaups. BrúAargangur Eftir að vígslan færðist í kirkj- una komst á sá siður að gengin var þangað brúðargangur. Fór brúðgumi og flestir karlmenn með honum til kirkju en konurnar mynduðu tvöfalda röð. Fóru fyrir göngunni ógiftar kon- ur og gengu þær fremstar sem minna máttu sín en hinar komu á eftir. Loks kom brúðurin leidd af tveimur ungum mönnum. Næst henni gengu giftar konur og voru tignarkonur henni næstar og þær sem voru tengdar brúðhjónunum. Brúðurin var því í miðri fylking- unni. Gengið var mjög hægt og sungn- ir sálmar. Þegar brúður kom að kirkjudyrum tók karl á móti henni og leiddi inn. Ekki ber heimildum saman um hver sá karl var. Koma þar þrír til greina; brúðarsveinar sem leiddu hana í göngunni, brúð- gumi eða presturinn. En þegar komið var upp að altari stóð brúðurin brúðgumanum á vinstri hönd við athöfnina. Sú hefð að karlar sitji hægra megin í kirkju og konur vinstra megin er þekkt frá alda öðli og var þessi háttur hafður á fram á 19. öld. Þá tók sætaskipan að breytast og fjölskyldur fóru að sitja saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.